Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. aprll 1977
Verkamenn búa sig undir átök
Nú lifir aðeins vika til
þess tima, að hinir al-
mennu kjarasamningar
flestra félaga innan Al-
þýðusambands (slands
renni út. Undanfarnar
vikur hafa átt sér stað
viðræður milli samninga-
nefndar ASI og vinnu-
kaupenda, og eins og al-
þjóð er kunnugt hefur
hvorki gengið né rekið í
þeim viðræðum,
ennþá að minnsta kosti.
Flest verkalýðsfélög
landsins eru nú þessa
dagana að afla sér verk-
fallsheimildarog gæti því
verkfall skollið á hvenær
sem er eftir 1. maí.
Það er lika greinilegt
þegar maður ræðir við
vinnandi fólk um þessar
mundir að flestir búast
við verkföllum og eru
jafnframt tilbúnir í átök,
ef annað dugir ekki til að
bæta kjörin. Við litum við
hjá verkamönnum hjá
Togaraaf greiðslunni i
Reykjavík nú í vikunni til
að heyra hljóðið í mönn-
um, og viðtöl við tvo
verkamenn fara hér á
eftir og þau endurspegla
skoðanir mikils meiri-
hluta verkafólks i dag.
Högni Agústsson til hægri og Höröur Þóröarson, verkamenn hjá Togaraafgreiöslunni (Ljósm. S.dór).
Kauphækkun og vísitölu-
trygging eru aðal-málin
í komandi kjarasamningum, segir Höröur Þórðarson verkamaöur
„Nei, það er fjarri þvi að ég sé
bjartsynn á lausn kjaradeilunnar
sem nú stendur yfir, ég á þar við
að hún leysist án átaka, það væri
þá a.m.k. alveg nýtt ef verkafólk
fengi einhverjar kjarabætur án
þe ss að þurfa að beita verkfalls-
vopninu, eða I það minnsta að láta
það hanga yfir höfðum atvinnu-
rekenda. Það er gömul saga og
ný, að atvinnurekendur semja
ekki fyrren verkfaller um þaöbil
að skeila á eða er skollið á,” sagði
Hörður Þórðarson, verkamaður
hjá Togaraafgreiðslunni, er við
lituin við hjá körlunum þar i vik-
unni, sem nú er að liða og röbbuð-
um við tvo þeirra um kjaramáiin
og fleira.
Verkfall strax
1. mai:
Og Hörður hélt áfram:
„Það er mín skoðun, að ef ekki
verður búið að semja strax 1.
mai’, daginn, sem samningarnir
renna út. bá eigi verkfall að
skella á strax. Við vitum það vel
þaö er okkar reynsla, að atvinnu-
rekendur semja aldrei fyrr en i
allra siðustu lög. Það er þeirra
hagur að geta dregið samnings-
undirskriftir eins lengi og þeir
mögulega geta. Þess vegna er
það ekki til neins fyrir okkur
verkamenn að vera aö gefa þeim
kost á sliku. Ef við boðum verk-
fall strax 1. mai, fáum við nýja
samninga fyrr en ella."
— A hvaða atriði i kröfum ykk-
ar leggur þú mesta áherslu að fá-
ist fram?
,,Ég vil auðvitað að þær fáist
allar fram, þær hefðu ekki verið
settar fram, ef þeirra væri ekki
þörf, en þau atriði, sem ég tel
mikilvægust. eru tvimælalaust
kauphækkunin og visitölubinding
kaupsins. Visitalan er alveg
frumskilyrði, það hafa kjara-
samningar siðustu 3ja ára sýnt
okkur. Við höfum varla verið
búnir að samþykkja nýja kjara-
samninga, þegar verðhækkunum
hefur veriö skellt yfir okkur, án
þess að við fengjum nokkrar bæt-