Þjóðviljinn - 19.04.1977, Side 2

Þjóðviljinn - 19.04.1977, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. april 1977 Skrifið — eða hringið í síma 81333 Geir og Co. minnist þess að nú styttist í kosningar Þaö leikur mörgum forvitni á aö vita hverslags þjóöflokkur atvinnurekendur eru, hvort þeir eru af óæðri kynstofni eöa óæöri verum. Að þeir dirfist aö bera á borö smánarsamninga aftur á bak, þrælahaldi i likingu viö svartnætti frumskóga. Aö ætla sér aö lengja vinnutimann i 48 stundirveröur aldrei samþykkt. Hér er 40 stunda vinnuvika og öllu heldur ætti hún aö fara niö- ur i 38 stundir meö óskertum launum jafnframt þvi sem kaup ætti að hækka upp aö 50 þúsund krónum á viku hjá eyrarkörl- um. Að bjóða frystihúsafólki og öðrum smánarkjör er hróplegt ranglæti. Geirog Co. i myrkraherbergj- um ihalds skulu minnast þess aö óöum styttist i kosningar. Viö launafólk látum ekki vaöa ofan i okkur með aurugum skónum éins og nú stendur fyrir dyrum. Viö munum ekki gefa eftir og þá mun harka færast i verk- fallsvörslu. Nú er mælirinn full- ur. Heiknisdæmi atvinnurekenda er sjálfsagt litlu betra en helgi- dagaþvæla Morgunblaðsins sem einkennist af heimsku og öllu heldur aulahætti. Rikisstjórnin auglýsir best sinn mafiuhátt fyrir þessa samninga, þar kem- ur fram sá innri maöur sem i henni býr. Meö virðingu fyrir atvinnurek- endum, rikisstjórn Islands. Bifvélavirki 9908-715: Ljósm.: GEL Myndarlegt tíma- kaup í Slippnum? Kona nokkur hafði samband við blaöiö og sagði farir kunn- ingja sins ekki sléttar. Hafði hann brugöið sér til Slippfélags- ins með timbur i byggingu sina og beðið um aö fá þaö heflaö og sagað. Málið var auðsótt, enda slik þjónusta veitt hverjum sem vill, og vann einn maður við vél- arnar sem á skammri stundu snyrtu timbrið til eftir óskum eigandans. Alls tók vinnan um eina klukkustund, en þegar reikn- ingurinn kom heföi þó mátt ætla að um stærra verkefni heföi veriö að ræða. Var timbureig- andanum nefnilega gert að greiða fyrir þetta viövik heilar þrjátiuþúsund krónur!! Og eöiilega spyr konan: Er hægt aö bjóöa upp á svona okur i mörg ár án þess aö nokkur láti frá sér heyra opinberlega? Komast menn upp með hvaö sem er i þessu verðbólguþjóö- félagi? Svona nokkuð er a.m.k. ekki til þess að draga úr hinni hröðu verðbólgumyndun. Trotskí var hans fjandi Viltu koma i parti? Hvar er parti? Býður þú i parti? Allir i parti á Barónsstig 58! Skemmtanalifið á Islandi er sérstætt og setningar á við þær hér aö ofan hljóma gjarnan þeg- ar striðir straumar fólks renna út úr gapaldri veitingahúsanna að loknum dansleikjum. Svo lendir maður einhvers staðar i partii, kannski hjá blá- ókunnugu fólki, hefur einhvern veginn þvælst með. Eina dimma vetrarnótt lenti ég óvart i partii vestur á Sel- tjarnarnesi og þar var ungt og róttækt fólk. Upp hófst orðaskak um pólitik og ég fór að ræða við geðfelldan mann sem sagðist eiga þekkt ljóðskáld fyrir móðurbróður. Þetta skáld er kunnugt fyrir rómantiskar og lyriskar náttúrustemmningar. Þó að geðfelldi maðurinn væri greini- lega upp með sér af þessari frændsemi vildi hann ræöa póli- tik. Trotski var hans fjandi. Hann byrjaði að tala gegn Trotski og æsa sig upp gegn Trotski, ekki bara kenningum hansheldur manninum sjálfum. Smám saman æsti hann sig meira og meira og ég horföi hissa á. Ég sem hélt að Trotski væri löngu dauður og þyrfti ekki að æsa sig svona út af honum. Mér hefur meira að segja þótt Trotski svona heldur notalegur maður og stilisti var hann góð- ur. Þetta minnir mig lika á að einu sinni lenti ég i aö skoöa risastórt Leninsafn i Rússlandi sem byggðist mest á ljósmynd- um úr lifi Lenins. Þar sem allir myndatextar og útskýringar voru á rússnesku, sem ég skil ekki, setti ég mér það mark að ganga um þessa endalausu sali og vita á hversu mörgum myndum hinni kunnuglegu ásjónu Trotski brygði fyrir. En það er sama hversu grandskoðaðar myndirnar voru og hversu margar myndir voru skoðaðar hvergi sást nánasti samstarfsmaður Lenins i bylt- ingunni. Þarna voru þó hóp- myndir, nefndamyndir, funda- myndir og alls konar myndir. En hvergi sást Trotski! Þetta þótti mér undarlegt. Og partiið hélt áfram. Einhver hjú voru farin að kyss- ast út i horni og feitlaginn piltur var sofnaður i stól. Geðfelldi maðurinn hélt áfram að hatramast út i Trotski, með skitkast út I mann- inn eins og hann vildi hann út úr heimsmyndinni. Skyndilega hjó ég I umræðu- efnið og sagöi: Asskoti er hann frændi þinn gott ljóðskáld. Geðfelldi maðurinn gapti augnablik og siðan breiddist stolt úr munnvikum um allt andlit. Svo var farið aö tala um lyriskar stemmningar fyrir norðan og fannst mér það betra. En nú virtist partiið vera búið þvi að við vorum bara orðnir tveir eftir i stofnunni. Hinir höfðu gufað upp. Ekki hef ég hugmynd um hvert. Svo rölti ég heim til min i morgunsárið og hugsaði um Trotski. —GFr ALDARSPEGILL Ur íslenskum blöðum á 19. öld Er það ekki listileg leiðtogamennska fyrir lýðinn, piltar, sem saman stendur ekki af öðru en durgshátt og þjösnaskap, öfund og rógi við sjer meiri menn; í hausavíxlum á rjettu og röngu, sönnu og ósönnu, ef um vild eða óvild er að að tefla, hagsmuni eða óhag; í fleðuiátum við höfðafjöldann, í því skyui að hafa bylli hans og fJei °g e^ki síður við höfðingja, sje af því hagsmuna von; í dindilmennsku aptan í skríl- skrumuruin; í aula- og andhælisskap, amlóða- hætti og steihblindni á hvað eina, spm ti) þjóðþrifa horflr; í sjorgæðingsskap og sjer- plægni, roluhætti og rangsýni? tsafold 22. sept. 1894

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.