Þjóðviljinn - 19.04.1977, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 19.04.1977, Qupperneq 7
Þriftjudagur 19. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Ég er enn sem fyrr trúuð á að sigur vinnist ef verkafólk stendur af einlægni saman. ...Það er ömurlegt að heyra fólk, sem aldrei sækir fundi og ekkert leggur jákvætt til mála skammast yfir hvað lítið það ber úr býtum. Aöaiheiður Biarnfreösdóttir EF SVOILLA FER t>aö er máske aö bera I bakkafullan lækinn að minna á þá merkilegu samþykkt, sem gerö var á 33. þingi Alþýöusam- bands Islands, aö sameiginleg krafa verkalýöshreyfingarinnar i komandi kjarasamningum skyldi vera 100 þúsund króna lágmarkslaun. Út af fyrir sig var þaö eitt merkilegt, að nil er talaö um lágmarkslaun. Loks- ins var láglaunafólkinu nóg boö- iö. Það kraföist launa, sem nálguöust þaö aö hægt væri að lifa af dagvinnutekjunum. Þaö geröi einnig aöra kröfu, — kröfu um launajöfnuö, um aö horfiöyröi frá þvi aö láta pró- sentuhækkun ganga upp f gegn- um allan launastigann. Og þeir sem betur eru settir komu á Al- þýöusambandsþinginu til móts við félaga sina og samþykktu þá stefnu, sem þar var mörkuö ein- róma. Vissulega voru þaö mikil tiöindi og góö. Þjóöviljinn, Alþýöublaöiö og fleiri vinstri blöö tóku undir og lýstu eindregnu fylgi sinu viö samþykktir Alþýöusambands- þingsins. Gylfiog Benedikt báru fram tillögu um það á Alþingi aö lögfesta 100 þúsund króna lágmarkslaun til vorsins. Varö nú hljótt um máliö fram yfir áramót, nema hvaö félög, sem héldu fundi, lýstu fylgi sinu viö kröfurnar. Kjaramálaráöstefna A.S.Í. i febrúar 1977 geröi einnig slna samþykkt, er var samhljóða samþykktum Alþýöusambands- þingsins I öllum meginatriðum. Krafan um 100 þús. króna lág- markslaun miöaö viö verölag i nóvembermánuöi s.l. og siöan fullar vlsitölubætur á þau laun skyldi hafa algeran forgang I kjarasamningunum. Þó var eins og þar vantaði hreinan tón. Sú ónotatilfinning læddist aö, aö sumir væru byrj- aðir að vefja'-málin og flækja. Siöan eru mál áfram á hreyf- ingu. B.S.R.B. heldur launaráð- stefnu og þar eru mótaöar kröf- ur sem þeir kenna viö launa- jöfnuö, 30 launaflokkar og 5 þús. krónur jafnan á milli flokka, en siöan visitölubætur reiknaöar aö fullu I prósentum á allan launastigann. — Skyldu launin jafnast viö þaö? Svo fóru atvinnurekendur aö láta frá sér heyra. Þeir sögöust ekkert kaup geta hækkaö. Þaö hafa þeir vist aldrei getaö. Rikisvaldiö telur möguleika á 4% launahækkun! Ekkert heyr- ist frá Alþingi, nema hvaö þeir dunda við að ræöa um bjórinn. I einhverju blaöi sá ég þaö sem frétt, aö alþingismenn hefðu litiö fyrir stafni siöustu vikur. — Um 50 þúsund menn eiga I vinnudeilu, og máske eru verkföll á næsta leiti. Rikið tekur nokkra miljaröa i erlend- um lánum, nokkrir miljaröar hristast við Kröflu, — en Alþingi hefur litiö aö gera. Samningar I kjaradeilunni hafa gengiö hægt. Deilunni var visaö til sáttasemjara, sátta- nefnd skipuö og byrjaö aö setja fólk i vinnunefndir sem er skyn- samlegt. Sérkröfur hafa verið aö koma fram á þennan dag og fer vonandi aö koma skriöur á málin. Enn hefur enginn vogað sér aö halda þvi fram aö 100 þúsund krónur væru of mikiö á mánuöi til aö lifa á en spiluö er gamla platan um veröbólgu- skriðu. Ég spyr: Getur hún oröiö verri en hún var meö „varnar- samningunum”? 34% verðbólga hjá okkur var Evrópumet á siöasta ári, og tsland mesta lág- launa- og vinnuþrælkunarland i V-Evrópu. Engu skal ég spá um lok þess- arar deilu. Ég er enn sem fyrr trúuð á aö sigur vinnist ef verkafólk stendur af einlægni saman. úrtöluraddir eru afleit- ar úr eigin rööum. Sambands- leysi milli forystu og almennra félaga og skortur á hreinskiln- um umræðum er höfuðmein is lenskrar verkalýöshreyiingar. Jafnvel nú þegar svo mikið ligg- ur við sýnir hinn almenni verka- maður tómlæti. Forystan þarf aðhald, en hún þarf lika styrk. Það er ömurlegt aö heyra það fólk sem aldrei sækir fundi og ekkert leggur jákvætt til mála skammast yfir hversu litið þaö ber úr býtum. Allir bera ábyrgö á sinu félagi. Allir eiga bæði rétt og skyldu. En verst af öllu þykir mér ef forgangskrafan er aö veröa aukakrafa vegna þess aö þeir