Þjóðviljinn - 03.04.1977, Síða 7
Sunnudagur 3. aprll 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
vélar þær, sem fljúga reglulegt
könnunarflug frá Islandi.
Annað rit sem birt hefur full-
yrðingar um, að i bandariku her-
stöðinni á tslandi séu kjarnorku-
vopn, er Bulletin of Peace
Proposals, sem gefið er út i sam-
vinnu við eitt fremsta og virtasta
forlag á Norðurlöndum, Háskóla-
forlagið i Osló. Þá skal nefna
þriðja timaritið sem heitir
Ambris og er blað Alþjóðlegu
friðar-rannsóknastofnunarinnar i
Stokkhólmi.
Stofnun sem
nýtur mikils
trausts
Ekki dreg ég i efa, að formanni
utanrikismálanefndar er gjör-
kunnug hin stórmerka upp-
lýsingastarfsemi, sem siöast-
nefnd rannsóknastofnun hefur
með höndum. Ég er ekki eins viss
um að lesendum Þjóðviljans sé
þessi starfsemi fullkunnug.
Morgunblaðsmenn og sálufélaga
þeirra nefni ég hér að engu, enda
standa þeir i sömu meiningu og
þröngsýnustu æsingaseggir i
Bandarikjum, að flest sem frá
Sviþjóð komi sé rauðliðaáróður af
háskalegasta tagi. Það breytir
sjálfsagt engu um þetta viðhorf
Morgunblaðsins þótt frá þvi sé
greint að stofnun sú sem hér um
ræðir er fjölþjóðleg visindaaka-
demia, og starfa þar yfir 30
manns af ýmsu þjóðerni, þar á
meðal sérfræðingar i vigbúnaðar-
og herlistafræðum, bæði austan
tjalds og vestan.
Hér skulu sögð nokkur deili á
þessari stofnun, áður en beint
verður til formanns utanrikis-
málanefndar einfaldri en nokkuð
mikilvægri spurningu.
Stockholms Internationale
Fredsforskningsinstitut (skamm-
stafað SIPRI) er tiu ára gömul
stofnun. Frumkvöðlar voru
sænskir sósialdemókratar með
þáverandi forsætisráðherra Svi-
þjóðar Tage Erlander i broddi
fylkingar. Stofnunin var sett á
laggirnar til að minnast þess með
verðugum og viðeigandi hætti að
árið 1966 var liðin hálf önnur öld
án þess að Sviþjóð væri þátttak-
andi i styrjöld.
Þessi alþjóðlega rannsókna-
stofnun i Stokkhólmi hefur unnið
afar verðmætt starf á undanförn-
um tiu árum. Hún hefur lagt sig
fram um aö afia sem gleggstra
upplýsinga um vigbúnað i
heiminum og bregða á þaö ljósi,
hvað það er sem einkum stendur i
vegi fyrir afvopnun og friðsam-
legri lausn ágreinings- og deilu-
mála þjóöa i milli. Stofnunin
gefur út ársrit (SIPRI-Yearbook)
sem hefur að geyma einhverjar
fróðlegustu og trúverðugustu
upplýsingar sem völ er á um vig-
búnaðarmál og afvopnunarmögu-
leika og ýmsa aðra þætti alþjóöa-
stjórnmála. Þá hefur stofnunin
einnig gefið út sérstök rit um
ákveðna málaflokka og liggja að
baki þeirra umfangsmiklar og að
þvi er virðist einkar traustar
rannsóknir.
Tölur um
vígbúnað og
hernaðarútgjöld
Mér er tjáð að árbókin og önnur
rit SIPRI séu almennt talin
áreiðanlegustu heimildarit á sinu
sviði sem til eru. Rit þessi eru
mikið notuð af stofnunum Sam-
einuðu þjóðanna, og eru þau
einnig óspart uppi höfð við af-
vopnunarviðræðurnar.
