Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 6
ffSÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mars 1977 Breytingar á lögum um fiskveiðiheimildir í landhelgi Skýrari ákvæöi um skyndilokanir svæöa A fundi neörideildar alþingis á miðvikudag kom fyrir frumvarp til laga um breytingar á lögum um veiðar i fiskveiðilandhelgi Is- lands. Frumvarp þetta var flutt snemma á þinginu i haust til stað- festingará bráðabirgðalögum frá 16.6.1976. Sjávarútvegsnefnd deildarinnar varsammála um af- greiöslu þess, enda um leiðrétt- ingar að ræða. Nefndinni hafði auk frumvarpsins borist ályktun frá aðalfundi Landssambands is- lenskra útvegsmanna um mál þessi. Var erindi þeirra sent til- umsagnar Félags botnvörpu- skipaeigenda og kom fram 1 áliti FIB fullur stuðningur við tillögur LÍÚ . Þá hefur stjórn Fiskifélags íslands mælt meö umræddum breytingum. 1 umsögn Hafrann- sóknarstofnunarinnar kom fram bein andstaða viö rýmkun tog- veiðiheimilda fyrir Norðurlandi, en hún taldisig eftir atvikum geta fallist á umbeðna rýmkun fyrir Suðausturlandiog Suðurlandi. Þá féllst stofnunin á að skynsamlegt gæti veriö aö auka heimildir til dragnótaveiða svo kolastofninn yrði betur nýttur. t febrúar barst sjávarútvegsnefnd bréf frá ráð- herra þar sem hann fór fram á aö nefndin flytti tillögur LÍÚ inn i þingið. Geröi nefndin svo um leið og hún skilaði áliti um fyrrnefnt frumvarp. Pétur Sigurðsson (S) formaður sjávarútvegsnefndar neðrideild- ar mælti fyrir nefndarálitinu, en meðal þeirra sem til máls tóku voru Lúðvik Jósepsson og Garðar Sigurðsson, én Garðar á sæti i sjávarútvegsnefnd deildarinnar. Nefnd skoði tillögur bet- ur Lúðvik sagði I ræöu sinni, að hann teldi óhjákvæmilegt að sjávarútvegsnefnd fjallaði á nýj- an leik og ýtarlegar um fyrr- greindar tillögur LÍÚ. Lúðvik lýsti þvi yfir að hann væri samþykkur siðustu tillög- unni, en hún gerir ráð fyrir skýr- ari ákvæðum varöandi stjórnun fiskveiöa og heimildir hafrann- sóknarstofnunarinnar til lokunar veiöisvæöa i allt að sjö sólar- hringa er tilkynningar hefðu bor- istum verulegt magn á smáfiski i afla. Hinar tillögurnar fjalla allar um að breyta veiöiheimildum innan landhelginnar. Kvað hann misjafnar skoðanir uppi um slikt, en siöan gerði hann sérstaklega að umræðuefni tillöguna sem snertir veiðiheimildir úti fyrir Suðausturlandi. Þar er gert ráð fyrir að rýmka togveiðiheimildir tilmuna,enþingmaðurinn taldi að þargætiverið veruleg hættaá þvi að smáfiskur veiddist, ekki slst ýsa. En það er i sjálfu sér ekki Garðar Sigurðsson útilokað að auka veiðiheimildir á þessum slóöum, en áöur en þaö yröi gert vildi ég athuga betur þær beiðnir sem fyrir liggja frá aðliggjandi svæðum. Þá ræddi þingmaðurinn um nauðsyn þess að ef gerðar væru samþykktir um veiöiheimildir yrðu þær aö vera samræmdar, en ekki rokið til með eitt og eitt svæöi. t stöðugri endurskoðun Garðar Sigurðsson kvaðst vera fullkomlega samþykkur öllum þeim breytingartillögum sem þarna væri um aö ræða um fram- kvæmd skyndilokana. Garöar sagðist vera þeirrar skoðunar að skynsamlegt væri að hafa veiði- heimildirnar i stöðugri endur- skoðun og alþingi beitti stöðugu endurmati i þessum málum. Hann sagðist geta fallist á allar þær breytingartillögur sem lagð- ar hefðu verið fram aö beiðni ráðuneytisins, en hann teldi rétt- mætt aö þingið tæki einnig til at- hugunar önnur erindi sem berast kynnu