Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Desai forsætis- ráðherra Indlands Ram tekur ekki þátt i stjórnarmyndun NÝJU-DELHI 24/3 Reuter — Morarji Desai, 81 árs gamall og einn langreyndasti maöur ind- verskra stjórnmála, sór I dag embættiseiö sinn sem fjóröi for- sætisráöherra Indlands. Desai, sem áöur var einn helstu leiötoga Þjóöþingsflokksins, er nú fremsti leiötogi Janata-bandalagsins, sem vann stórsigur f kosningun- um þar I landi nýveriö. Hinsvegar bryddir þegar á mis- sætti milli Janata og stuönings- aöila þess þar eö Jagjivan Ram leiðtogi Lýðræöislega þjóöþings- flokksins og indversku stéttleys- ingjanna, sem eru um 80 miljónir talsins, haföi einnig sóst eftir for- sætisráöherraembættinu og hefur nil lýst þvi yfir, að flokkur hans muni ekki taka þátt I stjórnar- myndun meö Janata-flokknum. I ávarpi sinu af tilefni embættis- tökunnar lýsti Desai þvi yfir, aö stjórn hans myndi gæta spar- semi, berjast gegn fátækt og viðhalda hlutleysi Indlands I alþjóðastjórnmálum. Desai hóf þátttöku I stjórnmál- um þegar er sjálfstæðisbarátta indverja gegn breska heimsveld- inu hófst af verulegum krafti. Fyrir átta árum skildu leiöir meö honum og meirihluta forustu Þjóðþingsflokksins, og stofnaöi hann þá flokk sér. Hann sat nærri tvö ár i fangelsi eftir aö stjórn Indiru Gandhi lét handtaka leið- toga stjórnarandstööunnar þegar lýst haföi veriö yfir neyöar- ástandslögunum. Janata er bandalag fjögurra flokka, og sagði Desai aö þeir myndu fljótlega sameinast form- lega i einn flokk. Þessir fjórir flokkar eru flokkur Desai, sem einnig nefnist Þjóöþingsflokkur, Indverski þjóöarflokkurinn, Jan Sangh, sem er þjóöernissinnaöur og hlynntur hindúisma og Sósialistaflokkurinn. Aö Sósialistaflokknum undanteknum hafa þessir flokkar veriö taldir til hægri viö Þjóöþingsflokkinn, en að visu eru linur milli flokka heldur óljósar I Indlandi og hafa enn frekar oröið þaö siöan stjórn Indiru Gandhi lýsti yfir neyðar- ástandslögunum. Nyerere hreinskil- inn við Podgorní DAR ES SALAAM 24/3 Reuter — 1 ræöu, sem Julius Nyerere, forseti Tansaniu, flutti I gær- kvöldi i hófi, sem haldið var til heiðurs Nikolai Podgorni, forseta Sovétrikjanna, sem nú er staddur þar i landi i opinberri heimsókn, þakkaði hann Sovétrikjunum fyrir rikulegt framlag þeirra til frelsisbaráttu Afrlkuþjóða, og mun þar einkum hafa átt viö vopnahjálp þá, sem sovétmenn hafa veitt afriskum sjálfstæöis- hreyfingum. Sagöi Nyerere aö þessi hjálp heföi treyst vináttu- böndin milli Sovétrikjanna og Tansaniu. Hinsvegar gagnrýndi Nyerere sum rikjanna undir stjórn kommúnista fyrir að þau heföu ekki veitt Afrikurikjum mikla efnahagsaöstoö. Sagöi hann aö vesturevrópsk smáriki, einkum Noröurlönd, heföu sýnt meiri skilning i þvi efni. Auk efnahags- legrar og sérfræðilegrar aöstoöar frá Noröurlöndum hefur Tansania fengiö mikla hjálp af þvi tagi frá Kina. Þjóðaratkvæði í Grænlandi um heimastjórn Godthab. Grænlenska lands- ráöiö hefur samþykkt aö á næsta ári skuli fara fram þjóöarat- kvæöagreiðsla á Grænlandi um þaö hvort landsmenn skuli fá heimastjórn. Báöir flokkarnir I ráöinu eru fylgjandi heimastjórn, þótt Sujumut vilji ganga lengra. Ef heimastjórn veröur samþykkt er gert ráö fyrir þvi aö grænlendingar taki stjórn allra mála i sinar hendur nema utan- rikismála, landhelgismála og nýtingu auölinda — en þaö er siöasttalda atriðiö sem hefur ver- iö eitt mesta hitamáliö i dönskum stjórnmálum. Ihaldsþingmenn gerðu aðsúg að frjálslyndum LUNDUNUM 23/3 Reuter - Vantrauststillaga Ihaldsflokksins breska á rikisstjórn Verka- mannaflokksins var felld I kvöld meö 322 atkvæöum gegn 298. Til þess aö bjarga stjórn sinni, sem stendur mjög tæpt i þinginu, haföi Callaghan forsætisráöherra gert samning viöFrjálslyndá'flokkinn um samráö héreftir um