Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fösludagur 25. mars 1977 BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík: Seltjarnarnes Skúlagata Bólstaðarhlíö Lönguhlið Hjallavegur Rauðalœkur Kaplaskjóls vegur ÞJÓÐ VILJINN Vinsamlegasthafið samband við afgreiðslgna' Síðumúla 6 — sími 81333 Kúiavoqskaupstaðiir fn Fundarboð Tómstundamál Stjórn Félagsmálastofnunar Kópavogs boðar til upplýsinga- og kynningarfundar um tómstundamál þriðjudaginn 29. mars kl. 20.30 að Hamraborg 1. Framsöguerindi: Guðmundur Oddsson yfirkennari, Guðni Stefánsson fulltrúi Breiðabliks, Kristján Guðmundsson félagsmálstjóri. Panel-um- ræður. Þátttakendur auk framan- greindra: Pétur Einarsson formaður tómstundaráðs,Gunnar Steinn Pálsson úr tómstundaráði. Vilborg Bremnes fulltrúi Gerplu, Vilhjálmur Einarsson úr tóm- stundaráði. Sérstaklega eru boðaðir til þessa fundar formenn félaga sem aðild eiga að tóm- stundaráði, skólastjórar, bæjarfulltrúar og bæjarstjóri. Þess er vænst að áhugafólk um þennan málaflokk sæki fundinn og beini fyrirspurnum til þeirra sem sitja fyrir svörum. Félagsmálastjóri. Norrænir idnfrædslustyrkir Menntamálaráöuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sviþjðöar munu á þessu ári veita nokkra styrki handa is- lendingum tilnáms viö iönfræöslustofnanir i þessum lönd- um. Er stofnaö til styrkveitinga þessara á grundvelli á- lyktunar Noröurlandaráös frá 1968 um ráöstafanir til að gera Islenskum ungmennum kleift aö afla sér sérhæförar starfsmenntunar á Noröurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaöir 1. þeim, sem lokiö hafa iönskólaprófi eöa hliöstæöri starfs- menntun á tslandi, en óska aö stunda framhaldsnám i grein sinni, 2. þeim, sem hafa hug á aö búa sig undir kennslu I iönskól- um, eöa iönskóiakennurum, sem leita vilja sér fram- haldsmenntunar, og 3. þeim, sem óska aö leggja stund á iöngreinar, sem ekki eru kenndar á tslandi. Varöandi fyrsta flokkinn hér aöframan skal tekiö framað bæði koma til greina nokkurra mánaöa námskeiö og lengra framhaldsnám fyrir þá, er lokiö hafa sveinsprófi eða stundaö sérhæfö störf i verksmiöjuiönaði, svo og nám viö listiönaðarskóla og hliöstæðar fræöslustofnanir, hins vegar ekki tækninám. Hugsanlegt er, að I Finnlandi yröi styrkur veittur til náms I húsagerðarlist, ef ekki bærust umsóknir til náms á þeim sviöum er aö framan greinir. Styrkir þeir, sem í boöi eru, nema i Danmörku 10.000 d.kr., I Noregi um 8.000 n.kr.,I Sviþjóö um 6.000 s.kr. og I Finn- landi 6.000 mörkum, og er þá miöaö viö styrk til heils skólaárs. Sé styrkur veittur til skemmri tima, breytist styrkfjárhæöin i hlutfalli viö timalengdina. Til náms I Danmörku veröa væntanlega til ráöstöfunar fjórir fullir styrkir, þrfr I Finnlandi, fimm i Noregi og jafnmargir i Sviþjóö. Umsóknum um framangreinda styrki skal komiö til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyr- ir 20. april n.k. í umsókn skal m.a. skýrt frá náms- og starfsferli og tekiö fram, hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda, hversu lengi og viö hvaöa námsstofnanir. Fylgja skulu staöfest afrit prófskirteina og meömæli. Umsóknareyðublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 18. mars 1977. Blldudal Bildudalur. Umsjón: Magnús H. Gíslason. Nú hefur sköpum skipt — Mikil og góð umskipti hafa nú orðið hér i atvinnulifinu, sagði Ingimar Júliusson, fréttaritari blaðsins á Bildudal okkur, er viö áttum tal við hann nú nýlega, —■ og var ekki vanþörf á. Frystihúsið i gang — Frystihúsið tók nú loks til starfa i des. og þá hófust róðrar hjá Hafrúnu, sem landaöi hér fyrst 13. des. Það er Fiskvinnslan á Bildudal, sem rekur bæði frysti- húsið og bátinn. 