Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 27. mars 1977 Iðja félag verksmiðjufólks 10 Æg * í'fBKS^ heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 30. mars, kl 8.30 i Lindarbæ. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Reikningar félagsins liggja . frammi á skrifstofu féiagsins að Skólavörðustig 16. Félagar sýni skirteini við innganginn. Mætið vel og stundvislega. Félagsstjórn. Blikkiðjan Ásgarói 7, Garöahreppi önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 Nemar í ketil og plötusmíði óskast Landssmiðjan Vallarstjóri Staða vallarstjóra i Kópavogi er laus tii umsóknar. Umsóknarfrestur er til 12. april nk. og skal skila umsóknum til félagsmálastjórans i Kópavogi sem veitir allar nánari upplýsingar. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á bæjarskrifstofu og á Félagsmálastofnun Kópavogs. Kópavogi 23. mars 1977 Bæjarritarinn i Kópavogi. 30 ára afmæli síðasta Heklugoss Framhald af bls. 13. enginn bær sunnar. Um sumariö þegar askan fór aB veröa finni, fór aðeins aö bera á gaddi i sauð- fé eða flúoreitrun. Þessi flna aska tollir viö stráin og lendir miklu meira ofan i skepnunum. Það var einmitt þaö sem geröist viö gosiö i Heklu 1970. Þá barst fin aska noröur i Húnavatnssýslu og upp kom gaddur I sauðfé. En þarna 1947 kom rigningatið, sem hreinsaöi jöröina, en þá var að- eins farið aö bera á flúoreitrun i skepnum. Annað mesta hraungos- ið — NU ert þú allra manna fróö- astur um Heklugos, hvarsetur þú gosiö 1947 i rööina hvaö stæröinni viðkemur? — Af þvi sem maöur veit um, þá er þetta varöandi öskufall svona meöal gos, en þaö er næstmesta hraungosiö, sem oröiö hefur i Heklu. Aöeins gosiö 1766 var meira hraungos. — Eyddi hraun 1947 miklu gróöurlendi? — Nei, afar litlu, aöeins fór þó kjarrlendi undir hraun, þar sem þaö náði allra lengst, en ekkert ræktaö land fór undir hraun. — Var hraunið,sem rann, þykkt eöa þunnt? — Framan af var þaö Isúrt og nokkuö þykkt, en varð svo bas- iskara og þynnra er á leiði gosiö. Og þaö fer ekkert á milli mála aö þetta gos varö lykillinn aö skiln- ingi á gosi og hegöun þess i sum- um eldfjöllum hér á landi þeim er nú eru nefnd megineldstöövar. Þaö kom til aö mynda á dvart hver hrauniö breyttist mikið meöan á gosinu stóö og efnasam- setning öskunnar breyttist nokk- uö skyndilega. Fyrst féll grá aska en siðan fór aö falla dökk aska. Ogþetta var nýttfyrir okkur. Þaö kom sem sé i ljós að Heklu-aska veröur þvi súrari sem lengra lið- ur á milligosa ogþá um leið eykst hættan á miklu öskufalli. Þar af leiöir að maður getur nokkuö sagt fyrir hvort búast má viö miklu öskufalli þegar Hekla gýs næst. Hún er dyntótt og þvi er ekki hægt aö segja neitt til um þaö hvenær búast má viö gosi, en gjósi hún fljótlega er ekki mikil hætta á miklu öskufalli, en ef liöur mjög langt á milli gosa, kannski upp- undir 100 ár, þaö voru liöin 102 ár frá gosi þegar hún gaus 1947, þá er öskufallið mun meira en ella. Viö teljum okkur vita þó nokkuö mikiö um Heklu og hegöun hennar i gosi eftir þá reynslu og þær rannsóknir sem fylgdu i kjölfar gossins 1947. Ég man til aö mynda eftir þvi, aö nokkrum árum eftir Heklugosiö hitti ég frægan eld- fjallafræöing, niöur i Róm, Rittmann aö nafni, og viö vorum aö tala um þetta gos og ég sagöi honum aö þetta væri eina gosið, sem ég heföi séö.en ég heföi lika veriö þarna nær allan timann, og þá sagði hann: „Já, þaö er meiri reynsla en allur háskólalærdóm- urinn þinn”. Eldri rannsóknir. — Þú varst búinn aö vinna aö rannsóknum á eldri Hekiugosum áöur en gaus 1947 og gera þar merkilega uppgötvanir, er ekki svo? — Jú,ég var búinn aö vinna tölu- vert aö rannsóknum á Heklugos- um. Þaö byrjaði meö mikla uppgreftrinum i Þjórsárdal 1939, þá var verið að grafa upp bæi, sem höföu fariö í kaf i