Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. aprll 1977 ÞJÖDVILJINN — SIÐA 15. Högni Agústsson verkamaður hjá Togaraafgreiðslunni Láglauna- stefna ,,l>að eru fá orð sem fara meira i taugarnar á mér en orðið ,,lág launastefna” sem sifellt klingir i eyrummanns og hefur gert sl. 2-3 ár. Þetta orð ætti ekki að heyrast, einfaldlega vegna þess að kaup okkar á að vcra það hátt að ekki sé hægt að taka sér þetta orð i munn, nema þá sem grin. Hvers vegna skyldum við islendingar ekki gcta haft jafn há laun og fólk i nágrannalöndum okkar? Auð- vitað getum við haft jafn há laun og eigum að hafa það, og þá er engin ástæða til að nota þetta orð”, sagði Högni Agústsson, verkamaður hjá Togaraaf- greiðslunni þegar við ræddum við hann á dögunum. Ekkert fæst án átaka: — Hvernig lfst þér á samninga- málin, sem eru i gangi þessa dag- ana? ,,Ekki er ég bjartsýnn á lausn þeirra án átaka, það væri þá eitt- hvað alveg nýtt. Annars er eitt, sem ég vildi gjarnan nefna, fyrst við erum að ræða þessi mál, en það er að mér finnst ekki nógu vel að þessum málum unnið milli samninga. Ég á þar við að hinn almenni félagsmaður i verkalýðs félögunum er ekki virkjaður sem skyldi, og allur hópurinn er þvi ekki eins vel undirbúinn þegar þörf er á átökum, eins og hægt væri ef timinn milli samnings- gerðar væri betur og raunar öðru visi notaður en verið hefur. En varðandi þá samninga, sem nú fara i hönd þá á ég ekki von á þvi að neitt fáist án átaka eins og ég sagði áðan, og þvi á ég full- komlega von á þvi að til verkfalls komi nú i byrjun mai. Og það get ég sagt þér, að menn hafa sjaldan eða aldrei verið jafn baráttufúsir og nú, og ég hef ekki hitt einn ein- asta verkamann, sem ekki er til- búinn til átaka til að bæta kjörin nú i vor. Enda er búið að fara þannig með kjör manna að þar kemur enginn samjöfnuður til. Slæmt var ástandið 1967 og 1968 en það var mun betra en núna kaupmátturinn til muna meiri.” 140 þús. kr. á mánuði lágmarkið: ,,Ég var sæmilega ánægður með þá kröfu ASt-þingsins sl. haust að krefjast 100 þúsund króna lágmarkslauna á mánuði, sú krafa átti vel við þá, en siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og skolað burtu kaupmættinum, þannig að litið stendur eftir, og mérf innst ekki koma til greina að semja uppá minna en 140 þúsund króna mánaðarlaun sem lágmark nú. Ég er að visu einhleypur mað- ur, en mér er hreint óskiljanlegt hvernig fjölskyldufólk, kannski hjón með 3börn eða meira,ferað þvi að lifa á þeim launum, sem greidd eru um þessar mundir. Það likist galdri að komast af, fyrir 5 manna fjölskyldu og þaðan af stærri. 1 öll þau ár, sem ég hef unnið, man ég ekkitilþess að kaupmátt- urinn hafi verið jafn litill og nú. Hugsaðu þér að stór hluti verka- manna skuli fá 72 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnuna. Þetta er likara skrýtlu en alvöru, en rammasta alvaraer það nú samt. Visitalan skilyrði: - — A hvaða atriði vilt þú leggja mesta áherslu i komandi samn- ingum? „Fyrst og fremst kauphækkun og siðan alveg skilyrðislaust að kaup verði visitölubundið. Ég tel visitöluna alveg frumskilyrði. Það er engin von til þess að sú kaupmáttaraukning, sem von- andi fæst i samningunum, haldist nema með þvi móti að kaupiö sé visitölubundið. Að öðrum kosti taka þeir allar þær kjarabætur sem við fáum i samningunum, af okkur á svipstundu. Þannig var það i fyrra og hitteðfyrra. Blekið var ekki orðið þurrt á samnings- uppkastinu þegar allt hafði verið þurrkað út, sem hét kjarabót. Og siðan hefur verið haldið áfram að höggva af þvi sem þá stóð eftir. Það er mál að sliku linni.*’ —S.dór. ur fyrir utan þessi svokölluðu rauðu strik, sem segja ekkert. Það er meiri von til þess að hækkunarskriðunni verði haldið aðeins niðri, ef kaup er visitöiu- bundið." Að verja kaupmáttinn: — Nú markaði ASl-þingið sl. haust ákveðna stefnu i kjaramál- unum, þar sem rætt var um 100 þús. krónur á mánuði sem lág- markskaup, ertu sáttur við það? „Alls ekki. Þetta var góð krafa þegar hún var sett fram sl. haust, en siðan hefur það gerst, að verð- hækkanir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum hafa dunið yfir og i dag tel ég 130 til 150 þús- und krónur algert lágmark, sem mánaöarlaun. Það lifir engin fjöl- skylda af 100 þúsund krónum segjum hin svo nefnda visitölu- fjölskylda. Það er hreint fráleitt að tala um slikt. Til að framfleyta visitölufjölskyldu þarf verka- maður að vinna 10-14 tima á dag og að auki verður eiginkonan að vinna úti. Með þvi móti hefur fólk að borða og föt til að ganga i. Laun þau sem greidd eru verka- manni fyrir 10-14 stunda vinnu og að auki laun eiginkonu leyfa ekki meira en það.” — En segjum að nú fáist fram einhver kauphækkun i komandi samningum