Þjóðviljinn - 27.03.1977, Side 8

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mars 1977 * __ Arnð Bergmann: „Verk þeirra eru ónáttúruleg og óskiljanleg öllum almenningi” Bjarni frá Vogi fékk trú á „sér- fræðinga” viðurkennda á al- þingi: Hann fékk ótal bitlinga handa mönnum til að N.N. mætti „gefa sig allan við skáld- skap” eða „allan við listum”, „allan við fræðum sinum” eða „ritstörfum sinum”. Hann kom æskunni til að trúa þvi, að skáldið ætti að vera skáld og annað ekki, að fræðimaðurinn og listamaðurinn mættu ekki vinna sér brauð við annarleg störf.” Lífseig viðhorf Að sjálfsögðu reynum við ekki að draga viðtækar ályktanir af einni gamalli timaritsgrein. Það verður auðvelt að benda á alþýðumenn sem höfðu allt önn- ur viðhorf — til dæmis er sá ágæti alþýðurithöfundur Theo- dór Friðriksson svo hrifinn af lærðum mönnum, „sérfræðing- um”, að manni finnst alveg nóg um á stundum. En viðhorf, sem þau er reifuð eru i Iðunnar- greininni, hafa um margt reynst furðu lifseig. í nafni alþýöu og menningar hennar hefur verið amast viö þvi, aö störf við bók- menntir og listir séu atvinna manna (nema þá einstaka stór- stjarna), og þá er oftar en ekki þusað um hina siðspillandi „bitlinga” sem komi i veg fyrir aö t.d. ungir menn með ritgáfu safni sér lifsreynslu. Og fyrr og siðar brýst sérhæf- ingaróttinn fram i andúð á þvi sem er nýstárlegt, öðruvlsi en það sem menn hafa vanist. Þessi ótti kemur einmitt fram meö mjög eftirminnilegum hætti I grein Jóns bónda, sem er skrifuð skömmu eftir aö Halldór Laxness hefur hneykslað lands- fólkið með Vefaranum mikla: Óskiljanlegur er Kiljan „Kiljanskan er árangur þeirra verkskipta- og einhæfnis- kenninga sem vélhyggjan hefur gert „móðins”. Kiljönsku skáld- in byrja aö yrkja og birta rit- verk sin á prenti milli ferming- ar og tvitugs, oft og tiðum. bau hafa þegar þá trú á sjálfum sér, að þau séu stórskáld og megi þess vegna ekkert annaö gera en semja skáldrit. Þau fá styrk úr tveim áttum. Ritdómararnir hæla þeim af „vatnsgrautar- góðsemi” sinni og þingið veitir þeim styrk. En þetta hrekkur þeim ekki. Viðurkenningin er ekki nógu almenn.Styrkurinn er of lágur. bess vegna er i kvæð- um þeirra þetta karlmennsku- lausa kjökurhljóð. Kiljönsku skáldin ...yfirgefa mörg skóla- námið, en hitt er verra, að þau yfirgefa námið i skóla lifsins. Þau lifa aldrei með fólkinu, sem þau ætla að lýsa. Þau læra aldrei að skilja starfsmanninn, hvorki verkamanninn, bóndann né námsmanninn. Þau lýsa ekki þvi sem eyrun heyra, augun sjá eða hjartað finnur, heldur þvi sem þeim „finnst”, þau „finna” i bókum og erlendum „ismum”. bess vegna verða skáldsögur þeirra eins og nýjustu málverk Kjarvals, ónáttúruleg og óskiljanleg öllum almenningi”. Tveir straumar 1 þessu tali er margt, sem alltaf skýtur upp kolli öðru hvoru og þá ekki aðeins hjá framsóknarbónda, mótuðum af gamalli tið, heldur og hjá yngra fólki sem telur sig standa meö annan fótinn i sjálfri bylting- unni. En einmitt vegna þess aö hér er kvörtun um ónáttúru- leika, óskiljanleika og böl at- vinnumennskunnar tengt nöfn- um Halldórs