Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. aprll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Spasskí veiktist Hort til samlætis! — og ekkert verður telft í dag t gærkvöldi var miklu hvislað um að Hort væri enn veikur og hefði ekki hug á að tcfla viðureign slna við Spasski i dag. Erfitt getur þó verið að fresta skákinni, þvi báðir keppendur hafa tekið út sina þrjá veikindadaga, en hvað skyldi gerast ef Hort mætir ckki i dag? Erfitt cr fyrir Spasski að þyggja þann vinning sem þá iiggur á borðinu, þvi hann gerir sér trúlega manna best grein fyrir þvi, að Hort fórnaði einum sinna veik- indadaga til þess að gefa Spasski tækifæri á aukinni hvild að loknum uppskurðin- um. Hitt er cins vist að reglun- um samkvæmt er óhugsandi að fresta skákinni i dag nema með tilskipun frá FIDE, en ekki hefur verið leitað eftir sliku af háifu Horts né heldur Skáksam- bandsins. Þegar þetta er skrifað, klukkan hálftólf að kvöldi er i uppsiglingu stjórnarfundur hjá Skáksambandinu, en Einar S. Einarsson og fleiri forráðamenn hafa i kvöld dvalist á Hótel Loft- leiðum...væntan!ega I ein- hverjum samningaviðræð- um. Iivað þar fór fram er enn ekki vitað. Ekki hefur náðst til neinna þeirra stjórnarmanná sem voru i eldlinunni i þessum viðræð- um, en stóra spurningin er hvort Hort hyggist skrópa i tveggja skáka einviginu i dag, sem á að hefjast klukk- an fimm á Hótel Loftlciðum. Síðustu fréttir: Laust fyrir miðnættið til- kynnti Skáksamband islands að ekkert yrði af cinvigi Spasskis og Horts i dag. Ljóst var að Hort tapaði skákinni, þar eð hann ætlaði ekki að mæta en skyndilcga tilkynnti Spasski þá veikindi llka!! Eru báðir keppcndur þvi veikir i dag, og hvorug- ur... eða báðir, tapa þvi viðureigninni! Mun sú ákvörðun hafa vcrið tekin að fresta skákinni til nk. sunnudags kl. fimm. Jafnteflisleg biðstaða frá í gærkvöldi: Jón L. Arnason virðist eiga jafnteflismöguleika I biðstöðunni og um leið hillir undir ls- landsmeistaratitil til þessa sextán ára gamla stórefnilega skákmanns. Helgi ólafsson hafði allt að vinna I gærkvöldiog tefldi djarft til vinnings. Æsispennandi skák fór í bið! Helgi tefldi djarft til vinnings, en Jón náði hættulegu mótspili og jafnvel máthótunum Þeir Helgi ólafsson og Jón L. Árnason tefldu í gærkvöldi úrslitaskákina á Skákþingi islands í skákheimilinu viö Grensásveg. Böröust þarna tveir ungir og snjallir skákmenn, annar aðeins sextán ára gamall og dugði honum jafntefli til sigurs í mótinu. Um leið hefði þessi nýja stjarna,Jón L. Árnason, orðið yngsti skákmeistari islands frá upphafi, svo til mikils var að vinna. Helgi Ólafsson, sem er tutt- ugu ára gamall, hafði áður en þessi siðasta skák hófst náð 8 vinningum, og var hann hálfum vinningi á eftir Jóni. Helgi hafði hvitt ... og allt að vinna, eins og raunar skákstill hans i gær- kvöldi bar vitni um. Helgi tefldi að flestra áliti nokkuð djarft til vinnings og þegar þetta er skrifað klukkan hálftiu, að tveggja klukkustunda viðureign lokinni, þykir hann hafa örlitið betri stöðu, einkum vegna sterks riddara á miðborðinu. En