Þjóðviljinn - 07.04.1977, Side 2

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Side 2
2S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. april 1977 ÆTLIt> PIÐ AÐ FEEDAST ? /C&VK63) í?viA£JCiAJU-svuAw*a. ,V\I| Ve.L'ja. aAHAyglu vjiu<-ar a- $>«as a£ -bry^gja. ^>'»3 og 'farav^urLu>l -f-yrcr Kwajlu*a ljhaSu. ©Krffcppo*A ( StVM. tcuwj^d a*T Kew^A vtAtitM. e-ruð" erle.iA.a.*v.«. ^SíBV^ÖJ) HF bi)«ur v^vcuaajT fuJlfcovAAKvA fttlt-C'CCtt ■fcTÍatTij^^tn^it se.HA tetcr 1/kIcu.r M-a.-•^tlrfa.ra.vvctC -tjóu.'. "í.. SLVS * ^SrexrtdcLbae.-lur, dávvArL>ae-fcujr (c^d^p«^UA^a.r. S*^YMl>lMEGr VEIICIMt>) * Lael4u.Ul£o*tiAA*ur, QuXalcos-tMA^ur VC^UA. -focÍFLs «50 ku«W^aa^í-S f AufcjCuiA. lOt>SfcUAÍr VC3 K.CÚaA-fIU.tAAÓU_3 . 3. FE^i>AitOF ■» Aru.iCQXo>tvNaiu.r 'Je^*va UcLuA.-fo-cÍArl ©M^uo^reiásla óuottós 'Gcr^aOóoSrUAo^Ar. ÁftVlS6ftWC.T36^ » Sk.«Íabótol6rAfúr V«0UA Lv\IjaatrXs eéa ófcAppS . 5» FA1PA.H60Rr ^ Í?-y>fuA^Ur|SKCU4JUdlr i”-flu.t*AUA0l. of-K • L-h&cí <&kJ6u í>py rja*t -fe.rc5C.it ótvcy^^í ! '2-‘2. <4^0- -í>v)í^0Öuoj fyrúr kjóu., 5|ytebaofur i iMciljóu.-fi^rCr tuíart , KottAr a5rCL.u.c -frÁ kr. 3.2SO.- Cs4fuiicattu.r twuAÓfuUCuu.) - LElTlt) •*=>*€ tfwM* I L>PpJ_vjcsiM.<£Ar J ÁBYRGDr TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN SKÚLAGÖTU 63— REYKJAVÍK — SÍMI 2 61 22 Ársrit útivistar á erindi til allra, sem kynnast vilja landinu. Útivist 1 og 2 eru þegar komin, fjölbreytt að efni og vel myndskreytt, og Útivist 3 er i undirbún- ingi. Gerist félagar i útivist og eignist Úti- vistarritið frá byrjun. ÚTIVIST Lækjargötu 6, Pósthólf 17, Reykjavik. Simi 14606. Barnaleikvellir Reykjavíkurborgar Vilja ráða þrjá fósturmertntaða starfs- menn til leiðbeiningar við gæslu og tóm- stundastörf á gæsluvöllum borgarinnar. Hlutavinna kemur til greina. Laun sam- kvæmt kjarasamningi starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Upplýsingar um störfin veitir Bjamhéð- inn Hallgrimsson Skúlatúni 2, simi 18000. Leikvallanefnd Reykjavíkurborgar. Viðtal við Marius Liepa frá Stóra leikhúsinu í Moskvu Æfing á „Ys og þys út af engu’’ f Þjóöleikhúsinu. — Marius Liepa og Auöur Bjarnadóttir Anægjulegast að verða fyrstur til ) Á að fara *'pjx með r X hlutverk EM Dansari ágætur frá Stóra leikhúsinu í Moskvu, Marius Liepa, fer meö aöalkarlhlutverk i ballett- inum Ys og þys út af engu, sem frumsýndur er í Þjóðleikhúsinu i kvöld. Hann er í hópi fremstu dansara sem nú eru á sviði og mjög fjölhæfur listamaður eins og fram kemur í eftirfarandi viðtali. Marius Liepa heiur veriö meöal helstu dansara Stóra leikhússins allar götur siöan 1960, en þá dansaði hann Don Quijote. Hann hafði áöur dansað við leikhús þaö, sem kennt er við Stanislavski og Nemriovitsj-Dantsjenko. Liepa er fæddur i Rigu i Lettlandi og hóf þar nám, en lauk námi I Moskvu. — Þér hafið dansaö i mörgum frægum ballettum. Hverskonar hlutverkum geöjast yður best aö? — Það er erfitt að segja. En liklega veitir það mesta ánægju að dansa i nýjum ballettum, veröa fyrstur til að túlka hlut- verk. Ef viö tökum nýleg dæmi, þá fór ég fyrstur manna meö hlut- verk Vronskis i önnu Kareninu, en Maja Plisetskaja samdi þann ballett og fór meö aðalhlutverk. Eftir það hefi ég einnig dansað hlutverk Karenins i sama ballett. í Spartakusi hefi ég bæði dansað hlutverk Crassusar í uppsetningu Grigorovitsj og Spartakus sjálfan i uppsetningu Jakobsons. Ég er einmitt núna aö koma frá Paris, þar sem Stóra leikhúsiö var I heimsókn; þar fór ég meö hlut- verk Crassusar. Þar I Paris veitti Franska dansakademian mér mjög eftirsótt verölaun, sem kennd eru við meistara Marius Petipa. Af hlutverkum i eldri ballettum sem mér þykir vænt um gæti ég nefnt Rómeó og svo Albert i Biselle. Ég tók m.a. þátt i fyrstu upp- færslu á ,,Saga um ást” sem byggir á ljóðum Nazim Hikmets. Ég hef