Þjóðviljinn - 19.04.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.04.1977, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. april 1977 WÓÐVILJINN — SIÐA 5 Afkoman ákaflega ótrygg Rætt er um að draga saman seglin, segir Jón Kristinsson formaður félagsins I dag, 19. apríl, heldur eina atvinnuleikhúsiö utan Reykjavíkur upp á 60 ára afmæli sitt. Þennan sama dag komu 14 manns saman til fundar í Gútemplara- húsinu á Akureyri og ákváðu að gera aðra til- raun til að stofna Leik- félag Akureyrar. Tíu árum áður hafði fyrsta tilraunin veriðgerðen hún fór út um þúfur fjórum árum síðar. A þessum 60 árum hefur félagið frumsýnt 166 verk og reyndar einu betur þvi á föstudaginn var frumsýndi það italska gaman- leikinn Afbragð annarra kvenna eftir Carlo Goldoni undir stjórn finnska leikstjórans Kristinar Olsonis. Með þieirri sýningu eru sýningar leikfélagsins orðnar 1851 talsins. Plássið leyfir ekki að saga félagsins sé rakin hér og verður um þaö efni að visa til myndar- legs afmælisrits sem LA hefur gefið út i tilefni af þessum tima- mótum. Við slógum hins vegar á þráöinn til Jóns Kristinssonar formanns stjórnar LA og báöum hann að segja okkur helstu fréttir af högum félagsins um þessar mundir. Einkum lék okkur for- vitni á að vita hvernig rekstur at- vinnuleikhúss i 12 þúsund manna bæ gengi, en sá rekstur hófst haustið 1973. — Það verður að segjast eins og er að rekstrarafkoman er ákaf- lega ótrygg. Félagið var lengst af rekið sem áhugamannaleikhús en þegar frumsýningar voru orðnar 5-6 á ári hverju var orðið erfitt að fá fólk til að leggja á sig alla þessa vinnu fyrir litla sem enga þóknun. 1 . september 1973 var þvi tekin sú ákvörðun að ráða 12- 14 manns i 3/4 hluta úr starfi niu mánuði ársins. Þannig var þaö fyrst en gafst ekki vel svo fast- ráönum leikurum var fækkaö nið- ur i fimm sem eru ráðnir i fullt Starf allt árið. Auk þess er leik- hússtjóri I fullu starfi og leik- mynda- og búningateiknarar I hálfu starfi. En það hefur samt sem áöur reynst erfitt að standa I skilum með laun fólksins auk þess sem enn verður að reiða sig mikið á á- hugamennskuna. Aukavinna er ekki greidd og áhugamenn fá svona 150-200 krónur á timann fyrir æfingar. Viö höfum hér á Akureyri ýmiss konar menning- arstofnanir eins og bókasafn, náttúruminjasafn o.fl. og starfs- fólk þeirra fær sin laun greidd undanbragðalaust. Við eigum hins vegar i mesta basli. Þetta finnst okkur ekkert réttlæti og við gerum þá kröfu til yfirvalda að þau skilji að leikfélagið á i þess- um efnum að sitja við sama borð og aðrar menningarstofnanir. — Hvernig er aðstoö rikis og bæjar við starfsemina háttað? — 1 ár fáum viö 5 miljónir frá rikinu og 6.5 miljónir frá Akur- eyrarbæ. 1 fyrra voru þessar upp- hæðir 4 og 4.5 miijónir og námu þá 53% af veltu félagsins. Það er tal- ið að atvinnuleikhús þurfi að fá aðstoð sem nemur uþb. 70% af veltunni það má segja að hækk- unin nú hafi verið töluverð en það er nú dýrtíðin lika svo þaö er enn langur vegur i að öruggur grund- völlur hafi skapast fyrir starf- semi félagsins. Hallinn á rekstr- inum nam I fyrra 1.5 miljónum en það er nokkurn veginn alveg sama upphæð og við greiddum rikinu I söluskatt. Ef við berum okkur saman við leikhúsin i höfuðborginni sjáum við að Þjóðleikhúsið hefur liðlega 160 miljónir af fjárlögum og Leik- félag