Þjóðviljinn - 23.03.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.03.1977, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. mars 1977 Rafmagnsveitur ríkisins Lausar stöður Rafmagnsveitur rikisins auglýsa eftirfarandi störf laus til umsóknar: 1. Staða forstöðumanns tæknideildar Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu og verkfræðimenntun. Laun skv. 26. launaflokki rikisins. 2. Staða forstöðumanns fjármáladeildar Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu og hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun eða samsvarandi. Laun skv. 26. launaflokki rikisins. 3. Staða forstöðumanns rekstrardeildar Mikil áhersla er lögð á, að umsækjendur hafi starfsreynslu i rekstri raforkuvirkja og raforkukerfa. / Laun skv. 26. launaflokki rikisins. Umsóknarfrestur er til 14. april 1977. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir rafmagnsveitustjóri rikisins. UTBOÐ Tilboð óskast I 132 kV jarðstreng fyfir Rafmagnsveitu Reykjavikur. tJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Tilboðin veröa opnuð á sama staö, fimmtudaginn 28. april n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR" Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 r Vináttufélag Islands og Kúbu: Brigada Nordica Arleg vinnuferö til Kúbu á vegum vináttufélaganna á Norðurlöndum veröur að þessu sinni farin á tlmabilinu 20. júní — 20. júli nk. Tólf Islendingar geta fariö þessa ferö.og greiöa þeir far- gjaldiö báöar leiöir sjálfir. Uppihald á Kúbu er frltt. Umsóknir um þátttöku I ferö þessari sendist fyrir 6. aprfl nk. til Vináttufélags tslands og Kúbu, Pósthólf 318, Reykjavlk. lsti vélstjóri Fyrsta vélstjóra vantar nú þegar á skut- togarann Skinney SF 20. Upplýsingar i simum 97-8207 og 97-8228 og hjá Vélstjórafélagi Islands i sima 12630. Námskeið í blástursaðferð — hjálp i viðlögum Fyrsta kvöldið einungis notað til kennslu i blástursaðferðinni. Siðan hefst almennt námskeið i hjálp i viðlögum fyrir þá sem vilja. Kennari: Jón Oddgeir Jónsson. Kennslu- staður: Miðbæjarskóli. Kennsla hefst fimmtudaginn 24. mars kl. 20.00. Innritun i Miðbæjarskóla sama dag kl. 19.30—20.00. Upplýsingar i sima 14106 siðdegis. Námsflokkar Reykjavikur. Gísli Guðmundsson: Aflafréttir frá Suðureyri GIsli Guömundsson. Gisli Guömundsson Suðureyri við Súgandafjörð hefur sent Landpósti eftirfarandi yfirlit um aflabrögð báta þar I kauptúninu I janúar og febrúar. Janúaryfirlit Frá Suöureyri við Súgandaf jörö eru nú gerðir út fjórir nokkuð stórir bátar. Eru það hinir sömu og voru hér siöastliðið ár: m/s Trausti 299 brúttósmálestir og stundar hann togveiðar. m/s Kristján Guðmundsson er 170 brúttósmálestir, Sigurvon er 189 brúttósmálestir og m/s Olafur Friöbertsson er 193 brúttósmá- lestir og er það hans rétta mál. Hinir allir eru með nýju mæling- unni. Tiðarfar I janúarmánuði var mjög rysjótt til róðra en allsæmi- legt veður til landsins. Heildarafli linubáta varð 310,7 tonn I 59 róörum. Meðaltal I róðri var þvi 5266 kg. 1 janúar I fyrra var heildarafli þessara sömu báta 437,6 tonn i 65 róðrum. Meðaltal þá I róðri var 6732 kg. Og hér kemur svo afli bátanna, hvers og eins. Fyrstan tel ég m/s Trausta með 124,4 tonn, 3 landanir, troll. m/s Ölafur Friöbertsson 97,8 tn. 21 róður. m/s Sigurvon 105,7 tn. 19 róörar. m/s Kristján Guðmundsson 107,2 tn. 19 róðrar. Af afla hans i janúar voru 52.38% fiskur yfir 70 sm., sem kallast stór fiskur. 