Þjóðviljinn - 19.04.1977, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. april 1977
Hörkuspennandi viðureign framundan
Hort blæs tll
stórsóknar að
Spasskí í dag!
Tékkneski stórmeistarinn hefur nú
engu að tapa og virðist hafa alla
burði til þess að þjarma rækilega
að sovétmanninum
Vlastimil Hort, sem i tvigang
hefur tapað fyrir Spasski vegna
klukkunnar miskunnarlausu,
fær i dag sitt siðasta tækifæri til
að hefna ófaranna i einviginu
gegn Spasski. t dag hefur Hort
hvitt og vist er að þetta verður
siðasta skák þessa einvigis.
Takist Hort að vinna verður
hlutkesti varpað, en endi skákin
með jafntefli eða sigri Spasskfs
er sovétmaðurinn „löglegur”
sigurvegari einvigisins.
Eftir skákina á sunnudaginn,
þar sem Spasski hafði byggt upp
yfirburöastöðu, en síðan misst
hana niður i gjörtapað tafl þrátt
fyrir timahrak andstæöingsins,
virðist manni ekki ósennilegt að
Hort geti þjarmað verulega að
Spasski i dag. Ef litið er ein-
göngu á gang siðustu skákar
mætti ætla að Spasski sé
gjörsamlega úthaldslaus við
skákborðið, og takist Hort i
kvöld að komast hjá
uppskiptum og flækja taflið gæti
hann hugsanlega náð fram
hinum dýrmæta vinningi.
En hvað skyldi hafa komið
fyrir Spasski á sunnudaginn?
Hann lék hrikalega af sér i 27.
leik og breytti þá unninni stöðu i
tapaða. Menn hafa látið sér
detta i hug þá skýringu að Spas-
skl hafi teflt mjög stlft upp á
timahrak andstæðingsins, en
þegar þarna var komið sögu
hafði Hort aðeins fimm minútur
fyrir siðustu 13 leikina áður en
hann næði 40 leikja lágmarkinu.
En þessi kenning um tafl-
mennsku Spasskis er þó ekki
mjög sennileg. Stórmeistarar,
sem legið hafa i tvær og hálfa
klukkustund yfir einni skák-
stöðu eiga að geta ef i hart fer
leikið mjög hratt, og er i þvi
sambandi hægt að minnast þess
er Friðrik Olafsson hafði mjög
erfiða stöðu gegn Gligoric og
varð að leika 18 leiki á tveimur
minútum! Og Friðrik lét sig
ekki muna um það og meira að
segja vann hann þarna einn af
sinum laglegustu sigrum!
En i dag er það Hort sem á
leik. Hann hefur engu að tapa og
blæs þvi örugglega til sóknar
þar sem teflt verður til síöasta
manns. Hvort Spasski kann sina
varnarlexiu til fulls skal ósagt
látiö.
Helgi sigraði með
Vlastimil Hort skoðar hina örlagarlku tapskák slna ásamt Smyslov, aöstoöarmanni Spasskis og
islenskum skákmönnum. Hort var afar vonsvikinn aö leikslokumá sunnudaginn og taldi klukkuna hafa
brugöist sér.
„Fallöxin” greip
aftur í taumana
fyrir Spasskí
og Hort, sem hafði gjörunna stöðu eftir nákvæma
taflmennsku, féll öðru sinni á tíma í einvíginu
gegn Spasskí
miklum yfírburðum
á hraðskákmótinu
Fékk 16,5 vinninga af átján mögulegum
Helgi ólafsson, Reykjavlkur-
meistarii skák og „næstumþvi”
tslandsmeistari, sigraöi meö
miklum yfirburöum I hraöskák-
móti lslands, sem fór fram um
helgina. Hlaut hann 16,5 vinn-
inga af 18 mögulegum en I ööru
sæti varö Sævar Bjarnason meö
13 vinninga. Skákskýrendur
Þjóöv. vegna áskorendaein-
vfgjanna eru þvi haröir I horn aö
taka Ihraöskákunum, en tefldar
voru tvær skákir á tiu minútur.
Teflt var eftir Monrad-kerfi og
voru keppendur alls 48 talsins.
Röð efstu manna varö þessi:
Helgi Ólafsson 16,5 v.
Sævar Bjarnason 13 v.
Benedikt Jónasson 12 v.
Jóhann Orn Sigurjónss. 12 v.
Jón Frið jónsson 12 v.
Jón Friðjónsson 12 v.
Asgeir P. Asbjörnss. 12 v.
JónL.Arnason 11,5v.
Kapparnir sem bitust um
Islandsmeistaratitilinn fyrir
skömmu mættust þarna á nýjan
leik, en að þessu sinni I buliandi
hraðskák. Eins og i úrslitaskák-
inni frægu tefldu þeir félagar
hörkuskemmtilega skák, og að
þessu sinni hafði Helgi betur.
Við birtum hér til gamans
viöureignina þegar Helgi hafði
svart og vann fallega úr
athyglisveröri stööu.
