Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. april 197Z / Akæran 1 aldarfjórðung hafa Þjóðleik- hús og Leikfélag Reykjavíkur sýnt 9 leikrit Williams Shake- speares i þýðingum Helga Hálf- danarsonar. Erlendir leikstjórar hafa verið til kvaddir fjórum sinnum. Leikirnir Draumur á Jónsmessunótt, Rómeó og Júlia og Óþello voru sviðsettir af enskumælandi mönnum, nú sið- ast Lér konungur. Helgi Hálf- danarson hefur ekki verið að flíka skoöunum sinum á þvi, hvernig honum hafa likað sýningarnar niu. AJlir sem hann þekkja vita hversvegna. Helgi hefur helst borið það viö i dagblöðunum aö rassskella bögubósa og fræði- menn með yfirburðaþekkingu sinni á islensku máli. En nú brá svo við sunnudaginn 17. aprfl, að Helgi tekur til máls um leikhúsið og það svo um mun- ar. 1 tveggja siðna grein i Morgunblaðinu lætur hann gamminn geisa um sýningu Þjóð- leikhússins á Lé konungi og spar- ar hvergi stóru orðin. Alltaf er gaman þegar menn setja fram einarðar skoðanrr og færa rök fyrir sinu máli á fjör- mikinn hátt eins og Helga er lag- ið. Að þessu sinni vikja rökin fyrir reiði og vandlætingu. Það sem vakti mig til þessara hugleiðinga voru dómar eins og „frumstæöur óhemjuskapur”, sem Helgi kveð- ur upp um framgöngu okkar leik aranna. Ennfremur sú skoöun hans, að Þjóðleikhúsið, islenskir leikhúsgestir og —” hinir snjöllu leikarar Þjóðleikhússins, sem þarna voru sviptir dýrmætu tæki- færi til þjálfunar i meðferð Shakespeares leikja” — hafi ver- ið herfilega svikin af leikstjóran- um Hovannes I. Pilikian. Glæpur Pilikians Hovannes I. Pilikian fór i nóv- embermánuöi stutta ferð til islands til að undirbúa uppfærslu sina á Lé konungi. Hann hafði heyrt mikið látið af okkar ágætu þýðingu og óskaði eindregið eftir að hitta þýðandann, en þvi var þráfaldlega neitað, þýðandi sagðist ekki þurfa neitt að ræða við útlending um Islenska þýð- ingu sina. Þetta fréttu margir, og þótti sagan góð. Um áramót hefst slðan vinna, sem á sér enga hliöstæðu i leik- húsi okkar. 20 leikarar lesa frá orði til orðs leikrit Shakespeares á frummálinu og bera saman islenska þýðingu. Þýðandi er beð- inn aö koma á þessar æfingar, en hann segist ekki erindi eiga. Hann felst á að brey ta öllu sem óskað er eftir, og ber islenskur aðstoðar- leikstjóri breytingar á milli. Leikstjórinn hefur takmarka- lausa aðdáun á texta Shakespear- es, allt er mikilvægt, smæstu hlutverk verða sprelllifandi, hann opnar okkur nýjan heim. Texta sigildra stórskálda ber að skoða af nákvæmni. Af orðavali persóna má lesa skapbrigði þeirra; endur- tekning sama orðs i einni ræðu bendir til geðshræringar per- sónunnar, ekki til orðfæðar skáldsins. Einhver smiðar orð i miðri ræðu, hann er æstur, reiður, finnur ekki rétta orðið, orðskripiö stendur út úr öðrum texta — þýö- endur vilja gjarna bæta hér um, og gera betur en höfundur. Leik- stjórinn tekur dæmi úr verkum Strindbergs, Ibsens, Tjékofs og fleiri snillinga. Hann bendir á nýjar fræðibækur um Shake- speare máli sinu til stuðnings og bækurnar eru pantaðar á bóka- safn leikhússins. — Fylgist með, segir hann, þið getið öll stjórnað betur en ég — og hann lætur i ljós þá von, að framvegis stýri islend- ingar sinum Shakespeare sjálfir. Leikararnir eru meö ýmsar út- gáfur af enska textanum, þeir fietta upp skýringum útgefenda og skýringum Islenska þýöand- ans. Eru þær oft I anda véfrétta. Einkum þar sem fjallað er um texta Lés i óráðinu og texta fífls- ins. Dæmi úr skýringum H.H., texti fiflsins bls. 174 „skýla horn- unura": — „Ekki mun almennt taiið, að hér sé vikiö að kokkáls- hornunum, sem svo alræmd eru I Shakespeares-leikritum. En Aver veit, nema strákur sé einmitt, með þeirri ósvifni sem honum er