Þjóðviljinn - 03.04.1977, Síða 11

Þjóðviljinn - 03.04.1977, Síða 11
Sunnudagur 3. apríl 1977 ÞJÓÐVJLJINN — SIÐA 11 Kalla hugmyndir um atvinnulýðræði á virkari afstöðu sósíalista til samvinnuhreyfingar? Engilbert Guðmundsson/ kennari/ Akranesi: Samvinnuhreyfíng, verkalýðsbarátta og atvinnulýðræði SIS varö 75 ára fyrir skömmu og þess var minnst méö mörg- um og misjöfnum hætti. „SÍS-himself”, Erlendur Einarsson lét hafa þaö eftir sér, aö ef ekki nyti Sambandsins viö væri þjóönýting miklum mun meiri hérlendis en raun ber vitni. Sama dag sagöi Adda Bára SigfUsdóttir, aö þaö væri sjálf- sögö skylda sósialista aö vera virkur i kaupfélagi. Hvernig mátti nú þetta vera? Eru islenskir sósialistar kannski andvigir þjóönýtingu? Aö sjálfsögöu ekki, en það má hins vegar lita á Samvinnu- hreyfinguna út frá ýmsum sjónarhornum, og ekki endilega út frá þeirri pólitik, sem Er- lendur og félagar hafa i háveg- um. Islenskir sósialistar hafa löngum haft góöar taugar til samvinnuhreyfingarinnar, og metiö hana meö hliösjón af sögulegum uppruna hennar. En hvernig á maður nú aö bregöast viö þegar forstjóri SIS segir aö samvinnuhreyfingin hafi tafið fyrir þróun, sem undirritaöur er ákaflega fylgjandi, þ.e. þjóðnýt- ingu milliliöastarfsemi I land- inu? Svari hver sem getur. Viðhorf til samvinnu- hreyfingarinnar. ÞóttSIStopparnir látiútá viö eins og Samvinnuhreyfingin sé ópólitisk er þó öllum ljost, aö samvinnuhreyfingin og Fram- sóknarflokkurinn hafa deilt rekkju um áratuga skeiö. En þaö má einnig greina sam- hengi milli hinna pólitisku grundvallarskoöana i flcáíkum og fylkingum og afstööu þessara hópa til samvinnuhreyfingar- innar. Afstaöa SIS til flokka og af- staöa flokka til SÍS er semsé pólitisk. Afstööunni má skipta I nei- kvæöa gagnrýni, sem kemur yst frá hægri og vinstri, jákvæöa gagnrýni, sem kemur frá só íal- istum og jafnaöarmönnum, einkum úr rööum Alþýöubanda- lagsmanna, og jákvætt sam- sinni viö stefnu SIS, sem auövit- aö kemur einkum úr rööum Framsóknarmanna. Róttæka vinstrigagnrýnin byggir á kenningum Marx, eöa ákveöinni túlkun á þeim, um aö meöan kapitaliskt hagkerfi rfkir sé gagnlaust aö stofna til at- vinnureksturs, sem eigi aö brjóta í bága viö lögmál kapital- ismans. Fyrr eöa siöar muni lögmál hins kapltaliska hag- kerfis ná valdi á starfseminni, og þvi sé samvinnuhreyfingin ónothæf til aö breyta þjóöfélag- inu. Og meö dóm reynslunnar sln megin geta slikir gagnrýnendur sagt: Sjáiö, reynslan af SIS og állka stofnunum hefur sýnt aö þetta er rétt. Sjáiö Vinnumála- samband Samvinnufélaganna, sjáið ummæli Erlendar Einars- sonar á 75 ára afmælinu. Og þaö veröur aö viöurkenn- ast, aö þaö vefst fyrir mér aö hrekjaþennanrökstuöning (þar með er ekki sagt aö ég viöur- kenni hann sem baráttugrund- völl, þvi þtítt nauöhyggja sé oft andskotanum rökréttari, er hún jafn vondur baráttugrundvöllur og hún er góö rökfræöi) Gagnrýnin frá hægri gengur m.a. út á aö sambandiö sé bara auðhringur, en njóti sérstakra fríðinda: og þaö er aö vissu marki rétt. Einnig segja hægri menn, aö megniö af þeim verk- efnum, sem Samvinnuhreyfing- in hefur leyst mætti alveg eins leýsa meö almenningshlutafé- lögum. Aö