Þjóðviljinn - 23.03.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.03.1977, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. mars 1977 ÞJOÐVILJINN — StÐA 15 GEI\IS UIUASUMUS Skákskýringar: Sævar Bjarnason Umsjón: Gunnar Steinn Kortsnoj vann auðveldlega úr biðstöðunni Kortsnoj veittist auðvelt að knýja f ram sigur úr bið- skák sinni við Petrosjan frá í fyrradag. I gær þrá- aðist Petrosjan lengi viðað gefast upp, en Kortsnoj var með allt á hreinu og innbyrti afar dýrmætan vinning enda þótt hann stýrði svörtu mönnunum. í dag eiga kapparnir að tef la aftur, og hefur Kortsnoj hvítt. En sigurinn i gær hlýtur aö hafa verið afar kærkominn fyrir Kortsnoj, sem flestir hafa álitið standa höllum fæti i taugastriðinu sem geysar á Italiu. Hitt verður þó að segjast eins og er að Petrosjan fór afar illa að ráði sinu i 33. leik er hann lék af sér skipta- mun með grófum afleik. Fram að þeim tima haföi hvitur haft mun betri stöðu og Kortsnoj geröi sig greinilega ánægðan með jafntefli með svart. En Petrosjan gaf hon- um höggstað á sér, Kortsnoj fékk alveg óvænt færi á að taka hrók fyrir biskup og hann þáði boðið samstundis. Hrikalegur afleikur hjá Petrosjan, sem þó gat rétt hlut sinn skömmu siðar en virtist einnig yfirsjást sá möguleiki. Litum þá á skákina frá II Giocco. Hvitt: Tigran Petrosjan Svart: Viktor Kortsnoj Drottningar-indversk vörn. 1. d4-e6 4. g3-Ba6 2. c4—Rf6 5. b3-Bb4 + 3. Rf3-b6 (Með þessum leik vill Kortsnoj hindra staðsetningu biskuþsins á b2, þvi ef Petrosjan svaraði 6. Rd2-Re4 7. Dc2-f5, hefði svartur möguleika á að einfalda stöðuna með uppskiptum). 6. Bd2-Be7 (Kortsnoj hörfar frekar en að drepa á d2 með skák, vegna þess að eftir 8. Rxd2 ætti hvitur sprengingarmöguleikann e4 seinna i skákinni). 7. Rc3-d5 io. 0-0-Rbd7 8. cxd5-exd5 n. Re5-Bb7 9. Bg2-0-0 12. Bf4- (Meö þessu vill Petrosjan sækja að c7 reitnum) 12...He8 13. Hcl-Rf8 (Hótar að angra biskupinn á f4) 14. Bg5-Re6 16. e3- 15. Bxf6-Bxf6 (Þetta er dæmigerð staða sem Petrosjan þykir gaman að moða úr. <Jr svona stöðum hefur hann unnið marga frækna sigra, ekki sist með riddaratilfæringum, eins og kemur fram seinna i þessari skák.) 16...c6 18. Hel-Had8 17. Rd3-Dd6 19. b4- (I þessari stöðu eru möguleikar svarts engir aðrir en að biöa og tekur hann þaö til bragðs að leika hrókum sinum fram og til baka um stund). 19...He7 23. Re2-g6 20. a4-Hdd7 24. Ref4-Hc7 21. Db3-Hd8 25. Hd2-Bg5 22. Hedl-Hed7 26. Rxe6-fxe6 (Litur ekki fallega út fyrir svart- an, en Kortsnoj leitast eftir mót- spili á f-linunni). 27. Hdc2-Hdc8 29. Rf4- 28. Bh3-Kg7 (Þennan riddara má vart drepa vegna exf4 og peðiö á e6 verður skotspónn hvits og I rauninni dauðadæmt). 29...He8 31. Rd3-Bd7 30. Hc3-Bc8 32. Re5-Hec8 Hér leikur Petrosjan afleiknum stóra og tapar fyrir vikið skák- inni. 33. e4 (Það þarf að leita allt aftur til ársins 1956 til þess að sjá annan eins afleik hjá Petrosjan, sem greinilega hefur gjörsamlega lok- ast i þessari stööu. Arið 1956 tefldi Petrosjan við Davið Bronstein i millisvæðamóti og i gjörunninni stöðu blindaðist Petrosjan og lék af sér drottningunni i einum leik! Það sem Petrosjan er að hugsa um er áframhaldið 33... dxe4. 34. Rxd7-Dxd7 35. Bxe6 og hvitur vinnur skiptamun. En Petrosjan gleymir vörninni og fellur á sjálfs sins bragði. Hvitur tapar skipta- mun!). 33....Bxcl 34. Hxcl-dxe4 (Kortsnoj afræður að gefa skipta- muninn aftur vegna þess aö ann- ars kæmi 35. Rxd7-Hxd7 36. e5 og staða svarts er illa lokuð). 