Þjóðviljinn - 05.04.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Side 7
Þriðjudagur 5. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Sú staöreynd að víðast hvar hafa orðið átök eða jafnvel fjandskapur milli kirkjunnar og kommúnista, starfar af mistökum beggja aðila Guðsteinn Þengilsson læknir: Um kristindóm ... «jn ogkommúnisma Langt er siöan ljóst varð, að i stjdrnmálum og trilmálum hafi verið fjallað um sömu svið mannlegra samskipta, sviö sem aðilar beggja hópa hafa taliö sig nokkru varöa. Viðfangsefni þeirra hafa skarast breitt i félagsmálunum. Nokkuð mun hafa viljaö bera á þvi, að áhugamenn um trú- mál, trúað fólk, sem svo er nefnt, hafi taliö þaö neðan við viröingu presta sinna að fjalla um stjórnmál eða pólitik i prédikunum sinum og talið, að það sé hreint óviðkomandi kristinni trú að minnast á sllka hluti. Kristindómi og pólitik beri að halda vel aögreindum, prestarnir eigi að syna af sér flesta eiginleika fyrr en þann að vera pólitiskir. Ekki veit ég, hvernig á að halda þessum málaflokkum svo rækilega aðgreindum, án þess að hvorugur biði verulegt tjón af. Þegar fjallaö er um það i viðtækasta skilningi, hvernig fólk skuli búa saman i þessum heimi, er það mál, sem eðlilegt er, að kristnir kennimenn láti mikið til sin taka og ræði þau út frá sinum sjónarhóli, ræði þau frá sjónarmiði kristinnar trúar. Stjórnmálamenn sem hér um slóðir teljast flestir til kristins fólks, lita kannske ööruvisi á málin, t.d. leggja þeir hagfræði, statistik, stjórnfræði o.s.frv. fremur til grundvallar sinum viöhorfum. En sameiginlegt markmið beggja hlýtur aö vera það aö gera heiminn sem byggi- legastan og fólkið sem hamingjusamast, að skapa félagslega möguleika til gæfu- samrar sambúöar. Það er þvi greinilegt, aö trú- mál og stjórnmál hljóta að gripa hvort inn á annars svið og þaö alirækilega, og á ég þar viö félagsmálin I viötækustu merk- ingu. Mér virðist það greinilegt af guspjöllum, að Kristur hafi látiö félagsmálin verulega til sin taka og f jallaö um þau á sinn sérstaka hátt, enda hlýtur þaö að vera erfitt að koma saman nokkrum siðaboðskap sem er svo f jarlægur öllum mannlegum vandamálum, að hann lúti ekki að sambúð fólks á heimilum og i þjóðfélaginu að einhverju veru- legu marki. Ekki ef hann á að geta kallast þvi nafni. Þegar kommúnisminn kom fram sem félagsmálahreyfing á siðustu öld, var það vegna ein- lægs áhuga forvigismanna hans á að bæta kjör þeirra, sem minnstmáttu sin á sviði auös og valda. Framkvæmd slikrar hugsjónar hefur að sjálfsögðu afar róttækar breytingar i för með sér. Þess vegna hlutu kommúnistar og sósialistar þegar i upphafi að verða fyrir andstööu og heift þeirra sem réðu auði og löndum og vildu enga breytingu á þeirri skipan. Og ekki hlutu þeir einungis fjandskap veraldarvaldsins, heldur einnig kirkjunnar, sem um margar aldir hafði viðast hvar gegnt þvi hörmulega hlut- verki aö vera ambátt auð- og valdastéttanna. Kenningar og athafnir þeirrar stofnunar voru I harla litlu samræmi við boöskap kristindómsins eins og hann birtist I guöspjöllum Nýja testamentsins. Ef við flysjum kennisetningar og skrúðmælgi utan af hinum kristnu fræðum eins og kirkjan ber þau fram fyrir okkur nú á dögum, finnum við, að þar er stefnt nákvæmlega að sama marki og kommúnisminn hefur frá öndverðu sett sér og barist fyrir að ná: Að allir menn, einnig þeir fátæku og voluöu eigi jafnan rétt til allra heimsins gæða og barist skuli fyrir hamingju og velsæld, andlegrar sem likamlegrar, allra jaröar- búa. Mismunurinn er aöeins sá að kommúnistar vilja fara hina „veraldlegu” leið aö markinu en kristindómurinn leggur megináherslu á hinar siðrænu leiöir og andlega uppbyggingu. Það liggur þvi beint viö aö álykta, að þessar stefnur gætu fullkomnað hvor aöra og náö gifurlegum árangri i sameigin- legu verki, ef þær þekktu sinn vitjunartima og ynnu saman. Þaö er egnin tilviljun að læri- sveinar Krists höfðu með sér kommúniska sambúðarhætti, meðan kenningar meistarans voru ferskar i hugum þeirra. Sú staöreynd að viðast hvar hafa orðið átök eða jafnvel fjandskapur milli kirkjunnar og kommúnista, stafar af mis- tökum