Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Blaðsíða 24
DJÚBVIUINN Sunnudagur 27. mars 1977 Aöalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simumt Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla81482 og Blaöaprent81348. Einnig skal bent á heima- slma starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Endalausar raöir af saumavélum og kona við hverja vél, Guöbjörg Hassing hefur unniö I verksmiöjunni Dúk h.f. i 16 ár, „Alltaf skal þad kjósa íhaldið yfir sig aftur og aftur” Spurning dagsins í Dag- blaðinu 2. desember 1975 var á þessa leíð: //Hverjar þurfa tekjur meðalfjöl- skyldu að vera til þess að hægt sé að lifa af þeim?" Spurningunni svöruðu sex manns. Þrír þeirra töldu að komast mætti af með 100 þús. á mánuði en hinir þrír álitu að ekki nægði minna en 130-160 þús. á mán. fyrir því allra nauð- synlegasta. Þó aö hér sé ekki um marktæka skoðanakönnun að ræða er liklegt að svörin gefi nokkuð rétta mynd af þvi, hvað fjölskyldur alþýöu- fólks hafi á þessum tima þurft að hafa handa á milli til að liða ekki skort. Og hafi 100 þús. verið lágmark þá, hvað skyldi það vera nú 16 mánuðum siðar? Samt gera verkalýðssamtökin aðeins kröfu um þá upphæð sem lágmarks- kaup i væntanlegum kjarasamn- ingum. Það þykir atvinnurek- endum aftur á móti hin mesta heimtufrekja og telja sig ekki geta staðið undir þvilikum kaup- hækkunum. Flest konur En hvernig skyldi fólki ganga að lifa af 70-80 þús. á mánuði nú, en það er algengt dagvinnukaup verkafólks. Sumir segja að allir hafi eftir- og næturvinnu, vakta- vinnu o.s.frv., þannig að i raun hafi allir meira kaup. Þetta er þó ekki svo. A fjölmennum vinnustöðum vinnur svo til eingöngu fólk sem ekki hefur önnur laun en dag- vinnukaupið. Flest er þetta fólk konur. Blaðamaður Þjóðviljans og ljósmyndari litu inn á einn slikan vinnustaði i fyrri viku. Það er fataverksmiðjan Dúkur h.f. Þar vinna 40 konur og einn karl. Hann er klæðskeri. Konurnar vinna þarna á tima- kaupi og er hæsti taxti nýlega kominn upp i 74 þús. kr. á mánuði. Konurnar eru samt ekki enn bún- ar að fá útborgað eftir þessa hækkun og um siðustu nánaðar- mót fengu þær aðeins 72 þús. Þarna inni i stórum sal eru saumavélar I endalausum röðum og kona við hverja vél. Við stað- næmdumst við eina vélina og heiluðum konunni, sem þar sat. Hún heitir Guðbjörg Hassing. Hún tók þvi vel að ræða við okkur um kaup og kjör verkafólks og hún talaði enga tæpitungu. Verkafólk þarf ad hálfsvelta — Þjóöviljinn er okkar klárasta blað, sagði Guðbjörg. Ég hef alltaf fylgt vinstri stefnu og ég hef oft undrast hvað verkafólk er sljótt. Það er alveg sama hvað Ragna Einarsdóttir veröur aö láta sér nægja dagvinnukaupið til að framfleyta sér og barni sínu. Sjaldan er mikiö afgangs i mánaöarlok, miklu oftar ná endar ekki saman. óánægt það er, alltaf skal það kjósa það sama yfir sig aftur og aftur. Ég hef oft sagt við vinnufé- laga mina og aðra að það kosti ekkert að prófa annað. Það sé engu að tapa en allt að vinna. Þetta ihald hefur stjórnað í ára- tugi og svo er eins og fólk haldi að vinstri stjórnin sem aðeins var við völd I þrjú ár, gæti gert kraftaverk og breytt öllu á engum tima. Hún var aðeins við völd I þrjú ár; og það var góð stjórn, en það vill fólk ekki sjá. — Mér finnst það einkennilegt að nú þegar er þetta dæmalausa góðæri, mikið fiskiri og allt fullt af loðnu, þá þurfa þeir sem vinna að framleiðslunni að hálfsvelta. Þeir svelta ekki sem eiga tvo bila og búa I finum villum. Einhvers- staðar hlýtur að vera ójafnt skipt. — Það þarf lika að einfalda allt i kringum kjarabaráttuna og launamálin. Við eigum að fá bundin lágmarkslaun, sem eru ekki alveg út i hött eins og núna, og þau eiga að vera visitölubund- in. Þá þarf ekki allan þennan djöfulgang. Rauða strikið var ósköp aumt, hreinn fiflagangur. Okkur láglaunafólki dugar svona lagað ekki lengur. Erum lengi að vinna upp tapið Heldur þú að komi til verkfalla? — Hrædd er ég um það, ef kröf- ur okkar um 100 þús kr. lágmarks laun eiga að hafast i gegn. Ef við treystum okkur ekki i verkfall verður sennilega að siá af kröfun- um Við þurfum llka að fá annað og meira en bara hækkun i krónu- tölu, það verður að stöðva verð- bólguna. Við erum I mörg ár að ná upp þvi sem tapast i verkföll- um, gott ef það vinnst upp milli verkfalla. — Annars þarf ég ekki að kvarta persónulega, ég er nú komin á áttræðisaldur og hef ekki svo mikið umleikis, að mér nægir mitt kaup sæmilega. Ég verð samt að borga i opinber gjöld 12 þús. á mánuði. En það eru marg- ir með fjölskyldur sem verða að lifa eingöngu af þessum launum og fyrir þá verðum við að berjast. Fékk 66 þúsund um síðustu mánaðamót Við næsta borð situr Ragna Einarsdóttir. Hún er með eitt Framhald á bls. 22 STJÖRNU-feUTIRs/F MÁLNINGARVERKSMIÐJA Ármúla 36 - Reykjavik - Simi 84780 liMO @11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.