Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Fimmtudagur 7. aprll 1977 Fimmtudagur 7. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Borgir eru skurðarpunktar samgönguieiða. Sjórinn — sem „alferöafær fliitur” — olli þvi, að þéttbýli myndaðist fyrst viö ströndina, en m innkaði eftir þvi sem innar dró í landið. Byggilegustu svæöi iandsins, samkvæmt miölægislögmálinu, eru mikíð til óbyggileg fyrir venjulega byggð (utan punktalínunnar). Einfaldur akvegur, þó aöeins yrði opinn að sumarlagi, mun stuöla að byggðaraukningu I uppsveitum sunnaniands og norðan. REYKJAVIK MIÐSTÖÐ SAMGANGNA í LANDINU Samgöngur — það hvert er magn flutninga og hver er staða í flutningakerfi lands— ræður mjög miklu um vöxt og viðgang borg- ar. Einnig ráða samgöng- urnar eða samgöngutækn- in miklu um sjálft fyrir- komulag borga. Við tökum þó lítið ef tir þessu, þar sem að nú á tímum eru flestar borgir ,,akbrautaborgir" — en með ýmsum tilbrigð- um þó. Til skýringar á, að borgir geta byggt á öðru fyrirkomulagi, má minna á grundvallaruppbyggingu Amsterdam og Feneyja sem sikja- eða skurðaborg- ir — og á þrönga borga- kjarna, sem aðeins eru ætl- aðir fótgangendum. í eftirfarandi rabbi mun ég ræða um hver eru tök skipulagsfræðinnar á fyr- irbærinu samgöngur og um leið hver eru einkenni Reykjavíkur í þessu tilliti. „Borgin er— likt og landið i heild — samansafn „stöðva”, sem eru tengdar saman af neti samgangna af hinum ýmsu gerð- um. Nútima kerfisfræði greinir á milli efnislægra samgangna (fólks- og vöruflutningar) — og óefnislægra samgangna (simi, hljóðvarp, sjónvarp o.s.frv.) Viðfangsefni skipulagsfræðinn- ar er að kanna eðli og þróun hinna ýmsu „stöðva” i borginni: iðn- aðar, verslunar, ibúðarhúsnæðis, stofnana — og gera grein fyrir hver eru lögmál og þarfir fyrir fólks- og vöruflutninga milli þess- ara stöðva, en þetta er nefnt „infrastrúktúrar” á erlendum málum. Við athugun á „stöðvunum” — beita skipulagsmenn ýmsum að- ferðum Skráðar eru töflur og teiknuð linurit eftir kennitölum viðkomandi greina, fyrir undan- gegnin 10-15 ár. Helstu upplýsing- ar, sem hægt er að byggja á eru ferm.fjöldi i húsnæði, mannafli (mannár) i atvinnugreinum og aldursskipting ibúa. Otfrá þess- um og reyndar fleiri upplýsingum eru dregnar álytkanir um eðli og þarfir þessara borgarþátta. Hitt aðalatriðið i skipulagsfræðinni eru tengslin milli „stöðvanna” og þá um leið spurningin, hver er möguleg eða rétt staðsetning á hinum ýmsu „stöðvum”. Svarið við þessari spurningu er háð þeirri samgöngutækni, sem geng- ið er útfrá. — Sem nútimadæmi má nefna, að byggð I Breiðholti án atvinnustaða er ekki hugsan- INN- PLUTNÍN6UR ÚT- . FLUTNINGUR Hugmynd að vegakerfi og staðsetningu h-éborgar á miöju landsins, sem hugsanlega tæki við höfuðborgarhlutverki Reykjavikur I fyllingu tím- ans. leg nema að gera ráð fyrir um- fangsmiklu umferðarkerfi. Akaflega mikilvægt grundvall- areinkenni á samgöngukerfum er að þau geta bæði verið afleiðing og forsenda byggðaþróunar — Þannig er t.d. samgöngukerfíð útfrá Reykjavik frekar afleiðing af þvi að borgin er staðsett hér i þessari stærð, heldur en að nátt- úrugefnar forsendur hafi leift