Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. april 1977 Tillaga Garöars Sigurðssonar á alþingi: Framlag íStofnfjársjód fiskiskipa afnumið í áföngum Garðar Sigurðsson legg- ur til að framlag i Stofn- fjársjóð fiskiskipa verði afnumið í áföngum. Eins og fram kom í blaðinu á fimmtudag nemur framlag þetta 3 miljörðum króna á ári. Frumvarp Garðars Sigurðssonar er á þessa leið: 1. gr. 3. gr. laganna orðist svo: Þegar fiskiskip selur afla i innlendri höfn, eða afhendir afla sinn til vinnslu án þess að sala fari fram, skal fiskkaupandi eða fiskmóttakandi greiða sérstakt gjald til Stofnfjársjóðs fiskiskipa, er nemi eftirfarandi hlutfallstölu fiskverðs eins og þaö er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins: 10% árið 1977, 8% árið 1978, 6% áriö 1979, 4% áriö 1980 og 2% árið 1981, en greiðsla þessi fellur niður frá og með 1. jan. 1982. Sömu ákvæði gilda þegar fiskiskip selur eða afhendir afla sinn öðru skipi til löndunar i innlendri höfn. Akvæði um innheimtu þessa gjalds skulu sett með reglugerö. Sjávarútvegsráðuneytinu er heimilt aö ákveða, aö ekki skuli greiða gjald til Stofnfjársjóðs, þegar afli er seldur til neyslu inn- anlands. 2. gr. 4. gr. laganna orðist svo: Þegar fiskiskip selur afla i erlendri höfn, skal það greiöa sérstakt gjald til Stofnfjársjóös fiskiskipa, er nemi eftirgreindri hlutfallstölu af heildarsöluverð- mæti (brúttó-söluverðmæti) aflans: 16% árið 1977, 12% áriö 1978, 8% árið 1979, 6% áriö 1980 og 3% áriö 1981, en greiðsla þessi fellur niöur frá og með 1. jan. 1982. Sömu ákvæði gilda, þegar fiskiskip sel- ur afla sinn öðru skipi til sölu i erlendi höfn. Þessi greiðsla kem- ur til frádráttar heildarsöluverð- mæti (brúttó-söluverðmæti) ásamt frádráttartölu kjarasamn- inganna við ákvörðun aflaverð- launa, aukaaflaverðlauna og hlutar samkvæmt kjarasamning- um. Sjávarútvegsráðuneytinu er heimiit að lækka gjald þetta vegna hækkunar, er verða kann á öörum gjöldum viö sölu aflans. 3. gr. Upphaf 16. gr. orðist svo: Garðar Sigurðsson. þingsjé Lög þessi öðlast þegar gildi og skal ákvæðum þeirra beitt frá 16. febr. 1976 til 31. des. 1981, en þá falla þau úr gildi. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 1 greinargerð segir Garðar: ,,t árslok 1968, undir viðreisnarst jórn, voru sett lög um ráöstafanir i sjávarútvegi vegna stórfelldrar gengisfellingar. Ráðstafanir þessar voru aðal- lega fólgnar i þvi að skerða hlut sjómanna með stórfelldum hætti. Tekin voru 10% af óskiptum afla ograunar 20% af sumum tegund- um, ef landað var innanlands, en 16% ef landaö var erlendis. Auk þess voru tekin 11% af brúttó- verðmæti afla til handa útgerð- inni upp i kostnaðarhlutdeild sem svo kallaðist. Samtök sjómanna mótmæltu harðlega þessu ger- ræði, en án árangurs. Með tilkomu vinstri stjórnar- innar var hlutdeild i útgeröar- kostnaöi felld niður, svo þar voru þessir hlutir strax lagaðir til hálfs. Þeim stóra áfanga var faenað af hálfu siómanna, en enn stefndu þeir að þvi að fá framlag til Stofnfjársjóðs lækkað og siðan afnumið. Þegar núverandi stjórn komst til valda var framlag i Stofnfjár- sjóð hækkað i des. 1974 úr 10 i 15% — og enn á ný gegn kröftugum andmælum sjómannastéttarinn- ar, en sem fyrr var talað fyrir daufum eyrum. Með breytingu á fyrirkomulagi sjóðakerfisins, sem ráðist var i vegna mikils þrýstings af hálfu sjómanna, var framlag til Stofn- fjársjóðs lækkað aftur i 10% af brúttóverðmæti, en þó er þessi hlutfallstala ekki sambærileg hinum fyrri 10%, vegna breyt- inganna á sjóðakerfinu og þeirrar