lagin, að hafa orð á þvi, að dætur Lés séu ólikari föður slnum en eðlilegt geti talist.” „Oft mæla fiflin spámanns orð”, segir Shakespeare I 5. þætti leiksins. Fátt var það við hirðina sem fiflið ekki vissi. Hvers vegna ætti ekki að taka mark á orðum þess, sem mátti I krafti stöðu sinnarláta alltflakka. Dæmin um hórgetnað Kordeliu eru falin um allt I texta fíflsins. Það er bágt að trúa þvi, að Shakespeare láti Lé bulla innan- tóma vitleysu i raunum sinum. Þvert á móti kemur þá upp á yfir- borð það sem dulið skyldi. Kenning leikstjórans um hór - getnað Kordelíu er snjöll. Henni má alls staðar finna stoð i textan- um sjálfum. Einfaldar spuna-æfingar (improvisation) eru gerðar til að þjálfa athygli, til að rannsaka mannleg samskipti, til að leikar- arnir kynnist hver öðrum. Og svo einn góðan veðurdag: Gjörið svo vel, leikið (lesið) leikritið i gegn og notið hugmyndaflugið, leikið til skiptis hin ýmsu hlutverk. Allt verður nú til i leikhúsinu sjálfu, leikstjórinn hefur enga fyrirfram gefna formúlu um hreyfingar eða leik, hver persóna verður til utan um leikarann og út frá honum. Engin hreyfing aðeins hreyfingar- innar vegna, allt hefur tilgang og merkingu. Leikstjóri telur textann svo góðan, að hann er unninn óstyttur, gagnstætt islenskri venju við flutning á Shakespeare. Gifurleg vinna er unnin á skömmum tlma. Eldmóður og sköpunarkraftur hríslast um svarta musterið við Hverfisgötu. Þá fellur sprengjan. Sýningar- timinn er 5 stundir. Hneyksli. Almenningur á Islandi segir að Shakespeare sé leiðinlegur, en 5 stunda skammtur er dauöinn. Dagskipun leikhússins: SKERA, SKERA. Og leikstjórinn sneiðir burt, i mikilli geðshræringu, allar sprelllifandi aukapersónurnar,. heilu atriðin fjúka, eftir aðalæf- ingu hverfur jafnvel hið fræga sjálfsmorðsatriði Glostur-jarls. Að öilu er eftirsjá, hvert orð leiks- ins hafði ölast merkingu á svið- inu. Leikararnir standa ráðþrota og leikstjórinn talar um vanskap- að barn. En sýningartiminn er 3 stundir. Leikhúsinu er borgið. Réttarhöld Akæran á hendur Hovannesi I. Pilikian á íslandi var send út i nóvember, þegar hann kom fyrst til viðræðna við leikara' sina og þýðanda. Hæstaréttardómur var kveðinn upp i Morgunblaðinu sunnudaginn 17. april. Fram i Góulok máttu leikarar og leikstjóri sæta stöðugum yfir- heyrslum og ofsóknum. Hvar sem komið var rigndi spurningum og fullyrðingum um æfingar okkar. Allir höfðu heyrt sögurnar, og leikstjóri lét ekki sitt eftir liggja að mata þá vél smáborgaraþjóð- félagsins, sem hann hafði lýst svo ljóslega fyrir okkur. Sauma- klúbbar bæjarins kvökuöu: — Aumingja Sveinn, nú lendir hann i þessu sama og Guðlaugur i gamla daga er hann fékk senda vitlausa primadonnu frá út- löndum. — En þeir sem höfðu hæst um klám og vissu allt, höfðu aldrei á æfingar komið, kannski setið eina eða tvær, gripið á lofti setningar samhengislaust og gef- ið þeim vængi. Reynt var að hafa sálræn áhrif á leikarahópinn innan leikhússins sjálfs. Þaö var kominn óþægur, hættulegur maður inn i musteri islenskrar tungu. Dómar Reiðarslag. Frumsýningu er fagnað með óvenjulegum hætti. Dagblöðin kalla sýninguna „sannkallað listaverk”, „stór- kostlega lifandi og kraftmikla”, „hátind á ferli Þjóðleikhússins, — leikararnir haga sér eins og fólk af holdi og blóði, nota likama sinn til hins ýtrasta sem tjáningartæki — ekki leikarar I stellingum að flytja falleg ljóö — ”. Menn eru undrandi, sumir sárir, vonsvikn- ir. Þeir finna ekki klámið, sem átti að vera svo yfirþyrmandi, þeir verða fyrir sterkum áhrifum góðs leikhúss Ahorfendur gera sér far um að lýsa fyrir leikurum þessum áhrif- um, bláókunnugt fólk segir á förnum vegi, að Shakespeare hafi verið spennandi, heillandi, eins ogleikararnirskilduþað sem þeir færu meö, — „Þýöingin er frá- bær”. En málinu er áfrýjað. Hæsti- réttur kemst að annarri niður- stööu, ákærði fjarverandi. Helstu dómsorð: (Mbl. 17.4.) 