Þjóðviljinn - 03.04.1977, Side 5
Sunnudagur 3. april 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af
erlendum
vettvangí
Eftir fyrri umferð frönsku
bæjarstjórnarkosninganna 13.
mars drógu margir fréttaskýr-
endur franskra fjölmiöla þá
ályktun að úrslitin væru sigur
bæði fyrir vinstri hreyfinguna og
fyrir Jacques Chirac, forystu-
mann gaullista. En eftir seinni
umferðina viku siðar, þegar
heildarúrslit kosninganna urðu
kunn, höfðu menn þessa setningu
ekki yfir nema meö talsverðum
fyrirvara; þá var ekki lengur tal-
að um venjulegan kosningasigur
vinstri bandalagsins heldur miklu
fremur um „flóðbylgju” („raz de
marée”), en hins vegar freistuð-
ust margir til að setja gæsalappir
utan um „sigur” Chiracs eða slá
annan varnagla. Þrátt fyrir
brambolt hans i Parfs höfðu
vinstri menn nefnilega unnið þar
á eins og annars staðar i landinu
ogeini „sigur” Chiracs var sigur-
inn yfir frambjóðendum Giscards
forseta — sem þó taldist samherji
hans. Vitanlega hefur Chirac
sjálfur mótmælt þessari túlkun
úrslitanna, en það breytir engu
um þá meginniðurstöðu kosning-
anna, að í augum flestra er það
Giscard, sem nú hefur einkum
Frakkland
(einkum kjördæmaskiptingin) sé
vinstri flokkunum i óhag, bendir
þvi allt til þess að þeir hefðu feng-
ið meirihluta ef nú hefðu farið
fram þingkosningar.
Ýmsar skýringar hafa komið
fram á þessum úrslitum bæjar-
stjórnarkosninganna.en þær hafa
allar þann galla að þær eru eink-
um miðaðar við kosningarnar nú
en gera ekki grein fyrir þessari
A þessari mynd er Marianna,
tákn franska lýðveldisins, sýni-
lega orðin mjög byltingarsinnuð,
en höfuð Giscards á strönginni
hefur ekki annað uin það að segja
en að „frakkar staðfesta að þeir
vilji breytingu”. Þetta er einmitt
túlkun forsetans á kosningaúrslit-
unum.
Eftir bæjarstjórnarkosningar
beðiö ósigur; frambjóðendur
hans hafa beðið afhroð fyrir
vinstri mönnum um allt land og
þar að auki tapað fyrir Chirac og
fylgismönnum hans i Paris. Nú er
sú spurning efst á baugi i Frakk-
landi hvað Giscard d’Estaing get-
urenngerttil aðbjarga málunum
og forða stjórnarflokkunum frá
algeru hruni i þingkosningunum,
sem eiga að fara fram i mars
1978.
Fimmtíu og sjö
borgir unnar
Við túlkun kosningaúrslitanna
nú verða menn vitanlega að hafa
þaö í huga, að i bæjarstjórnar-
kosningum skipta séraðstæður á
hverjum stað miklu meira máli
en i öðrum kosningum og skjóta
viða upp kollinum sérframbjóð-
endur að staðbundnir listar, sem
örðugt er að visa á bás i flokka-
kerfi landsins. Þess vegna hafa
stjórnmálafræðingar tekið upp
þann sið að miða skýringar sinar
einkum við úrslitin i þeim borg-
um sem hafa yfir 10.000 ibúa; i
þeim er flokkaskiptingin yfirleitt
svipuö og i landinu i heild og auk
þess gilda þau lög um þessar
borgir, að þar er kosið um lista og
nær sá listi kosningu, sem fær
meirihluta i fyrri eða seinni um-
ferð. 1 minni bæjarfélögum eru
aðstæðurnar miklu breytilegri og
kosningafyrirkomulagið auk þess
öðru visi.
Nú er málum þannig háttað aö i
Frakklandi eru 220 borgir með yf-
ir 30.000 ibúa, og er vitanlega auð-
veldast að sjá þá breytingu sem
orðið hefur með þvi að bera sam-
an hve mörgum bæjarfélögum
vinstri menn stjórnuðu eftir sið-
ustu bæjarstjórnarkosningar 1971
og hve mörgum þeir stjórna nú.
