Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 16
SIÐA 16 ÞJóÐVILJINN — Sunnudagur 27. mars 1977 Strindberg P.Q. Enquist fjallar í leikriti sinu, Nótt ástmeyjanna, um per- sónuveikleika sænska skáldsins Strindbergs og hjónaband hans og Siri von Essen (1877-1891) sem var hið fyrsta og lengsta af þrem hjónaböndum hans. Persónuleiki Strindbergs hefur vakið mikinn áhuga sálfræðinga og hafa verið skrifaðar margar greinar um áhrif franskra sálfræðinga á skoðanir hans, sálfræðilega hugs- un i verkum hans, skoðanir hans á afbrýðisemi, hjónabandi, kon- um, kynvillu, fæðingu og dauða o.þ.h. Persónuleiki hans hefur einnig verið sendur i sálgrein- ingu, athugað hvernig ödipusar- duldin félli að persónumótun hans o.s.frv. Athuganir þessa hafa ýmist byggt á sjálfsævisögu Strindbergs, leikritum hans og/eða skrifum eiginkvenna hans. Framlag Enquists beinist eink- um að þvi að sýna fram á kven leika og ómeðvitaða kynvillu Strindbergs. Enquist hefur lesið úr ævi Strindbergs út frá eigin reynslu og virðist harma að Strindberg hafi ekki meðgengið kynvillu sina i stað þess að forðast hana. Ef Enquist hefði verið einkasálfræðingur Strind- bergs og fært honum sinn heima- smiðaða lykil að hamingjunni, er eins vist aö Strindberg hefði orðið enn ruglaöri hefði hann reynt að apa einkalif sitt eftir lífi Enquists. Sjálfur gerði hann sér grein fyrir orsökum óhamingju sinnar i hjónaböndum, en Enquist viröist ekki hafa komið auga á það. Hið mikla sálfræðilega vandamál sem hrjáir flesta taugaveiklaða listamenn er að þeir geta aðeins á einn hátt fullnægt tilfinninga- þörfum sinum, þ.e. óbeint — i gegnum list sina. Þessum til- finninga þrengingum lýsir Strind berg i Fröken Júliu, sem er skrif- uð um svipaö leyti og Nótt ást- meyjanna á að gerast (1889). Siðari hjónabönd Strindbergs, sem aðeins vara i tvö og þrjú ár, benda til þess að hann hafi gert sér grein fyrir þessum tak- mörkunum i persónuleika sinum SALFRÆÐI OG LIST ARNI BLANDON: og þess vegna ekki hætt sér út i fjórtán ára hjónabandstilraunir eins og hann gerði með Siri. Karlmennskan Ein af mörgum kenningum um orsakir kynvillu hljóðar þannig aö viökomandi kynvillingur hafi ekki getað staðið undir þvi að vera karlmaður, vegna þess að það gerði kröfur til hans sem ekki samræmdust eiginleikum og upp- lagi hans. Þessi skýring kemur t.d. fram i Saumastofu Kjartans Ragnarssonar. Þessi kenning á i sumum tilfellum viö rök að styöj- ast, þó forsendurnar séu yfirleitt rangtúlkaðar. Höfuðtema Enquists i Nótt ást- meyjanna er karlmennskan. Leikritiö hefst með langri útlistun á einkennistáknum karlmennskunnar: Starfs eins og isjaki. Hún hefði heldur aldrei orðað einmanaleika sinn við hann, þvi um leið hefði hún oröið undir i valdabaráttu hjóna- bandsins, sem er mesti hjóna- djöfullinn skv. skoðun Strind- bergs o.fl. Margir tengja kvenfrelsi órofa böndum við kynvillu. Þó slikt sé oftast á misskilningi byggt koma tengslin skýrt fram i þessu atriði leikritsins: Kynvillusambandið á sér hlýrri og einlægari tóna en fólk i óhamingjusömum hjóna- böndum hefur nokkurn tima getað fundið i sambúö við hitt kynið. Þessi staðreynd útilokar ekki þann möguleika að fólk geti fengið útrás fyrir tilfinningaþarf- ir sinar i samböndum við hitt kynið, þó það hafi ekki uppgötvað þennan möguleika fyrr en i sam- vistum við sitt eigið kyn. Lausn Enquists á vandamálum Strindbergs er þvi óraunsæ, þvi eins og fram kemur i Nótt ást meyjanna nálgast Strindberg hvorki sjálfan sig né aöra á já- kvæðan tilfinningabundinn hátt. Siri nálgast vinkonu sina og á þvi von til að geta nálgast sjálfa sig. En Strindberg lét aldrei sinar leyndustu tilfinningar i ljós við aðra nema á óbeinan hátt i gegn- um ritverk sin. Þess vegna segir hann um Draumaleikinn, sem er saminn upp úr þrengingum geðveiki hans: „Leikritið sem ég elska mest, barn minna mestu þjáninga.” ástmeyjanna orka, festulegur kjálkasvip ur, e ink e nn is bú n i n gu r , leiðangrar, ódauðleiki, dráp, upp- finningar, stjórnun, ytri velliðan, drykkjuskapur, kynlif, stór getnaðarlimur, verkfæri, vélar, vöðvar, vopn og bardagi. Sem andstæða við þessi tákn kemur siðan mynd Strindbergs: „Hann litur út eins og ung stúlka. Hann er óttasleginn”. Arátta Enquists að sýna