Þjóðviljinn - 27.03.1977, Síða 9

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Síða 9
Sunnudagur 27. mars 1977 IjJÖÐVILJINN — SÍÐA — 9 Sýning Baltasars Baltasar B. Samper er spán- verji, menntaður i spönskum og frönskum listaskólum. Arið 1963 fluttist hann til Islands og hefur búið hér óslitið siðan. Baltasar er ef til vill kunnastur fyrir' mynd- skreytingar sinar, m.a. I Lesbók MorgunblaðsinsogVikuna, en s.l. 4 til 5 ár hefur hann næstum ein- göngu fengist við að mála. Hann hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar, þetta er sú 6. i rööinni. Aö þessu sinni sýnir Baltasar oliu- málverk og teikningar. Aðaluppi- staðan i sýningunni eru lands- lags- og mannamyndir. Menn og hestar í landslagi Þótt Baltasar sé spánverji eru viöfangsefni hans alislensk. Stór hluti myndanna á sýningunni er af hestum i' landslagi. Ef borið er saman við eldri myndir Baltasar er landslagið i þessum myndum orðið mjög stilfært, nánast ab- strakt. Landslagsbakgrunnurinn er byggður upp af nokkuð frjáls- um litaflötum, en jafnframt er oftast eitthvert laust mótað form, sem minnir okkur á umhverfið, t.d. fjall eða gjá. Myndflöturinn næst hinu lifandi formi hestanna er leystur upp með smáum lita dráttum, að þvi er virðist til að túlka hreyfinguna oglifskraftinn i kringum dýrin. En þessir lita- drættir eru of óskipulegir og handahófskenndir, þannig að formið sjálft, hestmyndin, liður fyrir ofhleðsluna umhverfis hana og drukknar i bakgrunninum. Dæmi um þetta má finna i mynd- inni Eirikur góði. Sama má segja um þrjár myndir um Djáknann á Myrká. Þar verður landslagiö, sem er mjög stilfært og málaö með abstrakt tækni, aðalatriðið á kostnaö persónanna i myndinni og hið dramatiska augnablik, sem myndunum er ætlað að sýna, týnist, þrátt fyrir það að reynt sé að draga athyglina að persónun- um með birtunotkuninni. Mér virðist hlutfallið milli hins stil- færða og abstrakta bakgrunns annars vegar og figúratifa hluta myndarinnar hins vegar þyrfti að vera i betra jafnvægi, og með þvi móti mætti ná fram hnitmiðaðri áhrifum. Annað sem einkennir þessa sýningu Baltasars er hin mikla litagleði. En þegar betur er að gáð, er litavalið svipað og i fyrri verkum hans, en meöferð litanna erhins vegar nokkuð frábrugðin. Skilin milli þeirra eru mjög skörp og stundum eru þeir ósamstilltir og virðast vinna hver á móti öðrum, eins og i þremur nær- myndum af hljómlistarfólki, þar sem i einni myndinni má finna rautt, blátt og brúnt sem teflt er saman án þess að nokkur einn ákveðinn litur sé ráðandi. Mannamyndir Baltasarer eftirsóttur portrett- málari i Reykjavik um þessar mundir. A sýningunni eru nokkrar myndir af konum þar sem fyrir- myndunum er stillt upp, ýmist i kunnuglegu og notalegu umhverfi heimilisins eða þá að notaður er meira abstrkat bakgrunnur. Þessar myndir eru vandvirknis- lega unnar og snotrar, en nokkuö hefðbundnar. Meiri tilþrif er að finna imynd af Sigfúsi Daðasyni, sem ber heitið „Til ykkar sem genguð á undan mér þennan veg”, og er ein besta manna- myndin á sýningunni ásamt mynd, sem heitir „í návist höfð- ingja” og er af Magnúsi A. Árna- syni. 1 mynd Sigfúsar notar Baltasar hlutlausan, gráan ab- straktbakgrunn i mildum tónum. Með þessum hlutlausa bakgrunni tekst að tengja vel saman vin- rauðan stólinn og svarblá föt fyr- irmyndarinnar, og jafnframt dregur hlutleysi gráa