Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði Arni Bergmann Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Hrauneyja- foss-, Blöndu- og Austurlands- virkjanir í þágu álverksmiðja Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra gagnrýndi á alþingi i fyrradag orkuspá þá sem orkuspárnefnd hefur nýlega sent frá sér og birt hefur verið opinberlega. Taldi ráðherrann áætlun þessa alltof varkára. Nefndi hann þrennt þar til. t fyrsta lagi væri ekki gert ráð fyrir örari aukningu al- mennrar notkunar en verið hefði. í öðru lagi gerði áætlunin ekki ráð fyrir meiri aukningu almenns iðnaðar en verið hefði. I þriðja lagi nefndi ráðherrann að i spánni væri ekki gert ráð fyrir aukinni stóriðju. Þó ættu sér stað viðræður um byggingu 3ja kerskálans i Straumsvik sem tæki til sin 80 megawatta afl. Þessar viðræður hefðu verið teknar upp að nýju og þeim yrði haldið áfram. Þetta kom fram i framsöguræðu iðnað- arráðherra fyrir frumvarpi til heimildar fyrir rikisstjórnina til að virkja Blöndu, 135 megavatta virkjun. Bentu þingmenn á að fráleitt væri að veita slika heimild án þess að fyrir lægi til hvers ætti að nota raf- orkuna, — en Gunnar Thoroddsen veit til hvers á að nota raforkuna. Þessi yfirlýsing Gunnars Thoroddsens er i samræmi við fyrri yfirlýsingar ráðherr- ans og yfirlýsingar i fréttatilkynningu iðn- aðarráðuneytisins eftir siðasta fund hans, Jóhannesar Nordals og Steingrims Her- mannssonar um áætlun „integral”. Þann- ig felast ekki i henni stórtiðindi, en yfirlýs- ingin er engu að siður athyglisverð nú þvi að aðalmálgögn rikisstjórnarinnar, Tim- inn og Morgunblaðið, hafa bæði svarið af sér áætlun integral og áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir á vegum Alusuisse. í forystugrein Morgunblaðsins 10. þessa mánaðar var sagt að fréttir Þjóðviljans um þriðja kerskálann i Straumsvik og áætl- un „integral” væru aðeins „skipulagsher- ferð.... gegn orkufrekum iðnaði.” Enn- fremur sagði Morgunblaðið: „....núver- andi rikisstjórn hefur engin áform um nýjar stóriðjuframkvæmdir á íslandi.” Og þetta er endurtekið siðar i sömu for- ystugrein afdráttarlaust: „Engin áform eru uppi um nýja stóriðju.” Þessi yfirlýsing Morgunblaðsins — og svipaðar yfirlýsingar Timans — stangast gjörsamlega á við yfirlýsingar Gunnars Thoroddsens, siðast á alþingi i fyrradag. Það sýnir að Morgunblaðið og Timinn eru ómerkir áróðurssneplar, gefnir út til þess að segja ósatt,það sýnir lika að Gunnar Thoroddsen tekur ekkert mark á Morgun- blaðinu, þvi að hann er að framkvæma sina stóriðjustefnu, stefnu Jóhannesar Nordals. Það eru þeir sem ráða ferðinni, ekki Styrmir Gunnarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þegar Gunnar Thoroddsen endurtók yf- irlýsingar sinar um stækkun álversins á alþingi i fyrradag var hann að mæla fyrir frumvarpi um Blönduvirkjun og var þannig að túlka þá stefnu sem Jóhannes Nordal gerði grein fyrir á opinskáan hátt á miðsvetrarfundi Sambands islenskra raf- veitna 1975. Þar sagði Jóhannes ma: „Með tveimur nýjum virkjunum á Norð- urlandi, Kröfluvirkjun og Blönduvirkjun, ásamt samtengingu við raforkukerfi suð- vesturlands munu i fyrsta skipti skapast skilyrði til þess að koma upp orkufrekum iðnaði i stórum stil á Norðurlandi. Hafa ýmsar athuganir bent til þess að ýmis önnur skilyrði, svo sem hafnaraðstaða, þjónustuaðstaða og vinnumarkaður, séu mjög viðunandi við Eyjafjörð, ekki langt utan við Akureyri. Ég