35. Rxd7-Dxd7 37. Hc4 36. Bxe6-Dxd4 (Aumingja Petrosjan, Greinilega er taugastriðið að gera út af við hann. Hér yfirsést honum skákin á al, liklega niðurbrotinn eftir af- leikinn þegar Kortsnoj drap hrók- inn. Petrosjan nær þvi ekki skiptamuninum aftur). 37.... Dal + 38. Kg2-Hf8 39. Hxe4-He7 40. Bd5-Hxe4 41. Bxe4-Df6 42. Dc2-Hc8 43. a5 Hér fór skákin i biö og staða Petrosjan er greinilega gjörtöp- uð. 43...bxa5 47. Db3-He2 44. bxa5-c5 48. Db7+-Kh6 45. Dc4-He8 49. Df7-Hxf2+ 46. Bd5-Dd4 (Einfalt, en snjallt.) 50. Dxf2-Dxd5+ (Engin leið að forðast drottning- aruppskipti. Ef Kh3 kemur drottningin á f5+. Ef hins vegar Kfl kemur drottningin á f5+. Og þriðji möguleikinn er Kgl, en þá kemur Dd4+ og hvlta drottningin er alls staðar i dauðanum. Petrosjan velur fjórða möguleik- ann, en kemst ekki hjá uppskipt- um). 51. Df3-Dxf3+ 55. g4-Kxh2 52. Kxf3-Kg5 56. Kxc5-Kg3 53. Ke4-Kg4 57. g5-Kg4 54. Kd5-Kh3 Lokastaðan. Hvitur gafst upp. Globetrotters koma ekki — þrátt fyrir að öllum undirbúningi væri lokið hér. - Flugferðir passa ekki inn í tímaáætlun þeirra Nú er útséð með það, að banda- risku körfuboltasnillingarnir Harlem Globetrotters, sem leika áttu tvo leiki hér I næsta mánuði koma ekki. Bera þeir þvi við, að flugáætlanir til og frá landinu passi ekki inn i timaáætlun þeirra, sem hún er mjög ströng og erfitt um frávik frá henni. Globetrotters áttu að leika hér 23. og 24. april og var Körfuknatt- leikssambandið búið að útvega Laugardalshöllina undir leikina, en til þess að fá húsið, þurfti að fá annaö hús undir Norðurlandamót i lyftingum sem búið var aö setja á i Höilina þessa sömu daga. Landslið okkar I körfuknattleik mun um páskana taka þátt i for- keppni Evrópumótsins i kröfu sem fram fer I Englandi. Lands- liðshópur hefur verið valinn og hafa æfingar verið hafnar af krafti. Til aö undirbúa liðið sem best undir keppnina hafa veriö á- kveðnir nokkrir æfingaleikir og einnig pressuleikur. Fer hann fram 28. mars I Laugardalshöll, nema að aukaleik þurfi milli ÍR og KR um Islandsmeistaratitil- inn, þá fer sá leikur fram það kvöld i staðinn. Þjálfarar lands- liðsins, þeir Einar Bollason og Birgir örn Birgis völdu liðið sem á að leika pressuleikinn I gær og er það skipað eftirtöldum leik- mönnum: Bakverðir: Kristinn Jörundsson, fyrirliði „Þeir eru einhverja hluta vegna ekki tilbúnir til að koma hingað og getum við enga skýr- ingu gefið á ákvörðun þeirra um að hætta við komuna, þvi við töld- um aö allt væri á hreinu varöandi leikina”, sagði Steinn Sveinsson hjá KKÍ I gær. „Þeir buðu okkur i staðinn að koma i júni, en þar sem fyrirsjáanleg eru stjórnar- skipti hjá okkur viljum viö ekki binda hendur næstu stjórnar og dagsetja leiki i júni. Það er hins vegar nægur timi fyrir nýju stjórnina að semja um leikdaga, en óliklegt er að farið verði út i þessa leiki á miðju sumri”. Jón Sigurösson, Kári Marisson, Rikharður Hrafnkelsson. Framherjar: 'Bjarni Jóhannesson, Torfi Magnússon, Gunnar Þorvarðarson, Jón Jörundsson. Miðherjar: Bjarni Gunnar Sveinsson, Pétur Guðmundsson. Pétur „stóri” Guðmundsson er væntanlegur til landsins á föstu- dag. Mun hann taka þátt i undir- búningi landsliðsins fram að keppninni og verður örugglega valinn i lOmanna liðiösem keppir I Engiandi. Pressuliðið verður valiö slðar i þessari viku. G.Jóh. Þessi ákvöröun Globetrotters veldur án efa vonbrigðum, þvi