Laxness og Jó- hannesar Kjarvals, ætti hin gamla grein að minna menn á, að þeir eru á hálum is I tor- tryggingartali sinu. En Ið- unnargreinin ætti að geta minnt á fleira. Hún dregur það vel fram, aö i alþýðlegri menn- ingarhefð er jafnan um fleiri en einn straum aö ræða: Við hlið róttækni I kröfugerð um lýð- ræðislegt menningarlif, sem sé greitt aðgöngu og þátttöku sem flestum, fer tortryggni og jafn- vel andúð á sérmenntun, nýj- ungum, tilraunastarfsemi. Stolt þeirra, sem vilja eigna sér Bólu- Hjálmar, Þorgils Gjallanda og Stephan G. gat tengst við skiln- ingsleysi á „gildaskálagest- unum”Kiljaniog Kjarval. Þess- ar þverstæður eru staðreynd. Sem koma kannski fram i þvi I dag, að hrifning af prýðilegri ævisögu Tryggva Emilssonar blandast saraan við hnýfilyrði i garð bókmenntalegrar tilrauna- starfsemi „sænsku mafiunnar”, sem svo hefur veriö nefnd. Það er merkileg árátta Islensk að smiða sér vanda og ergelsi allsendis að óþörfu. Alþýðu- menning mun ætið hafa vissar ihaldssamar tilhneigingar. Og nýjungar i menningarlífi mun aldrei öðlast skjóta alþýðuhylli. Og hvurn andskotann gerir það lika til? 1 stað þess að menn geri sér leiðindi út af sllkum og þvilikum hlutum væri þeim fjandans nær aö hafa skemmtun og gleði af þeirri fjölbreytni andlegra afurða sem hér á landi er að hafa — þrátt fyrir allt. Arni Bergmann. Fátt er skemmtilegra en að blaða i gömlum timaritum — ekki sist til að rifja það upp hvernig ýmis eilifðarmál breyt- ast I meðförum manna eftir timaskeiðum. í næstum þvi fimmtiu ára gamalli Iöunni (frá 1928), sem ég rek nefið I af til- viljun sé ég grein sem heitir Al- þýðan og bækurnar og er eftir merkisbónda, Jón Sigurðsson á Ysta-Felli. Nú er að gá að þvi, hvað hefur lifað af röksemdum eins af máttarstólpum bænda- menningar um þessi mál. Dýrar bækur Jón lýsir miklum áhyggj- um af þvi að bækur séu of dýrar alþýðu manna. Hann reif- ar ýmsar hugmyndir, sem hann vonar að geti orðið til þess að lækka verð þeirra, og bera þær skýrt vitni aösjálum bónda. Hann sveiar t.d. grimmt bruðli með þykkan pappir og eyðum i ijóðabókum, einnig er „skraut- band” honum mikill þyrnir i augum. Hann skammar útgef- endur fyrir að þá skorti dirfsku til að stækka upplög bóka og lækka þar meö verðið. Þá telur hann sérhæfðar bókaverslanir óþarfar, og vill draga úr sölu- kostnaði með þvi að koma bók- sölu yfir á kaupfélögim Ein skrýtnasta hugmynd hans er sú, að það væri til sparnaðar og menningarþrifa ef að timaritin Vaka, Eimreiðin og Iöunn yrðu lögð niður og sameinuð Skirni. Að sumu leyti er bóndinn á Ysta-Felli nokkuö á undan sin- um tima: átta árum siðar er Mál og menning stofnað einmitt með það fyrir augum aö gefa út ódýrar bækur i stórum upplög- um, þar á meðal „ódýrar fræði- bækur” — og fetuðu siðan ýmsir aöilar i þau spor. Verðlag á bók- um er enn umræöuefni eins og menn vita, enda þótt það sé sjálf- sagt nokkru lægra tiltölulega nú en fyrir 50 árum — m.a. vegna þess að þjóðin er allt að helm- ingi fjölmennari. En i nútlma- tali um alþýðu og bækur er þó annað ofar á baugi nú, en það er sú spurning, hvort