Þjóðviljinn - 27.03.1977, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Qupperneq 13
‘'w.' ■!I| tnM. ni ni ."iti . 12 — SiDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mars 1977 t ^ ******* «r?r. ■***;:; 'mKtw'^Sk* Sl'*5rSSRíf *?*!ty£'‘mi' “v T*^1 "--~ ■"•waagist*'?* Sunnudagur 27. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 13 30 ÁRA AFMÆLI SÍÐASTA HEKLUGOSS Kannski er þetta þekktasta myndín sem tekin var af Heklugosinu 1947. Hrin hcfur veriö notuö á frimerkí og birst víöa. Siguröur Þórarinsson tók myndina. Næstkomandi þriðjudag, 29. mars,eru lið- in 30 ár f rá þvi síðasta Heklugos hófst. Það var kl. 6.30 að morgni laugardagsins 29. mars 1947 að mikill jarðskjálftakippur fannst fyrir austan fjail og um leið sást reykjarmökkur stíga upp frá Heklu og á svipstundu var fjallið hulið gosmekki. Hekla hafði þá gengið með í 102 ár, eða frá árinu 1845. Mikill dynkur fylgdi gosbyrjun- inni, og heyrðist hann austur á f irði, vestur til Bolungarvíkur og norður í Mývatnssveit. Gosmökkurinn steig í um það bil 10-12 km. hæð strax um morguninn þegar flogið var yfirsvæðið. Yfir Landeyjarog Vestmanna- eyjar rigndi gosefnum þennan fyrsta dag og var öskufall mikið. Þetta gos, 1947, var talið eitt af stærstu gosum Heklu, en talið er að þar hafi mesta gosið orðið árið 1766, en það stóð í á 3ja ár. I tilefni af 30 ára afmæli þessa mikla goss, sem var það fyrsta, sem jarðf ræðing- ar okkar fengu að fylgjast með, ætlum við að rifja upp það helsta í sambandi við Heklugos fyrri tim^og rættervið dr.Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, þann mann sem best f ylgdist með Heklugosinu og er f róðast- ur allra manna um Heklu gömlu og þau gos sem orðið hafa í henni eða við hana. Það hafa nefnilega orðið nokkuð mörg gos við Heklu, og þau hafa ranglega verið talin Heklugos. „Heklugosiö 1947 var fyrsta eld- gosið sem ég sá, þá orðinn 35 ára. Siðasta gos fyrir Heklugosið 1947, var gos í Grimsvötnum 1934 og ég kom heim til Islands, rétt I end- ann á þvi gosi, sjálft gosið varbú- ið þegar ég kom, en ég skoðaði hlaupið. Sem krakki man ég að- eins eftir öskufallinu úr Kötlu 1918, en ég sá ekki gosið. Og ég fullyrði að ég lærði lang-mest af Heklugosinu 1947, enda var ég þar næstum allt vorið og sumarið og tima og tima um veturinn 1947- 1948, en gosið stóð i 13 mánuöi eins og menn eflaust muna”, sagði dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur og prófessor, þegar við ræddum við hann um eitt og annað varðandi Heklugos- ið 1947, en Sigurður fylgdist manna mest með þessu gosi, og rannsóknir hans og annarra islenskra jarðfræöinga, einkum Trausta Einarssonar og Guð- mundar Kjartanssonar og skrif þeirra um Heklugosið hafa vakið mikla athygli eldfjallafræðinga, viða um heim. Fyrsta gosið sem ég sá. Við sem störfuðum að jarð- fræðiá þessum árumhöfðum ekki átt þess kost að fylgjast með eld- gosum fyrr en Hekla gaus. Tima bilið frá 1934, að gos varð i Grims- vötnum og allt fram til ársins 1961, er eitthvert kyrrasta timabil i eldgosasögu landsins. A þessu timabili verður aðeins eitt gos, Heklugosiö 1947. Svo þú sérð að við höfum ekki mikla reynslu né mikla vitneskju um eldgosin, nema af afspurn, og þvi varð þetta gos i Heklu okkur ómetan- legur skóli,skólisem við búum