Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Ef ég þyrfti ekki nauösynlega aö brúka strætisvagna þá myndi ég aldrei stiga fæti minum uppl þessi fyrirbæri. Ekki þaö, aö vagnarnir séu hastir og sætin úr tré — þvi fer fjarri. Dúnmjúk sæti sérhönnuö fyrir likama sem eru allt ööruvisi en ég i lag- inu. Nú, þá er ekki um annaö a ö ræða en aö standa, segir sá sem hefur ráö undir rifi hverju. Jújú einmitt. Þaö eru sér- smiðuö stæði i miöjum vagnin- um fyrir þá sem eru einn og sjötiu eða hærri. Ég gerði einu sinni heiöarlega tilraun til aö standa i þessu sérsmiöaöa stæöi ogþaö lá viö aö ég færi úr axlar- lið i baráttu minni viö aö halda mér i handföngin. Siðan hef ég látið það hafa sig aö hanga eins- og illa gerður hveitipoki i dúnmjúkum sætunum. Svona er ég full af vanþakk- læti úti strætisvagnana. Ég kann ekki gott aö meta, það er alveg greinilegt. Það er til að Eftir Valdisi Oskarsdóttur um lika. Til dæmis er mjög holt aö anda aö sér heilnæmu loftinu. Bremsuvælið gæti verið athug- un á heyrninni i okkur eða til að vekja okkur upp ef við skyldum hafa sofnaö á biöstöðinni eöa út- rás bilstjóranna á geövonsku sinni, þvi ekki mega þeir lemja farþegana. Og viöbragðskönn- unin er sjálfsagt undirbúningur fyrir okkur, ef strætisvagninn lenti einhverntima i árekstri. Ég erlika viss um að það er til hægðarauka fyrir þá sem búa við Laugaveginn og Hverfis- götuna aö strætisvagnarnir stoppistöð mynda strætisvögnunum að þakka aö ég fæ allt þetta hreina loft i lungun. Yfirleitt kem ég tveim til þrem minútum fyrir áætlaðan tima vagnsins á stöðina til aö missa nú ekki af blessuöum bilnum. Þá hefst biðtiminn og innöndun hreina loftsins. Ég dreg andann djúpt til aö losna við kuldahrollinn sem heltekur mig. Hárin i nösunum frjósa, þenjast út, svo mér liggur viö köfnun.og ég grip andann á lofti, en þá verður mér kalt að innan- verðu. Ég geng nokkur skref svo ég sjái á klukkuna i bankanum, timinn er kominn — en enginn strætisvagn. Ég legg viö hlust- irnar ... hvergi heyrist hiö al- kunna bremsuiskur. Ég bölva strætisvögnunum i sand og ösku og hóta því aö kaupa mér einka- bil strax og ég hef efni á þvi. Ég virði fyrir mér húsið á móti, hátt grátt og lifvana. Ég var farin að hallast á þá skoðun aö þar byggi enginn, uns ég sá konu eina velklædda koma þaö- an út einn morguninn — hún tók ekki strætisvagninn. Ef strætisvagninn kemur núna þá finnst mér ég ekki hafa beðið lengi, hugsa ég meö mér. En strætisvagninn kemur ekki og mér finnst ég vera búin að biða lengi. Alltof lengi. Ég stelst til að lita aftur á klukkuna i bankanum og séað hún er komin óeðlilega langt frammúr timaáætlun strætis- vagnsins. Ég er oröin grá og lif- vana einsog húsiö á móti mér og óska strætisvagnabilstjóranum alls hins versta aö pönnukakan standi þversum I hálsinum á honum, kleinan haf i veriö eitruö og kaffiö sé uppþvottavatnið frá i gær. Svo gefst ég upp. Þegar ég er komin útá homið heyri ég bremsuiskrið og hleyp til baka. Nú skal ég aldeilis láta bilstjórann fá orð i eyra, hugsa ég öskureið. Þrátt fyrir allthreina loftið og útiveruna þá eru takmörk fyrir öllu. Strætisvagninn hendist inná stöðina, bremsurnar i botn og iskrið sker i gegnum merg og bein. Þetta bremsuvæl slær út allar hryllingsmyndir sem ég hef séð. Ég hendist inni vagninn, sting fimmtiukallinum i baukinn, horfi með morðsvip á strætis- vagnabilstjórann og er reiðubú- in að hella mér yfir hann með óbótaskömmum um vöntun á timaskyni, skyldurækni og ábyrgðarstöðu.Tilaðvera viss i minni sök lit ég á klukkuna i strætisvagninum — það vantar á hana annan visinn, og þar að auki er hún stönsuö. Ég verð einsog blaöra sem úr er allt loft, skjögra aftur i vagn- inn. hlassa mér niður i eitt af dúnmjúku sætunum og verö einsog illa gerður