Þjóðviljinn - 03.04.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagur 3. aprn 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
verslunarvöru i staö listaverka.
Yngri kynslóðir saka hann um
það sem hann sjálfur bar sér eldri
mönnum á brýn hér aður fyrr: að
vera innantómur hagleiksmaður.
Goðsögnin
um ástina
„Sagan af Adele H.” er önnur
tveggja mynda sem Truffaut
gerði árið 1976 (hin heitir
Vasapeningar, og fjallar um
börn). Eftir að hafa séð þessa
mynd hér á frönsku kvikmynda-
vikunni get ég ómögulega
samþykkt að hún sé „falleg, köld
myndabók” einsog einhver gagn-
rýnandi orðaði það. Heldur ekki
að þetta sé „rómantisk
ástarmynd”. Við fyrstu sýn gæti
þó virst að svo væri: Adele H. er
hvorki meira né minna en dóttir
Victors Hugo, hún hleypur að
heiman til að veita eftirför mann-
inum sem hún elskar, „fórnar
öllu” fyrir þessa „miklu ást”
osfrv. Er þetta ekki rómantiskt?
En þegar betur er að gætt, er
hlutunum allt öðru visi háttað.
Adele fórnar engu, það er hún sem
er fórnardýr á altari goösagnar-
innar um „hina einu sönnu ást”.
Sem er ekki ást þegar til kemur,
heldur sjúkdómur, menningar-
sjúkdómur. Fórnarlömb hans
geta verið af báðum kynjum, en
algengari mun hann vera i hópi
kvenna sem stafar fyrst og
fremst af þvi að konum var (og er
sumsstaöar er.n) kennt að lifa að-
eins fyrir ástina á einhverjum
einum útvöldum karlmanni, úti-
loka allt annað úr lifi sinu. Þær
áttu að fórna sér fyrir karlmann-
inn og finna hamingjuna i þvi að
vera eign hans. Adele gerir ekki
annað en leika hlutverk sitt til
enda. Saga hennar er harmsaga
af miklum gáfum og hæfileikum
sem fara forgörðum vegna þess
að hún er kona i karlmannasam-
félagi, vegna þess að hún er alin
upp i skugga snillings sem veitir
henni ekki þá ást og umhyggju
sem við þörfnumst öll (Hugo
dýrkaði eldri systur hennar, sem
drukknaði kornung; honum var
sama um Adele) og vegna þess að
hún trúir þvi að Astin sé Fórn.
Ef til vill hefði Adele ekki orðið
föður sinum neinn eftirbátur á
bókmenntasviðinu, hefði hún ver-
ið karlmaður. Hún var hæfileik-
um gædd á fleiri sviöum, samdi
t.d. tónlist. í myndinni fer hún oft
fram á það við föður sinn að hann
láti gefa út tónverk hennar til
þess að hún veröi fjárhagslega
sjálfstæð og þurfi ekki lengur að
biðja hann um peninga. Faðir
hennar sýnir dæmigerða
karlmannaafstöðu til þessara
tónverka, þau geta varla verið
merkilog fyrst kvenmaður samdi
þau, og svo er vissara að vekja
ekki of mikla athygli á nafni
hennar úr þvi hún hegðar sér svo
hneykslanlega sem raun ber
vitni. Adele gerir sér þvi ljóst að
hún er þræll föður sins,og að vissu
leyti er hegðun hennar uppreisn
gegn honum. En hún getur ekki
séð ást sina i svo skýru ljósi, þar
er hún hjálparvana fórnarlamb,
sjálfsauðmýkingin brýtur niöur
sterkan vilja hennar og hún sér
ekkert annað en þetta eitt:
karlmanninn sem hún elskar.
Andrúmsloft
Mikið er lagt uppúr þvi að
myndin sé sönn: bæði er það tekið
fram sérstaklega i upphafi
myndarinnar og svo eru notuð
landakort til að sýna nákvæma
staðsetningu atburðanna, og
myndinni lýkur á ljósmyndum frá
iburöarmikilli útför Victors Hugo
og af hljóölátu leiöi Adele.
Hún lést árið 1915 og hafði þá
dvalist áratugum saman á
geöveikrahæli. Texti myndarinn-
ar er byggður að langmestu leyti
á dagbók þessarar ógæfusömu
Framhald á bls. 22
Antoine/Truffaut kominn i
„örugga höfn” hjónabandsins,
og þar skilur höfundur við hann.
„Doinel er ófélagsleg — ekki and-
félagsleg — manngerð. Þótt fólki
liki vel við hann gengur honum
illa að lifa i raunveruleikanum.