Jón hefur teflt geysilega vel á Skákþinginu og ekki tapað einni einustu skák til þessa. Helgi kom hins vegar inn i mótið nánast beint úr flugi frá New York eftir strangt mót i Kali- forniu og þurfti hann fyrstu dag- ana að tefla daglega til þess að vinna upp þær skákir, sem frestað hafði verið vegna fjar- veru hans i byrjun. Margir áttu von á þvi að ferða- og skákþreyta sæti i Helga, en hann sýndi þó fram á allt annað enda þótt kvefpest hrjáði hann ofan á allt annað. Helgi vann hverja skákina á fætur annarri og stefndi hrað- byri að efsta sætinu ásamt Jóni. En þá kom áfallið. 1 fjall- göngu um páskana datt hann og ökklabrotnaði og varð að tefla illa á sig kominn strax daginn eftir. Tapaði Helgi þeirri skák og gerði siðan tvö jafntefli, þannig að útlitið var litt gæfu- legt. En hann náði sér þó aftur á strik, og með öruggum sigrum i siðustu skákunum hafði hann i gærkvöldi ennþá von um að há islandsmeistaratitlinum, sem blasti við Jóni. Engum duldist þvi i gærkvöldi að þar börðust sterkustu kepp- endur á Skákþinginu. Fjöldi áhorfenda gerði sitt til þess að magna andrúmsloftið spennu, sem báðir keppendur eru lik- lega nokkuð óvanir og á meðan stórmeistararnir Spasski og Hort hvildust fyrir átökin i dag beindust augu skákáhuga- manna að viðureigninni á Grensásvegi, sem greinilega ætlaði að verða liflegri heldur en nokkurþeirraviðureigna sem boðið hefur verið upp á i áskor- endaeinviginu á Loftleiðahóteli og i Hamrahliðarskóla. Klukkan rúmlega tiu i gær- kvöldi sátu þeir Margeir Pétursson og Asgeir Þór Arna- son, bróðir Jóns, sem báðir tefldu i landsliðsflokki og hrepptu 3. og 4. sætið, yfir stöðunni hjá þeim Helga og Jóni. Hafði Jón þá mjög i hótun- um að loknum 30 leikjum og sýndist mönnum staða Helga hin erfiðasta. Æs.ispennandi skák var i uppsiglingu, Helgi hafði fórnað öryggi fyrir sóknarfæri en svartur virtist hafa náð stórhættulegu mótspili sem hugsanlega kæmi hvitum endanlega á kaldan klaka. Klukkan tólf á miðnætti: Skák þeirra Helga og Jóns er farin i bið og er staðan fremur jafnteflisleg. Helgi smaug eins og áll úr greipum Jóns, sem hafði að þvi er virtist hættulegar máthótanir, en Helgi tók áhætt- una, tefldi djarft.... og slapp úr netinu. 41. Biðskák. Hvitur lék biðleik Hefur hann i biðstöðunni yfir- burði i peðastöðunni, en hæpið er að það nægi til vinnings. Hin hörkuskemmtilega skák þeirra i gærkvöldi tefldist þannig: Hvitt:Hclgi ólafsson Svart: Jón L. Arnason Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-Rc6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-e5 6. Rdb5-d6 7. Bg5-a6 8. Ra3-b5 9. Bxf6-gxf6 10. Rd5-f5 11. cxf5-Bxf5 12. c3-Be6 13. Rc2-Bg7 14. Rce3-Re7 15. g4-Rxd5 16. Rxd5 0-0 17. h4-Hc8 18. Bg2-Hc5 19. Be4-f5 20. gxf5-Bxf5 21. Bxf5-Hxf5 22. Dg4-Hf7 23. 0-0-0 Dc8 24. f3-Hc4 25. Dxc8+-Hxc8 26. Hd3-Hcf8 27. Hh3-Bh6+ 28. Kc2-a5 29. Kb3-e4 30. fxe4-Hf2 31. Re3-He2 32. Rdl-Bcl 33. a4-bxa4 + 34. Kxa4-Hb8 35. Kxa5-Bxb2 36. Hhc3-Hc2 37. Hxd6-Bal 38. Hg3 + -Kf7 39. Hb6-Hd8 40. Hf3 + -Ke7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.