ákvarö- anir stjórnarinnar. Uröu Ihalds- þingmenn illa viö ósigrinum og geröu aösúg aö þingmönnum frjálslyndra og reyndu aö’hindra aö þeir kæmust I sæti sin. Margaret Thatcher, leiötogi Ihaldsmanna, varð mjög niöur- dregin er tilkynnt um úrslitin og gekk úr þingsal. Forseti og kardín- áli myrtir í Kongó Þjóöflokka- og stjórnmáladeilur gœtu legiö aö baki ABIDJAN 23/3 — Tveir æöstu manna i Kongó hafa verið myrtir, forseti landsins, Marien Ngouabi, s.l. föstudag og Emile Biayenda kardináli skömmu siðar. Ýmsum getum er aö þvi leitt hvaö liggi á bak viö moröin, og er I þvl sam- bandi minnst bæöi á stjórnmála- deilur og illindi milli þjóöflokka og ættbálka, sem eru margir I Kóngó eins og öörum Afrikurikj- um. Stjórnarvöld I Kongó (áöur franska Kongó) hafa sakaö fyrr- verandi forseta landsins, Alphonse Massamba-Debat, um morðið á Ngouabi forseta. Massamba-Debat er af Bakongó-þjóðflokknum, sem fjöl- mennur er I suöurhluta landsins og einnig i vesturhluta Zaire og nyrst I Angólu. (Liösmenn FNLA-hreyfingarinnar, sem barðist viö MPLA um völdin þar I landi, voru flestir af þeim þjóöflokki.) Hinsvegar er giskaö á að Biayenda kardináli hafi ver- ið myrtur af mönnum noröan úr landi og helst af Kouyou-þjóöflokknum, sem Ngouabi forseti var ættaöur frá. Kongó (um tima oftast kallaö Kongó-Brazzaville, eftir höfuö- borginni) varö sjálfstætt frá Frakklandi fyrir 19 árum og hefur þar oft siöan gætt illdeilna milli þjóöflokka og ættbálka. Fyrsti forseti landsins varö Fulbert Youlou ábóti (sem haföi aö visu veriö sviptur hempunni) af Ari-þjóðflokknum, sem ásamt Bakongó er fjölmennastur I suöurhluta landsins Massamba-Debat tók viö völdum eftir miklar óspektir 1963, en 1968 komust Ngouabi og stuðnings- menn hans til valda meö stjórnarbyltingu. Þeir hafa siöan unniö aö þvi aö koma á sósialisku efnahags-og þjóöskipulagi. Hefur stjórnin bæöi mætt andstööu and- sósialista og einnig hafa veriö deilur meöal stuöningsmanna hennar. Þannig hefur Ngouabi forseti harlega gagnrýnt Verka- mannaflokkinn, hinn rikjandi flokk landsins, fyrir skrifræöi og ódugnaö. Andrei Kirilenkó, meölimur stjórnmálanefndar Kommúnista- flokks Sovétrikjanna, hélt þvi fram i dag aö moröiö á Ngouabi væri vottur þess, aö heimsvalda- sinnar og innlent afturhald reyndu að grafa undan stjórnar- völdum Kongó og fleiri þriöja- heimslanda, sem heföu fram- sæknar rikisstjórnir. Opnum í dag SKOVERZLIJIM að Hjallabrekku 2 Kópavogi V ) HJALLABREKKU 2 . KÓPAVOGI . SÍMI 44480 V (/ AÐALFUNDIR deilda KRON 1977 verða haldnir sem hér segir: 1. og 2. deild/ f immtudaginn 31. mars í Hamragörðum, Hávallag. 24 3.og 4. deild, þriðjudaginn 29. mars í fundarsal Afurðasölu SlS á Kirkjusandi við Laugarnesveg. 5. deild, miðvikudaginn 30. mars í fundarstofu KRON-búðarinnar við Norður- fell, gengið inn um austurenda. 6. deild, mánudaginn 28, marsað Hamraborg 11, Kópavogi. Dagskrá fundanna er samkvæmt félgslögum. Fundirnir hefjast kl. 20.30. Deildaskipting KRON: 1. deild: Seltjarnarnes og Vesturbær að og með Hringbraut að Flugvallar- braut. 2. deild: Vesturbær norðan Hringbrautar og AAiðbær að og með Rauðarárstíg. 3. deild: Norð-austurbær frá Rauðarástíg, norðan Laugavegar og Suður- landsbraut að Elliðaárvogi. 4. deild: Suð-austurbær f rá Rauðarárstíg, sunnan Laugavegarog Suðurlands- brautar, austur að Grensásvegi, Stóragerði og Klifvegi og suður að Sléttu- vegi. 5. deild: Austurbær, sunnan Suðurlandsbrautar að mörkum Kópavogs, austan Grensásvegar, Stóragerðis og Reykjanesbrautar sunnan Sléttuvegar að mörkum Kópavogs, að meðtöldum þessum götum, nema Suðurlandsbraut vestan Elliðaáa. Einnig Árbæjar- og Breiðholtshverfi og staðir utan Reykja- víkur, Kópavogs og Seltjarnarness. 6. deild: Kópavogur. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.