vissu marki má þetta til sanns vegar færa (og hluta- félagaformiö nýtur sifellt auk- innar hylli innan SIS, en frá sjónarhóli sósialista eru auövit- aö augljósir gallar á þessari röksemdafærslu. Flokkur hins jákvæöa sam- sinnis. Framsóknarflokkurinn leggur einkum áherslu á sam- vinnuhreyfinguna sem mótvægi gegn hömlulausum einka- rekstri, en þeir lita ekki svo á að samvinnuhreyfingunni sé stefnt til höfuös einkarekstri, heldur eigi þetta aö blómstra hliö viö hliö. Þess utan er lögö áhersla á pólitiskt hlutleysi samvinnu- hreyfingarinnar. Flestir Islenskir sósialistar og þá einkum i Alþýöubandalag- inu, leggja áherslu á uppruna samvinnuhreyfingarinnar I bar- áttu gegn undirokun og aröráni. Þannig telst Robert Owen bæöi vera einn af frumher jum sósial- ismans (sjá t.d. Engels: Þrtíun sósialismans) og samvinnu- hreyfingarinnar (slikt var alla- vega kennter undirritaöur læröi samvinnusögu i Bifröst). Upp- runi islenskrar samvinnu- hreyfingar I baráttunni gegn er- lendri verslunarkúgun hefur lika mótaö viöhorf sósialista til samvinnuhreyfingarinnar sem og mikilvægi þessarar hreyfing- ar fyrir atvinnuöryggi fiski- þorpa vlöa um land (þótt ihalds- menn segi aö almenningshluta- félög séu þar jafngóö). A 75ára afmælinu er niöur- staöan þvi sú aö þrátt fyrir tengslsás viö hagsmunasamtök atvinnurekenda, þrátt fyrir tengslin viö hermangiö, þrátt fyrir tengslin viö alþjóöa- auöhringa (ESSO), þrátt fyrir tengslin viö frimúraraveldiö og þrátt fyrir tengslin viö fjár- málaöfl framsóknar eru Is- lenskir sósialistar ekki reiöu- búnir aö afskrifa samvinnu- hreyfinguna. Svona afstaöa kallar á breið bök og trausta hryggjarliöi: en hún er ekki verri fyrir þaö. En á þaö skal bent, aö skandi- naviskir flokkar, hliöstæöir Al- þýöubandalaginu, t.d.SF I Dan- mörku, eru ákaflega afskipta- litlir um samvinnuhreyfinguna og viröast ekki lita á hana sem þann mikilvæga hlekk er Is- lenskir sósialistargera.Og fyrir þvi eru ýmsar ástæöur, sem ekki veröa raktar hér. Verkalýðshreyfing og samvinnuhreyfmg En hvaö meö tengslin milli Is- lenskrar verkalýöshreyfingar og samvinnuhreyfingarinnar, úr þvi sósialistar telja sam- vinnuhreyfinguna af þvi gtíöa? Alþýðusambandiö hefur innan sinna vébanda ca. 50.000 manns. Félagar I samvinnufélögum eru litlu færri eöa um 40.000. Þaö gefur auga leið aö mikill hluti af félagsmönnum i sam- vinnufélögunum er líka i aðildarfélögum ASÍ. Og i fram- haldi af þvi ætti að vera rökrétt aö álykta, aö afstaöa og hags- munir ASI og SIS hljóti meira eöa minna aö fara saman. Eöa hvaö? Viö athugun kemur margt skritiö i ljós. I fyrst lagi eru framsóknar- menn máttlausir i verkalýös- hreyfingunni, en allsráöandi i sam vinnuhrey fingunni. 1 ööru lagi er SIS (eöa Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna) aöili aö samtökum at- vinnurekenda, þrátt fyrir aö mjög stór hluti félagsmanna i samvinnufélögunum er einnig innan vébanda verkalýös- hreyfingarinnar. I þriöja lagi er samvinnu- hreyfingin i andstööu viö verka- lýöshreyfinguna I fjölmörgum vpigamiklum málum. Tökum t.d. hermáliö. Innan ASI hefur ætlö veriö virk andstaða gegn hernum og siðasta þing ASl samþykkti aö mótmæia dvöl hersins hér og kref jast brottfar- ar hans. Samvinnuhreyfingin hefur ekki úttalaö sig um herinn, en af verkunum má dæma þá. Vil- hjálmur Þór, fyrrverandi for- stjtíri SÍS, var ákafastur stuöningsmaöur hersetunnar og „vinur Bandarikjanna nr. 1” á Islandi. Siðan herinn kom hefur sambandiö ætiö verið á kafi l hermangi: meö þátttöku I Aöal- verktökum, meö ollusölu á Vellinum o.