hef sett á svið „Sceptre de la rose” og byggi þá á kóreo- grafiu Fokins. Og nýverið hefi ég tekið þátt i „blandaðri” sýningu — þar sem allt er gert i senn — leika syngja, dansa: það var i Saga af hermanni eftir Stravinski. Að leika og dansa Ég hefi undanfarið gert mikiö af þvi að dansa „dramatisk” hlutverk — og i framhaldi af þvi hefi ég leikið i kvikmyndum. I einni sögulegri kvikmynd hefi ég leikið rússneskan knjas, I annarri nýlegri mynd, sem á aö gerast i Bandarikjunum, fer ég meö hlut- verk dansara og ballettmeistara og skýt þá inn stuttum nýtisku - ballett sem ég hefi sjálfur samið. Þá hefi ég lika leikið i fimm þátta kvikmynd fyrir sjónvarp. — Er það ekki frekar sjald- gæft, að dansari gerist leikari? — Þvi það? Þetta hefur t.d. Maja Plisetskaja gert og tekist vel. Ég hefi sjálfur mikinn áhuga á þessu. Lika vegna þess, að timinn liður, og það kemur að þvi, að ég þarf að skipta um starf. Og ég vona að ég geti þá fengist við kvikmyndaleik. — Þér minntust áðan á Sögu af hermanni — hafið þér áhuga á slikum „allsherjarlistaverkum” þar sem saman koma margar listgreinar? — Já. Ballettinn er sjálfur slik listgrein, þar mætast margir þættir, eiginlega allt nema oröið. Og leikari á okkar timum, hann verður að hafa gott vald á likama sinum, það er ekki út I hött að segja, að hann verði að geta dansaö lika. Svona samtvinnun hefur tekist vel I ýmsum kvik- myndum, og ég sé ekki betur en hvað hjálpi þá öðru en ekki öfugt — að leikarinn sé t.d. að flækjast fyrir dansaranum, eða dansar- inn fyrir leikaranum. Þarað auki hefi ég um fimmtán ára skeið fengist við kennslu. Margir nemendur minir hafa orðið einsdansarar viö Stóra leik- húsið og getið sér gott orö: Akimof, Gordéef, Bogatirjof, Kozlof, Fjodorof, Leonova. Hefðin og nýjungarnar — Nú er þaö stundum sagt um rússneska ballettinn að hefðin sé helst til þungur baggi á honum. — Það finnst mér ekki. Ballett- ar eins og Saga um ást, íkaros, Angara (sem er um samtima- efni), „Ys og þys út af engu”, sem við frumsýndum i fyrra, allt eru þetta ballettar sem sýna, að Stóra leikhúsið hefur ekki numið staðar við hefðina, en heldur áfram með hana. Mér finnst leiðinlegt, að fáir sjá þessar sýningar erlendis, þvi það er nú svo, aö þeir sem panta okkur i heimsókn, treysta mest á að sígildir ballettar, sem allir þekkja, tryggi aðsókn og góða miðasölu. Þvi miður er það svo, að flestir fara ekki i leikhús til að sjá eitthvað nýtt, heldur til að hitta gamla kunningja i ball- ett, rifja upp, bera saman viö fyrri frammistööú osfrv. — Hvað finnst yöur um þá hópa sem reyna að segja skilið við hina klassisku hefð meö hvað rót- tækustum hætti? — Það er nú svo með ýmsa hinna smærri hópa, sem vilja' gera eitthvað mjög nýtiskulegt, að þeim hættir til aö hlaupa yfir veigamikinn hlekk i þróun listar- innar. Þeir hlaupa kannski yfir klassiskan ballett og fást við módern dans, sem er vissulega auðveldari tæknilega séö — en þetta kemur niður á þeim kunnáttubrag sem á að vera af hverri sýningu. Hinsvegar gengur allt miklu betur, þegar þeir, sem kunna hið hefðbundna — eins og þeir i Paris, eða New York City Ballett, fást við til- raunastarfsemi og nýsköpun. — Þér hafið unnið með mörgum erlendum flokkum, en liklega aldrei með dansflokki sem er á svipuðu bernskuskeiði og hinn islenski? — Nei, það er vist rétt. En mér þykir mjög gaman að vera hér. Hér eru dansarar sem kunna sina hluti mjög vel, hér er áhugi og ég held aö það, sem er til nú, gefi möguleika á að gera djarfar áætlanir um framtiö islensks ballets. Ég verð þess var núna á æfingum og þegar ég hefi reynt litillega að hjálpa til, að allir eru opnir og vilja fræðast sem mest, safna reynslu. AB Marius Liepa I Spartakust: fyrir viku hlaut hann verðlaun Mariusar Petipa I Paris.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.