Hraöskákmót Islands 1977
Hvitt: Jón L. Arnason
Svart: Helgi ólafsson
Sikileyjarvörn
1. e4-c5 (16. f51)
2. Rf3-e6 16. — Rg4!
3. d4-cxd4 17. fxe5-Bxe5
4. Rxd4-Rc6 18. c3-Bd4!!
5. Rc3-a6 19. Hf3-Dxh2+
8. Be3-Bb4 22. Hf2-Rxf2
9. Ra4-0-0 23. Bxd4-Hxb2+ !
10. Rxc6-bxc6 24. Dxb2-Rxd3+
11. Rb6-Hb8 25. Kxd3-Dxb2
12. Rxc8-Hfxc(26. Hgl-g6
13. Bxa6-Hd8 27. c4-Dxa2
14. Bd3-Bd6 28. Hal-Db3+
15. f4-e5 29. Bc3-d5
16. Dcl? Hvitur gafst upp
Hvitt: Boris Spassky
Svart: Vlastimil Hort
Drottningarindversk-vörn
1. d4-Rf6 3. Rf3-b6
2. c4-e6 4. e3
(Fyrsta áskorunin? Traust og
gott framhald er 4. g3, gallinn er
bara sá að það þykir of jafn-
teflislegt.)
4. _ -Bb7 5. Bd3-d5
(Annað gott framhald er 5. — c5
en þann hátt hefur heimsmeist-
arinn Karpov á þegar hann á i
hlut i þessari stöðu.)
6. 0-0-Rbd7 ^ „
7. b3-Be7 10- De2-Hc8
8. Bb2-0-0 n- íífdl"?,r7o
9. Rc3-c5 12- Hacl-Hfe8 (.)
(Þessi leikur virðist ónákvæm-
ur, 12. — g6 hindrar framhald
það sem hvltur á nú kost á.)
13. cxd5-exd5 14. Bf5!
(Þessi leikur hefur ýmis óþæg-
indi i för meö sér fyrir svart,
eins og auðvelt er aö sannfæra
sjálfan sig um.)
14. — g6 16. Ra4-Re4
15. Bh3-Hcd8 17. dxc5-bxc5
(Þá hefur svartur orðið sér úti
um hin svokölluöu hangandi
peð, en þau draga nafn sitt af
þvi að þau verða ekki völduð
með öðrum peðum. Þessi peð
geta reynst mikill ógnvaldur, en
I þessari stöðu viröast þau tor-
timingunni ofurseld gegn sam-
einuðum krafti hvitu mann-
anna.)
18. Bxd7-Dxd7 21. Rd3-c4
19. Re5-Dc7 22. Rdc5-Bc6
20. f3-Rf6
(Ekki var 22. — Bxc5 gæfulegt.
Eftir 23. Rxc5 Dxc5 34. Bxf6
stendur hvfti biskupinn ógn-
vekjandi á skálinunni al — h8.)
23. Bd4-Bb5 26. Rc3-Bf5
24. Df2-Rd7 27 e4‘>‘,
25. Rxd7-Bxd7
(Þessi leikur er algerlega van-
hugsaður og breytir ágætri
hvitri stöðu i rjúkandi rúst.
Hvltur gat viöhaldið yfirburðum
sinum t.d. með 27. bxc4-dxc4 28.
e4meðgóðri stöðu. Spassky hef-
ur sýnilega yfirsést 29. leikur
svarts.)
27. — dxe4 28. Rxe4?
(Spassky er við sama heygarðs-
hornið. Skömminni skárra var
28. fxe4, þótt svartur megi vel
við una eftir 28. — Bg4 ásamt
Hxd4 eftir atvikum.)
28. — Bxe4 29. fxe4-c3!
(Þar liggur hundurinn grafinn.
Þetta peö má ekki drepa, af þvi
myndi hljótast afgerandi liðs-
tap, t.d. 30. Hxc3-Dxc3! o.s.frv.)
30. Hfl-Bb4 31. Bxa7
(Varla var um annað að ræöa.
Eina von Spasskys var hið
geysilega timahrak Horts.)
31. — Hd2! 32. De3
(Að sjálfsögðu ekki 32. Dxd2
Dxa7+ 33. Df2 Bc5 og vinnur.)
32. — Ha8 34. a4-c2
33. Bb6-Dd7 35. Bc5
Fallöxin á klukku Horts greip
nú I taumana og i þessari auö-
unnu stöðu fór hann yfir tlma-
mörkin. Hefði honum unnist
timi til að ljúka við að leika 35.
— Dg4 verður ekki betur séð en
að Spassky hefði getað rétt hon-
um lúkuskarnið t.d. 36. g3-Dh5
með tvöfaldri hótun. Sá mis-
skilningur virðist nokkuð út-
breiddur að einfaldasta leiðin til
að gera út af við hvítan eftir 36.
Hf2 sé 36. — Hdl+ 37. Hfl-Bd2,
,,0g ölíu er lokið” eins og til
orða er tekið i VIsi. Þessu virðist
þveröfugt farið, eftir 38. Df2!
mætti viðhafa þessi orö um
stöðu svarts. Vinningsleiðin eft-
ir 36. Hf2 er einfaldlega 36. —
Hxf2! t.d. 37. Dxf2 Ddl+ o.s.frv.
eða 37. Kxf2Bxc5 38. Dxc5 Df4+
og vinnur.