kvenleika Strindbergs kemur siðan jafn oft fyrir og við verður komið i skýringum og leiktextanum sjálfum. Konu Strindbergs er siðan lýst nánast sem karlmanni til að undirstrika skoðanir Enquists. Kvenfrelsi, kynlíf og hjónaband. Strindberg þjáðist mjög af of- sóknarbrjálæði. Hann haföi mikl- ar áhyggjur af stærð getnaðar- limsins og lét mæla hann sérstak- lega til að verja sjáifan sig fyrir árásum konu sinnar. Enquist tek- ur þetta atriði beint upp i leikrit sitt og notar ýmsar setningar úr sendibréfum Strindbergs og sjálfsævisögu til að leiða rök að hugmyndum sinum og skapa leik- ræna spennu. Vandamál Strindbergs i hjóna-. böndunum urðu honum mikið efni að moða úr i leikritum sinum. 1 þvi sambandi ber leikritið Dauða- dans einna hæst, en það er e.k. spá um hvernig fyrsta hjónabandi hans hefði lokið ef ekki hefði kom- ið til skilnaðar. Framlag Enquists i útleggingu á hjóna- bandi Strindbergs er hvorki fyrsta, siðasta né sista útfærslan á þessu fræga fyrirbæri. Fræg- asta verkið er liklega Hver er hræddur við Virgfniu Wolf? eftir Albee. Einnig má nefna Lokaspil eftir Beckett, Vals nautabananna eftir Anouilh, nokkur af leikritum Inoescos o.s.frv. 1 einþáttungnum Sú sterkari, lýsir Strindberg óskamynd sinni af eiginkonunni. Sú sterkari heföi getað orðið eiginkona hans til frambúðar I sambandslausu hjónabandi, eins og þau eru svo mörg vegna þess að fólk skortir forsendur til að bera virðingu fyrir hvort öðru. Strindberg hefði ekki komist hjá þvi að hata hana vegna andlegrar fjarlægðar þeirra, kúga hana og forðast hana. En hún hefði samt sem áður verið honum jafn nauðsyn- leg og skrifborðið hans. Eina konan sem Strindberg gat borið virðingu fyrir var hin frjálsa kona. En hjónaband með henni hefði leitt til sömu niðurstöðu þvi vandamálið er ekki konan, frelsi hennar eða kúgun heldur Strindberg sjálfur: Skortur hans á sjálfsgagnrýni og einlægni jákvæðra tilfinninga. Vandamálið sést i hnotskurn i Nótt ástmeyjanna þegar Siri grætur hjá Marie, vinkonu sinni og segist hafa verið einmana. Ef Strindberg hefði komiö i stað Marie á þessu augnabliki hefði hjónaband hans og Siri átt sér von. En við brjóst Strindbergs hefði Siri aldrei grátiðtþvi hann er Nótt Helga Bachman, Erlingur Gislason og Kristbjörg Kjeld ERLENDAR bækur Eassys in English History A.J.P. Taylor. Penguin Books in association with Hamish Hamilton 1976. Höfundurinn er nú um sjötugt og i þessu kveri eru um þrjátiu ritgerðir um enska sögu og er þetta safn frá slðustu þrjátiu ár- um. Þetta er ekki siður safn um enska stjórnmálamenn, persónu- saga samtvinnuð pólitiskri sögu ákveðinna timabila. Taylor hefur orð á sér fyrir að brydda upp á ýmsum nýstárlegum viöhorfum og skoðunum á mönnum og mál- efnum og kennir þessa nokkuð i þessu kveri. Höfundur skrifar skemmtilega um efni og persón- ur, allt frá Cromwell til Viktoriu drottningar og frá Churchill og niður i Manchester. Four Jacobean City Come- dies Maron, Middleton, Johnson and Massinger. Edited with an in- troduction and notes by Gamini Selgado. Penguin Books, 1975. Enskir gamanleikir eða öllu heldur reviur frá 16. öld geta verið ýmsum til ánægju, minnsta kosti hefur útgefandinn gaman af þvi að kynna sér forsendur þeirra og viðmiðun höfunda þeirra og leikina sjálfa sem spegla það ið- andi mannlif sem dafnaði I Lundúnum á 16. og 17. öld. Bókin er gefin út i Penguin English Library. Biicher, die die Welt ver- ándern. Eine Kulturgeschichte Europas in B'úchern. Ausgewahlt und her- ausgegeben von John Carter und Percy H. Muir unter Mitwirkung von Nicoias Barker, H.A. Feisen- berger, Iloward Nixon und S.H. Steinberg. Eingeleitet durch ein- an Essay von Days Hay. Deutsch- er Taschenbuch Verlag 1976. Bókin er þýdd af ensku i þýsku af nokkrum mönnum. Enska út- gáfan kom út 1967 hjá Cassell. Það er óþarfi að tina til hinar og aðrar bækur sem breyttu heimin- um skoðanir manna hljóta að vera skiptar um bækurnar eins og breytingarnar og þvi er hentast að þeir sem áhuga hafi lesi þessa þýsku þýðingu eða enska frurrl- textann. Bókin er skemmtilega gefin út, myndskreytt með titil- siðum hinna og annara bóka. Um- sagnirnar eru lipurlega samdar og inngangur ágætur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.