Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. april 1977 AF KONUNGSLEIKJUM Að undanförnu hefur leiklistin í höfuðstað landsins öðru fremur snúist um konunga og örlög þeirra. f Þjóðleikhúsinu er það Lér konungur eftir Shakespeare, í Iðnó Makbeð eftir sama höf und, en Háskólabíó sýnir ,/ King Kong'' eftir Lorenzo Semple Jr. Menningarlegir sérfræðingar dagblaðanna f fögrum listum hafa f jallað mjög ýtarlega um tvö fyrrnefndu fyrirbrigðin,og er það vel, því vart er þess að vænta að almenningur í landinu geti til fullnustu gert sér Ijóst, hvað honum á að finnast um listir almennt, ef ekki nýtur leiðarljóss menningarvita þjóðarinnar, hinna svonefndu ,,gagnrýnenda." En svo verðug skil sem Lé konungi og Makbeð hafa verið gerð, hef ur harmleikurinn um þriðja konunginn,,, King Kong", alls ekki fengið þá umf jöllun, sem verðug getur talist, í menningardálkum dagblaðanna. Mjög hefur verið þrýst á blaðstjórn Þjóðviljans að fá einhvern af vitmönnum þjóðarinnar til að f jalla um hinn sígilda harm- leik „King Kong" og gera honum menningar- leg skil frá listrænum sjónarhóli, og hef ég, f yrir þrábeiðni, f allist á að taka málið í minar hendur og skrifa um verkið dæmigerða gagn- rýni eftir þeirri forskrift, sem aðrir gagn- rýnendur hafa gefið á undanförnum árum. KING KONG HARMLEIKUR EFTIR SEMPLE LEIKSTIÓRI: DE LAURENTIIS GAGGRlNI: Því ber ávallt að fagna þegar framtaks- samir menn eða stofnanir beita sér fyrir því, að landsmenn fái kost á að njóta þess, sem fegurst gerist og best i samtiðinni í listrænu tilliti. Það samkomuhús, sem kennt er við æðstu menntastofnun þjóðarinnar, sjálft Háskóla- bíó, hefur nú tekið hið sígilda verk Semples „King Kong" til sýningar, og má með sanni segja að þar eigi verkið heima. Hinn átakanlegi harmleikur um hamslausa ást konu og risagórilluapans „King Kong", ást sem aldregi fær ræst sakir þjóðfélagslegra hleypidóma og af líffærafræðilegum sökum. Þetta snilldarverk er verðugt viðfangsefni, Háskólabíói til sóma og samboðið stof nuninni, sem kvikmyndahúsið er kennt við. Allir sem á annað borð hafa einhverja dramatiska nasasjón af klassískum fræðum, þekkja „King Kong", svoekki þarf að f jölyrða um leikritið sjálf t. Það talar sínu máli, eins og aðrar perlur heimsbókmenntanna. En mig langar að fara hér nokkrum orðum um þýðinguna. Frumtexti verksins er afar viðkvæmur og krefst þess raunar að um hann sé farið nærfærnum höndum málsnillings. Á þetta sérstaklega við um texta „Kongs" sem leikinn er af Nose Gorilla og þá ef til vill ekki síður stúlkunnar Dwan, sem leikin er af Jessica Lang. Þó þýðingin vrði að teljast hnökralaus, er því ekki að leyna að stundum nær hún ekki hinu tvíræða flugi frumtextans. Eitt dæmi þess er hin fræga stúlkunnar Dwan í III. þ. vi. atr., þegar stúlkan og risagórillan „King Kong" ástvinur hennar eru ein, hafa játað hvort öðru ævarandi ást og hápunktur harmleiks stúlkunni Dwan þessi orð i munn: Dwan: O, no! no! no! my great and glorious King Kong Thou knowest that our corporal love Can never come to rest Thy glorious king-sized camel Will never pass my needles eye. Hér gætir ónákvæmni í þýðingunni: „Nei nei nei mikli upplýsti kóngur / Hve Ijóst er ei að liðsforingjans ást / verður aldrei höfðalag / hins ástríðufulla reykingamanns / i ónot- hæfum augum minum". Ljóst er að þar sem höfundur talar um „...king-sized camel og needles eye" á hann við úlfaldann og nálaraugað, en ekki vindlategundina, sem kennd er við úlfald- ann og þaðanaf síður „ónothæf augu" Dwan. Einaf umdeildustu orðræðum harmleiksins „King Kong" er setning, sem um margra áratuga skeið hefur verið þrætuepli sér- fræðinga í fagurbókmenntum, setning stúlk- unnar Dwan í sama atriði, þar sem henni í ástarfuna augnabliksins erulögdþessi orð í munn: Dwan: „O, King Kong, eat me and thou willst suffocate when thou swallowest me..." sem þýðandi réttilega þýðir með orðunum „Ó, Kíng Kóngur gleyptu mig / og þú munt kafna við að kynja mér". Hinn nafntogaði fagurbókmenntafræðingur John