efast um það að nokkur önnur staðsetning komi til greina ef menn vilja stefna að þvi að koma upp orkufrekum iðnaði utan Suðvesturlands á næstu 10 árum. Þótt skilyrði til orkuöflun- ar i framtiðinni virðist mjög góð á Austur- landi, er gifurlegt starf óunnið, áður en menn geta gert sér raunhæfar hugmyndir um fyrirkomulag stórvirkjana og bygg- ingu orkufreks iðnaðar á þvi svæði. Að þvi mun þvi varla koma fyrir en einhvern tímann eftir miðjan næsta áratug.” Ennfremur sagði Jóhannes: „Niður- staðan af þessum hugleiðingum er sú, að unnt sé á næstu 10 árum að stórauka orku- frekan iðnað hér á landi. Hluti þeirrar aukningar yrðu vafalaust viðbætur við þau iðjuver sem þegar eru fyrir hendi á Suðvesturlandi, þar á meðal hugsanleg stækkun Aburðarverksmiðjunnar, en auk þess ættu að skapast skilyrði til þess að nýr orkufrekur iðnaður risi upp við Eyja- fjörð, td. 50-60 þúsund tonna álbræðsla, en orkuþörf hennar er 800-900 gigavattstund- ir á ári.” Siðan i sömu ræðu fjallar Jó- hannes um orkufrekan iðnað við Reyðar- * fjörð og Austurlandsvirkjun „einhvern timann eftir 1984.” Þegar Jóhannes ræðir um „orkufrekan iðnað” og „stóriðju” á hann við erlenda stóriðju. Af tilvitnuninni i ræðu spámannsins á miðsvetrarfundi SIR1975 sést hver það er sem mótar stefnuna og af yfirlýsingum Gunnars Thoroddsen vitum við hver framkvæmir hana — hvað sem liður glamri Timans og Morgunblaðsins. Stefn- an er: Hrauneyjafossvirkjun fyrir Alu- suisse i Straumsvik, Blönduvirkjun fyrir Norsk Hydro við Eyjafjörð og Austur- landsvirkjun fyrir Alusuisse á Reyðar- firði. Þetta er framtiðarsýnin, þetta er stefnan sem unnið er við að koma i fram- kvæmd. —s. Erfðafrœðilegt stór- slys óumjiýjanlegt? Sifellt færist i aukana taliö um strið mannsins og umhverfisins. Margir visindamenn á Vestur- löndum spá vistfræðilegu og erföafræðilegu stórslysi og stað- hæfa aö mannkynið eigi nú á hættu aö deyja út. Eiga slikar spár rétt á sér? — bað er engin ástæöa til aö gera of mikið úr hlutunum, en óþarfa bjartsýni á heldur engan rétt á sér. Verndun mannsins og erfðaeinkenna hans hefur aldrei verið jafnmikið vandamál og þaö er nú — sagði einn þekktasti erfðafræðingur Sovétrikjanna, Nikolaj Dubinin, i viðtali viö vis- indalegan fréttaskýranda APN. — Umhverfiö og maðurinn hafa ekki getaö aölagast þeim miklu breytingum sem orðið hafa með vexti iðnaöar og tilkomu nýrra efnasamsetninga sem aldrei áð- ur hafa þekkst á jöröinni. „Hin hliðin” á tæknibyltingunni kemur æ betur i ljós I upplýsing- um um fólksfjölgun og heil- brigðismál. Samkvæmt upplýs- ingum Alþjóöaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) stafa 20 % barnasjúkdóma og 15-20% dauös- falla meðal barna af meðfæddum likamlegum og andlegum göllum. 50% barnasjúkrarúma eru upp- tekin af börnum sem þjást af erfðafræðilegum sjúkdómum. Taliö er að mengun umhverfisins hafi aukið dauðsföll af völdum krabbameins um 2%. A maöurinn aö „vera eða ekki vera” sem liffræðitegund? Það er spurningin. Og þetta vita ekki að- eins visindamenn, heldur einnig stjórnmálamenn og þeir sem ráöa fyrir þjóðum. 