þ.h. Lengi mætti halda áfram aö teljaupp andstæöur milli verka- lýöshreyfingarinnar og sam- vinnuhreyfingarinnar en ætli þetta nægi ekki. Hinsvegar verður ekki hjá þvi komist að spyrja hvernig á þvi standi, að tvær alþýðuhreyfingar með aö stórum hluta sama fólkiö inn- byröis, geti mótast af svo ólik- um öflum? Sennilega er meginsvaranna aö leita i áhugaleysi sósialista fyrir samvinnuhreyfingunni sem Adda Bára réttilega gagn- rýndiíÞjóöviljanum 20. feb. s.l. En einnig mætti benda á hina mjög svo skrifræðilegu upp- byggingu samvinnuhreyfingar- innar og þaö takmarkaöa lýö- ræði, sem i reynd rikir i sam- vinnuhreyfingunni (sjá t.d. greinar Þórðar Hilmarssonar i Hlyn, blaði samvinnustarfs- manna). Viöhorfi SlS-toppanna til verkalýðshreyfingarinnar mætti kannski lýsa með oröum Kjartans P. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra i skipulags og fræösludeild SIS er undir- ritaöur heimsótti hann á skrif- stofuna i SIS húsinu, til aö falast eftir upplýsingum um sam- vinnuhreyfinguna á Norður- löndum (sem reyndust engar vera til): Viö viljum hafa góöa samvinnu viö verkalýös- hreyfinguna: samvinnu en ekki samkrull, þvi þá erum viö kom- in út i pólitik (citerað eftir minni). En þar sem islenskir sósial- istar viöurkenna ekki pólitiskt hlutleysi samvinnuhreyfing- arinnar veröur maöur aö spyrja: Hvers vegna yfirtaka ekki sósialistar samvinnu- hreyfinguna? Hvers vegna beit- ir verkalýöshreyfingin sér ekki innan samvinnuhreyfingarinn- ar? Atvinnulýðræði og samvinnuhreyfing. Aö undanförnu hefur atvinnu- lýöræöi verö þó nokkuö á dag- skrá. Eitt atriöi hefur legiö óeölilega mikiö i láginni i þvi sambandi, semsé aö samvinnu- félög eru hvaö hugmyndagrund- völl snertir ákaflega skyld þeim þankagangi sem atvinnulýö- ræöishugsjónin hvilir á. Og i framleiöslusamvinnufélögum má beinlinis segja aö atvinnu- lýöræði riki, allavega i þeim skilningi er frumvörp og þingsályktunartillögur hafa hingaö til lagt i þetta hugtak. Þetta kallar á tvenns konar framhaldshugleiöingar. Annars vegar dóm á atvinnulýðræöis- hugmyndirnar á grundvelli reynslunnar af samvinnufélög- um, einkum framleiöslusam- vinnufélögum. Hins vegar vangaveltur um þaö ósamræmi sem i þvi felst aö samþykkja hugmyndir um atvinnulýöræöi (eins og ASI þing hefur gert) og láta samt samvinnuhreyfinguna mestanpart afskiptalausa. Um reynsluna af samvinnu- félögum er þab að segja, að undirritaður fær ekki séð aö þátttaka i samvinnufélögum hafi aukið samstööu og stéttar- vitund fólks: aö samvinnu- hreyfingin hafi fært skoöanir fólks nær þeim hugsunarhætti er sósialistar svo gjama óska eftir. (I sumum smáþorpum úti á landi er mestallur atvinnu- rekstur i höndum kaupfélagsins þ.e. fólksins sjálfs, án þess aö afleiðinginhafi á neinn háttver- ið aukin félagsleg meðvitund.) Og