Hér er þess ekki kostur aö rekja
i löngu máli upplýsingar þær
margvislegar og stórfróðlegar,
en flestar næsta ógnvekjandi,
sem siðustu rit þessarar stofn-
unar hafa að geyma. Sumt af þvi
væri ástæða til aö kynna hér i
blaðinu, og verður það ef til vill
gert siðar. Má i þvi sambandi
nefna skýrslu um dreifingu
kjarnorkuvopna um allar jarðir
og yfirlit um tilraunir til að
breyta náttúrufari heilla svæða
eöa landa i styrjaldarþágu.
Hér fer á eftir til fróðleiks
samandregið yfirlit
stofnunarinnar um útgjöld þjóða
og bandalaga til hermála árið
1975, birt I árbókinni 1976. Það er
á þessa leið:
Samanlögð útgjöld allra rikja
heims til hermála 1975 námu 280
miljörðum dollara, og getur hver
sem vill margfaldað þá tölu með
tvöhundruð niutiu og einum til
þess að fá upphæðina i islenskum
miljörðum.
Til samanburðar er þess getið,
að i dollurum sambærilegum að
verðgildi hefðu hernaðarútgjöld
heimsins 1913 numið 14,5 milj-
örðum, en 64,7 miljörðum árið
1948, við upphaf kalda striðsins.
Einnig er á það bent, að 280 milj-
arðar dollara sé jafnhá upphæð
og öll árleg þjóðarframleiðsla
þeirra 65 rikja, sem byggja
Latnesku-Ameriku og Afriku,
tvöföld sú fjárhæð sem gjörvalt
mannkyn ver til heilbrigðis-
þjónustu og fimmtán sinnum
meira en allar hinar vel efnum
búnu og auðugu þjóðir verja til
aðstoðar við þróunarlöndin. Eftir
þvi sem SIPRI komst næst. eru
það hvorki meira né minna en 400
þúsund visindamenn, margir
hálærðir og i röð hinna fremstu I
heimi, sem vinna að rannsóknum
á sviði hernaðar og vopna-
búnaðar — hafa það hlutverk að
efla og fullkomna þau drápstæki
sem þegar eru talin hundraðfalt
öflugri en til þarf að þurrka út allt
lif á þessari jörð.
Hernaðarútgjöld nokkurra
helstu herveldanna voru þessi
1975:
Bandarikin...... 86 miljarðar $
Sovétrikin...... 62 miljarðar $
Kina ......:.... 15 miljarðar $
Vestur-Þýskaland 14 miljarðar $
Frakkland ...... 10 miljarðar $
Samkvæmt skýrslu þessari
voru hernaðarútgjöld allra Nató-
rikja 135 miljarðar, Varsjár-
bandalagsrikja 71 miljarður og
annarra rikja 74 miljarðar
dollara.
Uppástunga til
formanns utan-
ríkismálanefndar
Nú beini ég þvi til formanns
utanrikismálanefndar, hvort
hann vill ekki beita sér fyrir þvi,
að starfsmenn frá þessari virtu
og viðurkenndu rannsókna-
stofnun i Stokkhólmi verði fengn-
ir til að rannsaka á vegum
nefndarinnar nokkur atriði á
sviöi utanrikismála og varnar-
mála, sem mikilvægt er aö öðlast
aukna vitneskju um. Meðal verk-
efna, sem hlutlaus aðili eins og
visindastofnunin I Stokkhólmi
þyrfti að rannsaka eru þessi tvö:
I fyrsta lagi: Gengið verði úr
skugga um það, ef þess er nokkur
kostur, hvort hér á Keflavikur-
flugvelli hafa verið eða eru
geymd kjarnorkuvopn af ein-
hverju tagi.
I öðru lagi: Kannað verði, hver
fótur kann að vera fyrir sifelldum
staðhæfingum um njósnastarf-
semi hér á landi, hvers eölis hún
mun vera og hversu umfangs-
mikil. Að sjálfsögðu verði
jöfnum höndum rannsökuð meint
njósnastarfsemi KGB, CIA og
allra þeirra sendiráða sem slik
störf kynnu að hafa með höndum.