1 framhaldi af þessu var svo fenginn annar bát- ur, Steinanes, (áður Sigurður Jónsson), sem kom i janúarlok og hóf róðra i febr. byrjun. Hafa bát- arnir siðan róið báðir og fiskað sæmilega. Hafrún er búín aö fá 403 tonn siðan á áramótum eða 474 tonn siðan hún byrjaði en Steinanesið 290 tonn siðan það hóf róöra. Eru þessar tölur miðaðar við síöustu helgi. Mikil vinna Mikið hefur verið að gera i frystihúsinu, einkum siðan seinni báturinn kom. Hefur verið unniö fram á kvöld og jafnvel um helg- ar. Er það engin smáræðisbreyt- ing frá þvi sem var. Þaö hefur meira að segja vantað fólk og hef- ur eitthvaö af aðkomufólki veriö hér i vinnu siðustu vikurnar en eins og kunnugt er þá var fólk far- iö aö flytja héðan á meöan at- vinnuástandið var hér hvað verst og enginn vissi raunar hvað viö tæki. Ekki veröur annað sagt en aö frystihúsið fari vel af staö þó að sjálfsagt eigi þaö i einhverjum byrjunarerfiðleikum, eins og gengur. Rækjan Rækuveiðin hófst i októberbyrj- un eins og venjulega og hafa átta bátar stundaö þær veiðar i vetur. Veiðarnar byrjuðu vel en svo dró úr afla i nóv. og des. og siöan var hlé á veiðum um jólin og til 17. janúar. 1 febrúarbyrjun jókst veiðin aftur mjög mikið og var mokafli allan febrúarmánuð og svo er enn. Við máttum veiöa 400 tonn af rækju og þvi marki höföum viö náð 5. mars. Þá var bætt viö okk- ur 100 tonnum og þau munu veiö- ast nú I vikunni, ef að likum lætur. Svo hefur verið tekið hér á móti rækju úr tveimur bátum frá Pat- reksfirði og hefur hún veriö flutt hingað á bilum. Af þessum bátum hafa okkur borist um 40 tonn. Oröið hefur að vinna á vöktum við rækjuna nú að undanförnu vegna þess hve mikið hefur borist að. Tiöarfar hefur veriö hér ágætt eins og annarsstaðar og gæftir góðar. Byggingar Hvaö byggingastarfsemi áhrærir má geta þess, að nú á dögunum var steypt loftplata á ibúðarhús. Er þetta fyrsti áfangi leiguibúðahúss, sem hreppurinn er að láta byggja. 1 húsinu verða 8 ibúðir og er hugmyndin að byggja það i þremur áföngum. Byrjað var á byggingunni seinnipartinn I sumar. Ekki er enn búið að ráð- stafa þessu húsnæði en það verð- ur áreiðanlega full þörf fyrir það ef gróska verður áfram i atvinnu- lifinu hér. Lá við banaslysi. Það slys henti hér i siðustu viku að mann tók út af rækjubát. Var hann á bátnum og mjög hætt kominn. Skipverjar á Helga Magnússyni, sem er einnig rækjubátur, veittu þvi athygli að bátinn var farið að reka, vissu, að ekki var nema einn maður um borð og þótti þetta tortryggilegt. Þeim tókst að bjarga manninum á siðustu stundu. Var hann þá orðinn meðvitundarlaus og mjög aðframkominn. Hjúkrunarkona, sem hér er stödd, fékk þó lifgað manninn við er i land kom, en hér mátti. áreiðanlega litlu muna. ij/mhg Margt er manna bölið Ég vil kveða litið ljóð og lemja haus við steininn. Hér býr vinnuþrælkuð þjóð, sem þarf að hvila beinin. Vist er hérna velmegun, það vitnar Mogginn snjalii. En um það hef ég illan grun, að á sé nokkur galli. Ef að fólk vill i sig fá, ýmsu þarf að sinna. Allan daginn úti þá eiga hjón að vinna. Ef þau vilja fá sér föt, fleiru þarf að sinna. Allar helgar ekki löt eiga bæði að vinna. Ef þau hafa eignast börn, sem ei þau vilja farga, hálfrar nætur hörkutörn helst mun þessu bjarga. Ef þau byggja kast i kast þau kljást við skuldabinginn. Þá eiga bæði að andskotast allan sólarhringinn. Um það hef ég illan grun, að oss sé þetta vani. En vaxi þessi velmegu n hún verður okkar bani. Blikkiðjan AsgarlH 7, GarAahreppi önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.