Heykjavikur hefur amk. 50% hærri styrk frá rikinu en við auk þess sem Reykjavikurborg hefur tekið að sér að greiða laun allra fastráðinna starfsmanna. Okkur finnst við ekki sitja við sama borð og hin leikhúsin þvi viö frumsýnum aö ég held ekki færri verk á hverju ári en Leikfélag Reykjavikur þótt sýningar séu auðvitað færri. Þar við bætist að við þurfum ætið að sækja leik- stjóra langt að og hefur það reynst ærið erfiður biti i háls, sem Reykjavikurleikhúsin losna viö. — Attu von á þvi að viðhorf yf- irvalda breytist til batnaðar á næstunni? — Ég geri mér grein fyrir þvi aö svona hlutir þurfa sinn aðlög- unar- og þróunartima. Viö höfum orðiö vör við rikan skilning á þörf- um okkar i viðræðum við yfir- völd. En það er eins og hann hald- ist ekki i hendur við framkvæmd- irnar þegar að fjárveitingum kemur. — Hvernig metur þú fram- tiðarhorfurnar? — Það er ansi erfitt að segja til um hvert framhaldið verður. Viö Núverandi stjórn Leikfélags Akureyrar. Fremri röð frá vinstri: Saga Jónsdóttir ritari, Jón Kristinsson formaður og Sigurveig Jónsdóttir varaformaður. Aftari röð: Marinó Þorsteinsson meðstjórnandi, Ey- vindur Erlendsson leikhússtjóri og Guðmundur Magnússon gjaldkeri. Tveir þeir siðarnefndu eru nú að hætta störfum sinum hjá félaginu. vitum ekki enn hvernig við förum afmælishátiöina. Svo mun Ey- að þvi að mæta tapinu sem varð á vindur Erlendsson láta af störf- sl. ári og það setur sinn skugga á um sem leikhússtjóri i vor og okk- ur hefur ekki enn tekist að ráöa mann I hans stað. Það virðist vera ákaflega erfitt að draga fólk frá Reykjavik. Þetta hefur gert það að verkum að við höfum ekki getað gert neinar áætlanir fyrir næsta ár. Það hefur verið rætt um að draga saman seglin og etv. verða frumsýningar ekki nema fjórar á næsta leikári.En það er of snemmtað fullyrða nokkuð, þetta ræðst af þvi hvern tekst að fá til leikhússtjórnar og hver viðhorfin verða þegar farið verður að gera áætlanir fyrir næsta leikár, sagði Jón Kristinssori. Þess má geta hér i lokin að hús- næði það sem Leikfélag Akureyr- ar hefur alið allan sinn aldur i er nú oröið sjötugt og er enn eina at- hvarf félagsins. 1 aöalskipulagi Akureyrar er gert ráð fyrir nýju leikhúsi en meira er ekki vitað um það. 1 afmælisritinu gerir Jón Kristinsson nokkra grein fyrir húsnæðismálum félagsins og leggur hann þar til að ráðist verði i viðbyggingu við gamla leikhúsið meðan beðið er ákvarðana stjórn- valda um nýtt leikhús. —ÞH Nýtt happdrættisár IVö einbýlishús! Búum öldruðum áhyggjulaust ævíkvökl Happdrætti DAS Furulundur 9, Garðabæ útdregið í júlí að verðmæti 25 millj. og aóalvinningur ársins Hæðabyggð 28, Garðabæ útdregiö í apríl að verðmæti 30 milljónir. 300 utanferðir á 100, 200 og 300 þúsund krónur hver. 100 bílavinningar á hálfa og eina milljón - þar af eru þrír valdir bílar: Mazda í Maí Simca í Ágúst Capri í Október. 10 íbúðarvinningar á 3 og 5 milljónir. Ótal húsbúnaðarvinningar á 10, 25 og 50 þúsund hver. Sala á lausum miðum er hafin og einnig endurnýjun flokksmiða og ársmiða. BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík: Seltjarnarnes, Laufásvegur, Hverfisgata, Kvisthagi ÞJÓÐ VLLJJNN Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna' Síðumúla 6 — sími 81333 Leikfélag Akureyrar 60 ára

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.