Þjóðviljinn - 03.04.1977, Page 9

Þjóðviljinn - 03.04.1977, Page 9
Sunnudagur 3. aprll 1977 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA — 9 er kominn verkstjórinn til að segja honum upp vinnu hjá út- gerðinni; það hafði sést til Jónas- ar i göngunni. Jónas fær orð i eyra bæði hjá granna sinum, sem passar sig að láta aldrei sjá sig i stéttaátökum, og tveim öðrum verkamönnum, sem gefa dauð- ann og djöfulinn i alla pólitik og ætla á ball. En vitanlega stendur sá einn uppréttur, sem ,,þorir að fylgja sannfæringu sinni”, eins þótt hann sé kallaður „æsinga- fifl”. Golan andar feigð Ljóðin eru nokkuð færri. Tvö eru þýdd — eftir Heine og Nordal Grieg (þýð. Magnús Ás- geirsson). íslensk kvæði eru niu alls, eftir sjö skáld. Kristinn (Reyr) Pétursson riður á vaðið með gamansamt kvæði um jafn alvarlegtmál og Afvopnun.siðan koma þeir Steinn Steinarr, Bragi Sigurjónsson, Gestur Guðfinns- son. Óskar Þórðarson frá Haga. Ólafur Jóhann Sigurðsson (tvö kvæði) og Jón Jóhannesson (tvö kvæði). Ekki verður hér rakið efni allra kvæðanna, en allavega eru þau ekki vigreifur byltingar- skáldskapur, sem margir ætla að fjórði áratugurinn hafi átt mikið af. Þrjú kvæði fjalla um gamalt fólk og slitið (Steinn Steinarr, Bragi Sigurjónsson, Gestur Guð- finnsson) og eru öll i spurnartón, eða eins og segir i kvæöi Gests: í:g veit ekki hver hún er, þessi aidraða kona sem örbirgð Iífsins og sárustu raunir þjaka, Kannski er hún móðir margra dætra og sona sem myrkrið tók og skilar aldrei til baka? Kannski er hún ekkja, einstæð, sem fáu kætist? allslaus, byrði fólksins, hver vinur dáinn? Kannski er hún bara ósk sem aldrei rætist, eða einmana tónn, sem sunginn er útf bláinn? óskar frá Haga yrkir um kærustupar sem var of fátækt til að láta drauma sina rætast. Jón Jóhannesson m.á. gamansamt ádeilukvæði um „gamla guðfræði og nýja”. ólafur Jóhann yrkir kvæði sem nefnist Siðsumarþoka og birtist einmitt þrem dögum áð- ur en heimsstyrjöldin siðari hefst — kvæði þetta geymir vel kviöa þeirra daga: En yfir sefið andar golan feigð og auðmjúk hlykkjast slna duldu slóö. Sölnandi stráin svigna um gróinn völl, þú sérð ei framar blöðin, græn og rjóð. — i dumbungskviða drúpir þjóð min beygð og dreymir betri himin angurmóð... finnst að borgfirðingar kunni ekki sem skyldi að meta þaö að hafa eignast þann „snilling orðs- ins listar” sem Guðmundur er. Undir lokin snýr höfundur nátt- úruupplifun upp i snemmborna ádrepu á það sem nú heitir meng- un og pólitiska hvatningu: „Ef þú ert þreyttur og leiður við götur og grjót höfuðborgarinnar, uppgefinn af ryki hennar og sóti, þreyttur á öskri bilanna og hinum tilbreytingalausa nið götuum- ferðarinnar, þreyttur á jazzi borgarinnar, tóbaksreyk hennar og tilgerð, þá er þér hollt að leggja land undir fót i héraði Guð- mundar Böðvarssonar og teyga gróðurilm þess.... Hin þúsund blæbrigði sumar-' rökkursins renna yfir þig. Þú teygar bjarkarilminn og sterkur fögnuður yfir þvi að vera til streymir um þig, og þú