1 Helsinki- sáttmálanum stendur að „vernd og umbætur á umhverfinu, nátt- úruvernd og skynsamleg nýting auölinda I þágu þeirra kynslóða sem koma skulu er eitt af þeim verkefnum sem gegna mikilvægu hlutverki i sambandi við velferö og efnahagsþróun allra rikja”. Meðal mikilvægustu sviða sam- starfs þjóöa i milli er nefnt „rannsóknir á mögulegum erfða- fræðilegum breytingum i jurta- og dýraheiminum af völdum um- hverfismengunar.... mat á þeim neikvæðu áhrifum sem mengun umhverfisins hefur á heilsu mannsins”. Sovéskir visindamenn hafa gott samstarf við starfsbræður sina i öðrum sósialiskum löndum — á sviði rannsókna á áhrifum efna- Vísindi og samsetninga á erfðaeinkenni mannsins. Árið 1974 var undir- ritaður sovésk-bandariskur samn- ingurum umhverfisvernd. Samn- ingurinn nær til allra hliða vand- ans, þ.á.m. afleiöinga umhverfis- mengunar. — Er hægt að tala um praktiskan árangur af sovésk- bandarisku samstarfi á þessu sviði nú þegar? — Tvimælalaust, — svarar Dubinin —I nokkur ár hafa sov- éskir og bandariskir visinda- menn kynnt sér ástandiö hver hjá öörum og skipst á skoðunum. Nú þegar hafa verið unnin sérstök kerfi til blóðrannsókna sem gera okkur kleift aö meta á hvern hátt efnasamsetningar geta breytt erfðaeinkennum. — En einsog bandariski erfða- fræðingurinn Fred de Serres sagði á siöasta fundi spvéskra og bandariskra erfðafræðinga eru ekki margir á þeirri skoðun að rannsóknir sem framkvæmdar eru á einföldum verum megi heimfæra upp á manninn. — Að visu er þetta vandamál ekki að fullu Ieyst ennþá. En við teljum þó að I þessum tilvikum verði að sýna ýtrustu gætni. Mað- urinn getur þolað eina erfða- breytingu, en ef þeim fjölgar fer ástandið að komast á hættustig. Það er mikilvægt aö ný efni, sem búa yfir þessum áhrifum berist ekki út i umhverfið, ekki sist fyrir þá sök að mörg þeirra sfela að vexti illkynjaðra æxla. Og ef eitt- hvert efni, eitthvert lyf, hefur þau áhrif að breyta erfðaeiginleikum, td. hjá bakterium, veröur að taka þaö úr umferð. — En er slikt eftirlit raunhæft? Á ári hverju eru framleiddar I heiminum u.þ.b. 200 þúsund nýjar efnasarrísetningar. Heim'smarkaö - urinn er yfirfullur af nýjum og nýjum lyfjum og eiturefnum. I heiminum eru nú framleiddar yf- ir 50 þúsund tegundir af lyfjum. — Eftirlitið er fullkomlega raunhæft. Fyrir nærri þvi einni öld, þegar skuggi hættunnar var ekki einu sinni kominn á kreik lagði rússneski visindamaðurinn Fjodor Erisman grundvöll aö nýrri grein heilsufræði, sem rannsakaði hvort manninum staf- aði ekki hætta af þeim tilbúnu efnum sem hann var i nánustum tengslum við. Þessi visindagrein hefur þróast mikið á undanförn- um áratugum og er nú viður- kennd sem mikilvæg visindi I ti- undu fimmáraáætlun sovéska þjóðarbúskapsins. Sem árangur af þessu hefur nú veriö sett leyfi- legt hámark skaðlegra efna i efnasamsetningum. I Sovétrikj- unum gilda þessar reglur um 620 efni sem heyra til iðnaði, 200 mengunarvalda I vatni og 160 skaðleg efni og efnasamsetningar sem geta mengað andrúmsloftið. Þessar reglur gilda reyndar i öll- um löndum RGE og koma fram i heilbrigðislöggjöf sósialisku rikj- anna. Hvaö snertir árangurinn af slikri reglugerð i heilsufræði iðn- aðarins I samhengi viö félagsleg- ar ráðstafanir á þessu sviði má geta þess að nú á dögum eru So- vétrikin mjög neðarlega á blaði varðandi útbreiðslu atvinnusjúk- dóma. T.d. hefur atvinnusjúk- dómstilfellum I kolaiönaðinum fækkað 5-6 sinnum en I flestum löndum heims er baráttan við þennan erfiða atvinnusjúkdóm enn stórt vandamál. Aövaranir visindamanna uröu t.d. til þess aö i Sovétrikjunum var hætt að hafa á boöstólum ýmsar tegundir skordýraeiturs. Af 900 slikum eiturefnum sem notuö eru i heiminum voru aöeins Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.