Þjóðviljinn - 19.04.1977, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.04.1977, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. aprll 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Ctgáfufétag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar:Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. 'Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Þrjár villu- kenningar Ihaldsmálgögnin hafa að undanförnu lagt áherslu á þrjú atriði til þess að hamla gegn sjálfsögðum og rökréttum kröfum verkafólks um verulegar launahækkanir. Þessi þrjú atriði eru: 1. Hærra kaup hefur i för með sér meiri verðbólgu. 2. „Atvinnuvegirnir” þola ekki hærra kaup. 3. Hærra kaup láglaunafólks þýðir betri kaupmátt hálaunamanna. Þessum atriðum hefur margoft verið svarað hér iÞjóðviljanum, en nauðsynlegt er að endurtaka eftirfarandi: 1. Krafan um kauphækkun er svar við verðbólgustefnu rikisstjórnarinnar. Rikisstjórnin hefur visvitandi magnað verðbólguna til þess að lækka kaupið eins og ma. hefur verið sýnt fram á i skýrslu OECD. í nýlegri könnun sem gerð hefur verið og Lúðvik Jósepsson segir frá i grein i Þjóðviljanum sl. sunnudag kemur fram að orsakir verðbólgunnar sl. þrjú ár skipt- ast þannig: A. 20% verðbólgunnar eiga rætur að rekja til erlendra verðhækkana. B. 48% verðbólgunnar stafa af beinum ákvörðunum stjórnvalda. C. 32% verð- bólgunnar eiga rætur að rekja til kaup- breytinga. Á sama tima og visitala framfærslu- kostnaðar hefur hækkað um 182% hefur kaup skv. 6. taxta Dagsbrúar hækkað um 149,4%. Á undanförnum árum hægri- stjórnarinnar hefur opinber þjónusta hækkað um 157-315% eftir tegundum, og nú þarf um það bil tvisvar sinnum fleiri krónur að greiða fyrir hverja einingu er- lends gjaldeyris en áður var nauðsynlegt. Þannig er ljóst að það er ekki hærra kaup sem leiðir af sér hærri verðbólgu, það eru stjórnvaldsráðstafanir sem hafa magnað verðbólgu undanfarinna ára og krafan um kauphækkanir nú er svar við þeim ráðstöfunum. 2. Þjóðviljinn hefur i mörgum forystu- greinum sýnt fram á það að verðlag á út- flutningsafurðum okkar hefur hækkað svo að undanfömu að með þvi einu að dreifa þeim ávinningi yfir þjóðfélagið er unnt að hækka allt kaup mjög verulega. Jafn- framt hefur Þjóðviljinn sýnt fram á að með ýmisskonar ráðstöfunum má spara i kerfinu miljarða króna, til dæmis hefur verið sýnt fram á með tilvitnunum i breskan verslunarmálasérfræðing að unnt er að lækka vöruverð um 10-15% með þvi að leggja heildverslunarmilliliðinn niður. Það er staðreynd að þau fyrirtæki, sem ekki geta greitt hærra kaup en nú er gert, em ekki rekin þannig að eðlilegt sé að halda þeim áfram; þau fyrirtæki verða að fara á hausinneins og það er kallað. Það væmþjóðþrif en ekki tjón af neinu tagi. Það er dýrt fyrir aiþýöu þessa lands að bera á bakinu einkaeyðslu og lúxuslifnað svokallaðra eigenda framleiðslutækj- anna, utanlandsferðir þeirra, Arnarnes- hallir og einkabilakost. Að ekki sé minnst á verðbólgubraskarana sem hirða pening- ana, spariféð út úr bönkunum, fá rikis- ábyrgðir á lánum, sem skerðast i verð- bólgunni meðan braskararnir hirða sitt á þurru með steinsteypufjárfestingu. Þetta er kerfið sem þarf að brjóta niður, báknið sem þarf að hverfa, báknið sem er að sliga launamenn þessa lands. Alþýðan þolir ekki þetta kerfi, atvinnuvegirnir þola ekki þetta bákn einkagróða og verðbólgufjár- festingar. 3. Loks er málflutningur ihaldsaflanna byggður á þvi, að kauphækkun láglauna- manna þýði aðeins kauphækkanir til handa þeim sem hæst hafa launin þegar allt kemur til alls. Þessa áróðurskenníngu setja ihaldsöflin fram til þess visvitandi að reyna að kljúfa verkalýðshreyfinguna þegar einingar er þörf. Þessa kenningu setja ihaldsöflin fram, enda þótt öllum sé ljóst að hún stangast á við staðreyndir, þær staðreyndir að verkalýðssamtökin hafa sett launajöfnun efsta á blað.sem meginmarkmið sitt. Verkalýðshreyfingin er staðráðin i að knýja það fram, enda er það forsenda sigurs að samstaða náist i baráttu og við kjarasamninga um þetta markmið, sem eitt er i samræmi við hug- sjónir verkalýðssamtakanna, þær hug- sjónir að breyta þjóðfélaginu i átt til jafnaðar og réttlætis. Þrjár villukenningar ihaldsaflanna eruþess vegna allar helber fjarstæða. Það þurfa allir að