skynjar eins og opinberun, að tilvera mannsins á jörðinni er innifalin i starfi hans við að nytja gæði jarðarinnar, rétti hans til gæða jarðarinnar, frelsi hans á jörð- unni. Starf — frelsi — réttlæti — frið- ur. Birkilaufið ilmar i sumarnótt- inni”.... Maður og skip Tvær frásagnir eru þarna skyldar þeim flokki, sem árum Birkilauf og réttlæti Islenskar greinar og frásagnir eru alls 14: þetta er á þeim tima, þegar svo sýnist sem utanblaðs- menn vilja allt eins yrkja eöa skrifa smásögu um hugðarefni sin og að skrifa grein. Meðal þessa efnis er framhaldsgrein um „Sögu letigarðsins” (þ.e. Litla- Hrauns), sagt er frá skiðaiþrótt- um á Siglufirði, Jón úr Vör segir frá skólum sænskra verklýðs- samtaka og skrifar dagbók frá Genf, þar sem hann er að stúdera Þjóðabandalagið ásamt öðrum ungum norðurlandamönnum. Engin grein er um bókmenntir og aðeins ein um listir, nánar tiltek- ið um Jón Engilberts, þar er hvatt eindregið til stuðnings við „gró- andi nútimamenningu” og rækt- arsemi við myndlistarmenn sem kallaðir eru „merkisberar is- lenskrar nútimamenningar”. Fjórar greinar eru ferðasögur og náttúrustemmningar og fela i sér, beint og óbeint, hvatningar i þágu útilifs og náttúruskoðunar. Sérstöðu hefur grein eftir áður- nefndan J.B. Hreggviðs, sem nefnist „1 héraði Guðmundar Böövarssonar.” Greinarhöfundur fer á reiðhjóli um Borgarfjörö og blándar athugasemdum um samtiö og búskap saman við til- yisanir i Eglu, Gunnlaugs sögu og fyrstu ljóðabók Guömundar Böövarssonar, Kyssti mig sól. Það er ljóst, að greinarhöfundi saman birtist i blaðinu og hét þá „Úr lífi alþýðunnar”; vinnandi menn, þekktir og óþekktir, sögðu frá þvi sem þeir þafa séð og reynt. Þessar frásagnir eru eftir Árna úr Eyjum og Dag Austan og eru báðar gott dæmi um þá róm- antik, sem mönnum hefur lengst af þótt hlýöa að fylgdi sjó- mennsku. Dagur Austan.segir m.a: „A hafinu má segja aö maður og skip séu eitt. Það er hásetinn sem stendur við stýrið i góðu og vondu, hagræðir seglum, stendur vörð með yfirmönnunum i lyft- ingunni og fylgist með öllum hreyfingum skipsins. Og þegar æðandi brotsjóar og öskrandi vestanstormar reyna mest á örygg: skipsins, reynir lika mest á karlmennsku og þor háseta. Há- seti og skip bindast nokkurskonar kærleiksböndum, sem „land- krabbar” þekkja ekki, og munu sennilega aldrei kynnast, þvi reynslan ein gefur fullkomna þekkingu”... Fyrsta sunnudagsblaö Þjóðvilj- ans kom út of skamma stund til að skynsamlegt sé aö draga af efni þess viðtækar ályktanir. En þetta var fróðleg og um margt skemmtileg tilraun — þaö er i trausti þess að saga þess er rifjuð upp hér. a.B. Sumar mannlífsins Þurr jörðin virtist drekka það. Hið langþráða regn vors- ins’. Það kemur einn dag og um- lykur jörðina, sem tekur á móti þvi eins og landþráðum vini. Ræt ur jurtanna i moldinni skjóta nýjum öngum, og fræin, sem hafa legið þar i dvala vakna til lifsins og brátt gægjast ný blóm varlega upp úr jörðunni. Sum- arið er i nánd. Oti i heimi drakk jörðin blóð sona