Þjóðviljinn - 23.03.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.03.1977, Blaðsíða 13
MiAvikudagur 23. mars 1»77 ÞJ6DVILJINN — SIÐA 13 Arsfundur Menningar- og fræðslusambands alþýðu MFA hefur einnig beitt sér fyrir þviaðkynna verkalýðs-og félagsmál á Islandi fyrir félögum Ur verka- lýðshreyfingunni á Norðurlöndum. Hér eru nokkrir þátttakendur á sliku námskciði að ræöa viö blaða- mann Þjöðviljans. Cr kennslustund á námskeiöi hjá MFA Öflugt fræðslustarf MFA Sjöundi ársfundur Menningar- og fræðslusambands alþýðu var haldinn 23. febrúar sl. Ársfundinn sitja stjórn og varastjórn MFA, fræðsluráðsmenn, fulltrúar frá sérgreinasamböndum og fulltrúar frá miðstjórn ASI. Formaður MFA er Stefán ögmundsson og i skýrslu sinni, sem hann flutti á fundinum kom fram að mikiö hefur verið starfað frá þvi siðasti ársfundur var haldinn, en það var fyrir 15 mánuðum. A þeim tima hefur 421 maður notið fræðslu á vegum MFA, þar af 34 i Félagsmála- skólanum. Samtals hafa veriö i Félagsmálaskólanum frá stofnun hans i ársbyrjun 1975, 69 nemendur. Auk Stefáns eru i stjórn MFA Karl Steinar Guðnason, Magnús L. Sveinsson, Helgi Guðmundsson og Daði Ölafsson. Þjóðviljanum hefur borist skýrsla stjórnar MFA og verður nú drepiö á helstu atriði, sem þar koma f ram. Björgunar■ sveitir SVFÍeru orðnar 85 Slysavarnafélag tslands er nú aö fara af stað með nýtt happ- drætti til fjáröflunar fyrir félagiö. Þetta er i f jórða sinn sem félagið efnir til slikrar fjáröflunar, en næstu daga hefst sala happ- drættismiðanna. Fjórðungur af andviröi miðanna rennur til deilda félagsins og björgunar- sveita en SVFÍ greðir allan kostnað við happdrættiö að sinum hluta. Dregið veröur 1. júni nk. og aðeins úr seldum miðum. Vinningar eru Mazda 818 station árgerð 1977 og þrjú Nord- mende litsjónvarpstæki. Starfsemi SVFI eykst með ári hverju og eru björgunarsveitirn- ar nú 85 að tölu og hafa á að skipa 2400 reyndum mönnum. Björgunarsveitirnar eru þrenns konar, sjóbjörgunarsveitir, land- björgunarsveitir og sveitir sem jöfnum höndum sinna björgunar- störfum á sjó og landi. Þá er rekstur skipbrotsmanna- skýla — og fjallaskýla mikill þáttur i starfsemi SVFl. Nú eru 72 skýli starfrækt við strendur landsins og er I þeim að finna allt sem nauðsynlegt er væstum mönnum og köldum. Skýlin eru opin að sjálfsögðu. A 17. landsþingi SVFI var sam- þykkt aö hrinda i framkvæmd umdæmaskiptingu innan SVFl og staðsetningu björgunarsveita félagsins. Landinu er þannig skipt i 10 umdæmi björgunar- sveitanna og sérstakúr um- dæmisstjóri kjörinn i hverju um- dæmi. —hs Námskeið og hópar A samstarfstimabilinu voru haldin 11 námskeið I samvinnu við hin ýmsu verkalýðsfélög um landiö. Voru þau um margvisleg efni sem verkafólki er nauösyn- legt að kunna góð skil á. Þátttaka var yfirleitt góð og sóttu nám- skeiöin samtals 302. Stjórnendur allra námskeiðanna voru þeir Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Baldur óskarsson. 