Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 20
Styðjum málstað verkalýðshreyfingarinnar
BARÁTTUFUNDUR
í HÁSKÓLABÍÓI
Alþýðubandalagiö í Reykjavik boðar til baráttu-
fundar í Háskólabíói kl. 14.30 laugardaginn 30. apríl.
Fundurinn er haldinn á þeim tímamótum þegar kjara-
samningar verkalýðsfélaganna eru að renna út og
fyrir alvöru reynir á samstöðu launafólks í landinu.
Alþýðubandalagið í Reykjavík vill f yrir sitt leyti gefa
reykvískri alþýðu kost á því að sýna hug sinn til
baráttu verkalýðshreyfingarinnar með samstöðu-
fundi i Háskólabíói, og hvetur fólk til þess að f jöl-
menna þangað á laugardaginn kemur. Fundurinn er
haldinn til stuðnings málstað verkalýðshreyfingar-,
innar, gegn stjórnarstef nunni, fyrir launajöfnun og til
undirbúnings 1. maí.
Kristin A. ólafsdóttir
Einar Einarsson
Sigurður Rúnar Jónsson
Jónas Arnason
Bóthildur
Steinunn Jóhannesdóttir
Lúðrasveit verkalýðsfélaganna
Jón Múli Árnason
Á baráttufundinum
flytja ávörp:
Sigurður Tómasson
Guðrún Helgadóttir
Baldur Óskarsson
A baráttufundinum
koma fram m.a.:
Böðvar Guðmundsson
Kristin
Sigurður Rúnar Steinunn
Jónas og Bóthildur
Fyrsti samningafundur BSRB og ríkis
Fjölmennum á baráttufundinn á laugardaginn kl. 14.30
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Sigurður
Guðrún
Baldur
Böövar
Sérstök sáttanejhd
Guösteinn Þengilsson, læknir
Hins vegar segir i dómi Hæsta-
réttar, að ummæli Guðsteins
Þengilssonar „þykja ekki eftir at-
vikum fallin íil aö valda áfrýjend-
um miska”,oger fébótakröfu VL-
inga þvi hrundiö af meirihluta
dómenda, en minnihlutinn, þeir
Halldór Þorbjörnsson og Guð-
mundur Yngvi Sigurösson vildu
dæma nokkrar fébætur.
Málskostnaðarákvæði Hæsta-
réttar er mun hærra en hjá
undirrétti, var hækkað úr kr.
25.000,- upp i kr. 140.000,-, sem er
þá fyrir bæði dómsstigin.
Dómur þessi verður siðar birt-
ur ásamt forsendum i Þjóðviljan-
um, en næsta mál VL-inga fyrir
Hæstarétti er gegn Degi Þor
leifssyni, blaðamanni, og fer
munnlegur málflutningur fram,
þriðjudaginn 26. april n.k.
verður skipuð
Málflutningur fór fram fyrir
Hæstarétti i máli VL-hópsins
gegn Guðsteini Þengilssyni, lækni
19. april s.l. og stóð allan daginn.
Hinir nýju dómendur hristu dóm-
inn fram úr erminni daginn eftir.
Niðurstöður héraðsdóms i máli
Guðsteins voru i meginatriðum
þær, að bæði refsi- og miskabóta-
kröfum VL-inga var hrundið, en
fáein ummæli dæmd ómerk. t
hinum nýja dómi Hæstaréttar eru
niöurstöður þær, að ómerking
héraðsdómsins er staðfest i einu
og öllu, en gripið til þess að sekta
10 þúsund krónur fyrir að kalla
VL-inga „auðnuleysingja”,!
fundinum urðu.menn ásáttir um
að skipa undirnefndir til þess að
kanna ýms atriði og önnur en bein
launamál, m.a. málefni vakta-
vinnufólks og kennara, svo og að-
búnað og hollustuhætti, fullorð-
insfræðslu og fæðisaðstöðu.