1 sambandi við siðara verkefnið
vil ég benda á að það hýtur að
vera sameiginlegt áhugamál
allra þeirra sem bornir hafa verið
sökum eða dróttað að um hlut-
deild i óþjóðhollri starfsemi, jafn-
vel njósnun — að þessi efni verði
öll gaumgæfilega könnuð. Hér
erum við til að mynda allir á
einum báti, Morgunblaðsritstjór-
arnir báðir, Þórarinn Þór-
arinsson og ég. Um okkur Þórarin
er dylgjað að við séum á snærum
rússa, en á hinn bóginn hafa
Morgunblaðsritstjórarnir þótt
undarlega hollir undir kinverja,
enda grátið Maó formann ákafar
en nokkrir aðrir utan Kinaveldis,
samanber sérútgáfu Morgun-
blaðsins i tilefni af andláti hins
aldurhnigna kommúnista-
leiðtoga. En þó að við fjórmenn-
ingarnir, Þórarinn og ég annars
vegar, en Matthias og Styrmir
hins vegar, séum allir vændir um
of náið samneyti við fulltrúa
kommúnistarlkja, kunna aö vera
til þeir landar okkar sem á hlið-
stæðan hátt vilja losna við áburö
um að þeir séu um skör fram hlið-
hollir Bandarikjunum eða kveða
niður dylgjur um slagtog við út-
sendara CIA.
Ég bið formann utanrikismála-
nefndar að hugleiða þessa uppá-
stungu mina um páskana.
Raunir Vladimirs
Vamikovitsj
Bandariski háðfuglinn Art
Buchwald iðkar hér á eftir enn
einu sinni þá list sem við getum
kallað „klæðaskipti" — flytur
röksemdir sem notaðir eru I
hans nánasta umhverfi yfir til
hinna sigildu andstæðinga —
rússa. Það eru afvopnunarmál
sem eru á dagskrá:
Hvort sem mönnum likar bet-
ur eða verr, þá er „afvopnun”
hið mesta klám þeim sem sitja I
samsteypu iðnaðar og herfor-
ingja I hverju landi. Fyrir
skemmstu veittu menn reyndar
enga sérstaka athygliafvopnun.
En þegar Paul Warnke var
skipaður af Carter forseta sem
æðsti maður eftirlits með vig-
búnaði, þá nötraði öldungadeild
þingsins öll og skalf fyrir ásök-
unum um aö hr. Warnke mundi
kannski standa sig I stööu sinni
og koma I gegn einhverskonar
samningi um afvopnun. Kjarni
þessarar kappræðu gegn
Warnke var sá, að það væri alls
ekki til þess ætlast, að aðalfull-
trúi landsins i umræðum um af-
vopnunarmál færi aö rökræða I
alvöru um aðferðirtilað stöðva
vlgbúnaðarkapphlaupið.
Einhversstaðar i Kreml situr
starfsbróðir Warnkes, og sætir
lika fyrirlitningu og grunsemd-
um af hálfu sovéskra hauka og
herforingja. Hann heitir Vladi-
mirVarnikovitsj, og honum hef-
ur heldur betur verið velgtundir
uggum frá öllum hliöum.
Stjórnmálanefnd flokksins
lagði fyrir hann nokkrar spurn-
ingar á dögunum þegar hún yf-
irheyrði hann vegna útnefning-
ar hans til starfans.
— Ef að þú ferö til Genfar, þá
endar það meö þvi aö þú selur
könum hin sovésku lýöveldi al-
þýöunnar!
— Það er ekki satt, sagði
Vladimlr andæfandi. Ég er að
leita að leiðum til að stöðva
hraðvaxandi kostnað við vig-
búnaö, sem kostar ættland okk-
ar miljarði rúblna.
