Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. aprll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 9 SYRPA Myndlistar- sýningar um alla borgina Sjaldan hafa myndlistarmenn á tslandi tekið annan eins fjör- kipp i sýningahaldi og um þess- ar mundir... og hafa þeir þó oft staðið sig af mikilli prýði I þeim efnum. Reykvikingar og ná- grannar þeirra fara ekki á mis við myndlistina um páskahelg- ina, þvl meira en tiu sýningar eru I gangi. Verður hér getið þcirra helstu. Kjarva Isstaðir: Þrjár sýningar verða þar um páskana. 1 Vestursal opna þau Haukur Dór og Þorbjörg Höskuldsdóttir sýningu á laug- ardaginn, en I Austursal er um þessar mundir sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarval. Norræna húsið: Gunnlaugur Stefán Gislason sýnir 38 vatnslitamyndir og hef- ur opið frá kl. 15-22 til 11. april. i húsi Málarans: t sýningarsal Arkitektafélags Islands stendur yfir sýning Steinþórs Marinó Gunnarsson- ar. Galleri SÚM: Þar sýnir Guðrún Svava Svavarsdóttir málverk, graflk- myndir og teikningar, en þetta er fyrsta sýning hennar. Er opið til 12. april frá klukkan 16-22. Guðrún hefur myndskreytt nokkrar bækur og unnið viö gerð leiktjalda, leikbrúða og búninga fyrir Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavikur, en hérna sýnir hún i fyrsta sinn málverk sin. Bogasalur: Svavar Guðnason sýnir vatns- lita-og kritarmyndir til 17. aprll frá klukkan 14-22 daglega. Sam- tals eru um þrjátiu verk á sýn- ingunni og er verð þeirra frá kr. 45 þúsund — 250 þúsund. Galleri Sólon islandus Orn Þorsteinsson sýnir 30 oliumálverk til 17. april frá klukkan 14-18 á virkum dögum, en annars frá 14-20. Skátaheimilið Hafnarfirði Þórður Halldórsson frá Dag- verðará sýnir yfir páskana um 40 oliumálverk. Eden i Hveragerði: Steingrimur Sigurðsson held- ur sina árlegu vorsýningu yfir páskana i Eden i Hveragerði. Er þetta 33. einkasýning Stein- grims og eru.þar um 50 nýjar myndir, unnar úr oliulitum, vatnslitum og acryl. Eru marg- ar myndanna málaðar fyrir austan fjall, en Steingrimur er búsettur I Hveragerði. Félagsheimili Ölfusinga: Sigurður M. Sólmundarson með sýningu, sem getið er ann- ars staðar á siðunni. Sýnir í Hvera- geröi um páska Sigurður M. Sólmundarson heldur sina fyrstu sýningu i Félags- heimili ölfusinga Hvcragerði (við hliðina á Eden), dagana 7.-11. april. Verkin sem sýnd verða eru öll unnin á árunum 1968-1977 og kennir þar margra grasa. A sýningunni eru 40 myndir sem Sigurður hefur unnið úr efnum úr riki náttúrunnar, þ.e. úr sandi, leir og tré. Ennfremur eru þar steinsteyptar styttur og margskonar munir smáir og stórir sem einnig eru unnirúrhinum ótrúlegustu efnum.— Sýningin verður opin frá kl. 14-22 alla dagana. Veitingar seldar á staðnum. Steinþór Marinó sýnir verk sín Hljómplata Olgu kynnt á laugardaginn tJtgáfufélagið Gagn og Gam- an hefur nú starfað I tvo mán- uði. A þeim tima hefur söfnun félaga staðið I fullum gangi, en samþykkt var á stofnfundi 24. janúar að þeir sem gengu I fé- lagið fyrir 1. júnl skyldu njóta áskriftar á útgáfu félagsins til tveggja ára gegn 5000 kr. fé- lagsgjaldi. Eftir páska er væntanleg á markað fyrsta plata félagsins, Kvöldfréttir, með Olgu Guðrúnu Arnadóttur, en efnið er allt eftir ólaf Hauk Simonarson, ljóð og lög. Næst komandi laugardag hyggst fé- lagið gangast