Þjóðviljinn - 19.04.1977, Side 16
DJQÐMHNN
Þriðjudagur 19. april 1977
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima erhægtað ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviijans i sima-
skrá.
Gerist ekkert fyrr en beitt
verdur alvarlegum hótunum?
Milli klukkan f jögur og fimm I
gærdag gengu blaðamaður og
ljósmyndari Þjóðviljans inn i
Hótel Loftleiðir til að athuga
ástand þar og horfur i
samningamálum, en nú styttist
óðum timinn þar tii samnings-
timabiliö rennur út. Ekki var
svo að sjá að mikiö væri um að
vera þar úti frá. Kaffihié var
og sátu menn ýmist inni i ter-
iunni.frammi á göngum eða inni
i fundarherbergjum og spjöll-
uöu makindalega saman. Litla
spennu var að finna i lofti og
beldur dauft i mönnum hljóðið.
Þó var svo aö heyra að eitthvað
hefði miðaðáfram nú 2-3 siöustu
daga.
„Þetta er hálf
þokukennt”
Við gripum Torfa Hjartarson
sáttasemjara þar sem hann
kom strunsandi inn ganginn og
inntum hann eftir horfum.
„Þetta er hálf þokukennt”,
sagði hann, og ótal smáatriði
sem menn ræða fram og til
baka”. Hann bendir inn i sal þar
sem menn sitja við vinnu. „Hér
inni eru td. bara fá smáatriði
rædd”. Og það hnusar i honum.
Torfi bjóst við að fundahöldum
yrði haldið áfram næstu daga.
„Allir verða að sjá
sóma sinn í að standa
fast á kröfum ASÍ”
Næst tökum við tali Hcrdisi
ólafsdóttur "frá Akranesi. Hún
sagði að nú væri unnið i þeim
kröfum sem ASl hefur sett fram
sameiginlega en litið farið að
minnast á þaö sem þetta stend-
ur eiginlega allt um, þe. beinar
kauphækkanir og óskerta visi-
tölu. Þó er aðeins farið aö ræða
um hið siðarnefnda.
„Hér reikna allir méð að setið
verði við á næstunni en það er
Benedikt Daviösson: Sjaidan
meiri þörf til batnaðar en núna
sáttasemjari sem ákveður
það”. Herdis sagðist verða vör
við að verkafólk velti mjög
mikið fyrir sér hvað kæmi út úr
þessum samningum og sagðist
búast við að verkalýðs-
hreyfingin yrði i þetta sinn hörð
að fylgja eftir kröfum ASI-
þingsins. „Allir verða að sjá
sóma sinn i að standa fast á
þeim” sagði hún.
„Liklega fer ekki að
hatta á neinu fyrr en
farið verður að beita
alvarlegum hótunum”
Þarna gripum við Benedikt
Daviðsson formann Sambands
byggingamanna glóðvolgan og
sagði hann að erfitt væri að gera
sér grein fyrir hvort um raun-
verulegan samningsvilja væri
að ræða hjá atvinnurekendum.
Torfi Hjartarson sáttasemjari:
Þetta er hálf þokukennt
Þó virtist eins og siðustu 2-3
daga væri þó einhver vilji hjá
þeim til alvarlegra umræðna.”
„Ekki er eftir nema tæpur
hálfur mánuður þar til
samningstimabilinu lýkur”,
sagði Benedikt, „svo að það ætti
að vera farið að reyna á alvar-
legar samræður. En það fer
liklega ekki að hatta fyrir neinu
fyrr en farið verður að beita
alvarlegum hótunum. Verka-
lýðsfélögin munu leita heimilda
til verkfallsboðunar nú i þessari
viku og sérstaklega um næstu
helgi.”
„Mas. atvinnu-
rekendur hafa viður-
kennt þörf á kjara-
bótum”
Við spyrjum Benedikt hvort
hann búist ekki viö að fundum
verði haldið stift áfram næstu
daga. Hann sagði að jafnvel þó
að fullur vilji væri til að ganga
að kröfum •væri margra daga
vinna framundan.
Herdis ólafsdóttir: Verkafólk
veltir mjög mikið fyrir sér nvað
kemur út úr þessum samning-
um
Benedikt er ennfremur
spurður um hvort samninga-
nefnd verði ekki vör við áhuga
almennings og segir hann þá að
sjaldan hafi verið meira spurt
um hvernig gangi og hvers sé að
vænta enda hafi sjaldan verið
meiri þörf til batnaðar en núna.
Kjörin hafa verið svo lang-
varandi á niðurleið. Mas.
atvinnurekendur hafa viður-
kennt opinberlega að greinilega
sé þörf á kjarabótum og það er
nú ekki alltaf sem þeir hafa
gefið út slikar yfirlýsingar fyrir
samninga.
Að lokum göngum við inn á
kaffiteriuna og þar sitja prúð-
búnir samningamenn i jakka-
fötum með bindi. Þarna er þó
einn maður sem stingur nokkuö
i stúf við hina. Hann er úfinn og i
peysu. Við göngum að honum og
kemur þá i ljós að þetta er
Halldór Ágústsson dagsbrúnar-
verkamaöur sem segist vera að
braska með spýtur og rusl i
nýrri skrifstofubyggingu Flug-
leiða og sé ekki i neinni
samninganefnd. Hann stakk sér
Halldór Ágústsson: Þekki ekki
samningamennina persónulega
(Myndir: GEL)
þarna inn til að fá sérkaffisopa.
