Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. apríl 1977 1 Sovétrikjunum er hægt að kaupa bjór af ben- síntönkum. Hér er höfundur greinarinnar aft kneyfa slikan bjór. Eins og sjá má stingur klæftaburftur, hár- og skeggfar nokkuft i stúf. Götumynd frá Leningrad. Fólki varft starsýnt á okkur. Leiftur úr Austurvegi Þegar landamæri Rússa- veldis nálgast hægir lestin smám saman á sér. Klukk- an er 2 að nóttu. úti fyrir er skuggalegt skóglendi. Þoka læðist um dalverpi og gerir næturhúmið drauga- legra og óraunverulegra en ella. Uppi yfir trjátoppun- um gægist öðru hvoru hálf- ur skinandi máni eins og sigö. Okkur er ekki rótt. Augnablik læðist að manni ef i. Hvað ert þú litli karl að voga þér inn i hið mikla rússneska lögregluveldi? Lestin stoppar nú öftru hvoru. Vift litum út i hvert skipti og finnst sem þetta sé nákvæmlega eins og landamærin eiga aft vera: tré, þoka og háir staurar meft kastljósum, en alltaf fer lestin af staft án þess aft tollþjónn láti sjá sig. Aft lokum er stoppaft lengi og úti er dauöaþögn. Siftan mjakast lestin af staft, fram hjá skilti meft rauftu merki, yfir skóglaust belti meft einfaldri gaddavirsgirftingu. og Finnland er aft baki. Viö erum komin til Rússlands. Playboy gert upptækt Tollþjónninn er ungur maftur sem talar góöa ensku. Hann hefur enga vafninga á hlutunum, byrjar að telja gjaldeyri okkar og bera saman við skýrslur sem vift höf- um áftur útfyllt. Hann litur i tösk- ur okkar, gáir undir dýnur, upp á skápa. Spyr okkur hvort vift höf- um timarit og hvers konar þá. Ég rétti honum Playboy, keypt á brautarstöftinni i Helsinki. Hann flettir blaftinu lauslega og segir siöan: Þetta timarit er bannaft i Sovét- rikjunum. Playboy gert upptækt. Toll- skoftun lokið. Skömmu siftar brunar lestin á- leiftis til Leningrad. Skyndilega fer ég að tala þýsku A bráutarstöftinni i Leningrad stöndum vift sem glópar. Fólk flengist fram og aftur um stööina og talar ekkert nema rússnesku. Sérstakur maður átti aö taka á móti okkur hér og fylgja okkur til hótelsins. Vift vitum ekki hvafta hótel vift eigum aft fara á. Enginn maftur sést. Enginn skilur okkur. Viö stöndum ráövillt eins og vift hefftum dottift niftur á tungliö. Ungversk hjón sjá aumur á okk- ur. Þau tala þýsku og skyndilega tala ég lika þýsku sem ég hef aldrei gert nema i skóla. Mér til mikillar furftu tala ég reiprenn- andi þýsku efta svo finnst mér aft minnsta kosti. Ungversku hjónin koma okkur upp i leigubil og segja okkur aft fara á ákveftift hótel. . Næsta dag er konan mín á kjól Vift göngum stefnulaust út i borgina Leningrad. Ég verft fljótt var vift aft fólk glápir á okkur. Ég lit á konu mina og reyni að finna út hvaft er athugavert vift hana. Hún er i venjulegum siftum bux- um. Guö hjálpi mér! Rússneskar konur eru allar i kjólum. Ég þrif um kjálka mér og um kollinn. Skegg og sitt hár. Þarna kom þaft. Svo er ég i bjánalega vikkandi hippagallabuxum. Rússar eru i aftskornum svörtum buxum eins og siöaöir menn. Ég finn aft roði færist upp i kinnarnar. Ég sé þrjár ungpiur koma á móti mér. Þær flissa og skella svo upp úr þegar vift erum aft baki. Annars láta aftvifandi vegfarendur sem ekkert sé, þaft eru bara þessar stelpur. En inn I yfirfullum strætisvögnum og sporvögnum sem þjóta fram hjá glyttir i þúsund starandi augu. Ég rétti úr mér og ekki er laust vift aft leynd hégómagirni láti á sér kræla. Það er nú dálitiö kitlandi aft vekja athygli. En næsta dag er konan min á kjól. isinn er þvi miður bráðnaður Borftsalur hins risastóra og ný- tiskulega Hótel Leningrad. Undir svignandi borftum sitja ameriskir túristahópar, sem rússneskir þeytast i kringum eins og skopparakringlur. Kampa- vinstappar fljúga og hlátraskellir kvefta vift. Aftrir gestir sitja á viö og dreif um hina stóru sali. Okkur er visaft til sætis úti i horni og erum þar lengi afskipt. Loks eftir langa bift kemur til- komumikil og búkonuleg þjón- ustustúlka sem stendur heldur betur gustur af. Vift flýtum okkur aft benda á rétti á matseftlinum, en þaft er næstum þvi sama hvaö vift bend- um á. Ekkert viröist vera til. Viö bendum fumandi á hin torskild- ustu nöfn og loksins skrifar stolts- jómfrúin eitthvaft vandlega niftur og fer. Nú liöur langur timi. Hljómsveit tekur sér stööu á háum palli og leikur Ragnars Bjarnasonarleg lög svo sem Kvöld i Moskuborg og fleira I þeim dúr. Tvær fullar rússneskar kerling- ar taka aö dansa hvor vift aöra á hinu stóra gólfi. Þær komast i stuöog dansa nú rússneskan dans sem ákafast. Amerisku feröa- mennirnir risa upp og klappa og hrópa. Vift brosum og klöppum iika. Ekkert ber á matnum. Þegar vift erum oröin nær von- laus kemur ungur þjónn meft yfir- varaskegg og alla tilburfti eins og hann vildi vera italskur þjónn. Hann kemur meft matinn og meö- an við borftum skemmtum vift okkur við aft geta upp á hvaft vift séum aft borfta. Viö höfum lika nógan tima til aft viröa fyrir okkur aöra gesti og hlusta á hljómsveitina. Þegar isinn er bara eftir, en hann höfum vift pantað vitandi vits, kemur enginn is. Vift biftum og biftum. Amerikanarnir eru Sveitamenn hafa brugðið sér til borgarinnar en eru ekki allir jafn hrifnir af því að láta taka myndir af sér. i staðinn fyrir samlagningarvélar eru talnastokkar í öllum búðum Rússíá. Hér eru húsmæður að kaupa ávexti. i 1 mmm * ♦ v ■ b. > m *♦ * * 1 1 í *. jSjK <r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.