Þjóðviljinn - 27.03.1977, Page 22
22 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mars 1977
AUtaf
Framhald af bls. 24
barn á framfæri og hefur ekki
önnur laun en dagvinnukaupiö, 74
þiis. kr.
— Þetta veröur að nægja, sagöi
hún þegar hún var spurö hvernig
gengi að lifa af þessum launum.
Ég borga í gæslu fyrir barnið allt
sem ég fæ úr tryggingunum og
svo eru teknir af mér skattar. Ég
fékk 66 þús. útborgað um siöustu
mánaöaímót. 1000 kr. á dag i mat
er það minnsta sem hægt er að
komast af meö, svo aö þú sérð aö
ekki er mikið eftir til alls annars.
Og ég borga lika þó nokkuð i
húsaleigu.
Heldur þú að verði verkfall?
— Ég veit það ekki, það þýðir
ekkert að berjast og ég og margir
aðrir höfum ekki ráð á að fara i
verkfall. A hverju eigum viö að
lifa i verkfallinu?
Hvaöa vopn önnur hefur verka-
fólk en verkfallsvopnið?
Mér finnst bara aö þjóöfélagið
ætti að vera það heilbrigt að við
þyrftum aldrei að fara i verkfall.
Við gerum ekki það miklar kröf-
ur Og 100 þús. núna er lágmark,
samt held ég aö það ætti vel að
duga ef ekki yrðu strax
verðhækkanir. Mér mundi alla-
vega bregða mikiö viö þá þyrfti
ég kannski ekki að velta fyrir mér
hverri krónu eins og ég geri núna
og gæti veitt mér einhverja til-
breytingu af og til.
hs.
Erfðafræðilegt
Framhald af bls. 4
150 leyfð, að rannsókn lokinni. Af
sömu ástæðu eru aöeins notuð 2
litarefni i matvælaiönaöinum, af
15 sem njóta mikillar útbreiöslu i
heiminum.
— En eftirlit er þó aðeins
mögulegt með þeim efnum sem
vitað er að valdið geta ertða
breytingum. Er það ekki svo, að
„smáskammtar” geti veriö
manninum skaðlegir, þ.e, saman-
lögð áhrif veikra efna sem hafa
efnafræðileg, eðlisfræöileg eða
liffræðileg áhrif?
— Þetta er eitt af stærstu
vandamálum sem sovéskir erföa-
fræðingar fást nú viö. 1 Sovétrikj-
unum fara allar rannsóknir á
þessu sviði fram i samráðum við
sérstaka vlsindadeild sem starfar
á vegum rikisstjórnarinnar.
Þessi deild samhæfir starf rúm
lega tuttugu visindastofnana I
landinu. Gerð hefur veriö áætlun
fyrir allt landið á timabilinu 1976-
1980 um umhvefisvernd. 1 henni
felast ný og fullkomin rann-
sóknarkerfi til uppgötvunar á
efnum sem valda erföabreyting-
um og skráningar á þeim efnum
sem þegar eru komin út i um-
hverfiö. Auk þess er i áætluninni
gert ráð fyrir nýjum aðferöum
við að segja fyrir um breytingar á
erfðastrúktúr jurta- og dýrarikis-
ins, og mannlegs samfélags.
Þessar aðferðir ná einmitt yfir
mat á áhrifum „smáskammt-
anna” sem þér minnist á, og einn-
ig á afleiöingum þess aö verð-
mætar tegundir jurta og dýra eru
nýttar i iðnaðinum.
—APN—
Myndlistar-
sýningu Sigríðar
lýkur á morgun
Myndlistarsýningu Sigriðar
Björnsdóttur i Norræna húsinu
lýkur mánudaginn 28. mars. Sýn-
ingin er opin um helgina og á
mánudag frá 14-22. Aðsókn að
sýningunni hefur verið góð og all-
margar myndir selst.
Sigr. hefur áöur haldiö einka-
sýningar i Reykjavik 1967, 68, ’71
og i Stokkhólmi ’74. Þá hefur hún
tekið þátt i ýmsum samsýning-
um. Húnstundaði myndlistarnám
i Reykjavik og Lundúnum og hef-
ur farið margar námsferðir með-
al annars til þess að kynna sér list
til lækninga.
Dómarar I Mánafossmálinu en þeir eru Valgarður Kristinsson borgardómari, Halldór Sigurþórsson
stýrimaður og Bergsveinn Bergsveinsson vélstjóri.
Mánafossmálið
tekið fyrir
1 fyrradag var svonefnt
„Mánafossmál” tekið á ný til
meðferðar fyrir borgardómi
Reykjavikur. Er upptaka máls-
ins nú gerð að þrábeiöni
Markúsar Þorgeirssonar sem
hefur margoft gert grein fyrir
þvi I biöðum og á öörum vett-
vangi að honum finnist fyrri af-
greiðsla málsins ekki hafa verið
viðhlftandi.
1 fyrradag kom fyrir réttinn
vakthafandi stýrimaður þegar
atburður sá varð sem mála-
rekstrinum olli, Gisli Ingvars-
son. Þótti framburður hans
bæta litlu við það sem áður hef-
ur komið fram i málinu en GIsli
var einhverra hluta vegna ekki
yfirheyrður i fyrri lotu þessa
máls.
Málareksturinn snýst um það
sem gerðist að kvöldi 8. janúar
1975 en þá var Mánafoss næst-
um oltinn, hallaði skipinu um 42
gráður i hartnær þrjá stundar-
fjórðunga. Skipið var á leið til
Reykjavikur frá Hamborg en
Markús telur að skipinu hafi
hallað I snarpri beygju sem tek-
in hafi verið þegar skipverjar
voru að varpa spira fyrir borð.
—ÞH
Markús Þorgeirsson nóterar hjá
sér það sem fram gengur af
munni dómenda og vitna.
alore,
2 vinsseter
^\Umvn®r
Oómsmá'ara
svarar ason
ÖK'MgE
helgarblöðin hafa sérstöðu
Þess vegna eru alltaf einhverjir sem veröa
of seinir aö ná sér í laugardags- og sunnu-
dagsblaöiö.
Því ekki aö láta veröa af því aö gerast
áskrifandi?
í laugardags- og sunnudagsblaöinu er birt
veigamikið og fjölþætt efni, ekki aðeins
skemmtilegt heldur einnig fræöandi helgar-
lesning.
í sunnudagsblaöinu birtast yfirlitsgreinar
um listir, menningarmál og þróun og horfur
á stjórnmálasviöinu.
Fastar síöur helgaöar jafnréttisbaráttu
kvenna, myndlist, kvikmyndun, heimilishaldi,
popmúsik og fjölþættu efni fyrir börnin. Og
vekjandi myndlist á forsíöunni.
Ritstjóri sunnudagsblaðsins er Árni
Bergmann.
Og úr því Þjóóviljinn er oröinn ómissandi
um helgar - því ekki aö gerast áskrifandi?
Þaö er ódýrara að vera áskrifandi en kaupa
hann í lausasölu. Áskriftasíminn er 81333
DMÐVIUINN
Blaö lifandi þjóöfélagsumræöu.
Þunn helgi án Þjóðviljans