Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 7. aprll 1977 ÞJÚÐVILJISÍÐA 19 Hjónin Þorsteinn frá Hamri og Guörún Svava viö mynd hennar af honum " Guörún gantast á viö Djöfuiinn. Hann er einn af leikbrúöum hennar. „Þetta er brjálæöislega gáfuiega spurt”. „Ég held aö skýringin hafi veriö „Þaö hefur veriö mjög notalegt sú aö ég var kona” aö hafa fastar tekjur”. „Mér flnnst ég þurfa að teikna helst alla daga” Viðtal við Guðrúnu Svövu Svavardóttur listmálara Nú stendur yfir i Galleri SCM fyrsta m y nd lis t a r s ý nin g Guörúnar Svövu Svavarsdóttur. Mikill fjöldi fólks hefur sótt sýninguna og hefur. hún vakið veröskuldaöa athygli. Mánudags- kvöldiö 3. april drap blaöamaöur á dyr heima hjá Guörúnu á Hverfisgötu 58 þar sem hún býr ásamt manni sinum Þorsteini frá Hamri og tveimur börnum, Vé- disi og Agli. Erindiö var aö eiga smá viötal viö listakonuna og þaö var auðsótt mái. Guörún er jafn elskulcg og hressileg og hún á vanda til og brátt sitjum viö inni i stofu meö hvitvinsglös á boröi og blaðamaöur setur sig i stellingar tilaö spyrja gáfulegra spurninga. Ég hef kannski valið myndlistina af því að ég var handlagin — Hvers vegna lagöir þú fyrir þig myndlist? spyr ég fyrst. — Þetta er brjálæðislega gáfu- lega spurt, svarar Guörún skelli- hlæjandi og blaöamaöur fer hjá sér. Eg hef ekki hugmynd um þaö, segir hún. Ég var mjög ung þegar ég byrjaöi aö hafa áhuga á teikningu. Þegar ég var i gagn- fræöaskóla kenndi Jóhann Briem mér og þá jókst áhuginn aö marki þó aö ekki væri um einbeitt nám aö ræöa. — Jóhann Briem hefur kannski haft afgerandi áhrif á þíg? — Nei, ekki persónuleg áhrif,en hann leyföi krökkunum aö gera þaö sem þau vildu og til skamms tima hef ég búiö aö grundvallar- leiöbeiningum hans i teikningu. Annars veit ég ekki hvernig maöur velur sér listgrein. Þær eru svo skyldar og kannski bara tilviljun hvernig þessi þörf á list- rænni tjáningu fær útrás. Ég hef kannski valiö myndlistina af þvi aö ég er handlagin. Náði i skottið á Asmundi Sveinssyni — Hvenær hófstu svo mynd- listarnám fyrir alvöru? — Ég hóf nám i Myndlistar- skólanum viö Freyjugötu áriö 1963 og náöi þá I skottiö á Asmundi Sveinssyni i höggmyndadeildinni. Þaö var siöasta veturinn sem hann kenndi. Hann gekk um gólf, tók i nefiö og sagöi sögur. Þaö var stórkostlegt. Mesta hrósyröiö sem hann sagöi var: Þaö er húmor i þessu, og eiginlega þaö eina sem hann sagöi. Ákvað að hætta alveg, og ætlaði aldrei að snerta við myndlist framar Næsta vetur tók Ragnar Kjart- ansson viö þessari deild og varö aöalkennari minn. Svo fór ég i myndlistarnám til Moskvu i einn vetur. — Voru þaö ekki viöbrigöi? — Jú, og eiginlega vegna þess aö ég ákvaö aö fara i allar deildir sem mig langaöi i. Ég var i högg- myndadeild, teiknideild, málara- deild, keramik og skartgripa- smiöi. Þetta var eiginlega meira hugsaö sem leið til að ákveða sig. Þegar ég kom heim vann ég viö keramik i eitt ár og fór svo aftur i höggmyndadeild en ákvaö svo aö hætta alveg og ætlaöi aldrei aö snerta viö myndlist framar. Ég held að skýringin hafi verið sú/ að ég var kona — Hvers vegna? — Ég var þá farin að eignast börn og buru og vildi helst fara upp i sveit og búa. Ég held aö skýringin hafi veriö sú aö ég var kona. Ef ég heföi verið karlmaöur heföi ég ekki gefiö þetta frá mér þó aö ég heföi eignast börn. 011 listræn starfsemi krefst þess aö maður sé heill og óskiptur ef