20 leiðbeinendur auk þeirra voru á námskeiðunum. Þrir fræðsluhópar störfuðu á vegum MFA 1976. Sá fjórði var boðaður, en vegna ónógrar þátt- töku var hann felldur niður. Hóp- arnir, sem störfuðu voru þessir: Ræðuflutningur og fundarstörf I, Ræöuflutningur og fundarstörf II og Saga verkalýðshreyfingar- innar. 1 hópunum störfuðu 41 og leiðbeinendur voru auk Tryggva Þórs og Baldurs Óskarss. þau Baldvin Halldórsson, Guömunda Eliasdóttir, Ingunn Jensdóttir og Ólafur R. Éinarsson. 34 í Félagsmálaskólanum Félagsmálaskólinn starfaði i tveimur önnum árið 1976. Fyrri önn var dagana 7.-20. mars og hin siöari 17.-30. okt. Starfsmenn önnuðust undirbúning að starfi skólans auk þeirra Halldóru Sveinsdóttur og Guömundar Hall- varðssonar, sem nemendur völdu úr sinum hópi. 27 leiðbeinendur voru við skólann og einnig komu forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar i heimsókn og svöruöu fyrirspurnum nemenda. Námsstjóri var Bolli B. Thor- oddsen. 34 nemendur voru i skólanum á báðum önnunum frá 27 verkalýðsfélögum, þar af voru 13 félög úti á landi. Félagsmála- skólinn var til húsa i ölfus: borgum. „örvandi fræðslustarf" Samstarf MFA samtaka á Norðurlöndum hefur aukist mikið á slðustu árum. Eitt af þeim verkefnum sem unnið hefur verið að, miöar að þvi að ná til fólks I verkalýðshreyfingunni, sem ekki hefur tekið þátt i neinu þvi fræðslustarfi, sem það hefur átt kost á. Þetta starf nefnist á islensku „örvandi fræöslustarf” og hefur nú verið gerð áætlun til þriggja ára um að koma þessu starfi á laggirnar. Fyrsta árið eru valin tiltekin fyrirtæki og starfs- fólki boöin þátttaka I ákveðnum námskeiðum eöa leshringjum. Annað árið er valiö ákveðið sveitarfélag eða ibúðarhverfi og ibúum boðin þátttaka i fræðslu.og á þriðja ári er ráðgert að hafa samstarf við samtök fatlaðra eða önnur slik samtök. 1 haust voru valin hér á landi þrjú fyrirtæki I samráði við Iðju, félag verksmiðjufólks, og þangað fór Guðmundur Bjarnleifsson og aðstoðaði starfsfólkið við að koma upp starfshópum. 44 störfuðu I hópunum, en 70 manns var boðin þátttaka. Algengt var að þeir sem ekki vildu vera með töldu sig ekki geta það vegna mikillar vinnu. Sjald- gæft er að sú ástæða sé nefnd á hinum Noröurlandanna. Vinnan Útgáfustarfsemi var nokkur á timabilinu, en ekki tókst þó aö gefa Vinnuna út reglulega á sl. ári. Fjögur blöð hafa komið út frá siöasta ársfundi og ritstýrði Tryggvi Þór einu en Baldur Óskarsson hinum þremur. Sérstök nefnd hefur nú verið stofnuð til aö fjalla um útgáfu þess. Margt fleira kemur fram i skýrslu stjórnar MFA, sem ekki er unnt að rekja nánar rúmsins vegna. Þó má ekki láta hjá líöa að minnastá sýningu sem haldin var á sögulegum minjum verkalýðs- hreyfingarinnar i húsakynnum Listasafns alþýðu, dagana 28. nóv.