Þjóðviljinn - 27.03.1977, Síða 15
; Sunnudagur 27. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — StPA 15
AVARP A ALÞJOÐLEGUM
LEIKHÚSDEGI ÁRIÐ 1977
Kammersyeitin með
tónleika í dag kl. 16
Það er alkunna að leikhúsið
varð fyrst til að bera reisn
mannsins vitni, og það er vitnis-
burður sem verður að fá að berj-
ast gegn ofbeldi og kúgun i við-
leitni sinni til að skilja og vara
við, án þess að þurfa að sæta for-
skriftum.
Það er alkunna að leikhúsiö
varð fyrst allra lista til að skynja
og orða samviskuspurningar,
skilja hvaðan þær spruttu og hvað
rak þær áfram, og í andbyr og
mótlæti staðfesti leikhúsið tilvist
mannlegrar skynsemi, færöi
heiminum jafnvægi.
Það er alkunna að leikhúsið
kenndi manninum að horfast
opinskátt í augu við sjálfan sig og
grandskoða sig, standa frammi
fyrir sket sinni og axla ábyrgð
sina á sjálfum sér, það kenndi
honum að ihuga hvað hann gæti
orðið og stefna að því, í stað þess
að beygja sig fyrir takmörkunum
sem honum hafði veriö kennt að
játastundir. Meö hjálp tilfinninga
kenndi það honum að skilja jafn-
réttið og það að hver einasti mað-
ur er heill heimur útaf fyrir sig.
Mér er hugsað til hávaðans,
endurhljómsins, hinnar þrungnu
eftirvæntingar áður en tjaldið ris,
eftirvæntingar sem bókstaflega
knýr sýninguna með viljakrafti
sinum til að hefjast. Mér er hugs-
að til þessara hversdagslegu at-
vika — hviskurs, skugga, augna-
tillits —■ sem okkur virðast smá-
vægileg en geta á sviðinu hafist i
yfirþyrmandi stærð, gerst þrung-
in af leikrænni merkingu.
t einni spurningu koma saman"*
greind, tilfinninganæmi, andi,
Þegar hennar er spurt opinberast
sannleikurinn og veggirnir sem
skilja áhorfanda frá áhorfanda,
og áhorfendur frá sviðinu,
hrynja. Þess i stað skapast ein-
hugur, hárfinn vefur er spunninn
sem sameinar menn og þjóðir
þeirra. I þessari spurningu vitum
við að við erum fremur tengd
sameiginlegum hættum og von-
um en sundruð af ágreiningsefn-
um — svarið við vandamálum
einnar þjóðar getur, verið svar við
vanda alls mannkyns. t þessari
einu spurningu skilst okkur aö við
tilheyrum heimi sem er lögð á-
byrgð samvinnunnar á heröar. 1
þessari einu spurningu skiljum
við að við megum ekki lengur láta
stjórna okkur, eiga okkur, traðka
á okkur. Við skiljum, erum þátt-
takendur, leikum. Við erum við
sjálf til fullnustu. Nú, rétt eins og
fyrir þúsund árum.
Og þetta eru forréttindi. For-
réttindi sem leikhúsið á sameig-
inleg meö öðrum tungumálum
listanna, tungumálum innsæis
sem geta komið orðum að þeim
sýnum sem bera i sér framfarir,
smiða býr. Forréttindi sem gera
fólki kleift að opna sig öðrum og
deila með þeim draumum um
betri og réttlátari heim.
Þetta er ógnvekjandi ábyrgð:
sem leikhúsfólk og manneskjur
erum við i fararbroddi. Það er
þess vegna sem þeir biöa, leikar-
inn og áhorfandinn, spenntir og
eftirvæntingarfullir, eftir þvi að
tjaldið risi, að spurningunni sé
varpað fram.
Radu Beligan
(Sverrir Hólmarsson þýddi)
Seinustu tónleikar Kammer-
sveitar Rcykjavikur á þessum
vetri verða haldnir I dag sunnu-
dag 27. mars kl. 1 i sal Mennta-
skólans við Hamrahlíð.
Þrjú tónverk eru á hljómleika-
skránni.
Frumflutt verður verk eftir
ungt norskt tónskáld Ketil
Særerud, sem hann nefnir „Til-
brigði fyrir kammersveit”. Verk-
ið er samið sérstaklega fyrir
Kammersveit Reykjavikur en
Norræni menningarmálasjóður-
inn hefur veitt styrk til greiðslu
höfundarlauna. Verkið er hið for-
vitnilegasta, m.a. fær hver félagi
Kammersveitarinnar nokkra ein-
leikstakta til að glima við.
Þá verður fluttur hinn frægi
septett Beethovens, opus 20, en
n.k. laugardag, 26. mars, er 150.
ártið tónskáldsins. Þessara tima-
móta er minnst hvarvetna þar
sem tónlist er i hávegum höfð.
Siðast en ekki sist verður flutt-
ur strengjakvartett Jóns Leifs,
Mors et vita, sem heyrist þvi mið-
ur ekki oft. Verkið samdi Jón
Leifs i Þýskalandi haustið 1939.
Stjórnandi á tónleikunum er
Páll Pampichler Pálsson.
Aðgöngumiðar að tónleikunum
eru seldir við innganginn.
Þegar
íhaldið
vill
spara
Það er i tisku hjá hægriflokkum
um þessar mundir að hamast
mjög gegn umsvifum og útgjöld-
um rikisins. Danski ihalds-
flokkurinn er engin undantekning
að þessu leyti, en hann hefur sett
saman tillögur sem hann segir að
geti sparað danska rikinu 4,5 mil-
jarð danskra króna.
Þetta vill flokkurinn gera með
þvi að láta barnaheimili draga
saman seglin.með þvi að selja
leiguibúðir i opinberri eign,meö
þvi að borga vissa upphæð til fjöl-
skyldna sem annast sjálfar
gamalmenni sin og öryrkja, meö
þvi að draga úr aðstoð við
þróunarlönd. Þá á að lækka út-
gjöld til öryrkja með þvi að ráða
sem flesta þeirra til starfa hjá
hinu opinbera.
Einn útgjaldaliður er það samt
sem danska íhaldið vill bæta á —
það vill auka útgjöldvegna lög-
reglu um 50 miljónir.
Enska
kirkjan
fækkar
dýrlingum
Biskupakirkjan enska ætlar að
skera niður marga af dýrlingum
sinum, vegna þess að henni þykir
of mikil örtröð af þeim i
almanakinu.
Nú eru 250 dýrlingar á skrá
hennar, en þeim verður fækkað
niður i 80.
Meðal þeirra eru heilagur
Nikulás, það er að segja jóla-
sveinninn og sánkti Valentine.
Þessir dýrlingar þykja mis-
notaðir af kaupsýslumönnum. Þá
er liklegt að heilög Sesselja, sem
heldur verndarhendi yfir tónlist
og heilagur Crispin, sem annast
skósmiöi, verði einnig látin vikja.
Talsmaður kirkjunnar hefur
komist svo að orði, að kirkjan
vilji að öruggt sé aö dýrlingarnir
hafi verið til I raun og veru.
Heilagur Georg, verndardýr-
lingur Englands, slapp naumlega
við útstrikun. Þaö eru einhverjar
efasemdir uppi um að Georg hafi
verið til I ^oldinu.
HAFNARSTRÆTl 18 LAUGAVEGI 84 HALLARMÚLA 2