beggja aðila. Það var mjög eðlilegt, að kommúnistar beittu sér af aflefli gegn þeirri kirkju sem var áróöurstæki og leiguþý auðstéttanna, en i þeim átökum var barninu fleygt út með baðvatninu. Það endaði með andstöðu gegn kristindómi yfirleitt, en misskilningurinn I þvi fólginn að gera ekki skýran greinarmun á stofnuninni kirkja og kjarnanum i boðskap kristn- innar Kirkjan var aftur á móti komin svo mjög af braut hinna upprunalegu kristnu fræöa, að hún stundaði löngum hinar glæpsamlegustu iðjur og var mikill Þrándur i Götu allra framfara. Og siðan kommúnisminn birtist sem félagsmálastefna, hefur kirkjan oftastaðeins séð i honum fjand- samlegtafl, sem hyggist rifa til grunna allt gamalt og gott, guðlausa stefnu, i stað þess að skynjaþarhið eina pólitiska afl, sem nokkurn tima getur átt samleið meö henni að þvi marki að láta hugsjónir kristindóms- ins verða að veruleika. Það eru ekki haldgóð rök, hvorki gegn kristindómi né kommúnisma , að benda á mis- tök einstakra deilda þessara höfuðstofnana, mistök rikja eða kirkjudeilda, þar sem mannlegur ófullkomleiki birtist I allri sinni nekt. Sannleikurinn er sá, að hér fallast i faðma svo fullkomlega sem verða má kenning I félagsmálum og siðgæðishugsjón. Það er jafn óhugsandi að nokkur maður geti verið krist- inn I „anda og sannleika”, án þess að fallast á höfuðsjónarmiö kommúriismans eins og hitt, aö nokkur geti kallað sig kommún- ista, án þess að tileinka sér kristna siðgæðishugsjón. Aftur á móti trúi ég engum manni, sem kallar sig bæði kapítalista ogkristinn. Hann hlýtur að vera öðrum hvorum aðilanum ótrúr, þvi aö báðum verður ekki þjónaði senn. Auöveldara er að koma „úlfaldanum gegnum nálarauga”, svo að vitnaö sé i gamalkunn orö. Fjölsóttur og einhuga bœndqfimdur í Skagqfiröi Rœtt var um stööu landbúnaöarins i þjóöfélaginu og framtíöarhorfur Fimmtudaginn 31. mars sl. boöaöi stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga til almenns bænda- fundar i félagsheimilinu Mið- garði við Varmahlið. Fundinn sáti um 200 manns. Frummælendur voru þeir Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda og Stefán Pálsson for- stöðumaöur Stofnlánadeildar landbúnaðarins og ræddu þeir einkum um verðlags- og lánamái landbúnaðarins. Umræður urðu langar og liflegar, tóku 20 menn til máls, auk frummælenda og ýmsir oftar en einu sinni. Fundarstjórar voru þeir Jónas Haraldsson, bóndi á Völlum og Marinó Sigurðsson, bóndi á Alfgeirsvöllum en fundarritarar Sigurður Sigurðsson, bóndi á Brúnastöðum og Þórarinn Magnússon, bóndi á Frostastöð- um. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum og lagð- ar fyrir hann af stjórn Búnaðar- sambandsins: 1. Almennur bændafundur I Skagafiröi lýsir óánægju sinni yf- ir þvl hve mikið skortir á aö bændastéttin nái sambærilegum tekjum við þær stéttir, sem laun bóndans eiga að miðast við. Bendir fundurinn á, aö sam- kvæmt búreikningum og skatta- framtölum vantar nærri 1/3 á að bændur fái laun lögum sam- kvæmt. Þvi leggur fundurinn áherslu á, aö tekið verði til rækilegrar athugunar af hverju þessi mis- munur stafar og á hvern hátt megi ná fram nauösynlegum leið- réttingum I þessu efni. 2. Fundurinn bendir á, aö I gild- andi verölagsgrundvelli land- búnaðarafurða er fjármagns- kostnaöur stórlega vanreiknaður. Þvi beinir fundurinn þeirri áskor- un til fulltrúa bænda i sex manna nefnd, að þessi liður verðgrund- vallarins verði tekinn til ræki- legrar athugunar við gerð næsta verðlagsgrundvallar land- búnaðarafuröa. 3. Fundurinn leggur áherslu á, að ekki endurtaki sig sá dráttur, er varð á greiðslu útflutningsupp- bóta á s.l. ári og að greiddar verði að fullu þær útflutningsuppbætur, sem til falla á þessu ári. Kjörbúðir geymi vitis- sóda á tryggum stöðum Að gefnu tilefni vill Heil- brigðiseftirlit rikisins taka fram að óheimilt er að hafa til sölu vltissóda i kjörbúðum, þar sem viöskiptavinir geta sjálfir tekið vörurnar sbr. reglugerð nr. 91/1974 4. gr. Heilbrigðiseftirlit rikisins mælist þvi til þess aö kjörbúðir þær er hafa vitisóda á boðstólum, geymi hann á trygg- um staö og afgreiöi til viðskipta- vina við búöarborð. 