20,36% fiskur frá 54-70 sm., sem er millifiskur, 4,67% fiskur frá 43-54 sm. sem kallast smáfiskur 11,35 % ýsa stór og smá 7,65% tindabykkja, sem fór i beinaversmiðju, 2,47% stein- bitur. Það sem á vantar 100% er langa, keila og lúða. Samkvæmt þeim gögnum, sem ég er hér meö, og munu vera hár- nákvæm, mun aflaverömæti Kristjáns Guðmundssonar, til skipta vera kr. 6.880.378,00 og með 30% skiptakjörum i 11 staði mun hlutur án orlofs vera kr. 187.647,00 og með orlofi þvl kr. 203.278,00. Þetta þýöir aö meöal- tal úr hverju tonni er kr. 1751,00 en með orlofi kr. 1897,00. Þaö má ætla aö prósentuhlut- föllin séu mjög lik á linubátunum, þar sem sótt er á svipuð niið. Febrúaryfirlit Janúar veðrátta hélst óbreytt fram i miðjan febrúar. Eftir það gjörbreyttist veðrátta til sjávar og sveita til hins betra. Og mátti þá með sanni segja að logn væri á Súgandafirði dag eftir dag og flugvöllurinn misvindalaus og bilfær til ísafjarðar alla daga. Skotfæri. Samanlagt fóru linubátarnir 63 róðra og samanlagöur afli varð 459,8 tonn eða 7298 kg. I róöri. Aflinn var þá orðinn nokkuö steinbitsblandaöur og sést það hér á eftir I sundurliðun á afla m/s Kristjáns Guðmundssonar. Hér kemur svo afli hvers og eins: m/s Trausti, 237,1 tonn I fjórum löndunum. Besti túrinn gaf 101 tonn og 488 kg. og hlutföll i prósentum voru þannig aö 12% voru yfir 70 sm. eða stór fiskur 69,25% millifiskur, 54-70 sm og 18,75% smáfiskur, frá 43-54 sm. m/s Sigurvon aflaði 157,5 tonn i 21 róöri. m/s Ölafur Friðbertsson 138,0 tonn I 21 róöri. m/s Kristján Guðmundss. 164,3 tonn I 21 róðri. Afli Kristjáns Guðmundssonar sundurliðast þannig: Stórfiskur.............. 37,30% Millifiskur............. 20,90% Smáfiskur................ 7,11% Steinbitur.............. 27,32% Ýsa, stór og smá......... 2,68% Lúða..................... 0,49% Tindabykkja ............. 4,19% Samkvæmt þessu að framan dæmist rétt vera að skiptaverð- mæti m/s Kristjáns muni vera kr. 9.574.995,- Skiptakjör, 30% I 11 staði gerir I hlut kr. 261.136,- og með orlofi kr. 282.889.00 Meðaltal úr tonni er kr. 1589,- án orlofs en kr. 1721,00 meö orlofi. Reikna má með svipuöum prósentuhlutföllum hjá linu- bátunum, þar sem sótt er á sömu mið. Eftir mánaöamót, febrúar- mars breyttist tiðarfarið til hins verra og 8. mars þegar þetta er skrifað, höfðu bátarnir farið fjóra róðra hver, i hálfgerðum brælu- sklt. Ranghermt var I fyrri frétt aö skemmtibáturinn Svenni og Abbi Suðureyri 8. mars, heföi fiskaö ll,5tonn Iróöri. Báturinn fór 27róöra. GIsli Guömundssor Tóbak og áfengi Nú virðist vera að hefjast all öflug hreyfing gegn tóbaks- reykingum. Er þaö vel og vonandi að það beri góðan árangur. En það er ekki verið að ráðast á böl- valdinn sjálfan,sigarettuna,hún á að fá að vera allsstaðar aö íreista óþroskaðra unglinga og óprúttnir prangarar aö skreyta glugga sina með ginnandi auglýsingum um ágæti hennar. Það er sigarettan sem kemur unglingunum til að reykja. Þaö yröu varla margir unglingar sem færu aö kaupa sér pipu og reyktó- bak. Og þvi þá ékki að losá sig við sigarettuna? Hreinlega banna sölu á henni. Þaö er ekkert tekiö af þeim, sem farnir eru að reykja, nemaþá versti bölvaldurinn, þeir geta snúið sér aö pipureykingum, ef þeir vilja ekki hætta. Og eftirlit með brotum er auðvelt þvi hver sem sést með sigarettu auglýsir að hann sé með bannvöru. Þetta yrði öflugasta og besta leiðin til að stöðva hinar óhugnanlegu barnareykingar. Prangararnir myndu að visu reka upp ramakvein. En er nú rétt aö láta hóp prangara lifa hátt á þvi aö selja eiturefni, sem veldur dauða og heilsutjóni fjölda fólks? Svipaða sögu er að segja af vin- inu. Nú er varla reist svo gistihús eða kaffistofa að ekki sé sett þar upp vinsala. Eftir þvi sem blöö og útvarp segja frá fer ekki ávallt allt fram meö friði og spekt á þeim stööum og greinilega ekki umtalað nema úr hófi keyri. Sagt hefur verið frá þvi ef fallið hefur niður vinsala um sinn að þá hafi lika slys I umferð I Reykjavik svo til horfiö. Væri nú ekki ráð að hætta þess- ari vinsölu á kránum og fá I staöinn viövarandi slysafækkun? Vinsölu ætti einnig að hætta á hótelum. Sagt er að þá myndu út- lendingar hætta að koma. Það myndu ekki verða aðrir en þeir, semenginnakkur er i að fá: Hinir yrðu fleiri, sem virtu landslög og teldu okkur menn að meiri aö risa á móti óhollum og skaðlegum venjum. Glúmur Hólmgeirsson. Vallakoti, S-Þing. Blikkiðjan Asgáröí 7, ‘ Garöahreppi önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.