Þjóðviljinn - 05.04.1977, Page 5

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Page 5
Þriðjudagur 5. apri! 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 5 Fyrsta einka- sýning Um helgina opnaði Gunnlaugur Stefán Gislason málverkasýningu 1 Norræna húsinu. Gunnlaugur er fæddur 1944. Hann stundaði nám 1 Handiða- og myndlistaskólanum I 2 ár. Var þátttakandi f samsýn- ingum i Reykjavik, Hafnarfirði og Listahátið 1970 I Rvik. Var aðili að farandsýningu um Norðurlönd sem hét „Fjórar kynslóðir f Islenskri myndlist.” Gunnlaugur hefur eingöngu málaö 1 vatnslitum undanfarin 2 ár og einvöröungu raunsæislegar myndir. Sýningin I Norræna húsinu er 1. einkasýning Gunnlaugs Stefáns. Sýningin er opin frá kl. 15—22 daglega til 11. april. Happdrætti FEF — dreg- ið í dag Félag einstæöra foreldra hefur hlcypt af stokkunum skyndihapp- drætti og verður öllum ágóða var- ið til að hraða endurbótum og breytingum á neyðarhúsnæöi félagsins i Skerjafiröi, en vonir standa til að hægt verði að ljúka viðgeröum innanhúss i vetur ef vel gengur Vinningar I happdrættinu eru meöal annars litasjónvarp, ruggustóll, vikudvöl i Kerlinga- fjlöllum, páskaferö á Snæfells- nes, málverk eftir Hring Jóhannesson og listaverk eftir Sólveigu Eggerz svo aö nokkrir séu nefndir. Miöinn kostar 300 krónur og munu Lionsfélagar I klúbbnum Muninn, sem starfar i Kópavogi, veröa félögum i Félagi einstæöra foreldra, til aöstoöar viö sölu miöanna. Þeir félagar sem vilja vinna aö þessu þarfa máli og selja miöa geta snúiö sér til skrifstofu félagsins I Traöarkotssundi og er öll slik aöstoö þakksamlega þeg- in. Dregiö veröur i happdrættinu i dag 5. april. Norskur heimskauta- leiðangur á heimleið 1 byrjun árs 1976 sendi norska Heimskautastofnunin leiöangur til suöur heimsskautsins meö is- hafsskipinu Pólarsirkel. I leiö- angrinum tóku þátt 21. visinda- maður, auk skipshafnar. Leiö- angurinn er nú á heimleiö eftir mjög vel heppnaöa ferö. Eitt þaö merkilegasta sem nú er fram komið i sambandi viö þennan leiöangur, er aö Heimskauta- stofnunin i Noregi hefur staðiö i radiósambandi viö leiðangurs- skipiö Pólarsirkel suöur viö heimskaut i gegnum Rogalands Radiö, eftir áöur óþekktum leiö- um. Leiöangursmenn feröuöust mikiö á snjósleöum, en i næsta leiðangri sem þegar er farið aö undirbúa og farinn veröur aö tveimur árum liönum, er mein- ingin aö þyrlur verði mest not- aöar til feröalaga. Pípulagnir Nýlagnir, breytingar hitaveituten'gingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 a kvöldin) Gunnlaugur Stefán Gislason heldur fyrstu einkasýninguna um páskana, opnaöi um sl. helgi. PÓSt- númer á allan póst Póststjórnin hefur gefið út póst- númeraskrá fyrir allt landið, ætl- un póstst jórnarinnar er að framvegis verði póstnúmer notuð við vélræna flokkun póstsins, þannig að áritanir án póstnúmers verða ekki afgreiddar jafnhratt og aðrar póstsendingar. Samkvæmt póstnúmeraskranni skiptist Reykjavik i 10 póstnúmerahverfi, frá 101 — 110. Kópavogur fær td. númeriö 200, Garðabær 210, Hafnarfjörður 221, Isafjörður 400, Akureyri 600 svo dæmi séu nefnd Postnúmeraskráin fæst á pósthúsum, en auk þess verður skránni dreift um land allt, til heimila, fyrirtækja og stofnana sem ætla má að þurfi á skránni að halda. og getur fœrt dgándanum veglegan mppdrættisvmning Dregið 10 sinmm um 860 virmirm éfin eru til sölu nú. Þau fást í öllum og sparisþöum og kosta 2500 krvnur. W) SEÐLABANKI ISLANDS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.