Þjóðviljinn - 19.04.1977, Qupperneq 11
Þriftjudagur 19. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Liverpool með
öruggt forskot
I 1. deUdinni
og annað kvöld getur
liðið tryggt sér úrslitaleik í
Evrópukeppni meistaraliða
Englandsmeistarar
Liverpool stefna hraðbyri
að vörn titilsins og
rúmlega það. Um helgina
unnu þeir mjög sannfær-
andi sigur yfir Arsenal
enda þótt fjóra af bestu
mönnum liðsins vantaði,
en á meðan töpuðu
erkifjendurnir í toppbar-
áttunni, Ipswich, fyrir
Leeds. Hefur „Rauði her-
inn" þvi eins stigs forystu
og einn leik til góða í bar-
áttunni um efsta sætið.
Liverpool mætti vængbrotið til
leiks á laugardaginn og er e.t.v.
ekki nema von að eitthvað láti
undan þvi geysilega álagi sem á
leikmönnum er um þessar mund-
ir. Ian Callaghan, John Toshack,
David Fairclough og Phil Thomp-
son voru allir á sjúkralista, en
engu að siður fékk Arsenal engum
vörnum við komið og gat þakkað
það markverði sinum að ekki
varð um að ræða stærra tap en 0-
2. Liverpool sýndi mikið öryggi og
verður ekki auðveldlega stöðvað
á sigurgöngunni á meðan svona
verður leikið áfram.
Annað kvöld verður Liverpool i
sviðsljósinu á ný. Þá veröur leikið
i Englandi i 4ra-liða úrslitum
Evrópukeppninnar og er siðari
umferðin á dagskrá. Andstæðing-
ar Liverpool er svissneska liðið
FC Ziirich, sem Liverpool sigraði
3-1 i Sviss i fyrri umferöinni, og
ætti það forskot að duga þeim i
þessum siðari leik. Borussia
Mönchengladbach og Dynamo
Kiev leika einnig siðari leik sinn i
Evrópukeppni meistaraliða ann-
að kvöld.
En litum á úrslitin i ensku
knattspyrnunni um helgina:
1. deild
Birmingham-Stoke 2:0
Coventry-Aston V illá 2:3
Derby-Everton 2:3
Leeds-Ipswich 2:1
Liverpool-Arsenal 2:0
Man. Utd.-Leicester 1:1
Middlesboro-QPR 0:2
Newcastle-WestHam 3:0
Norwich-Bristol C. 2:1
Tottenham-Sunderland 1:1
WBA-Man. City 0:2
2. deild Blackburn-Wolves 0:2
Blackpool-Charlton 2:2
Bolton-Southampton 3:0
Bristol-Burnley 1:1
Cardiff-Luton 4:2
Chelsea -N otth .For. 2:1
Millwall-Carlisle 1:1
Notts C.-Fulham 0:0
Oldham-Hereford 3:5
Orient-Sheff. Utd. 0:2
Plymouth-Hull 1:2
Staðan er nú þessi:
1. deild
Liverpool 36 21 8 7 57:29 50
Ipswich 37 21 7 9 63:35 49
Man.City 36 18 12 6 50:27 48
Newcastle 36 16 13 7 59:39 45
Man.Utd. 34 16 9 9 51:33 41
A. Villa 31 17 5 9 58:35 39
WBA 36 14 11 11 50:46 39
Leicester 37 11 18 9 45:51 39
Leeds 35 12 10 12 43:46 36
Arsenal 36 13 9 14 54:55 35
Middlesb. 37 12 10 15 34:41 34
Birmingh. 36 12 9 15 55:53 33
Norwich 37 13 7 17 42:57 33
Everton 33 11 9 13 50:56 31
Stoke 35 10 10 15 20:37 30
QPR 32 10 '9 13 36:42 29
Sunderland 37 9 10 18 39:47 28
Derby 34 7 14 13 40:50 28
Tottenham 37 10 8 19 42:64 28
Coventry 33 8 11 14 38:48 27
WestHam 35 9 9 17 35:58 27
BristolC. 34 8 9 17 29:40 25
2. deild
Wolves 35 19 11 5 65:40 49
Chelsea 37 19 11 7 64:51 49
Notts.C. 38 18 10 10 59:51 46
Notth.For. 37 18 9 10 70:41 45
Bolton 36 18 8 10 65:47 44
