Þjóðviljinn - 19.04.1977, Page 9

Þjóðviljinn - 19.04.1977, Page 9
Þri&judagur 19. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 I Rætt við Skarphéðin Pétursson á Dalvík, minkabús á Islandi Islensk minkaskinn 1 yf irleitt í hæstu ? gæða f lokkum, enda leitun að betra fóðri en íslenskum fiskúrgangi og öðru góðgæti Fóöurgjöf er hornsteinn góös niinkaeidis.og hér á tslandi eru mögu- leikar i þeim efnum eins góöir og hægt er aö hugsa sér, a.m.k. á Dal- vik þar sem nóg er af glænýjum fiskúrgangi og þokkalegt magn af hrefnukjöti, sem er úrvals fóöur. Hér er búiö aö bianda saman fiski og mjöliog i hverju búi æöa minkarnir um þegar þeir heyra f fóöur- dreifaranum á ferö. Skarphéöinn Péturss. bústjóri heldur hér á einum högna, sem aö áliti kvenkyns starfsmanna á minka- búinu var sá alfallegasti og raunar alveg „yndislegur kroppur”. En eitt sinn skal hver deyja eins og þar stendur og þess er ekki langt aö bföa aö kvennagulliö veröi hamflett f þágu sex þúsund krónanna, sem fyrir skinniö eru greiddar. Sex þúsund krónur mi greiddar á Hudson Bay fyrir íslenskan mink Arlega eru þúsundir minka- skinna frá tslandi send á nokkurs konar alþjóölegt uppboö i Hudson Bay og láta uppboöshaldarar sig ekki muna um aö selja hvert skinn af karldýriá um sex þúsund krónur, en kvendýrin, sem eru minni, gefa ekki af sér skinn fyrir nema um helming þess verös, eöa kr. 3.000 pr. stk. Þykja islensk minkaskinn ákaflega góö vara og eru þau undantekningariitiö i hæstu gæðaflokkunum. Er þar einkum aö þakka hinu kjarngóöa islenska minkafóöri, sem ekki hvaö sist byggist upp á fiskúr- gangi og hrefnukjöti. Ofanritaö upplýstist er Þjv. heimsótti stærsta minkabú lands- insog, tók þar tali Skarphéöin Péturfeson bústjóra. Búiö er i út- jaröri Dalvikur og rúmar um fjögurþúsund læöur, en hæfilegt þykir aö einn högni annist fimm til sex læður. Aöeins fjögur minkabú eru nú starfrækt á ís- landi, en fyrir nokkrum árum voru þau mun fleiri. Hafa m.a. þrjú minkabú lognast út af á Kjalarnesi, en hiö fyrsta sem þar var sett á laggirnar starfar enn- þá. Margt hefur vafalaust valdið þvi að grundvöllur þótti ekki fyrir áframhaldandi starfrækslu, en Skarphéðinn bústjóri á Dalvik taldi ekki óliklegt að þekkingar- skortur á rétti meðferð og fóöur- gjöf hefði valdið hvaö mestum erfiðleikum. En hin siðari ár hef- ur rofað til hjá þeim búum sem áfram þraukuöu og verö á minka- skinnum fer síhækkandi. Skarphéðinn sagði að fóður- gjöfin væri vandasamasti og um leið mikilvægasti þátturinn i ræktun góðra skinna. — Við gefum minkunum hér hjá okkur fæöu sem er aö stærstum hluta fiskúrgangur, eöa um 70 prósent, en afgangurinn samanstendur af mjöli, hrefnukjöti og góöu kol- vetnisfóðri. Hér á tslandi höfum viö sérstaklega góöa aöstööu hvað snertir öflun glænýs fiskúr- gangs og frá Akureyri fáum viö hingaö til Dalvikur allan afskurð af hrefnukjöti, sem er fyrsta flokks fóður. Það er nokkuð sem fá minkabú i heiminum geta boð- iö upp á. Sex fastir starfsmenn eru nægjanlegurfjölditil þess aö ann- ast daglegan rekstur þessa stærsta minkabús landsins. Þó er kallað á aukamannskap i slátur- tiðinni, en hún er i nóvember og desember ár hvert. — Við drepum dýrin með raf- magnsskoti og hirðum eingöngu skinnin, —hræin eru öll grafin án frekari nýtingar, sagöi Skarp- héðinn. — Þegar búið er aö flá dýrin er skinnið skrapað og siðan „tromlað”; tromlun flest i þvi aö skinniö er hreinsað með finu sagi til að ná allri fitu úr leðri og hár- um. Að þvi búnu er skinnið strekkt i þurrkara i 2-3 daga og telst þaö þá fullverkaö af okkar hálfu. Þaðan liggur leiðin svo til Hud- son Bay. Flestra skinna biður sú framtið að verma kroppa finna heföarfrúa og annarra þeirra sem klæöast minkapelsum hversdags eða til hátiðarbrigða. En skinnin eru þó notuð til annarra hluta lika, s.s. i handtöskur o.fl. Og hvert