og að auki einhvers- konar visitölutrygging, fer þá ekki að verða ástæða fyrir fólk að hefja aðgerðir til varnar kaup- mættinum meira en gert hefur verið? „Vissulega. Visitölubundið kaup myndi að sjálfsögðu hjálpa mikið, en samt aldrei fullkomlega, og það er vissulega vel athugandi, hvort ekki ber að skipuleggja á- kveðnar varnaraðgerðir til verndar kaupmættinum. Segjum með skæruverkföllum, ef skerða á þann kaupmátt, sem fæst viö næstu samninga. Ég er viss umað við stæðum betur að vigi ef við hefðum skipulagt slikar aögerðir eftir samningsgeröina i fyrra. Vegna þess að við höfum ekkert aðhafst til varnar þeim kjarabót- um, sem við fengum i samning- unum i fyrra, voru þær kjarabæt- ur teknar af okkur strax eftir undirskrift samninga, og siðan var haldið áfram og kaupmáttur- inn skertur hvað eftir annað oe þar er ekkert lát á. Hvað gerðist ekki nú um miðja siöustu viku, þá hækkaði kaffi, fargjöld með flug- vélum o.fl.** — Að lokum, Hörður, er mikill baráttuhugur i verkamönnum núna? ,,Já, hannermikill,ogmenn eru svo sannariega tilbúnir til átaka ef með þarf, a.m.k. allir þeir verkamenn sem ég þekki til.” —S.dor Einleikararnir sem fram koma. Skólatónleikar í Keflavík 19. skólaári Tónlistarskólans i Keflavik er nú aö ljúka og i þvi til- efni verða hinir árlegu lokatón- leikar skólans haldnir á vegum Tónlistarfélags Keflavíkur i dag, laugardaginn 23. april kl. 17 i Keflavikurkirkju. Skólahljom- sveit, undir stjórn Árna Arin- bjarnarsonar, leikur og kemur nú i fyrsta sinn einleikari fram með hljómsveitinni. Þaö er Guðbrand- ur Einarsson, sem leikur sónötu fyrir trompet og strengjasveit eftir Henry Purcell. Nýstofnað strengjatrió leikur trió eftir Leo- pold Mozart. t trióinu eru Unnur Pálsdóttir, Kjartan Már Kjart- ansson og Rúnar Guðmundsson. Aðrir einleikarar á þessum tón- leikum eru Birna Björnsdóttir og Baldur Þ. Guðmundsson á pianó og Steinar Guðmundsson á orgel. Unnur Pálsdóttir leikur einnig 1. þátt úr fiölukonsert i D-dúr nr. 4 eftir W.A. Mozart. Sovésk gagnrýni á Kína í fyrsta sinn eftir lát Maós MOSKVU 22/4 — Mikhail Simjanin, ritari miðnefndar Kommúnistafiokks Sovétrikj- anna um hugmyndafræði og menningarmál, sakaði Kina i dag um að blása að glæðum miskllðar á alþjóða vettvangi og bandalag við afturhaldssömustu öfl. Er þetta I fyrsta sinn frá andláti Maós formanns, sem sovéskur stjórnmálamaður beinir sllkri gagnrýni að Kina. Simjanin lét þessi orð falla i ræðu, sem hann flutti á hátiða- samkomu i minningu þess, að 107 ár eru liðin frá fæðingu Lenins. Vang Sjinsjing, sendiráðsfulltrúi Klna, sem ásamt meö öðrum er- lendum fulltrúum var viðstaddur athöfnina, reis á fætur og gekk úr salnum um leiö og ræðumaður tók aö beina spjótum sinum að Kína. Simjanin endurtók fyrri yfirlýs- ingar sovéskra ráðamanna um að Sovétrikin vildu ekkert frekar en aö bæta samskipti Kina og Sovét- rikjanna. Frá þvi að Maó lést hafa sovésk blöö einstaka sinnum gagnrýnt stefnu kinverja á alþjóöavett- vangi, en sovéskir stjórnmála- menn hafa til þessa forðast að gagnrýna stjórn Húa Kúó-fengs. Ætla má að ummæli Simjanins séu merki þess, að sovéska stjórnin hafi orðiö fyrir vonbrigð- um með aö afstaða Kina til henn- ar skyldi ekki veröa vinsamlegri eftir fráfall Maós, enda sagði Simjanin að „þvi miður heföu undanfariö ekki orðiö neinar breytingar á afstöðu Kina.” RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍ TALINN: SÉRFRÆÐINGUR óskast til starfa á svæfingar- og gjörgæsludeild spitalans frá 1. september n.k. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda stjórnar- nefnd rikisspitalanna Eiriksgötu 5 fyrir 22. mai n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. FÓSTRA: Tvær fóstrur óskast til starfa á Bamaspitala Hringsins frá 1. júni n.k. Umsóknir, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, ásamt meðmælum óskast sendar skrifstofu rikisspitalanna fyrir 20. mai n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirfijúkrunarkonan. KLEPPSSPÍTALINN: HJÚKRUN ARDEILDARST JÓ RAR óskast nú þegar eða eftir samkomu- lagi til starfa á deild II og III. KENNSLUSTJÓRI óskast til starfa frá 1. júli n.k. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyr- ir 1. júni n.k. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú þegar eða eftir samkomulagi á hinar ýmsu deildir svo og á nætur- vaktir. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar um stöður þessar veitir hjúkrunarframkvæmdastjórinn, simi 38160. Reykjavik 22. april 1977. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 Auglýsing V. í Þjóðviljanum ber ávöxt ___________J mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mm^mm^J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.