til byggðarþéttingar. Hinsvegar er tilkoma Keflavikurvegarins ástæðan til þess, að byggð hefur aukist á Reykjanesi. Allt frá upphafi eða frá sjávar- götu Vikurbóndans, hafa götur eða leiðir verið forsenda hvar byggð hefur risið. Þannig var með göturnar útfrá gömlu Reykjavik, Laugaveg, Skóla- vörðustig, Vesturgötu. Hið sama gildir um byggðakjarnana um- hverfis Reykjavik: Skildinganes (leiðin út að Bessastööum), Kópavogur, Garðahreppur, Hafn- arfjörður (leiðin suður á Reykja- nes) og Mosfellssveit (Vestur- landsvegur) — Fræg er sagan frá New York um það, að hlykkur á einni breiðgötunni þar, sé þannig tilkominn, að steinn hafi staðið i götunni og uxakerrurnar hafi þurft að taka krók fram hjá hon- um. — Þessi dæmi lýsa þvi hversu mikil áhrif umferöarkerfi hafa á gerð og uppbyggingu borga, hvar miðstöðvar eða kjarnar geta myndast, svo og hvort styrkleiki þeirra eykst eða dvinar. Þessi atriði eiga bæði viö innan borgarinnar, sem og um stööu borgarinnar i landinu. Sem dæmi hér um má nefna að steyptu veg- irnir útfrá Reykjavik, hafa styrkt hana og nágrannabyggðirnar en aftur á móti hefur t.d. hringveg- artengingin styrkt önnur byggð- arlög og þannig hlutfallslega veikt Reykjavik. Miðstöðvar- gildi Reykjavikur i hinum ýmsu greinum er þvi stöðugum breytingum undirorpið og breyt- ingavaldarnir, bæði er varðar samgöngur og eöli hinnar ýmsu starfsemi, eru fjöldamargir. Almennt má segja, að Reykja- vik hefur aukist að áhrifum i flestum greinum á undanförnum 100 árum — og meira en margur telur að rétt sé. I mörgum grein- um virðist þróunin vera komin i hámark og nokkrar greinar hafa farið hnignandi. Til þess að fá yfirlit um stöðu Reykjavikur, sem miðstöðvar i landinu er nauðsynlegt að taka grundvallarlögmálin i samgöng- um til sérstakrar athugunar. Borgir eru ævinlega skurðar- punktar samgönguleiða (sjá mynd 1): Þangað liggja leiðir vitt Eftir Trausta Valsson arkitekt aö og þaðan liggja leiðir, sem dreifast viða. Lengi framanaf haföi sjórinn sem „alferðafær flötur” afger- andi áhrif á myndun byggöa og borga (mynd 2) — A ströndinni kviknaði lifið og teygöi sig inn til landsins. Innri landsvæöin voru nánast ófær yfirferðar. Viö þetta bætist hér á Islandi það, aö við höfum löngum verið bundin . sjávarsiðunni hvað lifsbjörg snertir. Eftir að fljótin urðu sam- gönguæðar til innhéraða landa, urðu árósarnir tengipunktur samgangna frá landi og sjó og þar risu borgir. A 17. og 18. öld var gengi hafn- arborga hvað mest, en meö batn- andi vegum uxu borgir inni i landinu. Ymsar fleiri frumgerðir i myndun borga eru til, svo sem skurðarpunktar samgönguleiða inni i landi (Egilsstaðir —- Leip- zig) eða vað eða brú á á eða fljéti Framhald á bls. 22 . Frá 1. apríl gilda ný afsláttarfargjöld, sem við köllum „almenn sérfargjöld”. þau eru 25 - 40% lægri en venjuleg fargjöld og eru eingöngu háð því skilyrði að dvalartími erlendis sé lágmark 8 dagar og hámark 21 dagur (í flestum tilfellum). „Almenn sérfargjöld” gilda allt árið á flugleiðum frá íslandi til 57 staða í Evrópu. 25-40% LÆGRI FARGJÖLD SEM GILDA ALLT ÁRIÐ fMFÉLAG LOFTLEIDÍfí /SJLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.