sem betur eru settir ætla aö leika þann leik aö hrifsa til sin sem mest af þvl sem vinnst og enn eiga þeir að veröa eftir sem verst eru settir. Ef svo illa fer óttast ég þaö sem á eftir fer I verkalýöshreyf- ingunni. Um það ættu allir að hugsa sem hreyfingunni unna. Stundarhagsmunir tiltölulega fámennra hópa mega ekki sitja i fyrirrúmi fyrir hagsmunum hinna. A þaö getur þú haft áhrif al- menni verkamaður, ef þú vilt. Mundu þaöi aö þig varöar lika um þig og þina. Hitt húsift er aft Furulundi 9 I Garðabæ og verftur dregið um þaft i 3. flokki 5. júli nk. Húsin eru til sýnis fyrir almenning. Húsiö aö Hæðabyggð er talið 30 miljón kr. virði,en að Furulundi 25 miljón króna virði. Aörir vinningar eru Ibúðarvinningar mánaðarlega að verðmæti 3 miljónir og 5 miljónir. 100 bilar að eigin vali fyrir hálfa eða eina mil- jón. Mazda i mai, Simca i ágúst, Capri i október. Þá eru 300 utan- ferðir aö verðmæti 100 , 200 og 300 þúsund krónur hver og hátt á sjötta þúsund húsbúnaðar- vinningar á 10, 25 og 50 þúsund krónur hver. Heildarverðmæti vinninga verður nú 270 miljónir og er endurnýjunarverð miöa 500 krón- ur en ársmiöa 6000 krónur. A blaðamannafundi I aðalvinn- ingi ársins á miðvikudag kynnti Baldvin Jónsson happdrættisárið sem nú er að hefjast, en Pétur Sigurðsson sagði frá hinu nýja húsi Hrafnistu i Hafnarfiröi sem vigt verður á sjómannadaginn fyrsta, en væntanlegalega tekiö i notkun i haust. Húsið er 1126 ferm. aö flatar- máli með kjallara. A fyrstu hæö veröur dagvistunardeild, sem er nýjung hér á landi. Er það hugsaö á þann veg, að aöstandendur komi meö þá öldruöu eða þeir komi sjálfir eöa veröi sóttir aö morgni og dveljist á heimilinu fram eftir degi eða til kvölds, tvo til fimm daga i viku hverri. Þar fær það mat, hvildaraöstöðu, læknishjálp, endurhæfingu, nudd fót- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu, böð, aðgang að föndri og vinnusölum. A 2., 3. og 4. hæö verða eins og tveggja manna ibúöir fyrir 84 ein- staklinga, allar meö sér eldhúsi, baöi og innbyggðum skápum. GFr. Þetta er húsift aft Furuiundi 9 i Garftabæ sem dregift verftur um I júli nk. t aftalvinningi ársins, húsinuaöHæöabyggft 28lGarftabæ (Ljósm.: GFr). Nýtt starfsár Happdrættis DAS er nú hafift og verftur dregift I 1. flokki 3. mai nk. Vinningaskráin er glæsileg aft vanda og meftal vinninga eru 2 stór einbýlishús. Aftalvinningurinn er einbýlishús að Hæðabyggft 38 i Garftabæ sem Kjartan Sveinsson hefur teiknaft sérstaklega fyrir happdrættift. Bólusetning gegn heila- himnubólgu I frétt frá Heilsuverndarstöð Reykjavikur segir að I vetur hafi orðið vart allmikillar fjölgunar heilahimnubólgutilfella i borg- inni, sem þó hefur aftur farið fækkandi frá áramótum. Nokkuð hefur verið spurst fyrir um mögu- leika á ónæmisaðgerð gegn þess- um sjúkdómi. I vetur fékk Héilsu- verndarstöðin nokkurt magn bólu- efnis, og hefur nú verið ákveðið að gefa kost á bólusetningu fyrir börn á aldrinum hálfs árs til tveggja ára. í þessu sambandi bendir Heilsuverndarstöðin á : 1. Sú ónæmisaðgerð sem völ er á, er gagnslaus gegn þeim stofni af heilahimnubólgusýkli, sem hefur orðið nær einráður sem sjúkdómsvaldur hér siðan haustið 1976. Þessi sýkill er þekktur undir nafninu meningococcusstofn B. Aður komu upp allmörg tilfelli af völdum meningococcus af stofni A, sérstaklega utan Reykjavikur. 2. Sú ónæmisaðgerð sem völ er á, er hins vegar talin veita ónæmi I 2-4 ár gegn heilahimnubólgu af meningococca A og C stofni. Komið hefur I ljós við athugun hjá heilbrigðum einstakling- um, aö A-stofn er einnig að finna hér. Er þvi ekki tryggt að ekki geti komið upp tilfelli af völdum meningococcus-stofni A. Bólusetningin mun fara fram á barnadeild Heilsuverndar- stöðvarinnar fyrst um sinn á mánudögum kl. 4-6 e.h. og skal fólki, sem óskar bólusetningar fyrir börn sin á aldrinum hálfs til tveggja ára bent á, að panta þarf bólusetningu I sima 22400. Verð bólusetningarinnar er kr. 600.00. Pípulagnir Nýlagnir, breytingar hitaveitutengingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) Happdrætti DAS hefur nýtt starfsár Tvö einbýlishús meöal yinninga

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.