Mér finnst erfitt að imynda mér
hann i föstu starfi einhversstaðar.
Þessvegna bindum við enda á
þessa myndaseriu” sagði
Truffaut.
Byltíngar
Þessi afstaða til söguhetju sem
greinilega ber mörg einkenni
sjálfsmyndar er dæmigerð fyrir
Truffaut. Þótt hann hafi átt þátt i
byltingu i franskri kvikmynda-
gerð er ekki þarmeð sagt að hann
sé byltingarmaður þegar þjóð-
félagið á i hlut. Sjálfur segist
hann ekki hafa trú á að bylting
breyti neinu, kerfið verði alltaf
þaö sama þótt skipt sé um menn á
veldisstólum. Hann vill lifa innan
kerfisins, sætta sig við það, með
þvi skilyrði að það gefi honum
nægilegt svigrúm til að hann geti
svindlað sér gegnum lifið á sama
hátt og hann svindlaði i æsku með
þvi að borga ekki aðgöngueyri i
bió, heldur láta vin sinn, sem þeg-
ar var kominn inn i salinn opna
neyöarútgöngudyrnar og hleypa
sér inn.
Nýja bylgjan var vissulega
bylting, en nú er hún liðin hjá
fyrir allnokkru. Það kom i ljós að
þeir sem að henni stóðu áttu ekki
annað sameiginlegt en þetta eitt:
að vilja umbylta franskri kvik-
myndagerð. 1 fyrstu mátti að visu
sjá ýmis sameiginleg einkenni i
myndum þeirra, en ástæðan var
yfirleitt sú að þeir notuðu svipað-
ar aðferðir: gerðu ódýrar mynd-
ir, kvikmynduðu i raunverulegu
umhverfi en ekki stúdióum, og
fjölluöu gjarna um efni sem áður
hefði þótt „hversdagslegt”. Siðan
hélt hver sina leið. Chabrol gerir
sálfræðilegar glæpamyndir,
Godard fetar einn sina byltingar-
slóö og gerðist æ pólitiskari i
myndum sinum. Truffaut hélt
áfram að gera upp við einkalif sitt
á hvita tjaldinu, einnig i þeim
myndum sem ekki fjölluðu beint
um Antonine Doinel. A siðari ár-
um hafa oft heyrst raddir um aö
hann værj farinn að framleiða
Isabelle Adjani i „Adele H.”
1 janúar 1954 byrtist i franska
kvikmyndatimaritinu Cahiers du
Cinema grein er nefndist
„Akveðin tiihneiging I franskri
kvikmyndagerð”. Höfundur
hennar var rúmiega tvftugur
gagnrýnandi, Francois Truffaut.
Hann var ómyrkur I máli og réðst
á garðinn þar sem hann var hæst-
ur: reif franska kvikmyndalist I
tætlur og boðaöi nýja stefnu.
Ilann kvað gömlu kvikmynda
stjórana ekki vera annað en inn-
antóma hagleiksmenn, sem ekki
ættu sér persónulegan stll eöa
boöskap, heidur væri öll þeirra
list fólgin I þvl að breyta leiðinleg
um handritum sem aðrir skrifuöu
i enn leiöinlegri myndir. Nú
skyldi hinsvegar renna upp öld
höfundanna, þ.e.a.s. nú áttu
menn að gera kvikmyndir vegna
þess að þeir hefðu eitthvað að
segja.
Drengurinn sparaöi ekki stóru
orðin og margir fyrtust við, sem
von var. En greinin i Cahiers du
Cinema markaði timamót. Með
henni er talið að „Nýja bylgjan”
hafi i rauninni hafist. Truffaut
talaði ekki fyrir daufum eyrum
og hann var ekki einn á ferð.
Cahiers du Cinema haföi þegar
hér er komið sögu verið gefið út i
3 ár og að þvi stóðu ungir menn
sem flestir teljast á einn eða ann-
an hátt til höfunda bylgjunnar,
menn eins og Eric Rohmer,
Jacques Rivette, Chris Marker og
Jean Luc Godard. Timaritið var
hugmyndafræðilegur vettvangur
þessara manna i þvi voru sett
fram öll helstu sjónarmið þeirra
og mörkuö stefnan sem fylgja
skyldi.