Heklugosi. Ég var fenginn til aö reyna aö ákvarða aldurinn á þvi gosi, sem færöi bæina i kaf. Ég geröi þaö, en komst að rangri niöurstööu þá. Ég taldi aö það heföi verið gosið árið 1300 sem kaffærði Þjórsár- daiinn. Þessari niðurstööu minni var mótmælt strax, meö réttu, sem kom i ljós siðar. En þaö var ekki fyrr en f gosinu 1947, sem maður sá það meö vissu, aö þessi niðurstaöa min gat ekki veriö rétt. Þaö var hvitur vikur, sem hafði falliö i Þjórsárdal, og útfrá reynslunni 1947 kom i ljós aö þaö hlaut aö hafa veriö gos eftir mjög langt hlé, sem færöi bæina i kaf ogþá kom eiginlega ekkert annað gos til greina en fyrsta gosiö, sem vitaö er um i Heklu, gosiö 1104,og siöar sannaöist aö þaö er rétt. — Er vist aö Hekla hafi gosiö fyrr en 1104? — Já, hún hefur gosiö ein6 til 7 þúsund ár, en liklega ekki meira, þvi aö hún er tiltölulega ungt eld- fjall. Þau stóru ljósu lög, sem finnast á Norðurlandi eru öll úr Heklu. Aska alla leið til Finn- lands — Aska- úr Heklugosinu 1947 barst viöa, er ekki svo? — Jú, hún fórviöa, fannstm.a. i Finnlandi. Þar var tekið sýni og sent til okkar og þar var um aö ræða ösku úr Heklu. Eins varö vart við ryk i Sviþjóð og töldu menn vist aö þar væri um ösku úr Heklu að ræöa, en viö rannsóknir kom i ljós, aö þar var um að ræöa sandryk frá Sahara. Það hittist bara svona á aö þetta fór sama daginn, annað barst meö háloft- unum en hitt fór lægra, en mætt- ust aldrei. Við sendum strax fyrsta dag Heklugossins út skeyti, þar sem viö óskuöum eftir þvl, að bæði skip á hafinu og eins menn i landi létu okkur vita ef vart yrði öskufalls. Út úr þessu gátum við rakið feril öskunnar. 1 fyrstu héldu menn að askan heföi fariö beinttilFinnlands, en það var nú eitthvað annaö. Hún stefndi beint á haf út, til suðurs, en siöan breyttu loftstraumar feröinni, þannig aö aska féll I Finnlandi. — Þú sagöir áöan aö Hekla væri óútreiknanleg, hvaö liöur aö meðaltali langt á milli gosa I Heklu? — Þaö mun láta nærri aö meöal taliö sé um eitt og hálft gos á öld. Stysta tlmabiliðá milligosa er 16 ár frá 1206 til 1222. En lengst liöu 121 ár á milli gosa, 1389 til 1510. Þaö voru liðin 102 ár frá siðasta gosi þegar gaus 1947, sem er næst lengsti timinn á milli Heklugosa. — Það gos sem varö 1970, telst þaö vera Heklugos? — Jú, viö nánari rannsóknir veröur aö telja þaö vera Heklu- gos. Fyrst var svo ekki talið, en efnasamsetning gosefnanna og annað sem rannsakaö var leiddi I ljós að um Heklugos væri að ræöa, en við héldum fyrst að um sprungugos við hliöina á Heklu væri aö ræöa. Þaö hafa komið á sögulegum tima ein 5 gos utanvið Heklu, sem ekki eru talin vera Heklugos, m.a. gosið 1913 á Lambafit, þaö kemur eiginlega ekki Heklu viö. Þau hafa verið talin með Heklugosum, en eiga ekki aö gera þaö. Hægt að segja fyrir um Heklugos — Nú hefur allskonar tækni i jarðvisindum aukist mjög frá 1947, gætuö þiö sagt fyrir um Heklugos með dálitlum fyrirvara nú? — Þaö tel ég mjög liklegt. Ef jaröskjálftamælum væri beint að Heklusvæðinu gætum við þaö, með einhverjum fyrirvara. Menn ættu allavega aö hafa nægan tima tilað foröa séraf svæöinu. 1 öllum þeim gosum sem maöur hefur vitneskju um hafa oröiö nokkrar jaröhræringar á undan gosi, og skepnur hafa orðið m jög órólegar mörgum klukkutlmum á undan. Þær eru næmari en mennimir og veröa varar viö skjálfta sem fólk ekki finnur, en vart yröi á mæl- um. Til að mynda 1970 hlupu hundarburtu frá Búrfelli, og eins var það 1947 aö skepnur voru orönar órólegar strax kvöldiö fyrir gosiö, sem hófst um kl. 6.30 um morguninn. í jaröskjálfta- löndum, eins og til aö mynda i Perú, hefur fólk hunda og ketti til aö vara sig viö, til aö komast út i jaröskjálfta. Þau eru svo miklu næmari en mennirnir. — Þaö mælanet sem nú er við Kötlu, myndi þaö svara hræring- um I