hveitipoki. Annars eru svona viðburöir hversdagslegir miðaö viö kvöld- in, laugardaga og sunnudaga. Þá er einsog Strætisvagnar Reykjavikur séu i sumarfrii og aki eftir happa og glappa aö- ferðinni. Strætisvagnakerfiö verður einsog glæpareyfari — næ ég vagninum (þrjötinum) eöa næ ég honum ekki—kemur hann eða kemur hann ekki? Nú ætla ég að vera sniðug og leika á strætisvagninn með þvi aö tal?a aöra strætisvagnaleið. Ég reikna nákvæmlega út timaáætlunina. Þrjátiu og fjög- ur á endastöð, fjörutiu og sjö niður á Torgi, fjörutiu og ein á stöðinni á undan minni, fjörutlu og fjögur á stöðinni hjá mér. ■ Allur er varinn bestur, hugsa ég og fer út fjöiutiu. Klukkan verður fjörutiu og fimm. Ég stend á einu homi og glápi útá annað horn, rétt einsog ég geti glápt vagninn á hornið. Klukkan verður fjörutiu og átta og enginn vagn. Tvær telp- ur gefast upp á biðinni og kuld- anum og fara heim. Klukkan verðurfimmtiu og ef ég er heppin. kemur vagninn iskrandi fyrir hornið — núna. Ég er greinilega óheppin og klukkan verður fimmtiu og fimm. Loksins — loksins — loksins kemur strætisvagninn fyrir hornið eins og frelsandi engill. Líklegast koma vagnarnir fyrr eða siðar — það er bara að hafa þolinmæði og klæöa sig einsog verið sé að fara á Norðurpólinn. Ég var næstum búin að gleyma einu sem er séreinkenni 'strætisvagnanna, en það er við- bragðskönnunin. Ég er komin inni vagninn (loksins) og það er ekkert sæti laust. Ég hætti mér ekki inni sérsmiðaða stæðið, stend þess vegna i gangveginum og grip i næsta handfang. Vagninn renn- ur af stað, hægt og varlega, en allt I einu kemur þessi svaka kippur, rétt einsog vagnínn ætli að stökkva afturábak eöa útá- hlið. Þetta er viðbragðskönnunin: Ertu nógu fljót(ur) að herða takið á handfanginu og righalda iþér. Setja annan fótinn fram fyrir hinn og halda nokkurn vegin jafnvæginu. Þú mátt telj- astheppin(n) ef vagninn er full- ur af fólki sem virkar einsog stuðpúöar hvort fyrir annað. Ef þú ert óheppin(n) geturðu átt á hættu að rúlla eftir vagninum endilöngum alveg frammað vagnstjórasætinu. *En biðum nú við. Það eru til tvær ef ekki fleiri hliðar á öllum málum og þá að sjálfsögðu strætisvaganmálun- koma i einni halarófu upp og niður göturnar en ekki einn og einn með jöfnu millibili. Það hlýtur að vera til þess að drun- urnar i strætisvögnunum komi allar i einni striklotu, en ekki ein og ein á stangli. Þáð er lik- legast betra að verða fyrir einu stóru ónæði heldur en mörgum smáum — allavega á kvöldin og um helgar. Einu sinni þegar ég var á dansleik hitti ég gamlan skóla- bróður minn sem ekur strætis- vagni. Ég gat náttúrulega ekki staðist mátið, hellti mér yfir hann og skammaöist yfir timaá- ætlun strætisvagnanna. Hann svaraði þvi til, að ekki væri nema furða þótt vagnarnir héldu aldrei réttum tima. Þvi timaáætlanir strætisvagnanna væru samdar af mönnum sem sætu inná skrifstofu meö kort af Reykjavik og pappirsmiöa fyrir strætisvagna. Annars sagði strætisvagna- forstjórinn einhvern tima þegar verið var að fjasa útaf strætis- vögnunum að við sem notum strætisvagna hefðum ekki hundsvitá strætisvögnum. Ef til vill er það rétt hjá honum. Ef til vill höfum við sem ferðumst með Strætisvögnum Reykjavlk- urupp á dag hvern ekki hunds- vit á strætisvögnum. Hann hlýtur alltaf að vera i strætó, strætisvagnaforstjórinn. Skoda Amigo er mjög falleg og stílhrein bifreió. Hún er búin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió aukió til muna. Komió og skoóió þessa einstöku bifreió. ■MB wCJi vJl 'C HR Tékkneska bifreióaumboóiö ó Isbndi AUOBREKKU 44-44 - KQRAVOGI - SÍMI 42600 Pú gerir hvergi mest seldi bíll 1976 AMIGO 105 - kr. ca. 860.000,- AMIGO 120 L - - - 960.000.- AMIGO 120 LS - - - 1010.000.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.