4. Fundurinn skorar á land- búnaöarráðherra að hlutast til um, að afuröalán til landbúnaðar- ins verði aukin það mikið, aö unnt verði að greiða bændum grundvallarverð við afhendingu vörunnar. Ennfremur aö sá hluti afurða- lánanna, sem greiddur er I formi rekstrarlána, (rekstrarlán, upp- gjörslán, fóðurkaupalán o.fl.) verði hækkuð i sömu hundraðtölu og þau lán námu af grundvallar- veröi sauðfjárafuröa áriö 1958, eða allt að 70%. 5. Gerð verði ýtarleg athugun á þvi hvort hagkvæmara sé að greiða niður ýmsar rekstrarvörur til landbunaöarins i stað niður- greiðslu búvöruverös á sölustigi. 6. Fundurinn beinir þeirri ein- dregnu áskorun til landbúnaðar- ráðherra að hlutast til um að lög- fest verði á Alþingi þvi, er nú sit- ur, ákvæði um lánajöfnunargjald af heildsöluverði búvara til stofn- lánadeildar landbúnaðarins, ásamt jafnháu framlagi frá rikis- sjóði. Fé þessu verði m.a. variö til þess að mæta þeim mismun sem er á teknum og veittum lánum deildarinnar. Ennfremur að lán til jarða- og bústofnskaupa verði hækkuð verulega. 7. Fundurinn skorar á land- búnaðarráöherra að hlutast til um, að viögerð fjárlaga fyrir árið 1978 verði gert verulegt átak I þá átt að breyta greiðslufyrirkomu- lagi á framlögum samkvæmt jarðræktarlögum, þannig aö þau greiðist á sama ári og viökom- andi framkvæmdir eru teknar út. 8. Nú þegar verði markaður ákveöinn tekjustofn til uppbygg- ingar innlends fóðuriönaöar. Þvi leggur fundurinn áherslu á aö Alþingi það, er nú situr, lögfesti ákvæði um myndun fóður- iðnaðarsjóös I þvi formi, sem lagt er til I nefndaráliti fóðuriðnaðar- nefndar frá I febr. s.l. 9. Fundurinn skorar á land- búnaðarráðherra að hlutast til um, að við lögfestingu frumvarps til laga um tekju- og eignaskatt, sem nú liggur fyrir Alþingi, veröi skyrt tekiö fram um skattfrelsi félaga, sem stofnuð eru og starf- rækt til þjónustu fyrir almenning og ekki eru rekin til auösöfnunar. Sem dæmi um slik félög skal nefna: búnaðarfélög, búnaðar- sambönd, ræktunarsambönd, ungmenna- og iþróttafélög, kven- félög, stéttarfélög, ennfremur rekstur félagsheimila og annarra húseigna þessara félaga. Kaup- félögum, öðrum samvinnufélög- um og samvinnufélagasambönd- um verði ekki gert að greiða frekari skatta en nú er, sam- kvæmt gildandi lögum um tekju- og eignaskatt. Bændum veröi ekki áætlaðar launatekjur, sem þeir ná ekki i reynd. Akvæði 2. málsgr. 1. tölu- liös 7. gr. frumvarpsins taki þvi ekki til bændastéttarinnar, þar sem tekjur allra þeirra bænda, er stunda hefðbundinn búskap, eru gefnar upp af sölufélögum þeirra. Heimilt veröi aö undanskilja söluhagnaö af jörð og bústofni, a.m.k. að þvi marki, aö söluverð dugi til þess aö eignast fyrir það viðunandi húsnæði I þéttbýli. Samræmi verði i skattskyldu söluhagnaðar þeirra einstakl- inga, sem annarsvegar leggja fé sitt I atvinnurekstur og hinsvegar I það, að koma upp húsnæöi, t.d. þremur ibúðum. Skattmat búpenings verði i óbreyttu formi frá gildandi lög- um, þannig að hann sé metinn framgengin að vori, þar sem mat á fóðurbirgðum um áramót er miklum annmörkum háð. Til viðbótar framangreindum tillögum Búnaðarsambandsins flutti svo Gisli Magnússon i Eyhildarholti eftirfarandi tillög- ur: 1 Almennur bændafundur o.s.frv. — ályktar að skora á stjórn Stéttarsamb. bænda og Framleiðsluráð landbúnaðarins að beita sér fyrir þvi, að felldur verði niður söiuskattur á kjöti. 2. Fundurinn samþykkir að beina þeirri áskorun til stjórnar Stéttarsamb. bænda, að hún vinni ötullega að þvi við stjórn Byggða- sjóðs, að stórum hærra hlutfall af heildarlánveitingum úr sjóðnum ár hvert, renni til landbúnaðarins hér eftir en hingaö til. 3. Fundurinn vitir harðlega þann skefjalausa áróður, sem hafður er uppi gegn landbúnaöin- um i vissum fjölmiðlum, þar sem beitt er jöfnum höndum staölaus- um fullyrðingum, blekkingum og rógi. Skorar fundurinn á fyrir- svarsmenn bænda, að mæta þess- um áróöri hverju sinni af fullri einurö og festu og láta hvergi deigan siga. A fundinum sem stóð i 6.5 klst. rikti mikill einhugur og voru allar tillögurnar samþykktar I einu hljóði. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.