Parker setti nýlega fram þá kenningu í hinu fræga leikhústimariti „Snobserver" að þessi setning hafi i raun og veru verið ætluð „King Kong", enekki Dwan (O! Dwan eat me and thou ... o.s.frv.). Ritgerð Parkers vakti gífurlega athygli, þegar hún var fyrst birt undir yf irskriftinni: „A study on copulation as a possible reason for human existence" (Rannsókn á samförum sem hugsanlegum or- sakavaldi mannlífs). Um frammistöðu einstakra leikara er það helstað segja að Nose Gorilla, sem lék „King Kong" sýndi hér enn einu sinni að hann er vax- andi, já ört vaxandi leikari (síðasta hlutverk leikarans var „Síta" í Tarsanmyndinni „Ástir Tarzans"). Hins vegar er því ekki að leyna að f ramsögn Nose Gorilla er enn mjög ábótavant og oft erfitt að greina orðaskil, einkum í áhrifa- miklum ástríðuatriðum. Satt að segja getur það talist allt að þvi misráðið að leggja gullaldartexta í munninn á leikara, sem ekki hefur betri framsögn en Nose Gorilla. Aðrir leikendur léku vel að vanda. Heildaráhrif unum af sýningunni gæti ég ef til vill lýst best með orðum ungrar batiklista- konu, sem ég hitti í anddyrinu eftir sýningu, en hún var mjög tilfinningalega skekin af þessum listviðburði: „í hálsinum er ég klárt og kvitt með kekki, því Górillu langaði að gera hitt en gat ekki." Flosi Skrifiö — eða hringið í síma 81333 „Vitfirrt kapphlaup um tíma og peninga” Leiðrétting frá Eiríki Guðjónssyni verkamanni á ísafirði t Þjóftviljanum þann 30. mars sl. er birt vifttal vift mig, tekift i ölfusborgum stuttu áftur. t sambandi vift þaft vil ég leift- rétta eftirfarandi: 1. Ég vinn þarna vift roftflett- ingarvél en ekki flökunarvél, en hvaö hávaöa áhrærir og hversu bindandi þaö er, skiptir ekki máli þar sem vélar þessar eru samtengdar. 2. Þá var þaö og missagt hjá mér aö atvinnutimi minn væri frá kl. hálf sex á morgnana til sjö á kvöldin. Hiö rétta er aö viö vinnum venjulega frá klukkan aö ganga sjö til um sex á kvöldin og viö vélarnar sjaldan lengur en til kl. tæplega fimm. 3. Ekki er rétt aö þaö sé af- skaplega þröngt um okkur þarna. Þaö var aö visu i þrengra lagi, en nú hafa þessar fisk- vinnsluvélar veriö fluttar i ann- an sal, einangraöan frá pökkun- arsalnum og þar er starfsrými nægilegt. 4. Þegar ég tala um þreytu i sambandi viö þessa vinnu er rétt aö taka fram. aö ég haföi ekki aöeins i huga hinn simal- andi niö frá vélunum. heldur og eigi siöur mjög sérstæöa félags- lega aöstööu hjá mér I sam- bandi viö einn eöa tvo sam- starfsmenn mina vegna þess aö þeim fannst ég vanda mig um of viö starf mitt. Vil ég koma þessu hér aö sem dæmi um hvernig „hiö frjálsa framtak” og hiö vit- firrta kapphlaup um tima og peninga leikur fólk siöferöis- lega. Allt snýst um þetta. Og hin skefjalausa vinnuþrælkun sam- fara siöspilltum fyrirmyndum hvers kyns braskaralýös verka sem rothögg á sérhverja kennd sem kynni aö örla á til vinnu- vöndunar. Reykjavik 14. april 1977 Eirikur A. Guftjónsson. Eirlkur A. Guftjónsson. Umsjón: Guðjón Friðriksson Páll Hildiþórs: Verdbólga Mannlíf Hvaö er veröbólga? Er þaö sjúkdómur sem hægt er aö lækna i snatri? Er hægt aö fara til læknis og i apótek og kaupa lyf? Nei. Er hægt aö láta eins og ekkert sé og slá vixil á mánudögum? Nei, þaö gengur ekki. En aö breyta um mataræöi og fara 5 sinnum i gufubaö i viku þaö ku vera hollt og kemur jafn- vægi á hugann og taliö bólgu- eyöandi. Slikt er fásinna. Enn æfa jóga og standa á höföi a.m.k. einu sinni á dag? Þaö hefur veriö reynt, en gagnar ekki. Væri reynandi aö tala viö verkalýösfélögin um aö lækka kaupiö? Ertu klikkaöur! En aö biöja atvinnurekendur aö hækka þaö svolitiö bara i þetta sinn. Attu vont meö svefn eöa tek- uröu inn einhverjar óþverra pillur? Þá er þaö þrautalendingin aö biöja til Guös og lesa faöirvoriö fram og aftur i vikutima. Þaö list mér ekki á.Jón minn. Hvað á þá aö gera? Ég hef svo mikla verki. Þaö skal ég segja þér, vinur sæll. Þaö á aö fá nýjan verö- bólgumæli, sá gamli er bilaöur. (1977)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.