þá er spurningin: er frekar ástæða til að halda að þátttaka starfsfólks I t.d. stjórn hluta- félaga muni auka stéttarvit- und? (eða er stéttarvitund kannski ekkert atriöi i atvinnu- lýðræðishugmyndunum?) Ef lögð verður áhersla á at- vinnulýðræði sem baráttumál er eölilegt aö leggja mikla áherslu á samvinnuhreyfinguna I þvi sambandi. Ef hugur fylgdi máli væri þá eðlilegast aö skipuleggja f jöldainngöngu sósialista og launþega i sam- vinnufélögin og reyna að ná þeim á sitt vald. Ef hinsvegar atvinnulýö- ræðishugmyndinni er varpaö fyrir borö og Islenskir sósialist- ar afneita þátttöku I stjórn kapitalismans en hyggja ein- vöröungu á afnám hans er þaö stór spurning hvort sú afstaöa á ekki aö haldastihendurviö mun hvassari gagnrýni á samvinnu- hreyfinguna og auknar efa- semdir um gildi hennar fyrir sósialiska baráttu. Eins konar miilistig væri aö lita á samvinnuhreyfinguna sem tilraun um atvinnulýöræöi. Þ.e. aö verkalýöshreyfing (og sósialistar) reyni hinar mjög svo óljósu hugmyndir um at- vinnulýðræði i samvinnu- hreyfingunni til að sjá hver áhrifin veröa þar, áður en endanleg afstaöa er tekin til hugmyndanna. Þannig gæti verkalýös- hreyfingin öðlast dýrmæta reynslu um mögulega en mjög óvissa baráttuleið án þess þó að tefla samheldni og stéttarvitund um of I tvisýnu. En til aö.þetta megi gerast verður verkalýöshreyfingin að auka mjög áhrif sin i samvinnu- hreyfingunni. Breskur kaupmadur vill gerast gyðingur LONDON. Kaupmaðurinn Mike Robertson ætlar að taka gyðinga- trú og vill að allir starfsmenn sinir geri slikt hið sama. Er þetta Pípulagnir Nýlagnir/ breytingar hitaveitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) svar hans við lögum sem banna verslun á sunnudögum, en sam- kvæmt þeim mega aðeins gyðing- ar, aðventistar og aðrir sem gera sér laugardaginn að helgidegi versla á sunnudögum. Robertson kveðst búast viö málsókn vegna þess, aö hann hef- ur haft opið I fjórum búöum sln- um á sunnudögum, og ætlar þvi að reisa synagógu fyrir sig og starfsfólk sitt. Hann játar, aö um 40 manns af 200 sem hjá honum vinna muni ekki fallast á þessi sunnudagsbrögö hans, en býst viö til að fá að versla á sunnudögum aö geta fengiö I staöinn bisness upp á sex miljónir punda. Bæöi Félag til verndar hvildar- deginum og svo helsti rabbi gyö- inga I London hafa gagnrýnt harðlega áform kaupmannsins. Rabbiinn segir, aö enginn megi taka gyöingatrú af svo léttvægum ástæðum. Lögin um helgi sunnudagsins eru mjög misnotuð og mistúlkuö á Englandi. Umsóknum um leyfi til sunnudagssölu er á vixl hafnað og neitaö af yfirvöldum i hverjum bæ eöa bæjarhverfi eftir þvi, hvernig lögin eru túlkuö, en þau geta veriö mjög skrýtin. Mest er ruglandin vegna þess, aö sumir gamlir sunnudagsmarkaöir voru leyföir áöur en núgildandi lög tóku gildi, og svo vegna þess, að sumar vörur er leyft aö selja á sunnudögum en aðrar ekki. (Sumt er þar hliðstætt viö Islensk ákvæöi um sjoppusölu.) Þá hafa sumir ferðamanna- staöir leyfi til aö hafa opið á sunnudögum allan ársins hring.en aðrir ekki. Ert þú félagi I Rauða krossinum? Deildir félagsins eru um land allt. RAUÐI KROSS ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.