-12. des. I framhaldi af sýningunni hefur verið rætt um að koma upp „hreyfanlegri sögu- sýningu”, sem auðvelt væri að flytja milli staða. MFA hér á landi hefur mikil samskipti við Noröurlöndin og fulltrúar héðan fóru á timabilinu á fimm fundi og þing erlendis. —hs Fræðslurit um getnaðarvarnir ■ Spurningar og svör um pilluna ■ Spurningar og svör um lykkjuna Fyrir tveimur árum voru samþykkt lög um fræðslu varöandi kynlif og barneignir, en hingað til hefur þeim lögum ekki verið framfylgt. I lögunum segir að landlæknir skuli skipu- leggja þetta leiðbeininga- og fræðslustarf og nú loks er kom- inn visir þess að áðurnefnd lög veröi meira en orðin tóm. Landlæknisembættið hefur hafið útgáfu fræðslurita um getnaöarvarnir og eru tvö komin út, Spurningar og svör um pilluna og Spurningar og svör um lykkjuna. Hið þriðja er væntanlegt bráðlega, en það er um smokkinn. Bæklingar þessir eru þýddir úr sænsku og staðfærðir meö aöstoð Siguröar S. Magnússonar prófessors. Þeim verður dreift i skóla og heilsugæslustöðvar og einnig er I athugur. að láta þá liggja frammi viðar t.d. i bóka- búðum. Einnig getur hver sem- er komið á skrifstofu landlæknis og fengið ritin þar. A skrifstofu landlæknis fékk blaðið þær upplýsingar að ætlunin væri að þýða fleiri fræðsluritum kynferðismál eins fljótt og kostur er og þá lika fyrir yngri börn. Skólayfir- læknir er um þessar mundir að athuga ýmsa erlenda bæklinga ætlaða til kennslu ungra barna um þessi mál, en ekki er vitað, hvenær af framkvæmdum verður. Astæða er til að fagna útgáfu bessara rita og vonandi verður þetta upphafið að velskipulagöri kynferðisfræðslu i skólum. —hs Heims- þekkt kammer- sveit í heimsókn 1 kvöld kl. 20.30 heldur Stutt- garter Kammerorchester tón- leika I Háskólabiói á vegum Tón- listarfélagsins. Stjórnandi er prófessor Karl Munchinger. Sveitin leikur hér verk eftir Bach, Dvorak og Rachelbel. Karl Munchi ger fæddist IStutt- gart hinn 29. mai 1915. Hann hóf ungur tónlistarnám og nam meðal annars i Tónlistarhá- skólanum I Stttgart og lauk prófi þaöan 1938. 1938-1941 stundaöi hann nám i hljómsveitarstjórn, fyrst hjá prófessor Carl Leonhardt i Stutt- gart, en siðan hjá prófessor Her- mann Abendroth I Leipzig. Hann var hljómsveitarstjóri við Niedersachsenorchester I Hannover árin 1941-1944. 1945 stofnaði Miinchinger Stuttgarter Karl MUnchinger Kammerorchester og á árunum 1946-1948 lék hljómsveitin viða i Vestur-Þýskalandi. En áriö 1948 fór Miinchinger með hljómsveit- ina I sina fyrstu hljómleikaferö utan Þýskalands (Sviss) Hlaut hljómsveitin frábærar móttökur og hefur Miinchinger verið á sifelldum hljómleikaferðum meö hljómsveit sina allar götur sið- anog sótt heim hinar ólikustu þjóðir. Arið 1949 gerði Miinchinger samning við breska hljómplötu- fyrirtækið Decca um útgáfu á hljómplötum með hljómsveitinni og er óhætt aö fullyrða aö þessi hljómplötuútgáfa hefur átt stóran þátt i að auka á hróður hljóm- sveitarinnar um víða veröld. Þá hefur sveitin tekiö þátt I flestum stærstu listahátiöum heims, svo sem i Saltzburg, Edin- burgh, Baalbeck, Strassbourg og Nizza. Munchinger hefur hlotnast margvislegur heiður á ferli sin- um. 1953 var hann geröur að prófessor og I heimalandi sinu hefur hann veriö sæmdur æðstu heiðursmerkjum. Einnig hefur hann tvivegis verið heiðraður l Frakklandi fyrir list sina svo eitt- hvaö sé nefnt. Þýska sendiráðið I Reykjavik og Goethe-stofnunin stuðluðu aö heimsókn hljómsveitarinnar og stjórnanda hennar til Islands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.