Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 27. mars 1977 ÞJÓPVILJINN — S1ÐA23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Sögunni fylgdi eftirfarandi bréf: Kæra Kompa! Ég var ein af þeim heppnu sem fékk vinning i getrauninni fyrir jól. Ég þakka fyrir bókina „í afahúsi", sem ég opnaði á aðfangadagskvöld. Mér finnst bókin mjög skemmtileg. Nú sendi ég sögu í þakklætisskyni. Bergljót Hreinsdóttir. MADDA Madda var komin á annað ár. Hún var farin aðganga og tala. Hún var byrjuð að klifra upp á borðin í eldhúsinu. Mamma Möddu hafði aldrei skilið hana eftir eina í eldhúsinu. Hún var ávallt hjá henni, því ann- ars gat hún farið sér að voða. Dag einn komu gestir. Pabbi Möddu kom heim með fólk sem Madda þekkti ekki hót. Fólkið kom með tvær stelpur. Sú eldri var um það bil niu ára, en yngri stelpan sjö ára. Þær hétu Stína og Gunna Lóa. Mamma þaut inn í eld- hús og hitaði kaffi. Hún og Madda höfðu bakað jólaköku og súkkulaði- tertu. Nú var Madda al- veg í essinu sínu. Þegar koma gestir verður Madda mjög æst og vill láta gestina tala við sig. Mamma var á svo miklu spani með kaffið að hún gleymdi Möddu. Hún var nú alein inni í eldhúsi og skimaði um. Af ákafa sínum hafði mamma gleymt að taka strauminn af plötunni. Madda leit upp í loft og sá að stóri eldhússkapur- inn var opinn! Madda klifraði upp á borð og tók ekki eftir neinu öðru en skápnum. Skápurinn var fyrir ofan eldavélina. Madda leit inn í skápinn. Þar geymdi mamma gul, rauð, græn og blá glös. Nú ætlaði Madda niðut; en þá skeði hið hræðilega slys. Hún rann út af borð- inu, rak höfuðið í skápinn og reyndi að grípa í borð- plötuna, en þá setti hún lofann beint á sjóðheita plötuna. Hún æpti af sársauka rétt áður en hún missti meðvitund. Pabbi, mamma og gestirnir komu hlaupandi og sáu Ijóta sjón. Þar lá Madda meðvitundarlaus. Blóð rann úr enninu, og litlu hendurnar skað- brenndar. Pabbi tók Möddu upp, en mamma flýtti sér að sækja sárabindi og smyrsl sem hún geymdi uppi í skáp. Pabbi bjó um sárið, en Sóley frænka flýtti sér að hringja á leigubíl. Mamma klæddi Möddu mjög varlega í ullar- sokka, úlpu og húfu, en batt svo tref il um hálsinn á henni. Þegar leigubíllinn kom fór pabbi með Möddu út í bílinn, en mammá stóð í dyrunum með tárin í aug- unum. Teikning eftir Kjartan Arnórsson, 12 ára ,,Gjörðu svo vel að aka á slysavarðstofuna." Nú opnaði Madda aug- un og tivíslaði: „Pabbi minn, ég finn svo til í höndunum!" Þegar þau komu á slysavarðstof una borgaði pabbi bílstjóranum og hélt á Möddu inn. Á biðstofunni voru margir krakkar. Nú kom hjúkrunarkon- an f ram og tók Möddu, en pabbi mátti ekki koma með inn. Madda varð hrædd og fór að gráta. Hjúkrunarkonan huggaði hana, og Madda varð ró- leg. Svo kom læknirinn og sprautaði hana í hand- legginn. Þá sof naði hún. Þegar hún vaknaði var hún í fanginu á pabba. Hann var að tala við lækninn. „Hún á að koma eftir viku, því við þurfum að taka sauminn úr höfðinu á stelpunni,og svo þarf að lita á hvernig hendurnar gróa." Þegar heim kom fékk Madda kakó, lummur, kex og brauð; svo lagði hún sig. Eftir viku fór hún aftur á slysavarðstofuna. Þá var saumurinn tekinn úr. Madda fór ekki að gráta. Læknirinn sagði, að það væri allt í lagi með hend- urnar, því þær myndu gróa bráðlega. Þegar Madda varð þriggja ára fékk hún hjól og læknistösku. En eftir slysið þorði Madda ekki í skápana hjá mömrríu aftur. Bergljót Hreinsdóttir, 11 ára, Þinghólsbraut 29, Kópavogi. H MWHrH&tBtWNUSitiQ Kubbw út uh WKoftu/fiW fR UNDiR Ri)Mi CX/t '/&> Cfíoryyvcu /zf/itéTtfa. sfcd/foydCrm. lfí<aé 'Vírc&al's&ftr- flaAúf #/& /jottttz, Ar/faí, uAfo /tka./ifnsctct/iná /ri-rticvr' £>• 'jtotUctrMim 9 árti’; tfuúiTvc&r-íLS'' VELSVARAÐ BEITT SPURNING I næstsíðasta blaði lagði Kompan fyrir ykkur spurninguna: Við hvað ertu hrædd(ur)? Níu ára strákur sendi þetta svar og varpar fram nýrri spurningu. Sendið kompunni svar, og munið að skrifa f ullt nafn, aldur og heimilisfang undir bréfið. LAUSN A MÝNDAGÁTU Stákurinn heitir Karl Ás- grímur. Myndirnar voru: Kar Lás Grimur. Með því að færa L-ið fram og ÁS aftur fást nöfnin Karl og Ásgrímur. Það hefur verið kvart- að yfir þvi að baðkarið haf i verið svo illa teiknað að ómögulegt hafi verið að ráða gátuna. Kannski er nú bara gaman að glíma við dálítið erfiða gátu, eða hvað finnst ykkur? Reynið sjálf að gera nafnagátur i Kompuna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.