Þjóðviljinn - 27.03.1977, Side 2

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mars 1977 X tíl hnífs og skeidar Hversu mikið kanntu fyrir þér i nær- ingarfræði? Ef þekking þin á þessu sviði er svipuð og hjá meginþorra banda- riskra neytenda, hefur þú misskilið ymsa þýðingarmikla þætti i næringar- fræðinni. Bandariska matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur gert könnun á næringarfræðiþekkingu bandariskra neytenda. Samkvæmt sið- ustu, könnun sem gerð var árið 1975, er þekkingu 51% ábótavant hvað snertir fæðu og næringu. Viö birtum hér 12 spurningar, þar af 10 af spurning- um FDA og bætum tveimur viö er snerta megrun og al- gengan misskilning varöandi hana. Spurningarnar og svörin eru tekin úr bandaríska neytendaritinu Consumer Reports, (febrúar 1977). Þrátt fyrir aö vax- andi þekking breytir stööugt viöhorfi manna til dag- legrar þarfar likamans á ymsum næringarefnum á aö vera hægt aö reiöa sig á að þessi svör séu byggð á ítar- legum rannsóknum. Ef þú svarar rétt átta eöa fleiri spurningum, getur þú talist vel upplýstur á þessu sviöi. Hér eru svo spurningarnar. 1 Þú færð fullnægjandi næringu ef þú aöeins boröar nógu fjölbreytta fæðu? Rétt: Rangt: Fólk sem ekki borðar fisk, kjöt eöa fugla getur samt verið heilbrigt? Rétt? Rangt: 3 Matur sem neytt er á milli mála getur veriö jafnhollur og matur sem boröaöur er á matartimum? Rétt: Rangt: 4 Nýtt grænmeti, sem soöiö er heima er alltaf næringar- rikara en niöursoöiö eöa fryst grænmeti? Rétt: Rangt: Eggjahvíturik (proteinrik) fæða sem er kolvetnis- snauö er tilvalin fyrir þá sem vilja léttast? Rétt: Rangt: 6 Þeirsem vilja léttast, eiga aö foröast sterkjurikan mat eins og brauö og kartötlur? Rétt: Rangt: 7 Ef þú vegur það sem þú átt aö gera, færöu næga nær- ingu? Rétt: Rangt: 8 Þótt þú takir inn meira af vitamínum en likaminn þarfnast daglega færöu ekki meiri kraft og úthald? Rétt: Rangt: Neysla náttúrulegra vitamlna (i fæöu) er hollari en neysla tilbúinna vitamina (I töflum o.s.frv.) Rétt: Rangt: 10 Eldra fólk þarf jafn mikið af vitaminum og ungt fólk? Rétt: Rangt: 11 Matvæli.sem vaxa I lélegum jarövegi innihalda minna af vitaminum en matvæli sem vaxa i góöum jarövegi? Rétt: Rangt: 12 Matvæli, sem vaxa af tilbúnum áburöi eru jafn næringarlk og matvæli sem vaxa af lifrænum áburöi? Rétt? Rangt: 1 Fjölbreytni kann að vera kryddiö i tilverunni, en fjöl- breytni i mat er engin trygging fyrir nægri næringu. Þaö er nóg til af miöur hollum mat og má eta býsna fjölbreyttan mat án þess aö hann teljist hollur. Þaö er nauösynlegt að dagleg fæöa sé úr hinum fjórum aðal matvælaflokkum, en þeir eru: 1. Mjólkurafuröir (mjólk.ostur, jóghurt, skyr o.s frv.). 2. Kjöt og fiskur (kjöt, fiskur, egg eöa staðgenglar kjöts, svo sem baunir, hnetur o.s.frv.). 3. Kornmeti (brauð, kornflögur, núölur o.s.frv.) 4. Grænmeti og ávextir Hér á aö svara RETT þviaögrænmetisætur lifa góöu lifi þótt þær bragði ekki kjöt og fisk. Þó er taliö aö þá sem hvorki borða egg eöa mjólkurvörur geti skort protein og B 12. Umsjón: Þórunn Siguröardóttir 4 Hvað kanntu fyrir þér í nœringar- frœði? Þaö er algengur misskilningur aö át milli mála sé i sjálfu sér óhollt. Frá næringarlegu sjónarmiöi skiptir engu máli hvenær þú boröar, aöeins hvaö. Heilbrigöi tanna er hins vegar stundum háö þvi hvenær boraö er. En svariö við þessari spurningu er sem sagt RÉTT: Aö narta i ost, egg eöa appelsfnu á milli mála er til dæmis ágætt, sé fólk aö reyna aö halda sér á skynsam legum matarkúr, en narf i hitaeiningarikan og næring- arsnauöan mat svo sem sælgæti, kartöfluflögur eöa gos er ekki aöeins fitandi heldur eru þessar fæöutegundir alveg ófullnægjandi, ef þær koma I staö næringarrfkra máltiöa. Langfiestir bandarlkjamanna sem voru spuröír þessarar spurningar töldu að heimasoöiö grænmeti væri ætiö hollast. Það er ekki rétt. Svariö við þessari spurningu er RANGT, þvi þaö sem skiptir máli er hvernig grænmetiö er soðiö, geymt og meöhöndlaö, en ekki hvort þaö er gert heima eöa annarsstaöar. Grænmeti á alltaf aö sjóöa I litlu vatni og eins stutt og unnt er og siöan á aö geyma þaö I lokuöu Iláti. Sé grænmetið soöiö I miklu vatni (sem ekki er