margir hlökkuðu til aö sjá þessa töframenn leika listir sinar hér á landi. G. Jóh. 3:0 fyrir Val! Valur rótburstaði skaga- menn I gærkvöldi I fyrsta leik meistarakeppni KSt, sem fór fram á Melavelli. Staöan i leikhléi var 1:0 fyrir Val eftir mark Magna Péturssonar, en I siöari hálfleik skoraöi Úlfar llróason annað mark Vals og Atli Eövaldsson hiö þriöja. Lokatölur urðu þvi 3:0 sigur Vals i nokkuö góöum leik. Framlina Vals var skipuö ungum nýliðum, stórefnileg- um. Kristinn Björnsson lék ineö skagamönnum, en auk hans vantaði i Vals-framlin- una þá Hermann Gunnarsson, Guömund Þorbjörnsson (veik- ur) og Inga Björn (leikbann frá i fyrra). Nýliöarnir hlupu því I skaröið og stóöu fyrir sinu eins og sést á markaskor- uninni. Margt á döfinni hjá landsliðinu STALDR- AÐ VIÐ Þaö er oröin I meira lagi sorg- leg staöreynd hversu illa gengur aö halda afreksfólki okkar I iþróttum „við efniö”. t upphafi hvers iþróttaárs koma ævin- lega I Ijós nöfn nokkurra afreks- manna frá árinu áður sem ákveðið hafa að hætta keppni, jafnvel löngu áður en hátindin- um er náð. Astæðurnar eru ævinlega svipaöar, þ.e. náms- annir, brauðstrit, ibúða- byggingar o.s.frv. Jafnvel löngu áður en fólk nær tvitugsaldri er það farið að draga sig i hlé af einhverjum ofangreindra ástæðna. Þetta vandamál hefur lengi verið mikill höfuðverkur iþróttahreyfingarinnar, sem eðli sins vegna fær þó á engan hátt spornað við fótum. Við höf- um séð á eftir mörgum topp- manninum hverfa af sjónar- sviðinu svo óvænt og snögglega aö við liggur að eftir standi opið sár i viðkomandi iþróttagrein. Innanhússmeistaramótið I sundi, upphaf nýs starfsárs hjá sundhreyfingunni, varö engin undantekning frá reglunni. Þar vantaði afreksfólk frá þvi I fyrra og eins og svo oft áöur var það kvenpeningurinn sem hafði æfingarlaust til sunds og kom I markið á litiö lakari tima en þegar hún glimdi við Olympiu- lágmörkin i fyrra eftir þrotlaus- ar æfingar i marga mánuði. Og þetta er einn þeirra iþrótta- manna sem hættir á tvitugs- aldri! En maður saknaði fieiri en Vilborgar á þessu móti. Stórefnileg sundkona úr Armanni, Bára ólafsdóttir, sem i fyrra óx meö hverju mótinu sem haldið var og skilaöi sinum skammti af Islandsmetum, er Sorglegt dregið sig I hlé. Olympiufari Islands til Montreal, Vilborg Sverrisdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, var t.d. ekki á meðal keppenda. Sagðist hún aðspurö leggja út i stúdentsprófin i vor, og enda þótt sig langaöi til aö vera áfram meö.hefði hún hvorki aö- stöðu né tima til að skreppa til Reykjavikur á æfingar eins oft og þyrfti. Vilborg, sem er tuttugu ára gömul, hafði þó varla sleppt orðinu er félagar hennar i SH báöu hana aö synda meö i boð- sundssveitinni... svona rétt tii þess að fylla upp i. Og hún sló til, henti sér gjörsamlega einnig hætt. Astæðan: Brauö- strit, koma undir sig fótunum, baktryggja sig gegn hættum verðbólguþ jóðfélagsins. Vissulega má segja að ávallt komi maöur i manns stað fyrr eða siðar, en fyrir þá sem fylgst hafa lengi meö iþróttum er þetta stöðuga og árvissa „mannfall” i Iþróttahreyfing- unni orðið ákaflega hvimleitt og sorglegt, þótt ævinlega sé auð- veltaö skilja aðstööu og ákvarð- anir iþróttafólksins. En þaö er vonandi að úr rætist hjá þeim Vilborgu og Báru með vorinu. Viö þurfum að sjá þær báöar aftur þegar sundmótin hlaðast upp i sumar. — gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.