Þessar nefndir hefja störf eftir
helgina. Ekki er ákveðið hvenær
næsti fundur verður boðaður.
i lögunum um kjarasamninga
opinberra starfsmanna er gert
ráð fyrir þvi að skipuð verði sér-
stök sáttanefnd til þess að starfa
með rikissáttasemjara. Hún hef-
ur talsvert meira hlutverk en
sáttanefndir i almennu samning-
unum. Boði BSRB verkfall er hún
skyldug til þess að leggja fram
sáttatillögu, sem allsherjarat-
kvæðagreiðsla fer siðan fram um.
Bandalag starfsmanna rikis- og
bæja er nú að hefja mikla funda-
herferð um allt land til þess að
kynna kröfur bandalagsins.
Fyrstu fundirnir veröa á Dalvik
og Patreksfiröi á mánudags-
kvöldið. Kristján Thorlacius,
form. BSRB, og Snorri Jónsson,
varaform. Landssambands
barnaskólakennara, verða á Dal-
vik á mánudagskvöld og á Akur-'
eyri á þriðjudagskvöld. Haraldur
Steinþórsson, varaform. BSRB,
og Einar Ólafsson, form. Starfs-
mannafélags rikisstofnana, verða
á Patreksfirði á mánudagskvöld
og á Isafirði á þriöjudagskvöld.
—ekh.
Frá fyrsta samningafundi BSRB og fjármálaráðuneytisins f Tjarnar-
búö i gær.
Fyrsti fundur samninganefnda
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja og fjármálaráðuneytisins
var haldinn i Tjarnarbúð i gær og
stóð i tvær klukkustundir. A fund-
inum varð samkomulag um að
visa deilunni til sáttasemjara.
Ekkert gagntilboð kom fram af
hálfu rikisins við kröfum þeim
sem BSRB hefur lagt fram. A
DWÐVmiNN
Laugardagur 23. april 1977
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægtað ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum siraum. Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans i sima-
skrá.
Lagarfoss hefur nú veriö
11 vikur í skreiöarferd
og fyrirsjáanlegt aö hann verdur nofckrar vikur í vidbót
Samkvæmt nýjustu iréuum ei
enn ekki búið að losa skreiðina úr
Lagarfossi út i Nigeriu og að sögn
Sigurðar Markússonar, fram-
kvæmdastjóra sjávarafuröar-
deildar SIS, en SIS á hluta af
farminum, eru á milli 100 og 160
tonn eftir i skipinu enn.
Nú eru komnar 11 vikur frá þvi
Lagarfoss byrjaöi aö lesta skreið
i þessa sögulegu ferð. Þegar skip-
ið hafði lestað skreiðina hér
heima, varð það að biða I 5 vikur
hér á landi, vegna þess að ekki
var gengiö frá bankatryggingu
fyrir farminum ytra. Þegar hún
svo loks kom, tók við 2ja vikna
sigling héðan til Nigeriu og siðan
er skipið búið að vera 4 vikur I
höfn þar og á eftir að vera eitt-
hvað enn og siðan tekur við 2ja
vikna sigling til Islands.
Sigurður Markússon sagði að
meira en 20 sinnum hefðu skip
farið héðan með skreiöarfarm
beint til Nigeriu en aldrei lent i
töfum á borð við þetta. Oftasthef-
ur samt skreiö, sem seld hefur
verið til Nigeriu farið I gegnum
Hamborg, þ.e. henni hefur veriö
umskipað þar.
Sagði Sigurður þvi fylgdi tölu-
verður kostnaður og augljós
hagnaður hefði verið að þvi að
flytja skreiðina beint frá islandi
til Nigeriu ef þessi mikla töf hefði
ekki komiö til, en liklega yrðii
flutningskostnaðurinn nú, svipað-
ur þvi sem hann hefði orðið ef
skreiðin hefði verið flutt fyrst til
Hamborgar og henni umskipað
þar.
Astæðan fyrir þessari miklu töf
er talin vera sú að nígeriumenn
eru nýrikir vegna oHuframleiðslu
og þar á sér stað mikil uppbygg-
ing of þar af leiöandi mikill inn-
flutningur, sem gamaldags hafnir
og löndunaraðstaða þeirra getur
ekki tekiö á móti með eðlilegum
hraða. —S.dór.
Nýr hœstaréttardómur í VL-málum
Guðsteini gert að greiða
10 þús. kr. sekt