fiskverðshækkunar, sem af þeim leiddi — að jafnaði 24% — i raun var lækkunin úr 15% i 12,4% af sama stofni. Með frumvarpi þessu er lagt til, að framlag i Stofnfjársjóð verði afnumið i áföngum, þannig að það hverfi jöfnum skrefum á árunum frá 1977 til og með 1981, um fimmtung af núverandi gjaldi árlega. Gjald til Stofnfjársjóðs, þegar landað er erlendis lækki einnig i svipuðum áföngum. Verður aö teljast með öllu óeðlilegt, að sjómenn gjaldi tiund af kaupi sinu til þess að greiða stofnkostnað þeirra fiskibáta, þar sem þeir eru ráðnir i skiprúm.” Bráðabirgðalögin gegn sjómönnum STAÐFESTING NÚ MUN LEIÐA TIL HARÐARI KJARADEILNA Minnihluti sjávarútvegs- Við útgáfu bráðabirgða- nefndar efrideildar, Stefán laganna var bundinn endirá Jónsson og Jón Armann Héðins- framhaldandi samningaviðræð- son leggja til að frumvarpiö um ur, sem miðuðu að samræmingu staðfestingu á bráðabirgöalög- sjómannakjara um land allt, unum sem sett voru gegn sjó- bæði varðandi aflahlut og trygg- mönnum sl. haust verði fellt. ingar. Frá þvi bráðabrigöalögin 1 nefndaráiiti segir minnihlut- voru gefin út hefur verið samið inn: sérstaklega á Vestfjörðum um Við setningu bráðabirgða- hærri aflahlut, og má þvi til laganna var gengið á rétt sanns vegar færa að andi bráða- verkalýðssamtakanna. Rétt er birgðalaganna hafi verið brot- að vekja athygli á þvi, að þegar, inn nær tafarlaust. lögin voru gefin út rikti hvorki Gildistimi þessara bráða- verkfallsástand né hafði áður birgðalaga, sem sett voru á verið reynt til þrautar að ná mjög svo hæpnum forsendum og niðurstöðu meö eðlilegum mótmælt hefur veriö kröftug- samningaviöræðum. Þótt ekki lega, rennur út 15. næsta mán. væru nema þessar tvær ástæður Verði þau nú staöfest á sér, þá hlutu verkalýðssamtökin Alþingi, mundi slikt aðeins leiða að mótmæla útgáfu bráða- til harðari deilna við samninga- birgðalaganna mjög harðlega. borðið og af eðlilegum ástæðum Samningsuppkast það er lög- auka á tortryggni sjómanna. gilt var með bráðabirgðalögun- Þvi leggur undirritaður minni um hafði veriö samþykkt af ein- hluti til, að frv. veröi fellt. um fjórum af samtals 26 aðildarfélögum Sjómannasam- Alþingi, 15. april 1977. bands Islands, en fellt af tuttugu Stefán Jónsson, frsm. og tveimur. Jón Arm. Héðinsson. a| undirritunin svona : Sylvla Gunnarsdóttir 1 minningarorðum um Katrin Gunnarsdóttir Sylverius Hallgrimsson féllu nið- Björg Gunnarsdóttir, ur nöfn úr undirritun. Rétt var eiginmenn og synir LAUSSTAÐA Lektorsstaöa I lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkyæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu hafa borist Menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. mal nk. Menntamálaráðuneytiö 20. april 1977. 3ja umrœöa um málmblendiverksmiðjuna: Sakbitinn Gylii stökk í ræðustól Eins og frá hefur veriö skýrt hér i blaðinu var frv. rfkisstjórn- arinnar um járnblendiverksmiöj- una til 3. umr. i n.d. Alþingis sl. miövikudag. Gylfi Þ. Gislason kvaddi sér fyrstur hljóös. Hann taldi af- greiðslu málsins viö 2. umr. i deildinni hafa verið sögulegan viðburö, af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi vegna þess, að stjórnarliðið hefði veriö sundrað við atkvæðagreiðslu um einstak- ar greinar frv. og i öðru lagi fyrir það, hve siðlaus málflutningur Alþýðubandal. manna hefði ver- ið. Gylfi taldi Magnús Kjartansson hafa veriö upphafsmann málm- blendiverksmiðjunnar. Vitnaði hann I ýmis plögg, er hann kvað staðfesta það og var helst á hon- um að skilja, að um þau gögn hefði almenningur ekkert vitaö