Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. aprll 1977 Einar Olgeirsson, Halidór, Steingrlmur Aðalsteinsson, Akureyri 1937: „Vinstri menn, hvar I fiokki sem Gamalla vina fundur: Upton Sinclair og Halldór, Kalifornlu 1959. þið standiö, svariö á einn veg öllum tilraunum til aö kljúfa vinstri fylkingarnar innan frá: Fylkið ykkur þéttar saman"(Ræöa 1. mai 1937). SKALD OG ÞJOÐ baö er margt skrýtiö hjá hon- um Kiljan, en þaö er nú vit i þvi samt, sagði roskin kona að austan fyrir þr játiu árum við tvo strák- linga sem ekki gátu þá fundið púðrið i Atómstöðinni. Fáum ár- um siðar þóttist ég hafa lært af Halldóri Laxness rök fyrir nauðsyn sósialisma og um leið aðra lexiu, ekki siður þarfa: að fátt er jafn þroskandi fyrir sálina ogað verða fyrir ástarsorg, eink- um i fyrsta skipti. 1 bókmennta- klúbbi litils menntaskóla lét ágætur bóndasonur það út úr sér, að „Kiljan hnoðar leir og skit” — og mátti þakka fyrir að sleppa við stórmeiðsli, þvi enginn skyldi fara impune með flim um þann mann, sem hafði sterkar mótað lifsviðhorf okkar en fræöimenn og stjórnmálamenn. Fyrstu ritdóms- synd mina framdi ég þegar Gerpla kom út. 1 Moskvu báðu ungar stúlkur mig að gjöra sv<r vel að útskýra, hvar kommúnist- ana eiginlega væri að finna i Atómstöðinni — nokkru siðar hafði sú þróun orðið, að þær gátu fallist á lifstón Brekkukots með hrifningu ogán fyrirvara. A ég að halda áfram? A seinni árum hefi ég heyrt maóista útlista, aö i bók- um Halldórs hafi aldrei neinn sósialisma verið að finna, meðan aðrir sáu i taóistum hans sjálfa hina kommúnisku manneskju útópiunnar. ótal margir geta sett saman persónulega laxnesssögu, hér að ofan fóru smábútar úr einni slikri.Ogöilþau dæmiaf nærveru skálds i lifi okkar hafa leyft mönnum að slengja fram djörfum alhæfingum um áhrif þess á is- lenskt samfélag, hugsunarhátt, lifsskilning. Stundum eru þær staðhæfingar mjög rómantiskar: við erum leirinn sem hann mót ar. Vitaskuld eru þessar hug- myndir um áhrif skálds á þjóö sina aö þvi leyti erfiðar viður- eignar, að þessi áhrif eru ekki mælanleg, verða ekki einangruð frá öðrum öflum. Þau eru þess eðlis, að endanleg niðurstaða er ekki fáanleg. Til dæmis er sagt með góðum rökum, að Halldór hafi lyft islenskum bókmenntum i nýjar hæðir, og þar með eflt þær kröfur sem við hljótum að gera til rithöfunda og þeir til sjálfra sín. En þetta þýðir samt ekki, að vondum bókum fækki, þvi miður, ekki fækkar vondum lesendum heldur. Samt er einn sigur for- dæmis Halldórs endanlegur i þeim tima sem við sjáum yfir: hann er sá, að engum dettur leng- ur annað i hug en islenskur rit- höfundur skrifi fyrir islendinga á islensku. Viö reiknum út eftir likum áhrifum skáldsins, hitastig sam- bands þess við þjóð sina. Við höf- um ótal dæmi i prentuðu máli og eins úr næsta umhverfi hvers og eins um það, að landar Halldórs hafa fundiö mikla hvöt hjá sér til að bregðast sterklega við þvisem hann skrifar. Ollum stundum eru menn að stiga i stól eða skekja penna til að bregðast við skoðun- um Halldórs á sauðkind og sjálf- stæði, stafsetningu og lýðræði. Þeir ýmist bölva sáran yfir þvi, að skáldið sé þeim andsnúið eða faðma það að sér i hóflausri kæti yfir raunverulegri eða imyndaðri samstöðu. Ljómi heimsfrægðar hefur