sinna, sem fórnuðu þvi fyrir frelsið. Voru ekki fórnir beirra eins og regnið, sem kom fyrst strjált utan úr myrkrinu, þéttist siðan og vakti til lifsins hin sofandi fræ? Voru ekki fórnir hinna hrjáðu manna eins og vorregn, sem féll á hið skrælnaða mannlif, fyrst eins og einstakir dropar, ein- stakar dáðir, siðan eins og óstöðvandi straumur og vöktu til lifsins hina blundandi menn, þrár þeirra, vonir, drauma og hæfileika? Var ekki sumar mannlifsins i nánd? Jónas brosti að hugsunum sinum. Það er svo margt sem sækir i hugann i rökkri vorsins. Var það missýning, að það lýsti af brosi hans i myrkrinu? Það var annars rétt: Hann var rekinn úr vinnunni. — Hefði hann nú aðeins verið yngri! Vor. — Regn. — Fyrsti mai. — J. B. Hreggviðs: Regn. r I Leninkróki í Genf Við sitjum við borð Lenins... Það var við stærsta borð króks- ins sem Lenin var vanur að sitja, eins og meistari i hópi lærisveina. Það var hér sem rússneska byltingin var skipu- lögð, fullyröir norðmaðurinn. Og það var kannski ekki svo fjarri sanni. Það er sagt, að Lenin hafi haft að orðtaki stund- um siðar, þegar þeir félagarnir rökræddu um ýmsa þýðingar- mikla hluti heima i Rússlandi eftir byltinguna: „Við sitjum nú ekki lengur i Landolt, piltar”. Þessir bekkir eru nú i kvöld setnir af mun þýðingarminni persónum, þvi að þótt við báðir höfum getið okkur góðan orðstir fyrir skriftir, hefur engum þótt taka þvi að visa okkur úr landi, og þjóðskipulög ættlanda vorra eru þvi ekki talin i hættu af okk- ar völdum. Jón úr Vör: Bréf frá Genf. Hljómkviða næturinnar — Þetta er ævintýri, undur- samleg opinberun. 011 persónu- vitund máist út, ekkert kemst að nema taumlaus hrifning, maður kemst i sjálfgleymi. Vélakliðurinn frá þessum 100 bátum rennur saman i sam- felldan, svo að segja órofinn gný. Þetta er hljómkviða nætur- innar, öflug og sterk með þús- undum tilbrigða. Aldrei fyrr hefur mannleg vitund skynjað slikt tónamálverk. Þetta er undirleikur lifsins sjálfs, eins og það gengur i sjávarplássum. Kliður hreyflanna túlkar okkur hetjubaráttu sjómannsins, tár ekkna og munaðarley singja, basl og óhaganlega verslunar- háttu. ArniúrEyjum: Hljómkviða næturinnar. jsjöif lumi - nm iám l. \lir,. -jii. llil.. ' iii. si-;i>t. ni::n B f. L ú l f. m s i V * K H A(>lv S'líi D Forslða siöasta blaðsins sem út kom: kynna Maginotlínuna frönsku. Strlðið er nýbyrjað og verið er að rppdríillur af Mnslnot-llmmni. hún hofur mi vorií framloncd mrOfrnm landnmxrum l.uxom- hurgft ok BclRÍu til sjávar. Til vinatri: Einn brynturnanna. MAGINOT-LÍNAN. Iiiii(lain;i'iin vitV Hclyiu. Sviss oj* llaliu. I'iakkar liala lagl lai»K‘ nicsla álici /lu á vi^irMnnar varnarráíislalanii a irönsk- . 