Luton 38 19 5 14 60:43 43
Blackpool 37 14 15 8 54:41 43
Charlton 37 13 14 10 62:54 40
Millwall 37 13 12 12 51:47 38
Sheff. Utd. 38 13 11 14 51:55 37
Southampt. 34 13 10 11 61:56 36
Hull 36 10 15 11 41:42 35
Oldham 36 13 9 14 49:53 35
Blackburn 37 13 8 16 38:51 34
Fulham 38 10 12 16 48:58 32
Plymotuh 38 8 15 15 44:59 31
Orient 33 9 12 12 31:38 30
Burnley 37 8 14 15 39:56 30
Cardiff 36 10 9 17 50:58 29
Bristol R. 37 9 11 17 43:62 29
Carlisle 36 9 9 18 41:68 27
Hereford 35 5 12 18 48:72 22
—BB
Fram í efsta sæti
Reykjavíkurmótsms
Björg Jónsdóttir skorar eina mark sitt i fyrri leiknum. Litia myndin
hér tilhliðar er af Kolbrúnu Jóhannsdóttur, hinum frábæra markverði
isi. liðsins (ljósm. S.dór)
ísland — V-Þýskaland 9:11 og 10:12
Þær v-þýsku
unnu báða
landsleikina
— en frammistaða íslensku stúlknanna var betri
en búist var við
Framarar hafa nú tekið
forystu í Reykjavíkurmót-
inu í knattspyrnu og eru
þeir með eins stigs forskot
á Víking. I fyrrakvöld sigr-
aði Fram Þrótt með einu
marki gegn engu og skor-
aði Rúnar Gislason þetta
sigurmark um miðjan
fyrri hálfleik eftir send-
ingu frá Agústi
Guðmundssyni.
A báða bóga var mikiö um góð
marktækifæri sem ekki nýttust.
Þróttarar böröust af miklum
krafti og ógnuðu oft hressilega, en
Árni Stefánsson markvörður
Fram var fastur fyrir og hleypti
engu skoti framhjá sér.
Staðan er nú þannig aö Fram
hefur 4 stig, Vikingur 3, KR 2,
Þróttur 2, Valur 1 og Armann
ekkert. 011 liöin hafa lokið tveim-
ur leikjum.
islendingar og v-þjóðverjar
léku tvo landsleiki i kvennahand-
knattleik um siðustu helgi i
Laugardalshöllinni, og svo fóru
leikar að vestur-þýsku stúlkurnar
unnu báða leikina, en þó með
minni mun en búist var við fyrir-
fram. Og það má telja vist að ef
sterkasta liði tslands hefði vcrið
teflt fram, hefðum við unnið leik-
ina.
Fyrri leikurinn var á laugardag
og þann leik unnu v-þýsku stúlk-
urnar 11:9 eftir að staðan hafði
verið 5:3 þeim i vil i leikhléi.
Islensku stúlkunun1! tókst að
jafna 7:7 og 8:8 en misstu af lest-
inni undir lokin og töpuðu með 2ja
marka mun.
Siöari leikurinn fór svo fram á
sunnudag og þann leik unnu v -
þýsku stúlkurnar 12:10. Það heföi
sannarlega verið gaman aö sjá
sterkasta lið okkar leika gegn
þýska liðinu. En deilur þær sem
uppi hafa veriö i vetur milli
flestra okkar bestu handknatt-
leikskvenna og landsliðsnefndar
komu i veg fyrir að svo yrði.
Eigi að siður megum viö vel viö
una; 2ja marka tap i hvorum leik
er ekki neitt til að hneykslast yfir,
miðað við hve litla leikreynslu
okkar stúlkur hafa I landsleikjum
og öðrum stór-leikjum.
Það fer vart á milli mála að Kol-
brún Jóhannsdóttir markvörður
islenska liðsins var besta leik-
kona liðsins. Markvarsla hennar
var á köflum stórkostleg, til aö
mynda i siðari hálfleik i fyrri
leiknum. Þær Svanhvit Magnús-
dóttir, Björg Jónsdóttir, Hansina
Melsted og Ragnheiður Blöndal
komu einnig allar vel frá leikn-
um.
—S.dói