Þjóðviljinn - 05.04.1977, Page 9

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Page 9
Þriðjudagur 5. apríl 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 9 1 Kópavogi hafa stúlkur og piltar verið saman ihandavinnu Imörg ár og aðsögn skólastjóra og kennara verður engrar óánægju vart með það fyrirkomulag. Að vlsu bar eitthvað á óánægju hjá drengjunum til að byrja með en nú þykir öllum sjálfsagt að bæði kynin séu saman i þessari kennslu eins og annarri. Báðar myndirnar hér á siðunni af handavinnukennslu voru teknar f fyrri viku I Digranesskóla f Kópa- vogi og verður ekki annað séðen strákarnir séu liðtækir við saumana og stelpurnar við smfðarnar. Ljósm.gel. „Ein sit ég og sauma Fáir skólar hafa tekið upp samkennslu pilta ogstúlkna í handavinnu f* Nýlega komu til min mæðgur tvær og kvörtuðu sáran yfir þeirri kennslu i handavinnu, sem dótt- irin 9 ára fær i skólanum. Móðirin sagðist ekkert skilja i þvi hvers vegna telpur og drengir fengju ekki sömu handavinnukennslu og hélt reyndar að búið væri að banna með lögum mismunun nemenda efir kynferöi I skól- unum. Telpan er i Melaskóla og hún er látin sauma handavinnu- poka og gera prufu. Hvort tveggja eru litið spennandi verk- efni og telpán dauðleið á aö sauma út alls konar spor I pokann en henni er þar að auki sett fyrir að sauma heima. „Það þurfa strákarnir ekki að gera og það finnst mér óréttlæti”, sagði sú litla. Móðirin sagðist oft hjálpa henni með heimavinnuna eins og hennar móðir geröi á sinum tima en hún heföi orðið vör við það aö kennaranum félli það ekki. „Ef ég gerði það ekki bætti hún við, myndi telpan gjörsamlega missa VIÐHENGI VIÐ EIGINMANNINN Hver einasti islendingur er skráður i þjóöskránni hjá Hag- stofu Islands og eru nöfnin þar að sjálfsögðu færð eftir stafrófs- röð. 1 skránni koma fram upp- lýsingar um fæöingardag og ár viðkomandi manns, nafnnúmer hans og lögheimili og sérstakur bókstafur gefur til kynna, hvort hann er giftur eða ekki. Allt þetta á við um bæði kyn. Sé aft- ur á móti um gifta konu að ræða er i sérstökum dálki skráð náfn- númer eiginmanns hennar en hið sama gildir ekki um gifta karla. Við spuröumst fyrir um þaö hjá Hagstofunni hverju þetta sætti og varð Ingimar Sigurðs- son, deildarstjóri fyrir svörum. Hann sagði aö þetta væri aðal- lega gert vegna skattakerfisins en eins og allir vita er gift kona ekki sjálfstæöur skattgreiðandi og á öllum launamiðum er óskað upplýsinga um nafn og nafnnúmer eiginmanns giftrar konu en ekki öfugt. Einnig eru ýmsar tryggingabætur greiddar hjónum sameiginlega aðeins út á nafn eiginmanns, t.d. elli- lifeyrir. Ingimar taldi að e.t.v. væri til bóta aö skrá nafnnumer eiginkonu við nafn eiginmanns I þjóðskrá og hefði það komið til tals og aö sjálfsögðu væru for- sendur fyrir þessu fyrirkomu- lagi breyttar, ef giftar konur yrðu sjálfstæðir skattgreið- endur, „en eins og kerfiö er i dag,” sagði hann, „er þetta það heppilegasta.” Og þá höfum viö það, giftar konur eru nokkurs konar við- hengi viö eiginmanninn. —hs. móðinn og ekki vilja snerta á þessu.” Vegna þessa máls hringdi ég til skólastjóra Melaskóla, Inga Kristinssonar og spurði hann, hvernig handavinnukennslu væri háttað f skólanum? Telpurnar vilja breytingar Ingi sagði að enn væri mismunandi námsefni I handa- vinnu pilta og stúlkna en þetta mál hefði mikið verið rætt meðai kennara skólans i vetur. — Að sjálfsögðu þarf aö breyta þessu, sagöi Ingi, þjóðfélagið beinlinis krefst þess. Eldri telpurnar hafa nokkuð kvartað að undanförnu yfir handavinnunni, þær vilja taka þátt í því sem drengirnir eru að gera. Sumar þeirra halda greinilega að verkefni piltanna séu skemmtilegri en þeirra. Hins vegar veit ég ekki til að drengir hafi sóst eftir aö komast i handa- vinnu telpna, en það getur allt eins stafað af þvi að drengirnir þori ekki að láta slikar óskir i ljós af ótta við að vera þá taldir kven- legir og það þykir vist ekki hæfa i þessu þjóðfélagi.” Ingi sagði ennfremur að vel þyrfti að undirbúa svona breytingar og að byrja yrði meö yngstu nemendurna fyrst og láta þetta svo þróast upp eftir aldri. Þó þyrfti aö koma eitthvað til móts viö óskir eldri barnanna á meðan breytingin stendur yfir, þótt ekki yrði unnt að taka upp fullkomna samkennslu I handa- vinnu samtimis i öllum bekkjar- deildum. I vetur hefur þetta verið prófað litilsháttar en þá hafa telpur fengiö að reyna sig við smiðar og drengir við sauma, en þetta var aðeins i 12 ára bekkjun- um. Verkleg kennsla hornreka Við vonumst eftir að námsskrá i