skinn er orðið drjúgt aö lok- inni strekkingu, enda þarf að greiða myndarlegar fjárfúlgur fyrir hvert eintak... og ennþá meira þegar búiö er aö sniöa úr þvi og sauma pels eða tösku. Skarphéðinn sagði aðspuröur að með réttum útbúnaði, sem vissulega væri nokkuð dýr, væri hverfandi litil hætta á aö minkur gæti sloppiö úr búri sinu. Vinnu- slys væru einnig fátiö,og enda þótt fyrir kæmi að minkur næði að glefsa frá sér væri sjaldnast um alvarleg meiösl að ræöa. Og þessu til staöfestingar teygöi hann sig eftir gullfallegum högna og lyfti honum i átt til ljós- myndarans, sem nötraöi á bein- unum af skelfingu... en náöi þó einni mynd i sæmilegum fókus! —gsp SEXTUGIJR ^mmmmmmmmm^m^^mm^mmMmmmmmmmmmm Magnús Magnússon Skólastjóri Haustiö 1956 urðu timamót i sérkennslumálum á Islandi. Þá kom sem sé Magnús Magnússon heim aö afloknu framhaldsnámi i sérkennslu við háskólann I Ziirich og Miinchen — og auk þess að taka við fyrra starfi sinu i Mið- bæjarskólanum hóf hann umsjón með námi seinfærra barna I skól- um Reykjavikur. Og þá fóru hlut- irnir aö gerast. Strax á næsta vetri er stofnaö til hjálparbekkja i barnaskólunum og haustið 1958 var efnt til mánaöarnámskeiös fyrir kennara tornæmra barna. Þetta var byrjunin. Allt of langt yröi i stuttri afmæliskveöju aö telja upp allar þær uppeldislegu og kennslufræðilegu umbætur á skólastarfinu sem rekja má til Magnúsar beint eða óbeint. Þaö má segja að hann hafi rekiö stöð- ugan áróður fyrir bættri aðstööu barna meö sérþarfir meðal kenn- ara og forráöamanna mennta- mála um tveggja áratuga skeiö. Og hann hefur sigrast á tregöunni og Ihaldsseminni. Frá haustinu 1956 notaöi Magnús hvert tækifæri sem gafst til að hamra á nauösyn þess aö koma á laggirnar sérskóla fyrir va’ngefin börn. Það tók hann fimm ár að afla nægilegs stuðn- ings til aö fá aö fara af staö meö Höföaskóla. Kraftminni mönnum hefðu ekki nægt tiu ár. Þá var eftir aö hasla stofnuninni völl i skólakerfinu. Þaö tók hartnær áratug. A 15 ára afmælinu var Höfðaskólinn oröinn aö Oskju- hliöarskóla og landsmiöstöö sér- kennslunnar utan grunnskólans. Og þar meö er Magnús horfinn frá stofnuninni og tekinn til viö ný viðfangsefni sem mótandi þró- unarinnar á landsvisu i sér- kennslumálum. Engum er betur treystandi til þess en einmitt honum. Þaö er næsta ótrúlegt aö I dag, 18. april, skuli Magnús vera orð- inn sextugur — ótrúlegt ef hugsaö er til hins fjörlega og hressandi andrúmslofts sem ætið leikur um hann og er abal ungra manna. Ef á hinn bóginn er litiö til verka hans vekur það undrun hversu miklu hann hefur afkastaö á ekki lengri ævi. Viö, vinir Magnúsar og sam- starfsmenn, hyllum brautryöj- andann á þessum timamótum, flytjum honum þakkir okkar fyrir liðin ár, óskum honum allra heilla og vonumst til aö njóta mannbæt- andi forystu hans um langa fram- tið. Þorsteinn Siaurösson. 25 flokkar í kosningaslagnum HAAG 13/4 Reuter — Hvorki fleiri né færri en 25 stjórnmálaflokkar bjóða fram i kosningunum til neöri deildar hollenska þingsins, sem fara fram 25. mai. Núver- andi rikisstjórn úndir forustu sósialdemókratans Joop den Uyl sagði af sér i siðasta mánuöi vegna þess að samsteypustjórn hans,sem fimmflokkar stóðu að, tókst ekki að ná samkomulagi um landbúnaðarmál. Kosningafyrirkomulagiö i Hol- landi er þannig, aö flokkar hafa mikla möguleika á aö koma mönnum á þing, enda þótt þeir fái litið fylgi. Flokkamir, sem kjós- endum gefst nú kostur á aö velja á milli, eru f jórum fleiri en buðu fram I siðustu þingkosningum 1972. Þó hafa þrir flokkar, sem grundvallast á trúarbrögðum, nú slegiö sér saman og bjóöa fram undir nafninu kristilegir demó- kratar. Tveir þessara flokka eru mótmælendatrúar og sá þriöji ka- þólskur. 17 flokkanna bjóöa fram i öllum kjörsvæðum landsins, sem eru 18 að tölu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.