Þjóðviljinn - 19.04.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.04.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Óvænt sumar- gjof A morgun, siðasta vetrardag, efnir Rithöfundasamband tslands til bóksölu á Bernhöftstorfunni til ágóða fyrir sambandið. Þar verða seldar bækur sem eftirtald- ir bókaútgefendur hafa gcfið af þessu tilefni: Almenna Bóka- félagið, Helgafell, Iðunn, tsafold, Mál og menning, Skuggsjá og örn og Örlygur. Bækurnar eru allar áritaðar af höfundum og seljast innpakkaðar svo að enginn veit hvaða bók hann hreppir. Hver bókapakki kostar 1500 krónur. Bóksalan stendur frá kl. 10 til 18 og vonast Rithöfunda- sambandið til að sem flestir eign- ist óvænta sumargjöf. Smith fær frjálsar hendur Salisbury 18/4 reuter — Sérstök ráðstefna sem stjórnarflokkur Ian Smiths i Ródesiu efndi til um helgina veitti honum frjálsar hendur til að semja um framtiðarstjórnskipan i landinu. Hægriarmur flokksins lagði til i upphafi ráðstefnunnar að barist yrði gegn valdatöku blökku- manna þar til yfir lyki en hann reyndist litlu fylgi eiga að fagna meðal fundargesta. Meirihlutinn var þeirrar skoðunar að ekkert vit væri i að framlengja striðið gegn frelsissamtökum blökku- manna þvi valdataka þeirra væri óhjákvæmileg. Voru þvi sam- þykktar tillögur þar sem stjórn- inni eru gefnar frjálsar hendur i samningum en þó verður hún að hafa stefnu og grundvallarreglur flokksins að leiðarljósi. Halldór Laxness „Manna- börn eru merkileg” Afmælisdagskrá i Þjóðleikhúsinu i tilefni 75 ára afmœlis Halldórs Laxness A laugardaginn verður flutt i Þjóðleikhúsinu upp- lestrar- og söngvadagskrá i tilefni 75 ára afmælis Hall- dórs Laxness þann dag. Dagskráin nefnist „Mannabörn eru merkileg” og verður aðeins flutt i þetta eina sinn. Briet Héðinsdóttir hefur tekið dagskrána sam- an og stjórnar henni. Flytj- endur eru tiu leikarar, auk Þuriðar Pálsdóttur og Guð- rúnar Kristinsdóttur. Á af- mælisdagskránni er fjöl- breytt úrval úr verkum skáidsins. Hún hefst kl. 15. á laugardag og er aðgöngu- miðasala þegar hafin. Frá kynningar- viku náttúru- verndar- félaganna A kynningarviku náttúru- verndarfélaganna i Norræna húsinu kl. 20.30 i kvöld ræðir Helgi Hallgrimsson um nátt- úrufar og náttúruvernd á Norðurlandi. Hjörtur Eldjárn Þórarins- son ræðir um náttúruvernd og búskap. Páll Pétursson, alþm., tal- ar um virkjunarmál og fyrir- hugaða stóriðju á Norður- landi. Sýndar veröa litskugga- myndir frá Mývatnssveit og Jökulsárgljúfrum. —mhg Heildarfiskaflinn fyrstu 3 mánuöi ársins: Tvö VL- r i r 1 •• • mal a donnm i Hæstarétti I dag hefst munnlegur mál- flutningur I Hæstarétti i máli VL- manna gegn Guðsteini Þengils- syni, lækni. Þá er á dagskrá Hæstaréttar munnlegur mál- flutningur i máli VL-manna gegn Degi Þorleifssyni, blaðamanni Þjóðviljans, og ábyrgðarmanni blaðsins til vara, Svavari Gests- syni. Fer hann fram þriðjudaginn 26. þessa mánaðar. Að loknum málflutningi verða málin dóm- tekin, og kveðinn upp dómur án mikils dráttar. Stjórnar- herinn í Zaire sœkir fram Læriö skyndihjólp! RAUÐI KROSS ÍSLANDS Kinshasa 18/4 reuter — Að sögn diplómata I Kinshasa, höfuðborg Zaire, gegna marokkönsku her- mennirnir sem sendir voru til Zaire þýðingarmiklu hlutverki að baki viglinunnar en forðast að lenda I beinum hernaðarátökum við innrásarliðið i Shaba-héraði. Opinberar fregnir af bardögun- um, komnar frá stjórn Mobutos, herma að sameiginlegar hernaö- araögerðir stjórnarhersins og hermannanna 1.500 frá Marokkó séu farnar að bera árangur og hafi hersveitir innrásarmanna veriðhraktar 20 km til vesturs frá hinni mikilvægu koparnámuborg Kolwesi. Diplómatar segja að markmið aðgeröanna viröist vera að endurheimta borgina Mutshatsha sem innrásarmenn- irnir náðu á sitt vald fyrir nokkru. Sæki stjórnarherinn fram I tvær áttir en marokkönsku hermenn- irnir fylgja þeim eftir og annast flutninga oþh. Diplómatarnir bæta þvl við aö Mutshatsha hafi ekkert hernaðarlegt gildi en end- urheimting hennar væri nauösyn- leg til að hressa upp á andann i liði Mobutos. í ábyrgðartryggingu hjá okkur 1977 með iögjald kr. O.ow Ökumenn þeirra hafa ekki valdið tjóni í samfleytt 10 ár. Þeir fá eitt ár iðgjalasffítt, og spara ser þar með 13,1 milljón króna. SAMVIMHTRYGGINGAR GT ÁRMÚLA3 SÍMI 38500 MuniA alþjóAlegt hjálparatarf RauAa krosains. RAUOI KROSSÍSLANDS 250 þús. lestum meiri en í fyrra Heildarfiskaflinn fyrstu 3 mánuði þessa árs var 692.498 lestir, en var fyrir 3 fyrstu mán- uði ársins 1976 450.323 lestir, eða nærri 250 þús- und lestum meiri i ár. Togaraaflinn var 57.366 lestir fyrstu 3 mánuði þessa árs en 50.115 i fyrra. Loðnuaflinn var 546.875 lestir i ár en 332.022 i fyrra. Bátaaflinn, það er hin eiginlega vetrarvertið, var fyrstu 3 mánuði þessa árs 83.654 lestir en var i fyrra 64.022 lestir. Hér fylgir skýrsla frá Fiskifé- lagi tslands um heildarfiskafla landsmanna fyrstu 3 mánuði árs- ins i ár og 1976. I. BOTNFISKAFLI: .... SflSáíSítfiÍJtílSL ‘ Vestm. /Stykkishólmur. Vestfirðir Norðurland Austfirðir ■ Landað erlendis • b) Togaraafll alls:. Vestm. /Stykkishólmur Vestfirðir Norðurland . . - Austfirðir — Landað erlendis II. LOÐNUAFLI: .. III. RÆKJUAFLI: - - - IV. HÖRPUDISKUR: - V. ANNAR AFLI: . HEILDARAFLI ALLS: J!an - Marx (léstlr ósl) Bráðabirgða- tölur 1977 Bráðabirgða- tölur 1976 Endanlegar tölur 1976 141.020 112.607 114.137 83.654 64.160 64.022 58.762 11.727 7.027 ‘ ' 6.138 0 57.366 21.645 9.884 16.854 7.782 1.201 45.460 11.096 3.541 3.476 587 48.447 17.371 7.759 14.554 4.745 4.018 44.248 11.114 4.010 4.065 585 50.115 17.940 7.858 15.497 4.704 4.116 546.875 331.000 332.022 3.543 3.079 3.173 988 443 444 72 0 547 692.498 447.129 450.323

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.