litarins á engan hátt athyglina frá fyrir- myndinni. Þaðsemþó ræður úr- slitum i mynd Sigfúsar er að Baltasar hefur tekist að ná svip. og hreyfingum fyrirmyndarinn- ar, og þvi verður myndin sann- verðug. sjónvarp Húsið hennar Lovísu eftir LEIF PANDURO Annað kvöld, kl. 21.05 sýnir sjónvarpið danskt sjónvarps,- leikrit eftir Leif Panduro, Húsiö hennar Lovisu, og er ástæða til að hvetja sjónvarpsáhorfendur að láta þessa mynd ekki fram- hjá sér fara. Leif Panduro er nýlega látinn, en óhætt er að segja að fáir norrænir höfundar hafi átt almennari hylli að fagna en hann, með meinlegri fyndni sinni og innsæi i lifnaðarháttu hins samnorræna smáborgara. Leikstjóri myndarinnar er Palle Kjærulff-Schmidt, og i aðalhlutverkum eru Ghita Nörby, Preben Neergaard, Poul Bundsgaard og Louis Miehe-Renard. Lovisa er gift kona og á upp- komin börn. I upphafi leiksins kemur hún heim frá útlöndum, en þar hefur hún dvalist lengi á heilsuhæli. Læknarnir hafa sagt henni að hún sé nú orðin heil heilsu, en hún efast um að svo sé. Þýðandi er Jóhanna Jóhannsdóttir. Leif Panduro „Til ykkar sem genguö á undan mér þennan veg”. Andlitsmynd af Thor Vil- hjálmssyni máluðum af fingrum fram er nokkuð annars eðlis. Hún er eins og nafnið bendir til unnin i frjálslegum og hörðum stil og minnirnokkuð á „hausana” hans Kjarvals. Mynd Thors er létt og skemmtileg og i finlegum litum, en nokkuð skortir á að tekist hafi að túlka persónuleika og svip- brigðarikt andlit Thors á sann- færandi hátt. Teikningar Baltasar er lipur teiknari sem kann vel sitt fag. Hér sýnir hann andlitsteikningar af öllum ábú- endum Grimsneshrepps, 40 að tölu, sem teiknaðar voru á árun- um 1965-66. Teikningunum hefur verið komið fyrir i einu horni sal- arins með þvi að hólfa það af, en þeim er stillt upp á nokkuð til- breytingarlausan hátt i beinni röð, stundum allt að 16 á sama vegg. Að minu mati hefði verið réttara að notfæra sér möguleika skilrúmanna og hólfa salinn meira i sundur og sýna færri teikningar i sama fleti til að foðast tilbreytingarleysi. Eg sakna þess lika að Baltasar skyldi ekki velja fjölbreytilegri teikningar á sýn- inguna. 1 heild má segja að viðfangsefni listamannsins á þessari sýningu séu nokkuð einhæf, og þrátt fyrir mikla litagleði og fjöruga pensil- drætti finnst mér skorta nokkuð festu og öryggi i heildarbyggingu margra mynda, þó að þetta eigi alls ekki við um þær allar. Að lokum vil ég hvetja fólk, sem kemur á Kjarvalsstaði, að láta ekki hjá liða að skoða hina gullfallegu Kjarvalssýningu sem nýlega hefur verið sett upp i aust- ursal hússins. A sýningunni eru margar frábærar myndir eftir meistarann, sem eru i einkaeign og ekki hafa verið sýndar opin- berlega áður. Síðar verðurf jallað um þá sýningu hér I blaöinu. Guöbjörg Kristjánsdóttir Úr kvikmyndinni „Húsiö hennar Lovisu,” sem er á dagskrá sjónvarps, kl. 21,05 annaö kvöld vöKirnni.Ýsixu.Mi: Þyniid u.ft.b. '270 g. Hrácfni: llcilhrciti. hi citi, Hykur, fciti, lyftiduft, lccithin, null, malt <>*.■ vihitrkcnnd branhcfni. í hrcr 11)0 hn. hcilhrcitininn l(irahamnmjtilninn) cr bivtt: -,<)0 r uf kalki, IU) nif; af járni, ■> mR af rítamin II u/l á mti af rítamín H.. X KKIXUAHKh.XI I 100 (. AI lll.ll.H \ I ITIKt:.\I: i) fi prótin ti t f; kolrctni 12 f! fita IOO hitacinintiar ' SANNROLLUÐ RJARNAFÆÐA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.