nýtt) tapar það verulegu magni af C og B vitaminum. Einn algengasti misskilningur varöandi megrunar- fæöi er aö aöeins kolvetni séu fitandi, en þaö sem máli skiptir er ekki aöeins kolvetnainnihaldiö heldur fjöldi hitaeininga. Svariö viö þessari spurningu er þvi RANGT. Hiö rétta er einfaldlega: til aö grennast þarftu aöeins aö boröa færri hitaeiningar eöa finna þér ráö til að „brenna” þeim betur. Það eru vissulega árangursrlkir megrunarkúrar sem byggja á eggjahviturikri en kolvetnissnauðri fæðu. Ein ástæöan er sú að slikur matarkúr veldur oft nokkurri ógleði, sem dregur úr matarlystinni og þar meö minnkar hitaeiningafjöldi fæöunnar. Aö auki inniheld- ur slikur kúr mikla fitu.semheldur matarlystinni niöri lengur en fitusnauð fæöa. Auk fyrri galla er einn helsti ljóöur á slikum kúrum aö stór hluti af þyngdartapinu er aöeins vatnsmissir og er mikil hætta aö þaö komi strax til baka þegar fyrri neysluvenjur eru teknar upp á nýjan leik. Of mikil fita getur aö auki veriö hættuleg fyrir þá sem hafa tilhneigingu til hjartasjúkdóma og of mikið protein er varasamt fyrir nýrnasjúklinga. Þó að proteinauöug fæöa innihaldi yfirleitt mikiö af vitaminum og steinefnum, inniheldur kolvetnisrlk fæða einnig ýmiss þýöingarmikil næringarefni. Ef þú borðar ekki sterkjurlkt grænmeti svo sem baunir og kartöflur og ekki sterkjurikan kornmat svo sem brauö og morgunverðarkorn veröur þú af ýmsum þýöingar- miklum B vítaminum, C vitamini og öörum næringar- efnum. Þaö er heldur ekki rétt aö brauö og kartöflur séu svo fitandi I sjálfu sér, þvi sé þaö vigtaö inniheldur hvert pund mun færri hitaeiningar en t.d. nautasteik. Svariö viö þessari spurningu er þvi RANGT. Svarið viö þessari spurningu er einnig RANGT, þvl rétt þyngd segir ekkert um rétta næringu, þótt hún geti vissulega veriö ábending og aukiö likur á aö viökom- andi boröi hæfilega næringarikan mat. Maöur sem boröar mikiö af sælgæti gosi og öörum hitaeiningarlk- um mat hefur oft litla lyst á næringarrlkum mat, en getursamt veriö I réttum holdum. Jafnvel feitur maö- ur getur auöveldlega þjáöst af næringaefnaskorti. Hitaeiningafjöldi tveggja eggja annars vegar og einn- ar gosflösku hins vegar kann aö vera svipaöur, en nær- ingarinnihaldiö er mjög ólikt. 8 Flestir sem FDA spuröi þessarar spurningar svöruöu Rangt, en svariö er RETT, þvl aukaskammtur af vlta- mínum hefur ekki meira aö segja fyrir likamann en fullur bensintankur fyrir gang vélarinnar i bilnum. 9 Annar algengur misskilningur er aö náttúruleg vlta- mln I fæöu séu hollari en tilbúin vitamin eöa sem bætt er I fæöuna. Rannsóknir hafa ekki leitt i ljós neinn mun þar á. Þar aö auki er rétt aö benda á aö ýmsar vörur t.d. ávaxtasaft eru auglýstar sem C vitaminauöugar án þess aö um sé aö ræöa „náttúrulegt” C vítamln. Er vitamininu þá bætt I drykkinn, t.d. I duftformi. Svariö hér er þvl RANGT. 10 Eldra fólk þarf sama magn af vítamlnum og yngra fólk, þótt þaö þurfi færri hitaeiningar. Sjúkdómar geta krafist aukaskammts af ákveönum efnum, en það á jafnt viö um unga sem gamla og svariö viö þessari spurningu er þvi RÉTT. Vitaminpillur geta þó ekki komiö I staö næringarrlkrar fæöu, einkum vegna þess aö llkamanum er eiginlegt aö vinna vitaminin úr fæö- unni en ekki úr pillum, þótt næringin sjálf kunni aö vera jafn góö. Hefur þetta einkum þýöingu fyrir melt- ingu eldra fólks. 11 Lélegur jarövegur er fyrst og fremst vandamál bóndans, en ekki neytandans, þvi rannsóknir sýna aö vitamininnihald plöntunnar er óháö jaröveginum. Hins vegar kann plantan aö vera lengur að vaxa og færri plöntur ná fullum vexti. Steinefnainnihald plöntunnar er þó háö jaröveginum. Svariö hér er því RANGT. 12 Plantan vinnur sömu efni úr tilbúnum áburði og lif rænum áburöi og er þvi jafn næringarrik hvort sem boriö er i jaröveginn. Lifrænn áburöur kann aö vera æskilegri af ýmsum öörum ástæöum, en hefur engin á- hrif svo vitab sé á næringarinnihald plöntunnar. Svariö er þvl RÉTT. Hafirðu svaraö yfir átta spurningum rétt segjum viö bara „veröi þér aö góöu”, þvi þá ertu Hkleg(ur) til aö sjá sjálfum þér og f jölskyldu þinni fyrir nægilega nær- ingarrikri fæöu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.