gera sér ljóst nú þegar þáttaskilin nálgast, þegar aðeins fáeinir dagar eru þar til allir kjarasamningar i landinu renna út. Merkileg menningar- stofnun í ihaldsblööunum er stundum veriö aö nöldra út I starfsemi Norræna hússins, og „svarthöfö- ar” halda þvl fram aö hún sé eitt allsherjar samsæri róttæklinga. En ihaldspressan á sinar góöu stundir og mættu menn vel taka eftir þeim réttsýnisvotti i garö Norræna hússins, sem örlaöi á i Reykjavikurbréfi Morgunblaös- ' ins sl. sunnudag: „Þaö er ómetanlegt fyrir okk- ur, þegar merkt skáld og menningarmaöur á borö viö Thorkild Björnvig sækir okkur heim. Þegar slíkir menn koma til . tslands og flytja fyrirlestra, kem- ur betur i ljós en 'oft endranær hve mikil og merkileg menningar- stofnun Norræna húsiö er og hve mjög viö getum aukiö tengsl Is- lands viö bræöraþjóöirnar á Noröurlöndum, en á þvl er ekki vanþörf, svo mjög sem stórveldin reyna aö efla áhrif sin hér á landi — og þá meö ýmiss konar menningarstarfsem i eins og kunnugt er.” Köld kveðja Svarthöföi i Visi er ekki lengi aö henda þessi jákvæöu ummæli á lofti og þykir Morgunblaöiö fara hressilega út af linunni. Hann lik- ir þvl viö nytsaman sakleysingja og segir: Þrátt fyrir undanekningar stendur þvi óhaggaö aö Norræna húsiö hefur þörf fyrir algjöra stefnubreytingu hvaö snertir dag- skrárefni. Hingaö til hafa allir forráöamenn þess átt jafna sögu hvaö snertir val á viöfangsefnum og þessi viöfangsefni hafa af stærstum hluta snúist meö einu eöa ööru móti upp I aö veröa nokkurskonar andóf gegn vilja mikils meirihluta landsmanna i samstarfsefnum viö aörar þjóöir. örfáar undantekningar breyta engu þar um, og ekki heldur skrif eins og i siöasta Reykja- vikurbréfi. Þaöan af siöur sú blá- eyga stjórn sem fer meö mál Norræna hússins. Þetta er óþverrakveöja til allra þeirra fjölmörgu norrænu menn- ingarfrömuöa, sem heimsótt hafa Norræna húsiö frá þvi aö rekstur þess hófst, og aö sjálfsögöu fráleit ásökun. Þaö sem þvert á móti hefur einkennt starfsemina frá upphafi er fjölbreytni i viöfangs- efnum og gestavali, enda er hún lykillinn aö þeirri velgengni sem Norræna húsiöhefur átt aö fagna. En sumir sjá aldrei skóginn fyrir tr jánum. Karvel í heimsljósi Umræöur um innri málefni Alþýöuflokksins eru orönar fyrir- feröarmiklar I Morgunblaöinu. Slöast skrifar Finnbjörn Hjartar-' son, prentari, skemmtilega hug- leiöingu um nauösyn þess aö efla „lýöræöissinnaöan verkamanna- flokk” á móti „öfgaflokkum, and- stæöum lýöræöi og frelsi”. Sér- staklega er Finnbjörn óttasleginn vegna hættunnar á þvl aö þessi öfl nái „lykilstööu á Vestfjöröum”, ef Alþýöuflokkurinn gleypir ekki Karvel og hans liö. Finnbjörn varpar fram þeirri kenningu aö bræöingurinn á Vestfjöröum geti haft viölika afleiöingar fyrir „frelsis og lýöræösiþróun” og „móralismi” Carters Banda- rikjaforseta og kosningarnar á Indlandi. Þar meö eru Vestfiröir komnir I sitt rétta heimssögulega samhengi, og brýn þörf á aö koma þessum skarplegu athuga- semdum á framfæri viö heims- pressuna, svo aö framboösraunir krata og SFV á Vestfjöröum fái þar veröskuldaöa athygli eins og Carter og Indland. Svo segir Finnbjörn: Hugsað til Vestfjarða „Eftir hinar skeleggu yfir- lýsingar J. Carters um mannrétt- indi, sem afhjúpa þankagang Rússa, þegar „kröfum” er beint aö þeim, kröfum um freisi og mannréttindi, þá eru hótanir og illmæli þaö, sem frá þeim kemur, Finnbjörn Hjartarson og þarf raunar ekki aö koma mönnum á óvart. En þrátt fyrir þau ilimæli heldur Carter slnu striki og enginn getur séö fyrir hve miklu þaö kemur til ieiöar, til góös fyrir lýöræöi og frelsi. En eitt er vist, ÞAÐ ER EKKERT LITIÐ. Annaö er þaö, sem á eftir aö hafa mikil áhrif á viögang lýöræöis I heiminum, en þaö eru kosningarnar á Indlandi, sem hljóta aö vera öllum frjálsum mönnum gleöiefni, en önnur stærsta þjóö heimsins fyikir sér undir merki lýöræöisins. Sú þjóö, sem oft er talin snauöust af ver- aldargæöum. Þá veröur manni ósjálfrátt hugsaö heim i allsnægt- irnar, hugsaö til Vestfjaröa, hvort viö berum gæfu til aö taka þátt I þeirri öldu frelsis og lýöræöis, sem fer um heiminn. Eöa hvort viö leikum okkur aö þvi, sem aö okkur snýr og búum meö þvi I haginn fyrir öfgaflokka og ein- ræöi’.’ —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.