Eftir bæjarstjórnarkosningarnar
1971 höfðu vinstri flokkarnir þrir,
sósialistar, kommúnistar og
vinstri radikalar, meirihluta i
einum 98 bæjarfélögum, en nú
hafa þeir meirihluta i um 155
bæjarfélögum eöa meira en tveim
þriðju hlutum þeirra borga, sem
hafa yfir 30.000 Ibúa.
Samkvæmt öllum skýrslum
hafa sósialistar unnið mest á;
þeir hafa unnið 35 borgir til við-
bótar viðþær sem þeir höföu áður
(en kommúnistar 22). En þessar
tölur gefa þó reyndar ranga hug
mynd um þróunina. Árið 1971 var
sósialistaflokkurinn nefnilega i
hinni mestu upplausn og fór þá
svo, að þeir fengu þá kjörnar
bæjarstjórnir i færri borgum en
kommúnistar þótt hefðbundið
fylgi þeirra hefði löngum verið
meira. Svo gerir annað þaö að
verkum að tölurnar 1971 og 1977
eruekkifyllilega sambærilegar; i
kosningunum 1971 var um að
ræða hreina flokkslista en nú
buðu vinstri flokkarnir mjög viða
fram sameiginlega lista og skiptu
sætunum á milli sin eftir fylgi
flokkanna i undanförnum kosn-
ingum. 1 skýrslum eru borgir
flokkaðar eftir þvi úr hvaða flokki
borgarstjórinn er, en ein af þeim
merkustu breytingum, sem orðið
hefur i þessum kosningum — og
kemur þó hvergi fram á skýrslum
— er sú að i fjölmörgum borgum,
sem t.d. sósíalistar hafa áður
stjórnaö einir eöa þeir hafa unnið
i þessum kosningum eru komm-
únistar nú á meðal bæjarfulltrúa
— og öfugt. Þarf naumast aðtaka
það fram að þetta atriöi mun
vafalaust hafa mikla þýöingu
fyrir samvinnu vinstri flokkanna
i framtiðinni og stuðla að þvi, að
kveða enn meir niður kommún-
istagrýluna, sem reyndar er nú
orðin mjög beygð af elli.
Aðdráttarafl
einingarinnar
Þannig má segja að sósialista-
flokkurinn hafi safnað aftur sam-
an þvi fylgi sem hann hafði yfir-
leitt i Frakklandi áður en það
tvistraðist vegna mistaka Guy
Mollets, og svo hafi vinstri
flokkarnir tveir unnið i samein-
ingu mikið fylgi til viðbótar;
frakkar kalla þetta „aðdráttarafl
einingarinnar”. Þessir nýju
straumar vinstri fylkingarinnar
koma vel I ljós þegar litið er á
landabréfið.
Stjórnmálafræöingarhafa lengi
bent á það að fylgi vinstri manna
sé mest i námuhéruðum Norður-
Frakklands og stórum hlutum
Suður-Frakklands, hins vegar séu
vestur- og austur-héruðin ramm-
kaþólsk og ihaldssöm — enda
hafa gaullistar löngum átt aðal-
fylgi sitt þar. Frá þessi sjónar-
miði komu úrslit kosninganna nú
nokkuð á óvart; það furðaði að
visu engan á þvi að vinstri
flokkarnir skyldu mjög vel halda
þeirri stöðu, sem þeir höfðu áður
haft i norður- og suöurhluta
landsins og vinna nokkrar borgir
tilviðbótar i norðurhlutanum, t.d.
Reims. En menn urðu heldur
hissa þegar úrslit bárust frá
vesturhéruðunum; þar unnu
vinstri flokkarnir alls staðar og
unnu meirihluta i hverri borginni
eftir aðra. Borgir eins og Brest,
Rennes og Poitiers o.fl., þar sem
litið sem ekkert hafði borið á
vinstri mönnum fyrir aðeins fá-
um árum, fengu nú allt í einu
vinstri sinnaðar bæjarstjórnir. í
Norðaustur-Frakklandi (Alsass)
héldu stjórnarflokkarnir stöðu
sinni að mestu, en i iðnaðarhéruð-
unum umhverfis Lyon I Miðaust-
ur-Frakklandi unnu vinstri
flokkarnir einnig mikinn sigur.
