Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. april X977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Páll ÍS- fjörd sýnir á Húsavík Páll Isfjörö opnaði málverka- sýningu i Barnaskólanum á Húsavik á pálmasunnudag. Pál) sýnir þar 39 oliumálverk og eru þau öll til sölu. Þetta er önnur einkasýning Páls, en fyrir þremur árum sýndi hann 1 Hamragörðum i Reykjavik 27 myndir og seldust þær allar. Á fyrsta degi sýningar hans hér nú seldust 10 verk. Páll Isf jörö er húsvikingur, en flutti fyrir nokkrum árum I Kópa- vog og á þar heima núna. sk/mhg Castro sakar vestur- veldin um hræsni MOSKVU 6/4 Castro, forsætis- ráðherra Kúbu, sakaði Vestur- veldin i dag um hræsni er þau gagnrýndu sósialisk riki fyrir skort á mannréttindum en þegðu yfir brotum á mannréttindum i Afriku. Castro er nýkominn frá Afriku, og kvaö kynni sin af arfi nýlendu- kúgunar og heimsvaldastefnu hafa sannfært sig um gjaldþrot borgaralegrar hugmyndafræöi. Castro flutti ræðu sina i hófi sem Bresjnef hélt honum. Bresj- nef bar lof á hlutverk Kúbumanna i Afriku. Hann neitaði þvi, aö Sovétrlkin ættu I valdabaráttu við Bandarikin I Afriku: þjóöir þriðja heimsins eru hættar að vera óvirkt bitbein annarra, þolendur sögunnar. Ferdir SVR, og SVK, um páskana Strætisvagnar Reykjavikur: Skirdagur: Akstur eins og á venjulegum sunnudegi. Föstudagurinn langi: Akstur hefst um kl. 13. Ekið sam- kvæmt sunnudagstimatöflu. Laugardagur: Akstur hefst á venjulegum tima. Ekið sam- kvæmt venjulegri laugar- dagstimatöflu. Páskadagur: Akstur hefst um kl. 13. Ekið samkvæmt sunnudagstimatöflu. Annar páskadagur: Akstur eiris og á venjulegum sunnu- degi. Strætisvagnar Kópavogs: Skirdagur: Akstur eins og á sunnudögum. Föstudagurinn langi: Akstur hefst kl. 14 og ekið siðan eins og á sunnudögum eftir það. Laugardagur: Ekið eins og venjulega á laugardögum. Páskadag: Akstur hefst kl. 14 og ekið eins og á sunnu- dögum eftir það. Annar i páskum: Ekiö eins og á sunnudögum. I'Jr ríki náttúrunnar: Sandur, leir og tré I dag opnar Sigurður M. Sól- mundarson fyrstu listaverkasýn- ingu sina i Félagsheimili Olfus- inga Hverageröi (viö hliðina á Eden). Verkin sem sýnd verða eru öll unnin á siðasta áratug — 1968-1977. Kennir þarna margra grasa. A sýningunni eru alls 40 myndverk sem Sigurður hefur unnið úr efnum úr riki náttúrunn- ar, þe. úr sandi, leir og tré. Enn- fremur eru þar steinsteyptar styttur og margskonar munir, smáir og stórir, sem einnig eru unnir úr hinum fjölbreytilegustu — og ótrúlegustu — efnum. Sýn- ingin veröur opin frá kl. 14-22 alla dagana eða til 11. aprfl. PETTA EIGA BÍLAR AÐ KOSTA Skoda Amigo er mjög falleg og stilhrein bifreió. Hún er buin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió aukió til muna. Komió og skoóió þessa einstöku bifreió jururt hf Tékkneska bifreióaumboóió ó Ishndi AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIM! 42600 BriTR/vninG ÍÖRFIRI/EV ó/KÍROflG Nú þegar sumar fer í hönd, viljum við vekja athygli ykkar á PIONER plastbátum okkar. Þeir eru fáanlegir í 10 stærðum og gerðum. Þetta eru geysisterkir bátar, en mjög léttir og stöðugir, og sökkva ekki, en umfram allt eru þeir ódýrir. Því viljum við bjóða ykkur að líta við þar sem við erum til húsa, í Örfirisey, milli kl. 10 f.h. til kl. 6 e.h., og kynna ykkur að eigin raun þessa ágætu báta. UMBOÐSMENN: ►KRISTJÁN ó. ISKAGRIÖRÐ Hólmsgötu 4 — Reykjavík fSAFIRÐI: Netagerð Vestfjarða, sími: 3413. AKUREYRI: Eyfjörð, umboðs- og heildverslun, Gránufélagsgötu 48, sími: 22275. VESTMANNAEYJUM: H. Sigurmundsson hf., sími: 1112. Forsætisnefnd Noröur- landaráðs auglýsir lausa til um- sóknar stöðu fram- kvæmdastjóra forsæt- isskrifstofu Norður- landaráðs Framkvæmdastjórinn veitir forstöðu sameiginlegri forsætisskrifstofu Norðurlandaráðs i Stokkhólmi. Samkvæmt starfsreglum Norðurlanda- ráðs ræður forsætisnefnd ráðsins i stöðu framkvæmdastjóra rikisborgara einhvers annars Norðurlandanna en þess, sem starfsemin fer fram i. Gert er ráð fyrir, að ráðið verði i starfið til fjögurra ára frá 1. ágúst 1977, eða sem fyrst að þeim degi liðnum. Laun framkvæmdastjóra eru nú 9937 sænskar krónur á mánuði, samkvæmt launaflokki F 27 i Sviþjóð. Auk þess er ákveðin staðaruppbót og embættisbú- staður. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir framkvæmdastjóri forsætisnefndar, Helge Seip, Stokkhólmi, simi 14 10 00/196 eða Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis, simi 11560. Umsóknir skal stila til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidium) og senda forsætisskrifstofunni (Nordiska rádets presidiesekretariat, Gamla riksdagshuset, Faek, 103 10 Stockholm 2) fyrir 18. april 1977.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.