til þessa. Taldi Gylfi fyllstu likur á, að þingflokkur Alþýðubandal. hefði verið „afstöðu” Magnúsar Kjartanssonar samþ. og þvi væri afstaða þeirra nú forkastanleg. Var helst á Gylfa að skilja, að það hefði verið þingrofiö 1974, sem kom i veg fyrir að vinstri stjórnin gengi frá þessum samningum. Lúðvlk Jósepsson kvaö „leyniplögg” Gylfa löngu kunn og hefðu ekkert farið dult. Þau hefðii m.a. borið á góma á framboðs- fundum við siðustu alþingiskosn- ingar. Stóriðjunefnd hefði á sin- um tima fjallað um þessi mál og gert uppkast aö samningsdrög- urri. Þaö hefðu, út af fyrir sig, verið eölileg vinnubrögð. Ég lét hinsvegar, sagði Lúövik, bóka andstööu mina við þetta mál. Það er þvi óheiðarlegt af G..G. að haida þvi fram, aö vinstri stjórnin hafi i heild staöiö að nokkrum samningum við Union Carbide. Það er rétt aö Magnús Kjartans- Reyndi ekki að réttlæta afstöðu Alþýðuflokksins, en réðist í þess stað gegn Alþýðu- bandalaginu son taldi eðlilegt að athuga samn- inga með tilteknum ákveðnum skilyrðum. Það hefur alltaf veriö ljóst. En hann tók lika skýrt fram að málið nyti ekki óskerts fylgis Alþýðubandal., hefði ekki verið samþ. i þingflokki þess né af öör- um félagseiningum flokksins. Ræða G.Þ.G. var að þvi leyti óþörf, að hún leiddi ekkert nýtt i ljós i þessu máli. Þegar svo málið kom endan- lega fyrir Alþingi þá greiddi allur þingflokkur Alþýðubandalagsins atkv. gegn þvi , þar á meöal Magnús Kjartansson, enda að- stæður ýmsar gjörbreyttar frá þvi, sem verið hafði, eins og allir vita. Við höfum bent á að raforku- salan sé óhagkvæm. Að rekstur- inn sé fjárhagslega hæpinn. Aö vikið hafi verið frá mikilvægum skilyröum heilbrigðiseftirlitsins. Hinsvegar er það bert orðið, að þrátt fyrir alla þessa ágalla, stendur Alþýðufl. einn þing- flokka, heill og óskiptur meö samningunum, þótt G.Þ.G. hefði i allri sinni löngu ræöu, ekki fært hin minnstu rök fyrir þeirri af- stöðu. Gylfi Þ. Gfslason tók aftur til máls og sagði rök Alþfl. kunn. Taldi Magnús Kjartansson hafa skipt um skoöun á málinu við það að missa ráðherrastólinn. Ræða hans var að ööru leyti mestmegn- is endurtekning þeirra staðhæf- inga, er hann hafði áður slegiö fram. Jónas Arnason sagði að ekki hefði komið til fulls i ljós fyr en nú hversu óvinsælt þetta mál væri. Maður skyldi ætla, aö þegar G.Þ.G. kæmi nú í ræðustól þá reyndi hann að mæla þvi bót og rökstyddi afstööu þingflokksins. Eöa þá að þakka forgöngumönn- unum, sem hann taldi vera, fyrir aö hafa ýtt þessu þjóðþrifamáli á flot. Nei, ekki nú alveg. Það, sem gerst hefur er það, sagöi Jónas, að er i ljós hefur komið afstaða þingflokks Alþfl. þá eru þeir Gylfi og Gröndal teknir I karphúsið af sinum eigin mönnum. Og þá er gripið til þess ráðs, að kenna Magnúsi Kjartanssyni um allt saman. Þetta eru sakbitnir menn, sagði Jónas Arnason. Sigurður Magnússon sagðist hafa átt von á þvi, að G.Þ.G. mundi ræða máliö efnislega úr þvi að hann bað um orðið. Það hefði verið eðlilegt miðað við fylgi flokksins viö þaö. Þaö hefði hann þó forðast. Þess i stað hefði hann aðeins lesið upp úr gömlum bréf- um, hverra innihald heföi áður verið alkunnugt. Sá upplestur staöfesti þaö, að Alþýðubanda- lagið hefði ekki verið fylgjandi samningum. Magnús Kjartans- son taldi eðlilegt að athugun á þeim færi fram en er aðstæður svo gjörbreyttust, hefði hann ver- ið andvigur samningum. Sú af- staða væri eðlileg og drengileg i alia staði. Að lokinni ræðu Sigurðar Magnússonar var umr. og at- kvæðagreiðslu frestað. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.