höfundar bóka og almenningur séu lengur i kallfæri, hvort sú arma kerl- ing, firringin, hefur ekki troðið sér á milli þeirra. Öll þjóðin er slíkur kjarni 1 Iðunnargreininni segir Jón Sigurðsson á þá leið, að Islensk menning byggi á þeirri for- sendu, að menningarleg stétta- skipting sé meö minnsta móti: „Englendingar tala um „efstu hundrað þúsundirnar” sem legur misskilningur. Jón segir, að góð sambúð alþýöu og bóka á tslandi hafi byggt á þvi, að sér- hæfing við ritstörf gat ekki þrif- ist. Honum finnst ekkert at- hugavert við það, að islendingar hafa orðið að hafa ritstörf og skáldskap i hjáverkum — þvert á móti: það er að hans dómi þann kjarna, er beri uppi menn- ingu þeirra. Ef Islensk menning á að þróast og vera styrk, þrótt- góð og vaxandi, þarf öll þjóðin að vera slikur kjarni, er hjálpar til við menningarstarfið”... „Al- þýðan hefur verið lærðari og lærðu mennirnir alþýöulegri en i öörum löndum”. Halldór Laxness. Kiljönsku skáldin lifa af vatnsgrautargóö- semi og bitlingum. Fyrr og siðar hafa menn haldið einmitt þessu á lofti i menningarumræðunni: Islensk menning getur ekki lifað af sem menning litils „úrvalshóps” — þó ekki væri nema vegna þess hve fámenn þjóöin er. Og eins og Jón frá Ysta-Felli gerir i sinni fimmtugu grein, þá hafa menn látið I ljós áhyggjur af þvi, að það ástand aö „öll þjóð- in”, eða svo gott sem, sé bak- hjarl menningarstarfsemi, veröi senn fyrir bi. 1 Iöunnar- 'greininni segir: „Sennilega er minna lesiö en áöur var, alþýö- an hefur aldrei fylgst lakar meö bókmenntum þjóðar sinnar en nú á tuttugustu öldinni”. Nidur med sérhæfingu Þegar svo hinn þingeyski bóndi reynir að gera sér grein fyrir þvi, hvaða hættur séu bún- ar sæmilegu menningarástandi þá kemur upp dálitið einkenni- Jón á Ysta-Felli.Fögnuður næðisstunda mjög til hins betra aö menn noti „stolnar stundir” til að yrkja. Bókmenntir islendinga „ljóma allar af fögnuði þess, sem dag- lega má starfa aðerfiðri llfsönn, gripur feginshugar hverja næðisstund til að yrkja undra- lönd sinna hugðarefna...Það er auðfundin sama undiraida fagnaðarins hjá hinum óþekktu höfundum fornsagnanna. Þær eru ritaðar af mönnum, sem hafa nauman tima og gripa fagnandi hverja næöisstund. Stillinn er stuttur, efniö saman- þjappað, mótað löngu áður i huganum um langa daga erfiðra anna”. Sérhæfingin er hinsvegar af hinum vonda: „Hinir einu is- lensku rithöfundar á 19. öld, sem hafa mátt gefa sig allan að ritum sinum eru Hafnar-íslend- ingarnir Bogi Melsted, Þorvald- ur Thoroddsen og Finnur Jóns- son. Þreytan er auösæ á stil þeirra. Hann er langdreginn, fjörlaus og fagnaðarlaus. Þeir hafa ritað samfellt langa daga, vikur og mánuði”. Hér bætir Jón svo við hugleiðingum um sérhæfingu og einhæfni véla- menningar og gefur sér það, að ,,á andans sviöi og sérstaklega á sviði ritstarfa veröur hinn ein- hæfi oftast hin óhæfi”. Bóndinn á Ysta-Felli óttast, að sérhæfing komi blátt áfram i veg fyrir það, að rithöfundar afli sér reynslu og mannþekkingar. Hann telur það hafa orðið mikið slys að

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.