fyrir kynningu á skipulagi sinu og markmiöum. Verður kynningin I Norrræna húsinu og hefst klukkan 16. Einnig verður plata Olgu kynnt þar I heild. Fyrsta verkefni Gagns og gamans var plata Olgu, Kvöld- fréttir. Var vinnslu hennar lokið um miðjan febrúar og verður hún komin á markað eftir páska. Karl Sighvatsson sá um útsetningar á lögum ólafs Hauks, og leikur auk þess á hljómborð. Tómas Tómasson sér um bassann, en Þórður Arnason um gitara, Ragnar Sigurjónsson og Askell Másson annast slagverk. A plötunni eru 12 lög. Næsta verkefni félagsins verður barnaplatan Gagn og Gaman. Textar verða eftir Pét- ur Gunnarsson, en lög eftir Val- geir Guðjónsson (Spilverkiö), og Leif Hauksson (Þokkabót). Vinnsla hefst á henni um mán- aðamótin mai-júni. Báðar þess- ar plötur verða einnig gefnar út á kasettum. Félagar Gagns og Gamans eru ákveðnir i að vinna félaginu fastan og öruggan sess I is- lenskri útgáfu. Auk tónlistar- verkefna er þegar mikill áhugi innan félagsins um útgáfu Is- lenskra ritverka. Helgi Skúlason og Gunnar Eyjólfsson i hlutverkum sfnum I Endatafli. Endatafl á 2. í páskum Hið fræga leikrit Nóbelsverðlaunahafans Samuel Becketts ENDA- TAFL hef ur nú verið sýnt í nokkur skipti á Litla sviði Þjóðleikhússins en þetta er í fyrsta skipti sem verkið er f lutt á sviði hérlendis. Endatafl var samið fyrir 20 árum og þykir eitt af tímamóta- verkum nútímaleikritun- ar' Ásamt öðru verki Becketts, Beðið eftir Godot og fyrstu verkum lonescos er það talið eitt af grundvallarleikritum absúrdismans eða fárán- leikastefnunnar í leikrit- un. Sýning Þjóðleikhússins hefur hlotið góðar viðtökur þeirra, sem séð hafa en aðsókn að verk- inu hefur verið minni en ætla mátti og þvi einungis unnt að hafa fáar sýningar i viðbót. Astæða er til að hvetja fólk að sjá þetta sérstæöa leikrit meðan tækifæri gefst. Leikstjóri sýningarinnar er Hrafn Gunn- laugsson og er þetta frumraun hans sem leikstjóra I Þjóðleik- húsinu. Leikmynd gerir Björn G. Björnsson en með hlutverkin fjögur fara nokkrir helstu leik- arar Þjóðleikhússins, þau Helgi Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Arni Tryggvason og Guðbjörg Þorbjarnardóttir, en tvö þau siðastnefndu hafast við I ösku- tunnum alla sýninguna. Næsta sýning á Endatafli er á miðvikudagskvöld og leikritið verður svo næst sýnt að kvöldi annars dags páska. Steinþór Marinó Gunnarsson hefur opnað málverkasýningu I sýningarsal B.A.l. i húsi Málar- ans að Grensásvegi 11. Er þetta 13. einkasýning listamannsins, sem sýnir þarna tuttugu oliu- málverk og fjörutíu verk sem unnin eru með túsk, litkrlt og vatnslitum. Sýning Steinþórs er opin til 11. april frá klukkan 14-22 alla daga. Um hana segir Steinþór m.a.: A ferðum minum um öræfi og óbyggðir Islands, um strandir dali og fjöll, hef ég kynnst hvað náttúra landsins er sibreytileg og rik af fegurð og hve þar er mörg ótæmandi verkefni til myndgerðar. Eg hef ávallt leitast við að teikna og mála samband mitt við náttúruna og reynt að ná einskonar ljóðrænni stemmn- ingu i myndir minar. Þessar myndir eru sýnishorn af þessum árangri, upplifun og endalausrar leitar að myndsýni og ægifegurð. Myndirnar eru allar málaðar á seinustu 2 árum ’75 og ’76. Verð myndanna er mjög i hóf stillt og kosta frá kr: 25 þús,—180 þús.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.