Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Eftir lát manns sins, Höskuldar Björnssonai; breytti Hallfriöur vinnustofu hans I kaffistofu þar sem hún getur tekiö á móti 40 manns. Myndir eftir Höskuld prýða alla veggi, I horninu neðst til vinstri er sjálfs- mynd af listamanninum. Hallfriöur Pálsdóttir að heimili slnu Bláskógum 31H verageröi. onnur Langar til að koma upp sýningu I kaffistofunni hanga myndir á öllum veggjum svo að stofan er eins og litið listasafn. Ég sel alltaf myndir af og til, segir Hallfriður og minn stærsti draumur er að koma upp málverkasýningu á verkum Höskuldar á þessu ári en þá hefði hann orðið sjötugur. Og vonandi verður afmælis- barninu að þessari ósk sinni —hs. — Ég veit ekki hvernig któð á þvl en mér leið eitthvað illa i Reykjavik þennan vetur sem ég var þar eftir að maðurinn minn dó og ég fór að hugsa um hvaö ég gæti farið að gera. Ég gat fengið vinnu á matsöluhúsi eða eitthvað þess háttar en ég treysti mér ei til þess. Ég hitti oft Jóhannes Ur Kötlum og þau hjónin bæði um þetta leyti en þau voru farin frá Hveragerði þá fyrir nokkrum ár- um, svo ég segi við Jóhannes næst þegar ég hitti hann: ,,Ég held baraég fari að selja hælisgestun- um molakaffi.” ,,Nei, það skaltu ekki gera”, sagöi Jóhannes, hon- um leist alls ekki á hugmyndina, en ég geröi það samt, hætti við að selja húsiö, fór austur og kom upp þessari kaffistofu i vinnustofu Höskuldar. Og þá varð ég allt önnur marinéskja. Konan sem þetta mælir heitir Hallfriður Pálsdóttir og er sjötug i dag. Hún býr að Bláskógum 3 i Hveragerði og þar rekur hún áð- urnefnda kaffistofu og hefur gert það siðan maður hennar, Höskuldur Björnsson listmálari lést árið 1963. Blaðamaður Þjóðviljans leit inn hjá henni i tilefni afmælisins og féllst hún á að segja litillega af sinum högum. — Fyrst eftir að Höskuldur dó, segir Hallfriður var ég að hugsa um að selja húsið hér f Hvera- gerði en ég er fegin aö ég gerði það ekki. Hér hef ég búið siðan 1946 að við keyptum þetta hús en fyrstu búskaparárin vorum við á Höfn i Honafirði. Þar höfðum við úr ákaflega litlu að spila. At- vinna var litil og við lifðum ein- göngu af þvi sem Höskuldur seldi af myndum. Ragnar Asgeirsson var honum alltaf hjálplegur og seldi myndirnar fyrir sunnan. Kaffi og pönnukökur Hallfriður getur tekiö á móti 40 mannsi kaffi i einu og hún sér ein um veitingarnar. Ekki finnst henni það ýkja erfitt, aðeins er nauðsynlegt að skipuleggja vinnu sina vel, segir hún. — Ég 'auglýsi aldrei en hingað kemur mikið sama fólkiö, hælis- fólkiö kemur oft með gesti sina hingað og fær sér kaffisopa og pönnukökur. — Það létti mér lika mikið alla aðdrætti þegar ég fékk bilinn. Við áttum bil hjónin en ég hugsaði ekki um að læra á hann. Svo þeg- ar ég var oröin ein fannst mér al- vegómögulegt aö verabillaus.Ég fór þá að velta þvi fyrir mér hvort égætti ekkibara aö fá mérbil, ég væri varla svo mikill tossi að ég gæti ekki lært á hann. Ég fór þvi næst til frænda mins eins, sem er bilkennari og lögregluþjónn og bað hann aö kenna mér á bil. segir Hallfríður Pálsdóttir sem er sjötug í dag Hann hélt að það yröi erfitt en lof- aði aö taka mig i 10 tima, þá ætti að vera komið i ljós hvort ég væri farin að átta mig á kúnstinni aö keyra. Þetta gekk allt, og nú finnst mér ég vera fleyg sem fugl- inn. Billinn sem ég á nú er þriðji billinn minn. Fór hringinn 1974. Og Hallfriður lætur bilinn ekki stirðna þó að hún hafi verið orðin 59 ára þegar hún tók bilpróf. Hún feröast mikið og þegar hringveg- urinn var opnaöur 1974 fór hún hringinn með tveimur 12 ára barnabörnum sinum. Hallfriður hefur lifaö timana tvenna eins og flest alþýðufólk á hennar aldri. Hún er fædd að Minna-Holti I Fljótum en ólst upp að Hólakoti i sömu sveit. Hún fór 12 ára að heiman að vinna fyrir sér. — Ég var heppin, þetta var gott fólk sem ég lenti hjá en þetta var alltof mikil vinna fyrir krakka, sagði hún. Siðan er hún i vistum en gerist bakari á Laugarvatni 1933 og þar kynnist hún manni sinum. Hann var ætíð heilsuveill og komst af þeim sökum aldrei til náms erlendis þó að hæfileikarnir og löngunin til þess væri mikil. Ævintýraleg brúðkaups- ferð. ‘ — Við giftum okkur 1935 og fór- um I mikla brúðkaupsferð á þeirrar tiðar mælikvarða. Við fórum 14 saman meö Ólafi Ketils- syni alla ieið til Hallormsstaöar. Það var mikil ævintýraferð. Ég skil ekki enn hvernig við kom- umst þetta eins og vegirnir voru ef vegi skyldi kalla. — Viö bjuggum fyrst á Höfn, þar voru ekki mörg tækifæri fyrir fólk. Verkalýðsbaráttan var að hefjast um þetta leyti og á Höfn var stofnað verkamannafélag þegar við vorum þar. Við vorum bæöi hjónin sósialistar og ég hef ekki hugsað mér að breyta til. — Svo fluttumst viö til Hvera- gerðis 1946 og smátt og smátt fór okkur að ganga betur og Höskuld- ur fékk gott næði til að mála. 1 Hveragerði var lika á timabili e.k. listamannanýlenda. Þar voru um sinn samtimis 16 listamenn. Nú er þetta allt fariö, ýmist flutt burtu eða dáiö. Nú oröið þekki ég ekki marga hér. marka&storg viðskiptanna v Verzlunin KJÖT & FISKUR ereinn af frumherjum baráttunnar fyrir iægra vöruverði til neytand- ans. Hagkvæm innkaup, skynsamlegur rekstur og vaxandi velta gera okkur mögulegt aö bjóða lægra vöruverð. Við riðum á vaöiö með „sértilboðin” siðan komu „kostaboð á kjarapöllum” og núkynnum viö það nýjasta i þjónustu okkar við fólkiö i hverfinu; „Markaöstorg viðskiptanna” A markaðstorginu er alltaf að finna eitthvað sem heimiliö þarfnast og þar eru kjarapallarnir og sértilboðin. Það gerist alltaf eitthvað spennandi á markaðstorginu! sértilboð: Sani WC pappír 12 rúllur 598 kr. C11 3 kg. 585 kr. Ora grænar baunir 1/1 dós 186 kr. Ora grænar baunir 1/2 dós 121 kr. Rúsínur 1/2 kg. 254 kr. Nautahakk l kg. 700 kr. íva sparnaðarpk. 5 kg. 1.016 kr. Urta sjampó 1 lítri 465 kr. Ríó kaffi 1 pk. 293 kr. hálfrar aldar þjónusta kjöt&fiskur hf seljabraut 54-74200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.