1. Leikstjóri plataði þýðanda til „að snúa þýðingu sinni upp i einhverskonar skólaversjón fyrir orðhengilshátt.” 2. „Leikstjórinn breytir Kordeliu I bastarð án minnstu heimildar frá höfundarins hendi. — Þetta er tóm vitleysa.” 3. „Það atriði leiksins, að Glosturjarl býst til að stytta sér aldur hjá Dofrum, er eitt hið frægasta i öllum leikritum Shakespeares, og ber margt til þess. Vissulega fær þetta stór- merkilega atriði harla frum- lega meðferð á sýningu Piliki- ans. Hann gerir sér litið fyrir og strikar það út úr leikritinu. Astæðuna er erfitt að imynda sér, nema vera skyldi sú, að hin kynferðislega söguskoðun fengi þarlitið hald. Einnig kann það að hafa ráðið nokkru, að þetta atriði leiksins stendur nær ljóði en mörg önnur. En allt sem á leiksviði minnir á ljóð er eitur I beinum þessa leik- stjóra, og ætti hann af þeim sökum einum að velja sér leik- rit Shakespeares siðast alls til meðferðar.” 4. „Svo bar til, meðan á æfingum stóð, að sýnd var i sjónvarpinu kvikmynd Lárensar Oliviers eftir leikriti Shakespeares um Rikarð þriðja. — Ekkert last er það um islenska leikara, þó sagt sé, að hollara hefði þeim verið að hlusta vandlega á þann flutning en sitja viku eftir viku undir fyrirlestrum um kynferð- is-heimspeki.” 5. „A Englandi hafa svo margir séð flestar hefðbundnar leiðir til túlkunar svo oft, að margur er guðsfeginn hverri nýjung, sem fitjað er upp á, jafnveí hvaða fjarstæðu sem er. A Islandi er hins vegar byrjað á öfugum enda meö þvi að sleppa fram af sér beizlinu i uppátækjum.” 6. „Þess var ekki að vænta, að sviðsmyndin slyppi undan of- riki leikstjórans; enda getur þar að lita kjörið dæmi þess, hvernig Shakespeares- leiksvið á ekki að vera.” 7. „Hvar sem er getur leikstjóri einungis fylgt fram til hlitar þeim texta sem hann skilur sjálfur gersamlega. Og úr íslenskum texta vinnur enginn neitt af viti nema Islendingur.” Hvers vegna? Það er hörmulegt að slikt skuli koma fyrir i islensku leikhúsi eft- ir áratuga baráttu við Shake- speare karlinn. Hvers vegna hef- ur enginn áfrýjað málum fyrr. Hefur ieikhúsmönnum okkar tek- ist að vefja æðsta dómara um fingur sér og hafa hann góðan. „Rotið réttarfar”? eins og Lér segir einhvers staðar. Nei, nei, þvi trúi ég aldrei. En hvers vegna hefur þýðandi ekki fyrir löngu bannað útlendingum að snerta þýðingar sinar; það eru engin ný sannindi, þessir skrattar kunna ekki með þær að fara. Það skiptir engu máli þótt þeir hafi ævinlega reyndan íslenskan leikstjóra sér við hlið. Það skiptir engu þótt menn rámi I sýningar eins og Gisl, Marat-Sade, Púntilla, Nátt- bólið, að Shakespeare skrifaði á ensku og Gorki á rússnesku. Það skiptir engu máli þótt þeir færi leikarahópnum mikilsverða þekkingu. úr Islenskum texta vinnur enginn neitt af viti nema Islendingur. Og þvi i ósköpunum eru islensk- ir leikarar ekki skikkaðir (þetta eru þó ríkisstarfsmenn) að horfa á 25 ára gamla kvikmynd Sörs Lárensar Oliviers i sjónvarpi, svo þeir læri hvernig á að fara með texta á leiksviði. Sörinn tók sér að visu það bessaleyfi, án minnstu heimildar frá höfundarins hendi, að krydda Rikarð þriöja setning- um úr öðrum leikritum, en hann má það. En það er eins gott, að þessir frumstæðu óhemjuleikarar Þjóðleikhúss sjái ekki kvikmynd rússans Kozintsevs (þess sama og gerði fræga Hamlet-mynd) um Lé konung, þar sem Góneril kem- ur að Játmundi og Regan gerandi hitt i rúminu. Framhald á bls. 18. Eftir Þórhall Sigurðsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.