árangur á aö nást. En þaö er svo stórt atriöi i lifi konunnar aö eignast börn og hafa þau á brjósti aö maöur er uppfyllur af hugsunum um þau og tvistraöur. Þetta gerir konum erfitt fyrir á vissu aldursskeiöi, og er kannski skýringin á þvi aö konur ná siöur árangri I listum en karlmenn. Ég hef ekki gert mér fulla grein fyrir þvi hvort þessi munur er eölis- lægur eöa þjóöfélagslegur. Þetta gerði mikið strik í reikninginn — Hvaö hættiröu lengi? — Alveg frá 1968 til 1972. Þaö er svo skrýtiö, en þetta geröi mikiö strik i reikninginn þegar ég byrjaöi aftur. En þá var ég lika ákveðin i hvaö ég ætlaöi aö gera. Mig vantaði undirstööu i teikningu sem er nauösynleg til aö ná árangri og lagöi áherslu á hana. Börnin voru orðin þaö stór aö þau tóku ekki eins huga manns og voru þar að auki sjálf farin aö slita sig frá foreldrunum svo aö ég gat einbeitt mér meira en áöur. Maöurir.n minn, Þorsteinn, er lika heima allan daginn. og þá kemur þetta öðruvisi út en þegar menn vinna úti. Þegar vinnuköstin grfpa um sig — Þaö er kannski heppilegt aö listafólk sé gift innbyröis? — Já, ég býst viö aö þaö sé mjög gott. Það er meiri skiln- ingur en hjá fólki sem ekki fæst viö svona „intimt” starf. Þegar vinnuköstin gripa um sig vinnur maöur kannski allan sólar- hringinn og þaö bitnar á öllu. Mér finnst ég þurfa að teikna helst alla daga — Hættiröu þá viö höggmynda- listina? — Já, siðan 1972 hef ég einbeitt mér aö teikningunni og málverkiö hefur síðan komiö sem eölilegt framhald af henni. Fyrir mér eins og ég vinn er teikning undir- staöan. Mér finnst ég þurfa aö teikna helst alla daga. — Fólk er aðalviðfangsefni þitt? — Já, þaö er aöallega fengist viö módelteikningu i skólanum svo aö þaö er eölilegt framhald af þvi. — Þú hefur ekki fariö út i abstraktmálverk? — Nei, ég hef aldrei fengist viö þaö. Þó aö mér finnist margt vera vel gert i abstraktinu þá hefur það ekki leitaö á mig persónulega. Góður friður mest afgerandi — Ertu undir áhrifum af ein- hverjum sérstökum málurum? — Ég býst við aö minn besti kennari, Hringur Jóhannesson, hafi haft áhrif á mig. Hann er realisti sjálfur. Svo hefur komið upp alda nýrealisma sem hefur höföaö til min. Annars hefur kannski verið mest afgerandi fyrir mig aö ég hef fengiö góöan friö til aö vinna samfleytt viö málverk sl. ár. Meðan timinn er tvistraöur og menn eru aö gripa I Framhald á bls. 22 Þessl mynd Guðrúnar er af Hlff systur hennar og Hreini Friðfinnssyni mágihennar i Amsterdam. Hún er ballerina við Konunglega ballettinn þar, en hann listmálari. Myndin hefur verið keypt til að gefa Listasafni ASl. Myndir: GEL Texti: GFr Með Arnarflugi í Arnarhreiðrið Vínarferð fyrir 80 þúsund 21. til 31. maí 21/5 Brottför frá Keflavík kl. 08.00. Komutimi til Vínar kl. 12.00. 22/5 Heilsdags ferð um Vinarborg ásamt kvölddagssk. 23/5 Frjáls. 24/5 Ekið til Salzburg og gist þar. 25/5 Hálfsdags ferð um Salzburg. 26/5 Ekiö til Innsbruck/ komið við i hinu fræga //Arnarhreiðri". 27/5 Hálfsdags ferð um Innsbruck. 28/5 Ekið til italíu/ DolomiteS/ gist í Lienz. 29/5 Ekið til Klagenfurt og gist þar. 30/5 Ekið til Graz og gist þar. 31/5 Ekið til Vinar beint á f lugvöllinn Brottför frá Vín kl. 24.00. Komutimi til Keflavíkur kl. 04.00. Innifalið í verði: Flugfar, gisting, morgunmatur, akst- ur í loftkældum vögnum- ferðir- far- arstjóri. Samvinnuferöir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.