Við spyrjum hann hvernig
honum litist á þessar samninga-
viðræður og segist hann hafa
þar litið vit á en búist við að
gangurinn sé likur og venjulega.
Vist vænti hann sér kjarabóta
og sagðist hann hafa orðið var
við að hann þyrfti að vinna
meiri aukavinnu á siðasta ári til
að láta enda ná saman. „Það er
alltaf að vaxa verðið á öllu og
það stendur i járnum hjá manni
þó að maður kaupi ekki eitthvaö
sérstakt”, segir hann.
Upp á siðkastið hef ég haft um
25þúsundkrónur fyrir 50 stunda
vinnuviku. Mér hefur virst i
siðustu samningum að þeir sem
höfðu hæstu tekjurnar fyrir
færu best út úr þeim. Þetta
virðist ekki vera viðráðanlegt”,
segir Halldór.
Við spyrjum Halldór hvort
hann þekki samningamennina
persónulega og kveður hann nei
við. Ekki nema úr sjónvarpi,
blaðaviðtölum og svo hef ég
heyrt i dagsbrúnarmönnunum á
fundum. __GFr
Samningafundirnir
á Hótel Loftleiðum
Stjórn Sambands íslenskra náttúruverndarfélaga
Fráleitt ad ráðstafa
orkunni til útlendinga
Á aðalfundi stjórnar
Sambands íslenskra nátt-
úruverndarfélaga var m.a
ýtarlega fjallað um orku-
og iðnaðarmál.
Vekur fundurinn athygli á þýð-
ingu þess, að islendingar fari
skynsamiega með orkulindir
landsins og tekið verði fyllsta til-
lit til umhverfisverndar við hag-
nýtingu þeirra. í þvi skyni veröi
efidar aimennar rannsóknir á
virkjunarvalkostum og skoöaðir
vandlega þeir þættir, sem varöa
umhverfisvernd i hverju tiiviki.
Bendir stjórn SIN sérstaklega á
eftirfarandi atriði i þvi sam-
bandi:
1. Orkulindir landsins eru tak-
markaðar og þjóöin mun þurfa að
nýta þær að verulegu leyti i eigin
þágu i tið næstu kynslóða.
2. Við mat. á virkjunarkostum
Stjórn SIN skorar á
stjórnmálaflokka aö marka skýra
s tefnu i orku- og iönaöarmálum
og á landsmenn aö velja og hafna
hennar, m.a. þriðjungs stækkun
álversins i Straumsvik i tengslum
við Hrauneyjarfossvirkjun.
6. Aðalfundur SIN skorar á
stjórnmálaflokka i landinu að
snúast gegn ásælni erlendra auð-
hringa og marka skýra stefnu i
orku- og iðnaöarmálum, einnig
með tilliti til umhverfisverndar.
Landsmenn hljóta að velja um
leiðir i þeim efnum, m.a. i alþing-
iskosningum og þá þurfa nátt-
úruverndarmenn og allur al-
menningur að halda vöku sinni.
7. Þar eð orka verður stöðugt
dýrmætari og kostnaður eykst við
öflun hennar, þarf að vinna skipu-
lega gegn orkusóun, jafnt i at-
vinnurekstri sem á heimilum,
og koma innlendum orkugjöfum i
gagnið sem fyrst, hvarvetna þar
sem þvi verður við komið.
8. Auk náttúrufræðilegra um-
hverfisrannsókna þurfa félags-
fræðilegar athuganir að verða
fastur þáttur i undirbúningi orku-
og iðjuvera, þar eð röskun á þvi
sviði getur jafnvel veriö enn af-
drifarikari en megnun frá þeim.
—mhg
ber að taka rikulegt tiilit til um-
hverfisverndar og velja fyrst þá
kosti, sem minnstri röskun valda
á lifriki, nytjalandi og sérstæðum
náttúrúminjum.
3. Fráleitt er aö ráöstafa orku
til atvinnurekstrar á vegum út-
lendinga eða festa hana til langs
tima og gæta ber þess, að orku-
verð fer stöðugt hækkandi i heim-
inum.
4. Ekki skal leyfa hér neinn
þann atvinnurekstur, sem valdið
geti tjóni á náttúru landsins og
tryggja þarf fyrirfram fullkomn-
ar mengunarvarnir i iðnfyrir-
tækjum. Alls ekki á að leyfa starf-
rækslu iðnfyrirtækja ef búnaður
þeirra .til mengunarvarna bilar,
eða skilar ekki þeim árangri,
sem til er ætlast.
5. Stjórn SIN varar viö sivax-
andi ásælni útlendinga i iðnaðar-
aðstöðu hérlendis og tilraunum
auöfélaga til að ná tangarhaldi á
sjálfum orkulindunum. Má i þvi
sambandi benda á hina háskalegu
,,Integral”-áætlun fyrirtækisins
Alusvisse, en stjórnvöld hafa þeg-
ar léð máls á ýmsum þáttum