Erfið æska
Truffaut átti að baki óvenju-
lega og fremur óhamingjusama
æsku. Hann ól sig aö miklu leyti
upp sjálfur, þareð foreldrar hans
sýndu honum mjög takmarkaðan
áhuga. 1 þessari útigangstilveru
uröu kvikmyndahúsin honum
griðastaður, þangað leitaði hann
til að gleyma dapurlegum raun-
veruleikanum. Hann hefur
sjálfur sagt: „Ég hef alltaf tekiö
imyndað lif fram yfir veruleik-
ann. Þegar ég var 11 eða 12 ára og
vildi helst af öllu lesa bækur eða
fara i bió var þaö vegna þess aö
ég vildi sjá lifiö endurspeglast I
bókum eða myndum... Ef einhver
spyrði mig hvaða staði mér þætti
vænst um myndi ég nefna sveit-
ina i „Sólarupprás” eftir Murnau
eða borgina i sömu mynd, en ekki
einhvern stað þar sem ég hefði
sjálfur komið, vegna þess aö ég
heimsæki aldrei neina staði i raun
og veru. Ég veit þaö er dálitiö
óvenjulegt, en mér þykir ekkert
vænt um staði eða hluti. Mér þyk-
ir vænt um fólk, ég hef áhuga á
hugmyndum og tilfinningum.”
Truffaut hætti i skóla 14 ára og
fékkst við ýms störf eftir það, en
tolldi hvergi lengi i einu, var ann-
aðhvort rekinn eða hætti sjálfur.
Tæplega 16 ára stofnaði hann
kvikmyndaklúbb sem fór fljót-
lega á hausinn með þeim
afleiðingum að stofnandinn var
hnepptur i fangelsi og siðan
sendur á heimili fyrir vandræða-
drengi. Þaðan var honum bjargaö
af kvikmyndagagnrýnandanum
André Bazin, sem átti eftir aö
ganga honum þvi sem næst I föður
stað, enda þótt aldursmunur
þeirra væri aðeins 13 ár. Viröist
ekki fjarri lagi að ætla að Bazin
hafi bjargað Truffaut frá þvi aö
fara i hundana, ekki aðeins i þetta
skipti, heldur einnig siðar þegar
Truffaut hafði látið innritast i
herinn og siðan gerst liðhlaupi
fremur en að fara með hersveit
sinni til Indókina. Bazin sá aö
eina leiðin til að bjarga stráknum
var að notfæra sér ást hans á
kvikmyndum. Hann kynnti
Truffaut fyrir ungum og áhuga-
sögum kvikmyndalistamönnum
og kom honum i samband við þá
strauma sem áttu eftir aö bera
fram nýju bylgjuna.
Fyrstu sigrar
Truffaut geröist afkastamikill
kvikmyndagagnrýnandi. Hann
skrifaði fyrir mörg timarit og
blöð, en þó aðallega Cahiers du
Cinema og bókmenntaritiö Arts.
Margar greinar hans voru ritaðar
sem stefnuskrár, i anda þeirrar
sem áður var sagt frá og öfluðu
honum frægðar sem einum helsta
boðbera nýrra tima I franskri
kvikmyndalist. Þær öfluðu hon-
um einnig margra óvina, þvi
hann var óvæginn i dómum.
Harka hans á ritvellinum var I
engu samræmi við skapgerö
hans — Truffaut er að eðlisfari
bliðlyndur og feiminn — en vitnar
um ódrepandi ást hans á listinni.
Loks kom að þvi að hann gat
farið að stjórna kvikmyndum
sjálfur. A timabilinu 1955—1958
gerir hann 3 myndir, sem allar
verða aö skoðast nauösynlegur
undirbúningur, skóli. 1959 slær
hann I gegn með 4. mynd sinni,
„400 högg”. A kvikmynda-
hátiöinni I Cannes það ár hlaut
Francois Truffaut, um það leyti
sem hann öðlaðist heimsfrægð
fyrir myndina „400 högg” sem
fjallaði um óhamingjusama
bernsku hans sjálfs.
hann fyrstu verðlaun fyrir bestu
leikstjórn. Eftir það voru honum
allir vegir færir, nýja bylgjan var
orðin að veruleika og Truffaut
gerði hverja myndina á fætur
annarri (Skjótið á pianistann:
Jules og Jim; Fahrebheit 451;
Brúðurin klæddist svörtu; Stolnir
kossar; Missisippi-hafmeyjan
o.mfl. — og nú siðast Vasapening-
ar og Sagan af Adele H.)
„400 högg” var mjög persónu-
leg mynd og byggðist að verulegu
leyti á bernskuminningum
Truffaut sjálfs. Jean-Pierre
Léaud, ungi leikarinn sem lék
aðalhlutverkiö, átti eftir að túlka
þessa söguhetju, sem Truffaut
nefndi Antoine Doinel, I þremur
öörum myndum. Siðust þeirra er
„Heimili hjónanna” (Domicile
conjugal, 1970). Þar er