Stööug þróun
Þessi sigur vinstri flokkanna
um mest-allt landið virðist þvi
mjög glæsilegur, en til að túlka
hann á réttan hátt er þó nauðsyn-
legt að lita á hann i réttu sam-
hengi. Ýmsir talsmenn stjórnar-
flokkanna hafa nefnilega viljað
draga i efa að hann sé eins mikill
og hann virðist vera. Þeir telja
nefnilega að bæjarstjórnarkosn-
ingarnar 1971 og nú séu ekki sam-
bærilegar; árið 1971 voru vinstri
flokkarnir, einkum sósialistar, i
mikilli upplausn eins og áöur var
sagt, en siðan gerðist það að fylgi
þeirra jókst mjög mikið og kom
það einkum og sérlega fram i
sveitarstjórnarkosningunum i
fyrra. Nú álita þessir menn aö
sigurinn nú sé aðeins afleiðing
þessarar fylgisaukningar, sem
náði að þeirra dómi hámarki i
fyrra, en ekkert meira.
Þegarbetur er að gáð kemur þó
i ljós að þessi skoöun er röng:
fylgi vinstri flokkanna jókst ekki
skyndilega i fyrra, heldur hefur
þaö aukist jafnt og þétt siðan
bandalag þeirra var myndað 1973
og hefur enn aukist siðan i fyrra.
Eftir þessum úrslitum aö dæma
litur út fyrir að vinstri menn hafi
nú fylgi um 52% kjósenda, það
eru mikil tiðindi, þvi að vinstri
menn hafa aldrei náð þessum
„örlagariku 50%” eins og frakkar
segja nema e.t.v. rétt eftir heims-
styrjöldina og þá skamma stund.
Þótt kosningafyrirkomulagið
jöfnu þróun sem staðið hefur yfir i
ein fjögur ár. Þetta á vitanlega
við um þá hugmynd ymissa
stjórnarsinna, að kjósendur séu
óánægðir meö efnahagskreppuna
og verð- og kaupstöðvunarstefnu
Raymond Barres forsætisráö-
herra — en óánægja hefur vafa-
laust stuðlað að þróuninni, en er
þó vitanlega ekki orsök hennar,
þvi að hún er eldri en kreppan.
Sama máli gegnir um þá skoð-
un að klofningur stjórnarflokk-
anna hafi valdiö sigri vinstri
manna; þótt hann hafi vafalaust
fæltýmsa kjósendur frástuðningi
við stjórnarflokkana er hér enn
snúið við orsök og afleiðingu, og
er liklegra að klofningurinn hafi
stafað af sigurhorfum vinstri afl-
anna — Chirac hafi tekið upp
klofningsstefnu sina af þvi að
hann hafi séð að hverju stefndi og
ekki viljað bera ábyrgö á ósigrin-
um.
Engin skýring er þvi nægileg,
og er það þvi neyðarúrræði
stjórnmálafræðinga að segja að
þessi þróun sýni „djúpstæð
straumhvörf i frönsku þjóðlifi”
(sem stuðningur kaþólskra
manna við vinstri flokka sé eitt
gleggsta dæmið um) — þótt slikt
orðalag skýri harla litið. En það
virðist einmitt vera styrkur
Chiracs að hann hefur skilið
þessa stöðu fyrr og betur en aðrir
leiðtogar stjórnarflokkanna — og
þótt efast megi um það að hann
hafi sýnt framá leið til að stöðva
þróunina, er ekki fjarri lagi að
segja að honum hafi meb kænsku
sinni tekist að firra sjálfan sig
ábyrgð á ósigrinum og tryggja
sér opna framtið.
Hæpinn sigur
Þótt mikið hafi verið talað um
frammistöðu Chiracs i Paris og
„sigur” hans þar, þar sem hann
náði þvi marki að verða borgar-
stjóri, urðu úrslitin i höfuðborg-
inni þó ekki á neinn hátt öðru visi
en annars staðar i landinu.
Vinstri flokkarnir hafa þar alltaf
áttörðugt uppdráttar: Paris hef-
ur i þrjátiu ár verið höfuðvigi
gaullista,og datt engum manni í
hug aö vinstri flokkarnir hefðu
neina von um að ná þar meiri-
hluta — þangaö til Chirac hóf allt i
einu miklar orðræður um rauðu
hættuna i höfuðborginni, i þeim
Framhald á bls. 22
Kommúnistagrýlan hefur engin áhrif lengur; hér er Georges
Marchais i liki fuglahræðu, sem er hætt að fæla burtu fuglana — og
burgcisarnir horfa þykkjuþungir á.