að enn i dag og höfum þvi verið fróðari um margt 1 þeim gosum sem siðar hafa komið og færra komið okkur á óvart i þeim en ella. — Varstu farinn að vinna við Háskólann þá þegar? — Já, ég kom heim 1945 og fór strax að vinna á Atvinnudeild Háskólans, var hér eitt ár fyrst hjá Steinþóri heitnum Sigurðs- syni. Við vorum að vinna úr gögn- um frá Grimsvötnum og fleira, en einnig kenndi ég við Menntaskól- ann i Reykjavik. — Fórstu strax þarna um morguninn þegár gosið 1 Heklu byr jaði? — Já, mikil ósköp, ég fór með fyrstu flugvélinni, og þó, það fór vist ein vél á undan, með Jóhannesi Snorrasyni við stýrið, en við biðum eftir ráðherrum og fleiri fyrirmönnum, enda þurft- um við að baktryggja okkur með fjárveitingu til rannsóknanna. Háskólinn og Náttúrufræðistofn- unin höfðu ekkert fé til að kosta þær. Steinþór Sigurðsson mældi hæðina á mekkinum þegar er hann sá hann um sjöleytið héðan úr Reykjavik og reyndist hann vera um 20 til 30 þúsund metra hár. Þegar hæðin á mekkinum var svo mæld nákvæmlega á ljós- mynd reyndist hún vera 27.000 metrar. Það var tekin fræg mynd afmekkinum suðurá Vatnsleysu- strönd, það var strákur þar sem tók þessa frægu mynd á ódýra kassavél og eftir henni gátum við seinna mælt hæðina nákvæmlega. Við auglýstum 1 búðum eftir myndum frá gosinu og fengum þessa mynd þannig og hún revnd- ist merkilegasta mýndin sem iek- in var af Heklugosinu 1947. Ógleymanleg sjón Þegar við komum austur þarna um morguninn gaf á að Uta. Það var hreint ógleymanleg sjón, sem blasti við manni. Við flugum yfir svæðið en fórum svo til baka til Reykjavikur, ai strax seinnipart dagsins fórum við svo akandi austur, og eins og ég sagöi áðan var ég þarna við Heklu næstum allt vorið og sumariö og langtim- um saman um veturinn lika. Lengst af vorum við þrir saman þarna fyrir austan, ég, Arni Þessi mynd er tekin suður á Vatnsleysuströnd skömmu eftir að gosið i Heklu hófst, og segir dr. Sigurður Þórarinsson að hún sé ein frægasta mynd sem tekin hefur verið af eldgosi. Eftir þessari mynd var hægt að segja nákvæmlega til um hæð gosmakkarins. Þess má geta, að myndina tók unglingur á ódýrustu gerð af kassamyndavél. (Ljósm. Sæmundur Þórðarson) Séðyfir Vatnagarð á 3ja degi gossins. Nábýlið við Heklu hefur ekki verið þægilegt þarna. (Ljósm. Vign ir) Dr. Sigurður Þórarinsson prófessor: Heklugosið varð okkur ómetanlegur skóli og sumir segja meiri skóli en háskólanámið í jarðfræði Gos í Heklu og á Heklusvæðinu síðan sögur hófust Hekla Heklusvæðið Upphaf goss Lensd Mánuðir Lengd undan- genginnar hvíldar Ár Rúmmál hrauns. Millj. m3 Rúmmál gosmalar. Millj. m3 Stefna áss mestu öskuþykktar Tjón af völdum gossins Upphaf goss og eldstöð 1947 29. marz 13 101 800 210 S 15° V Lítið 1913. 25. apríl. nærri Munda 1845, 2. sept 7 77 630 280 A 10° S »> felli og á Lambafit. 1878. 27. febr.. nærri Kraka 1766, 5. apríl 24 73 1300 400 V 75° N Talsvcrt tindi. 1693, 13. febr 7—10 56 óþekkt 300 V 55° N Mikið 1725. 2. april A og SA. a: 1636, 8. maí 12 39 »» ((80)) N 30° A LítiS Keklu. 1597, 3. jan >6 86 »> (240) A 20“ S »> 1510, 25. júlí óþekkt 120 »> 320 S55“ V Mikið? 