að sönnu gert menn varkár- ari i tali en áður, en samt má enn litlu muna að sú þunna skel feimninnar brotni ekki og upp gjósi tilfinningahver. Halldór hef- ur stundum kvartað yfir þessum gauragangi — en hann sýnir fyrst og fremst að menn láta sig miklu skipta hvað hann segir, og þá að til einhvers var skrifað og barist. Um forsendur þessa sterka sambands verða skrifaðar bækur. Það er til lítils að tíunda hér þá fyrstu: Blátt áfram þá, að Hall- dór Laxness kann öðrum mönn- um betur að skrifa, hefur sýnt skýlausan trúnað kröfunni um fullkomnun verksins, sem hann vill að sé siðferðilegur grundvöll- ur allra sem á verki taka. Hann rekur burt leti hugans með töfra- samspili hins harmræna og hins skoplega, ljóðrænu og háðhvarfa, viðkvæmni og töfrandi ósvifni, með samþættingu feguröarkröfu og samliðunar með Astu Sóllilju á jörðunni. Gleym- um heldur ekki þeirri ná- kvæmnisvinnu, sem oft fer leynt, en er stór þáttur i sannfæringar- krafti textans: hver hlutur er á sinum stað. A dögunum er mér sagt af listakonu, sem hefur skoðað hvernig islenskir höfund- ar nota samlikingar við vefnað. Flestir fóru þeir rangt með — nema Halldór. Hlutur af sama krafti eru yfirburðir, sem koma fram i þvi, að einnig i mögnuðu ádeiluverki eins og Atómstöðinni fær „neikvæð” persóna eins og Búi Arland að njóta drjúgra mannkosta, óskerts málfrelsis. Eitt enn: Ég og þú munum sjálfsagt kunna að nefna dæmi um að hérhafi Halldóri skjátlast, þarna hafi skothans geigað osfrv. En hann hefur lika kunnað að snúa tapi á nýjan ávinning. Hin frægu pólitisku vonbrigðamál sin, tengd Sovétrikjunum ( og einnig velferðarþjóðfélaginu n.b.) leysti hann með nýrri viðmiðun og af nýjum sjónarhól: Paradisar- heimt. Vel á minnst: pólitikin. Eftir langa og harða hrið sem Halldór hefur gert að kenninga- smið og allsherjarlausnum lifir góðu lífi kenning, sem hann bar sjálfur fram á sinum tima og fylgdi eftir með verkum sínum. Hún er á þá leiö (eftir minni) að hvað sem öðru liður geti mennirnir ekki vaxið frá nauðsyn skynsamlegra samfélagshátta. Mérfinnst þetta einhver hin besta og lifseigasta kenning — sem ger- ir það áfram nauðsynlegt bæði að smiða nýjar teoriur og brjóta þær niöur. Þórður Sigtryggsson hafði það eftir Halldóri, aö hann hefði ung- ur einsett sér að skrifa bækur, sem allar kerlingar gætu lesiö en væru samt hundrað prósent bók- menntir. Það felst m.a. i' þessari stefnuskrá óþreytandi áhugi á öllu þvi stóru sem smáu, sem upp kann að koma með þessu „kerlingasafni” sem þjóðin er. t íslendingaspjalli segir Halldór, að meðan islendingar voru kaþ ólskir ortu þeir sjálfir kvæði um Mariu mey „sem ekki fóru önnur skáld framúr i heiminum meðan það málefni kallaði að”. Það hef- ur alltaf verið krafa hans til þjóðarinnar og sjálfs sin. að báðir aöilar ráði með fullgildum hætti við það sem „kallar að”. Hvort það var að byggja upp sjálfstætt þjóðriki, efla þrifnað og heilsufar, islenska nýjan f jölmiðil (sjónvarpsmálið) — eða skrifa núti'mabókmenntir sem Njálu- þjóð gæti verið hreykin af. Þess- ari afstöðu fylgir kröfuharka sem oft hefur vermt mörlandanum undir uggum. Afskiptasemi um ta n n s k e m m d i r , mállýti, spiritisma og náttúruspjöll. Og einnig það stórkostlega næmi á allarhræringar sem