— Hvernig getum við vitað að
Bandarikin séu ekki að reyna að
afvopna okkur til þess að geta
siðan tortimt okkur þegar við
erum ekki á veröi?
— Við eigum nóg af vopnum
til að drepa alla amerikana niu
sinnum, sagði Vladimir Varni-
kovitsj.
— Það er ekki nóg. Þeir eiga
vopn til að drepa okkur tiu sinn-
um!
— Ég er að vonast til þess,
sagðiVladimir,aöég geti samið
við Bandarikin svo að viö getum
ekki lengur drepiö hver annan
nema sjö sinnum.
— Og hvernig ætlar þú aö
fara að þvi?
— Þeir verða að hætta við
eina af sinum eldfiaugum með
mörgum kjarnaoddum og við
verðum að hætta við eina af
okkar.
— Já, en ef viö hættum hvor
um sig við eina af þessum eld-
flaugum með mörgu hausunum
þá munum viö aðeins geta drep-
ið þá átta sinnum meðan þeir
geta drepið okkur niu sinnum!
— Stilltu þig, félagi. Það fer
eftir þvl, hvaöa vopn þeir hætta
við. Viö munum biðja þá um að
hætta viö eldflaug sem drepur
tvisvar sinnum fleiri en sú sem
við hættum við, og þar með ná-
um við jafnvægi I drápsgetu.
— Varnikovitsj, árið 1972
birtist viðtal við þig i Prövdu,
þar sem þú sagöir, aö þaö væri
von þin, að einhverntíma kæmi
að þeim degi, að Sovétrikin og
Bandarikin gætu hvor fyrir sig
drepið hinn aöeins fimm sinn-
um. Geturöu neitað þvi?
— Nei! Áþeimtima héltég að
það væri nóg. En ég hefi skipt
um skoðun siöan. Það er ekki
nógu örugg tala að drepa hvor
annan fimm sinnum.
— Hvernig getum við treyst
þér þegar þú segir eitt áriö 1972
og annað núna?
— Éghefirétttilaðskipta um
skoðun. Þegar ég átti þetta viö-
tal við blaðið var ekki veriö að
setja mig yfir viöræður um tak-
markanir á vigbúnaði. Ef að
mér tekst að semja um nýjan
samning, þá mundi mér aldrei
til hugar koma aö setja Sovét-
rikin I þá veiku stööu aö hafa aö-
eins vopn til að drepa alla
amrikana fimm sinnum.
— Þér finnst þú ekki vera
svikari úr þvi þú vilt semja um
eftirlit með vigbúnaði?
— Nei, félagar. Ég er sá mað
ursemBrésjnéf aðalritari hefur
valið I þetta starf. Þaö er hann
en ekki ég, sem mun ákveöa
þegar þar að kemur, hve oft
þessi tvö lönd hafa efni á að tor-
tima hvort öðru.
— Við vörum þig við, VladL
mir, að ef þú kemur aftur frá
SALT-viöræðunum án þess að
hafa meðferðis stærri dráps-
skammt en Bandarikin, þá
verða mannréttindi þin skorin
verulega niöur!
— Ef þetta er þaö sem þiö
meinið, þá fer ég alls ekki til
Genfar!
— Hvaö meinaröu með þvi að
þú farir ekki? Heldurðu að viö
viljum aö heimurinn haldi að
Sovétrikin hafi ekki áhuga á
samningi um afvopnunarmál?
Við munum staöfesta skipun
þina sem samningamanns, en
við munum fylgjast með þér
hvert andartak, svo að banda-
rikjamenn geti ekki villt þér
sýn.
— Þakka ykkur kærlega, fé-
lagar. Þið vitið ekki hvilikur
léttir það er að vita að svo mikið
traust er boriö til manns.
— Og þvi ekki það? Þú ert
besti maðurinn i jobbið...
EFTIR ART BUCHWALD