frá ýmsum aðilum. Garðar fjallaði siðan um ein- stakar breytingartillögur, en alls er um sex tillögur að ræða. Hin sjötta fjallar um skyndilokanir, og hefurhér á undan verið greint frá henni. Lúðvik Jósepsson Vitið ekki i hlutfalli við decibel Fyrsta breytingartillagan fjall- ar um viðkvæmt mál, sagöi Garð- ar, en það er svæðið frá Hvlting- um og vestur á 18. gráðu. Þó að þetta sé langt svæði eru ekki mörg stór togveiðisvæði þarna. Breytingin myndi ef samþykkt verður rýmka svolitiö fyrirþeim bátum, stærri bátunum, sem viö köllum svo, en ekki eru togarar, en þessum bátum var ýtt nokkuö út frá 1.7.1976 og útgerð þeirra báta er oft erfið og næstum óhugsandi á togveiðar nema ein- hverjar lagfæringar komi til. Og þar er aöallega um að ræöa dá- litla bletti og þó sérstaklega fyrir suma bátana við Ingólfshöfða og I öðru lagi fyrir bátana fyrir Suð- austurlandi, þar sem um er að ræða hornþrlhyrning sem nær frá linu sem er réttvisandi austur frá Hvi'tingum og að linu sem er rétt- vlsandi suður af Hvalnesi. Þar hefur verið dálltil ufsaveiði á vissum árstimum, og ég tel að þarna sé ekki verið að auka neitt til skaða vegna fiskverndar- sjónarmiða. Þá minntist Garöar á ræöu Karvels Pálmasonar sem hafði nokkuð fjallað um breytingartil- lögurnar: Það er ekki alltaf svo að þekkingin á málunum standi i réttu hlutfalli við þau decibel sem þingmenn kunna að framleiða. Hann var að vikja að þvl að tog- urum væri ýtt út af Breiöa- fjarðarsvæðinu. Sannleikurinn i málinu er sá að það er verið aö dýpka svolitið á þeim þarna á dá- litlu bili viö innendann á Kollualnum og þeir færast þarna útum svona 6 mllna bil. Ég er illa svikinn ef islenskir togaraskip- stjórar hafa ekki lag á þvi að krækja I fiskinn alveg eins 6 mil- um itanvið þessa fyrri llnu, sem nú er I gildi, þvl að þaö breytir ekki miklu fyrir þá að vera þarna 6mflum nær eða fjær. Þeir draga sinar vörpur i suðurkantinum á Kolluálnum aðeins utar og hiröa hann áður en hann gengur inn fyrir. Þannig þurfa þeir togarar sem þarna eru ekki að flýja til Vestfjarða og angra Karvel og kjósendur hans. Garðar minnti á að i breytingartillögunum væri ekki aðeins um þrengingarákvæði að ræða gagnvart togurunum, held- ur einnig rýmkun, þó i smáu sé. Að lokum sagði Garöar að þó að ekki væri langur timi slöan lögin gengu i gildi væri sannarlega ástæöa til þess að alþingi fylgdist vel með málunum og heföi þau i sem jafnastri endurskoðun. Er umræðum lauk fór fram at- kvæðagreiðsla um að visa málinu aftur til sjávarútvegsnefndar. Það var fellt. Þá fór fram at- kvæöagreiösla um tillögurnar, og varð ekki næg þátttaka í at- kvæðagreiðslu. Dró sjávarút- vegsnefndin þá breytingartillög- urnar aftur til þriðju umræöu. ORLOFSMÁLIN ERU í MEGNUM ÓLESTRI Samrœma ber lögin um rétt til uppsagnarfrests og veikindadaga styttingu vinnuvikunnar úr 48 í 40 stundir á viku Ragnar Arnalds mælti á mið- vikudag fyrir frumvarpi til laga er hann flytur um breytingu á lögum um rétt fólks tii uppsagnarfrests og 14 daga veik- indaorlof. Frumvarpiö felur i sér að þessi lög verði samræmd breytingum á lengd vinnuvikunn- ar úr 48 dagvinnustundum i 40 dagvinnustundir. 