1554. maí. í Rauðubjöilum 1389, snemma vetrar .. ” 47 >200 ((80)) (A 40“ S) Talsvert Um 1440, SA af Heklu 1341, 19. maí 40 óþekkt ((80)) S 85° V >> 1300, 11., 12. e'ða 13. júlí 12 78 >500 500 N ” 1222, ? óþekkt 15 óþekkt ((10)) N 60“ A Lítið 1206, 4. des ' »> 46 ” ((30)j N 40“ A »> 1158, 19. jan »> 53 >150 óþekkt SSA ? ” 1104, haust? >230 Ekkert 2500 V 80“ N Mjög mikið Þessi tafla sýnir Heklugos frá upphafi, nema hvaö gosið 1970 vantar. Dr. Sigurður Þórarinsson prófessor Stefánsson bifvélavirki og Einar Sæmundssont við vorum mikið saman á þessum árum, þessir þrir. ÞeirArni og Einar voru meö mér svo að segja allt sumarið. Arni tók kvikmyndir, sem siðar urðu svo hluti af Heklu-kvik- myndinni,enSteinþórtók hluta af henni. Þarna voru auövitaö aðrir jarðfræðingar og áhugamenn, og þetta er svo stórt fjall að viö skiptum okkur i 3 hópa. Við þre- menningarnir héldum okkur á vesturhlið fjallsins og vorum að ganga á fjallið af miklum gal- gopahætti. Við vorum við visinda- rannsóknir eins og hægt var, ann- ars hafði maður nú ekki mikil tæki á þessum árum, studdist mest við myndavélina og svo bara augun. Trausti Einarsson var þarna langtimum saman og vann að rannsóknum á hita i hrauninu, og öðru viðkomandi jarðeðlisfræði. Ég var hinsvegar i þvi að fylgjast með gosinu frá degi til dags. Annars vorum við fjórir jarðvisindamenn sem unn- um mest við þetta, Steinþór Sigurðsson, Guömundur Kjartansson, Trausti og ég. Auk þess sem Pálmi Hannesson rektor vann mikið með okkur. 60-70 þús. tengingsmetr- ar af ösku Eins og oftast i eldgosum, gerð- ist mest fyrsta daginn, og mikið hefur verið skrifað um hann. öskufallið var til að mynda óskaplega mikið i byrjun. Það fór uppi 60 til 70 þúsund tenings- metra á sekúndu þegar mest var og það féll eiginlega allt á einum til tveimur klukkutímum. Eftir það var öskufall tiltölulega litið, eitthvað i kringum fjallið, en fór ekki viða, eins og i byr jun. Askan barst beint i suður, sennilega bestu leið, sem það gat farið, það fór ekki i byggð fyrr en það kom suður i Fljósthlið og siðan yfir Eyjafjallasveit og Landeyjar og eins varð mikið öskufall i Vest- mannaeyjum. 1 Fljótshllðinni var öskulagiö um 10 sm. þar sem það var þykkast eftir þessa tvo til þrjá tima. Það var allt eins og eyðimörk að sjá eftir þetta mikla öskufall. Jöklarnir voru svartir og heldur ljótt yfir að lita. Ég man aö útvarpið sagði að allar likur væru á að allt legðist i eyði þarna fyriraustan. Ég fór þá uppi útvarp og benti á að slikt sem þetta hefði komiö fyrir áður án þess að valda verulegum skaða. Þetta liti vissulega illa út, en myndi ekki gera það lengi, þvi að þetta bæði sópast og rignir af, eins og svo kom á daginn. Svo mikið var öskufallið, að það var dimmt sem um nótt meðan þaö stóð yfir, bæði i Fljótshliö, og undirEyjafjöllum. Ég man að ég hitti gamalt fólk sem bjó undir Eyjaf jöllum sem hélt að það hefði misst sjónina; þau sáu ekkert þegar þau vöknuðu og ætluðu að lita út. — Olli þetta öskufall engum skaða á gróðri og kom enginn gaddur 1 skepnur um sumarið? — Það var nú kalt þennan dag sem askan féll og snjór yfir, en um vorið fór stórhópur sjálfboða- liða austur til að hjálpa bændum að hreinsa túnin. Fólk kom bæði úr Reykjavik og frá Selfossi til aö aðstoða bændur. Þaö föru þó einir tveir bæir 1 eyði útaf þessu. Þeir voru norðan við Þrihyrning, en Framhald á næstu siðu ÐD

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.