handmenntum verði komin út I haust og þá verður væntanlega ljósara, hverngi best verður að standa að þessari nauðsynlegu breytingu, sagði Ingi. Hann bætti við að undanfarin ár hefði verklegu námi verið sifellt minni gaumur gefinn i barnaskól- unum og hefði timum i handa- vinnu 12 ára barna verið fækkað um helming á fáum árum. Þetta taldi hann mjög slæma þróun og ekki i samræmi við anda grunn- skólalaganna. Samkennsla í leikfimi Við ræddum einnig um hvort ekki væri timabært að taka upp samkennslu i leikfimi og sagðist Ingi ekkert sjá þvi til fyrirstöðu aö telpur og drengir væru saman i leikfimi amk. upp að 11-12 ára aldri. Aftur á móti yrði erfitt aö koma þvi við nema þar sem tveir búningsklefar væru þvi að ekki væri hægt að ætlast til að krakk- arnir klæddu sig úr saman. Hann gat þess einnig að I nýútkominni námsskrá I iþróttum væri gert ráð fyrir samkennslu kynjanna i fyrstu bekkjunum. —hs \ Jafnrétti í Kópavogi — næstum því! Börnin i Kópavogi þurfa ekki aö hafa áhyggjur af misrétti i handavinnukennslunni. Byrjaö var á fullkominni samkennslu I 9 ára bekkjum 1972, þannig aö nú er breytingin gengin yfir og allir virðast ánægðir. Að visu gætir talsverðrar óánægju hjá sumum strákum að sögn Gunnars Guð- mundssonar skólastjóra Kárs- nesskóla og hann sagði það áber- andi hvaö stúlkurnar væru ánægðar með að fá að vera i þvi sem þær kalla „strákahanda- vinna”. Gunnar sagði lika aö I fyrra heföu handavinnukennarar i skólanum eindregið mælst til þess að taka aftur upp skipta kennslu I 12 ára bekkjum vegna þess að tlminn til kennslunnar væri svo litill. Þegar aöeins eru tveir timar á viku verður svo litið hægt að kenna i hvoru fyrir sig. Gunnar taldi eins og Ingi að ótækt væri að ganga stöðugt á verklega námið þegar nýjar bók- legar kennslugreinar væru teknar upp og hér þyrfti svo sannarlega að verða breyting á og þaö hiö fyrsta. Allir hinir barnaskólarnir i Kópavogi halda samt sinu striki i handavinnukennslunni og i haust byrjuðu gagnfræöaskólarnir samkennslu i 7. bekkjunum. —hs Belgurinn Er þetta ekki bannað? Sturla Þórðarson á Blöndu- ósi skrifar blaðinu eftirfarandi bréf og sendir með þvi nokkur sýnishorn augiýsinga, þar sem fyrirtæki auglýsa bfla- lökk, rafgeyma o.fl. og skreyta þær með hálf- og als- berum kvenmannskroppum. Allar eru augiýsingarnar teknar úr Morgunblaöinu og er ein þeirra birt hér en bréf Sturiu er svona: Hvernig var það, voru það ekki t.d. svona auglýsingaað- ferðir, sem jafnréttislögin bönnuðu. Eða hafa þessi lög aðeins öðlast gildi? Svo til hvern dag má lesa a.m.k. i Morgunblaðinu auglýst eftir stúlkum, konum i ákveðin störf og karlmönnum I önnur. Hver á að sjá um að settum lögum sé framfylgt I þessu voru prentfrjálsa landi? Eða er prentfrelsið aðeins til aö reyna að klekkja á and- stæðingum VL-inga: Þ.e.a.s. er frelsið mismikið eftir þvi hver prentar? Þetta er lagabrot Við hér á blaðinu fáum ekki betur séð en það sé skýlaust brot á jafnréttislögunum að auglýsa eftir konum i ákveðin störf og körlum I önnur. Fjórða grein jafnréttislag- anna kveður á um þetta atriði en hún er svona: „Starf, sem auglýst er laust til umsóknar skal standa opið jafnt konum sem körlum. 1 slikri auglýsingu er óheimilt að gefa til kynna að fremur sé óskað eftir öðru kyninu en hinu.” Og eins og við bentum á hér á siöunni fyrir nokkru virðast auglýsingar eins og þær sem DUM bílalökk é allflestar tegundir bíla frá Evrópu Japan Hvers vegna er notaö bert kvenfólk tii aö auglýsa bflalökk? Vegna þessaövið bfiasprautun vinna aöeins karlmenn, segir Jón Gunnars- son, auglýsingahönnuöur Blossa.” Sturla sendir með bréfi sinu brjóta I bága við 8. grein lag- anna, þar sem segir að óheimilt sé að birta i auglýs- ingum nokkuð það sem orðií geti öðru kyninu til minnkun- ar. Allt fyrir karlmenninc Ekki eru samt allir á þeirri skoðun. Við höfðum samband við Jón Gunnarsson, auglýs- ingahönnuð Blossa og spurð- um hann hvaða tilgangi bera kvenfólkið ætti að þjóna i aug- lýsingunum og hvort ekki væri hér um að ræða brot I jafn- réttislögunum. Hann sagði að bilalökk væru ekki sú vara, sem auðvelt væri að vekja athygli á ef ekki kæmi til eitthvað þessu likt. „Og bert kvenfólk er notaö, af þvi að eingöngu karl- menn vinna við bilalökk- un.” Honum fannst ekkert at- hugavert við þessar auglýs- ingar og taldi þær ekki brjóta i bága viö jafnréttislögin. „Ef jafnréttisráði finnst ástæða til að kæra okkur, þá þaö,” sagöi Jón. —hí ®©©®®®©©®©©®©©©©®®®©©®®©

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.