Heklu? — Það þykir mér liklegt, en æskilegt væri aö hafa einhvern mæli nær Heklu en nú er. — Áttu von á ööru Heklugosi á þessari öld? — Mér þætti það heldur ólíklegt, þaö eru ekki eftir nema 23 ár af öldinni. Þaö er þó rétt hugsanlegt að minniháttar gos gæti komið. Hekla hefur tilhneigingu til aö koma stundum meö smærri gos, svo koma löng hlé, og þá koma þessi miklu sprengigos, en ef gos kæmi á þessari öld, vröi það ekki mikið öskugos, og raunar má bú- ast við aö gos yröi i alla staöi i minna lagi. Hörmulegt slys — 1 þessu Heklugosi lét Stein- þór Sigurösson lifið i slysförum viö Heklu, varst þú meö honum þegar þaö geröist? — Nei, ég haföi veriö úti Sviþjóö I fyrirlestrahaldi og kom heim sama daginn og þetta slys átti sér stað. Hann var aö taka kvikmynd af hrauni, sem valt niður hliöina, það slitnuöu úr þvl stórir kögglar, glóandi;hann mun svo hafa ætlaö að vikja tilhliöar þegar þetta var komiö nærri honum, en annaö- hvort hefur hann gleymt sér augnablik eða misreiknaö sig og góandi köggullinn fór beint á hann. Það var maöur þama meö honum og hann reyndi aö kippa i hann, en náði aöeins I ólina á myndavélinni sem var yfir öxlina á Steinþóri, en ólin slitnaöi. Þetta var hörmulegt. Stundum hætt kominn — Má ekki telja þaö hættulegt starf, sem jaröfræöingar inna af hendi meðan á eldgosum stend- ur? — Það er viss hætta, en hún minnkar mikið þegar maöur ööl- ast reynslu, þannig aö þaö sem hefur sýnst vera mikil hætta, er minni en hún sýnist vegna þeirrar reynslu sem maöur hefur fengið um hvernig manni ber að haga sér meðan á gosi stendur. — Ég man eftir þvi, Siguröur, þegar ég var meö þér i Leir- hnjúksgosinu, þá fékkstu stein i höfuöið, og munaði þar ekki litlu að stórslys hlytist af? — Jú, þaö er rétt, sú gusa er með þvi versta sem ég hef fengið, en þar fór ég kannski full-glanna- lega, ég beið ekki nógu lengi til að sjá hvernig gosið hagaði sér. Ég lenti lika einu sinni i hættu úti I Surtsey, þegar við komumst þar i land, en ekki út aftur. Þá gekk mikið á i Surtsey og viö höfðum ekkert skjól, og gosefnin gengu yfir okkur og þaö var hreinlega ekkerthægt að gera, nema reyna að vikja sér undan stærstu flygs- unum. Þá hélt ég að við myndum ekki sleppa. — Lentuð þiö aldrei I hættu I Heklugosinu? — Það er varla i frásögur fær andi.Við gengum á fjallið, ég.Arni og Einar, viö ætluöum aö ganga á toppinn á 3ja degi, og þaö var hreint brjálæði. Við þóttumst vera búnir aö reikna út aö viö kæmumst upp á milli hrina, en það var alveg úti loftiö. Viö reyndum og komumst langt, en ekki alveg, sem betur fór, enda væri ég varla til frásagnar, ef viö heföum fariö alveg upp. Eftir þetta fórum viö varlegar, þetta var eina sinniö sem við fórum verulega glannalega. — Hvar höfðuö þið aösetur meðan á gosinu stóö? — Viö gistum i tjöldum, meira að segja I snjóhúsi um tima, eftir aö tjald haföi fokið ofan af okkur Steinþóri. Viö hlóöum snjóhús aö hætti eskimóa, þaö er ekki svo mikill vandi, enágætis skýli. Eins gistum viö á bæjum, lengst af i Næfurholti og Hólum. Þar var tekið konunglega á móti okkur eins og öllum öðrum, en það var mikiö nauð á fólkinu alltsumarið. — Að lokum,Siguröur, þegar þú. litur til baka, á hverju læröuð þiö mest i Heklugosinu og sem þiö byggiö á enn i dag? — Fyrir þaö fyrsta hegöun þessarar geröar af eldfjöllum, sem nú eru kölluö megin-eld- stöövar. Þaö var tiltölulega litið vitaö um hvernig þær höfuöu sér, og sem dæmi get ég nefnt að þaö var talið fráleitt, þegar ég var aö læra jaröfræði, aö sama eldf jall myndi gjósa bæöi svörtum vikri og hvitum. Þvi var talið að hvitu lögin I Þjórsárdal gætu ekki veriö úr Heklu. Auk þess fengum viö vitneskju um ýmislegt annaö varöandi eldgos og hraun, sem viö búum aö enn i dag. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.