1 ræðu sinni fjallaði Ragnar einnig um orlofsmálin. Hann sagði ma: 1800 stundir verði 1500 stundir. Lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og um rétt þess og fastra starfs- manna til launa vegna sjúkdóms og slysaforfalla voru samþykkt á alþingi veturinn 1957-1958. Þessi lög voru stórmerkileg réttarbót. Verkalýðshreyfingin hafði um langtskeið reyntað ná fram þess- um réttindum I kjarasamningum, enekkitekist.og það var ekki fyrr en vinstristjórnin fyrri kom til valda sem samkomiúag náðist að hrinda þessu máli i framkvæmd. Samkvæmt þessum lögum ber verkafólki með tima- og vikukaup réttur til eins mánaöar uppsagnarfrests og 14 daga veik- indaorlofs, hafi fólkið verið hjá sama atvinnurekanda I eitt ár eða lengur Þegar rætt er um „eitt ár” er það skilgreint þannig að viðkom- andi hafi verið hjá sama atvinnu- rekandanum stöðugt i 12 mánuði og hafi skilað þar 3/4 hlutum dag- vinnustunda. Var þá miðaö viö 1800 stundir, þvi þá var vinnuvik- an 48 tlmar eða 2.400 stundir á ári. Nú hefur þetta breyst og vinnu- vikan er 40 stundir, eða á ári 2000 dagvinnustundir. Þrir fjóröu þess vinnutima eru 1500 stundir. Hér er lagt til I frumvarpi að þessum akvæðum um 1800 stundir veröi breyttl 1500stundir. Er þaö satt að segja furðulegt, aö þaö skuli ekki hafa verið gert fyrr.þvi nokkuöernú umliðið — nærri 6 ár — siðan dagvinnustundir á viku urðu 40 talsins. Þetta mál er stærra en viröast kann I fyrstu, sagöi Ragnar Arnalds. Minnti hann i þvl sam- bandi á,að vinna úti á landi væri vlða stopul og miklar eyöur I vinnu verkafólks. A þetta sér- staklega við um fiskvinnu, upp- skipunarvinnu og önnur skyld störf. þingsjé Ragnar Arnalds. Orlofslaun 20% hærri en meðaltalið. Það er ekki aöeins að athuga i Framhald á 14. siðu. Nýr raf- strengur lagður til Eyja Garðar Sigurðsson flytur á alþingi tillögu til þingsálykt- unar um nýjan rafstreng til Vestmannaeyja. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að fela Raf- magnsveitum rikisins aö hefja nú þegar undirbúning að þvi að nýr rafstrengur verði lagður til Vestmanna- eyja.” I greinargerð er minnt á mikilvægi Vestmannaeyja sem verstöðvar. Þangað sé flutt raforka eftir einum streng sem kominn sé til ára sinna. Stórviðgerð hafi farið fram á streng þessum I vetur og kostað 70—80 milj. kr. Nauðsynlegt sé að leggja nýjan rafstreng og þó miklu verði til kostað beri að hafa I huga þýðingu Eyjanna sem einnar stærstu verstöðvar landsins. Gardar Sigurdsson flytur tillögu til þingsályktunar: Bygging- arlög í einum bálki Rikisstjórnin hefur lagt fram á alþingi frumvarp I 37 greinum til byggingarlaga. Frumvarp þetta var fyrst lagt fyrir alþingi I október 1975. Að lokinni umræðu var þvi visað til félagsmála- nefndar neðrideildar sem leitaði umsagnar ýmissa aðila. Frumvarpið varð ekki útrætt á slðasta þingi, og er það nú endurflutt með nokkrum breytingum sem gerðar hafa verið á þvl. Frumvarpiö var undirbúið af sérstakri nefnd sem vinstristjórnin skipaði til þess að samræma bygg- ingarlög er gildi fyrir allt landið. Samhliða þessu frv. flytur rikisstjórnin frumvarp um breytingu á skipuiagslögum til samræmis við byggingar- lagafrumvarpiö. Spurt um innheimtu söluskatts Helgi F. Seljan og Ragnar Arnalds hafa lagt fram fyrir- spurn til fjármálaráðherra um innheimtu söluskatts. Fyrirspurnin er svofelld: „Er fyrirhugaö að ráða bót á þvl misræmi sem er á innheimtu söluskatts eftir þvi hvort um er að ræða framkvæmdir við byggingu ibúðarhúsa á byggingarstað eða á verkstæðum og I verk- smiðjum? Ef svo er, þá hvernig?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.