1.1 .... HciT»ii(Narscrlr;ciVuiKiim kcin- nicsl ui snmiin niii aiN l yfiisliu idandi iiiih slyrjíild hljúli a«N vcróa iniklu al'lu ininiiii mn Uyn slöiNuhc 'naiN i «»«» skolKi'öfmn cn i liciinssl rjöld- l'. inni. Núliinahcrirnir cri niikl- lil : uin nmn hreylanlcKi'h svcilir laúK flncvclii. sUriiNdrcka (>K ' clknú- lina ins slúrskolaliiNs hafa inikhi l"ral slu slvrjtild It^ar. al i'i«Vi m,i(»K licr- svciKÍsl Irani (»k kn. undaiihaldi «>k a cr |»(» hilin liklcK hisl (>k óhagRan^li. . cn |ia?» cr varliar a vi«N landaini l'v/kalands. vainarraosiaiKini a Irönsk- |,v/ku landamicriintnn. I’a?»ai hcl'iir vcriiN húizl viiN árás fvrsl (>K frcnisl. (»k mriS rótln. I'o rná nn hcita. aíi cntyin landa l'rakklands són lcngt. bækur Anglo-Saxon England 5. Edited by Peter Clemoes. Cam- bridge University Press 1976. Hér eru birtar margar ritgeröir varöandi engilsaxnesk efni, eink- um bókmenntaleg. Þessi efni snerta mjög öll germör.sk fræöi og þar meö islensk miðaldafræði. Stanley Greenfield fjallar um hvort kristinna áhrifa gæti 1 Bjólfskviðu og hver sé i raun hin eiginlega merking ýmissa mór- alskra krafa og dæma, sem birt- ast i kviöunni, hvort sem áhrif kristinna rita sé að ræða eða hvort rekja megi uppruna kraf- anna og dæmanna til arfsagnar- innar sjálfrar, en efnið er nokkr- um öldum eldra en gerð kviöunn- eins og nún varð i meðförum skáldsins. David N. Dumville skrifar greinargerð urn ættartölur engil saxneskra konunga og kununga- raðir, sem er ekki sérlega auö- unnið verk. N.R. Ker lýsir nýlega fundnum handritsbrotum á engil- saxnesku og tengir þau handrit- um sem lýst er i Catalogue of Manuscripts Containing Anglo- Saxon, sem hann setti saman og gefinn var út af Oxford 1957. Stewart Lyon ræðir um engil-sax- neska mynt og ýmis vafaatriði varöandi flokkun hennar og út- listun. 1 bókarlok er skrá yfir rit varðandi engil-saxnesk efni, bæk- ur og timaritsgreinar frá 1975 og registur yfir þetta ársrit frá byrj- un og til og með þessu riti, 1-5. Þetta ársrit hefur hlotið góðar móttökur og er orðið vettvangur birtingar greina og umræöna varðandi forn-ensk efni. Ritið hóf göngu sina 1972 og hefur komið út reglulega siðan. Mikil aukning í Noregi á fiskeldi í sjó A sama tima og islensk stjórn- völd streða við það aö fá stórlán hjá norræna fjárfestingarbank- anum til byggingar járnblendi- verksmiðju á Grundartanga við Hvalfjörð, i félagi við norska stórfyrirtækið Elkem Spieger- værket, og hika ekki við að bjðða til þess lægsta rafmagnsverð 1 Evrópu, til þess að hljóta hnossið, þá reynir nú norskur almenning- ur að verjast uppsetningu slfkra fyrirtækja i Noregi til að forðast mengun. Hins vegar er nú mikill áhugi meðal norðmanna að koma upp fiskeldi við norsku ströndina alls staðar þar sem sjór er talinn til þess hæfur. Hér er um aö ræða eldi á laxi og silungstegundum i sjó, að stærsta hluta i nótbúrum, en lika i sjávarlónum þar sem þannig hagar til að slikt er talið gerlegt... 1 hverju einasta fag- blaði sem lætur sig þessi mál varða, er skýrt frá nýjum um- sóknum um fiskeldistöðvar til héraðs og fylkisstjórna. Færeyingar ætla ad stækka togaraflotann Samkvæmt norskum fréttum, þá eru nú færeyingar að láta smiða 8 skuttogara i Noregi, sem eiga aö vera tilbúnir á næsta ári.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.