hefur oft skipað honum i hóp frummæi- enda og frumkvöðla um margvis- legustu málefni. Hann færði sér i nyt lærdóma súrrealismans um leið og sú stefna varð til, marx- iskum hugmyndum beitti hann af fágætri fimi á Hallgrim Péturs- son. Hann barðist fyrir Kjarval, afstraktlist og úttvikkun tóneyr- ans. Þegar i Heimsljósi hafði hann byrjað meiriháttar land- helgisstrið. Stundum er þetta næmi einna likast spádómsgáfu i anda þeirrar undarlegu stáð- hæfingar Julio Jurenitos, (sem er skáldsögupersóna i bók Ilju Eren- búrgs frá 1921) að i næsta striði muni amrikanar finna upp gjör- eyöingarvopn og prófa það á japönum. Þegar nýfrjálsar konur hafa skoðað, hvernig karla- rembingar hafa litiilækkað konur beint og óbeint i bókum, þá er Halldór sá maður sem þær finna ekki höggstað á, það er sem hann hafi þegar verið búinn aö reiða fram margtaf þeirra röksemdum með Sölku Völku, Uglu og fleiri ágætum konum. Og löngu áöur en mengunaröld byrjaði tilbe iðslu- kenndan áhuga á lifnaðarháttum svonefndra frumstæðra þjóða hafi Halldór sungið eskimóum verðugt lof I Gerplu. En þær öldur sem ágætur höf- undur útvarpar þurfa viötæki sem ná þeirra tiðni. Halldór segir á þessa leið um hlustunarskil- yrðin á Islendingaspjalli: „Skáld- skapur og bókmentir hafa ein lægt verið miðþýngdarstaður þjóðlifs á Islandi.” Þetta er sú sérstaða islendinga sem hann þreytist seint á að brýna fyrir mönnum. Meðalannars með skir- skotun til bréfa og annarra texta sem sveitafólk sl. aldar hefur lát- ið eftir sig, og með virðingu sem hann oft sýnir litt frægum höfund- um — og stundum sýnist i þver- sögn við skop hans um þá islensku jafnaðarmennsku að „skussana verður að vernda.” Hann segir um tvö sveitaskáld: „Gildi þess- ara höfunda er ekki falið i þvi að þeir komi neinum á óvart með þvi aö skapa nýjar og stórfeingilegar bókmenntir, heldur i hinu, að þeir hafa gagnsýrt umhverfi sitt anda skáldskapar og menta um lánga ævi...Anslikra manna gætu ekki veriö til stórskáld á tslandi.” En á seinni árum verðum við oftar en ekki vör viö grun höfund- ar um að þessi virka sambúð þjóðar við bókmenntir heyri senn fortiðinni til. I grein um Guömund Böðvarsson segir: „Þann dag sem skáldskapur á Islandi fer að vera sérfræðingavinna af þvi tagi sem aðeins skirskotar til sérfræð- inga, án lifræns sambands við þjóðina, þá er hætt við að sú al- menn arfleifð ljóðs og sögu sem hefur verið sérgrein islendinga sé öll — og þá væntanlega eitthvað annað og betra komið í staðinn”. Hann efast reyndar um „annað og betra” — liklegra er að þá verði „uppvöknuö hér önnur þjóð en var” eins og segir I Þjóð- hátiðarrollu. Og við ottumst reyndar lika, að bókmenntir hafi nú þegar færst skör lægra i þvi húsi sem kallaö er þjóðarvitund, þokað fyriröðrum viðfangsefnum og skemmtun. Þess vegna grunar okkur lika, að öngvir höfundar, hve ágætir sem þeir yrðu, muni skipa sess svipaðan þeim sem Halldór Laxness hefur, engum þeirra muni takast f svipuöum mæli að „lyfta úr grasi mensku vorri og smæð” (Heimsljós). Þessi uggur verður einmitt til að skerpa skilning okkar á þvi, hve dýrmæt samfylgd þessa manns hefur verið, og efla óskir um að hann megi sem lengst bjóða dús sinni elskulegu þjóð. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.